Morgunblaðið - 28.02.2003, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 28.02.2003, Qupperneq 61
TILRAUNAELDHÚSIÐ, helsti vettvangur ævintýra- mennsku í tónlist hérlendis, mun opna Sæluhús sitt öðru sinni í kvöld, vegna Vetr- arhátíðar höfuðborgarinn- ar. Gestagangurinn verður í Nýlistasafninu við Vatns- stíg 1 og m.a. kíkja kunn- ingjar frá Bandaríkjunum í heimsókn en tónreiðslu- menn Eldhússins eru ný- komnir frá Nýju Jórvík þar sem þeir gerðu stormandi lukku í Tonic-klúbbnum. Rafsnáðinn og New York-búinn Dwayne Sod- ahberk kemur fram en hann leggur sig eftir truflkenndri en einkar taktvænni tónlist. Hann rek- ur litla útgáfu í heimaborg sinni og á að baki nokkrar smáskífur og safn- skífulög. Með honum spilar hinn ís- lenski Krakkbot (Baldur Björnsson) en einnig kemur Hildigunnur Birg- isdóttir myndlistarkona fram. Atið hefst kl. 21 og stendur til 23. Sæluhús Tilraunaeldhússins#2 Nanóbylgjur frá New York Dwayne Sodahberk Galopið bíó á Ingólfstorgi Morgunblaðið/Sverrir Nokkrir af meðlimum Bíós Reykjavíkur ásamt vinum og velunnurum. EINN af viðameiri atburðum sem verða á Vetrarhátíð Reykjavíkur- borgar er Galopið bíó á Ingólfstorgi. Það eru samtökin Bíó Reykjavík sem sjá um skipulagningu þessara þriggja kvölda og sýningarnar fara fram á risatjaldi á Ingólfstorgi en svo verða líka sýningar fram eftir nóttu á Sirkus. Kvikmyndirnar eru af innlendum og erlendum toga og eru það Árni og Hrönn Sveinsbörn sem sjá um kynningar. Kvikmynda- gerðarmennirnir verða á staðnum og svara spurningum áhorfenda. Föstudagskvöldið verður sent beint út á netinu og hægt er að nálgast út- sendinguna á vefsíðu Bíós Reykja- víkur. Tengingin verður þá að vera á ADSL formi og Quicktime Viewer er nauðsynlegur (sem hægt er að hlaða niður ókeypis í gegnum áð- urnefnda heimasíðu). Í samtali við Gio Shanger, einn stofnmeðlima Bíós Reykjavíkur, verður íslensku nýbylgjunni í kvik- myndagerð nú formlega hrint úr vör og segir hann aðstandendur af- ar stolta af þessu verkefni. Þrír tugir mynda á þremur kvöldum TENGLAR ..................................................... www.bioreykjavik.com www.rvk.is/vetrarhatid MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 61 MAUS er tilbúin með nýja plötu sem kemur út í maí á vegum Smekkleysu. Nú er verið að vinna myndband við lagið „Life in a fish- bowl“ en titillagið, „Musick“ hefur verið í spilun á Radíó X og Rás 2 upp á síðkastið. Í gær lék sveitin í Undirheimum FB en um helgina ætlar hún að ger- ast húsbandið á Grand Rokk. Í kvöld leikur hún ásamt Prince Val- ium & Skurken en á morgun ásamt Coral. Platan Musick var hljóðrituð í Das Studio í Dortmund síðasta sum- ar á þremur vikum og verður megn- ið af henni leikið um helgina, sam- kvæmt Páli Ragnari Pálssyni, gítarleikara sveitarinnar. „Við ætlum að spila vel og lengi þannig að gömul lög verða líka au- fúsugestir. Við erum vel stemmdir enda ansi langt síðan við höfum spil- að finnst okkur. En það verður heil- mikið á seyði næstu mánuði og von- andi út árið.“ Páll segir vinnsluferli nýju plöt- unnar, sem er þeirra fimmta, hafi verið ólíkt síðustu plötum. „Þetta var í fyrsta skipti sem við gátum einbeitt okkur alfarið að gerð plötunnar. Áður fyrr var maður allt- af að mæta í hljóðverin eftir vinnu. Umhverfið var mjög skapandi og gaurarnir sem voru að vinna þetta með okkur, strákar á okkar aldri, voru frábærir. Vinnan var afslöppuð og áreynslulaus og andrúmsloftið einkar skapandi. Lögin gengu þann- ig flest í gegnum einhvers konar endurnýjun en við höfðum komið með þau tilbúin út.“ Tónleikarnir hefjast í bæði skipt- in kl. 23.59. Aldurstakmark er 18 ár og aðgangseyrir er 600 kr. Maus leggur undir sig Grandrokk Ljósmynd/Börkur Maus, bjartir og brosandi – tilbúnir í slaginn! „Vel stemmdir“ KRINGLUNNI Lokabaráttan er hafin! ÁLFABAKKI KVIKMYNDIR.IS Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. / Sýnd kl. 8, 10 og Powersýning kl. 12. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal.Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10.10. KRINGLUNNI Sýnd kl. 4 og 8. HJ MBL Sýnd kl. 4 og 6. ÁLFABAKKIÁLFABAKKI EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.45, 8, OG 10.15. B. I. 16. Magnaðasti spennuhrollur ársins sem hefur allstaðar slegið í gegn. Hefur verið líkt við “The Sixth Sense” Áður en þú deyrð, færðu að sjá KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára. ÁLFABAKKI / AKUREYRI Sýnd kl. 4. / Sýnd kl. 6 ÁLFABAKKI AKUREYRI Hann hafði drauma- stúlkuna við hlið sér... ...en áttaði sig á því þegar hún var farin SV MBL KVIKMYNDIR.IS Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 8 og 10. / Sýnd kl. 8 og 10. Frumsýning á fyrstu stórmynd ársins Vinsælasta myndin í Banda- ríkjunum. 2 vikur á toppnum. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. Missið ekki af þessari mögn- uðu mynd. r.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.