Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í DAG fer fram ráðstefna á Grand Hóteli á vegum dóms- og kirkju- málaráðuneytisins og félagsmálaráðu- neytisins. Umfjöllunarefnið er verslun með konur sem orðið er alvarlegt vandamál víða í heiminum. Þessi ráð- stefna og blað sem fylgdi Morgun- blaðinu um síðustu helgi er hluti af framlagi Íslands til sameiginlegs átaks sem dóms- og jafnréttisráðherrar á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum ákváðu að ráðast í fyrir tveimur árum til þess að vekja athygli á þessum vanda og sporna við honum. Það er skemmtileg tilviljun að ný- lega hafi fallið dómur Hæstaréttar um svokallaðan einkadans sem án vafa er mikilvægt framlag í þessum efnum. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að heimilt hafi verið að banna, í lögreglu- samþykkt, einkadans í lokuðu rými á veitingastöðum og að takmarka för sýnenda meðal áhorfenda. Málið á sér nokkurn aðdraganda sem snertir Reykjavíkurborg, Akureyrarbæ og dómsmálaráðuneytið. Dómsmálaráðuneytið tók ákvörðun um að láta vinna rannsókn um vændi á Íslandi og var rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum og greiningu falið verkið. Niðurstöður rannsóknarinnar voru gefnar út árið 2001 í skýrslunni Vændi og félagslegt umhverfi þess. Skýrslan leiddi í ljós að vændi ætti sér stað á Ís- landi meðal þeirra hópa sem athugunin náði til, það er vændi meðal ungs fólks í vímuefnaneyslu og vændi tengt starf- semi nektardansstaða. Rannsóknin beindist hins vegar ekki að því að kanna umfang vændis. Niðurstöður skýrslunnar komu mörgum á óvart. Til að bregðast við þeim vanda sem lýst var í skýrslunni skipaði ég þverfaglega nefnd til að gera tillögur til úrbóta. Nefndinni var meðal annars falið að kanna hvort ástæða væri til að setja reglur um rekstur og starfsemi nektardansstaða. Nefndin skilaði skýrslu 16. apríl 2002. Í skýrslunni arlega umfjöl semi nektard dansara. Nef stakar reglur dansara á ne einkadans yr nefndin til sk víkurborgar Reykjavík í þ hópur hafði e urstöðu að ek og yrði slíku lögreglusamþ gerðu bæði R ureyrarbær b samþykktum kallaðan eink staðfesti þá b eftir að hafa Átak gegn verslun með „Nektardansstaðir tengjast óneit- anlega í mörgum tilfellum verslun með konur.“ Eftir Sólveigu Pétursdóttur ÞEGAR Seðlabanki Íslands varð sjálf- stæð stofnun árið 1961 var það trú manna bæði hér og erlendis að hægt væri að setja seðlabönkum margs kon- ar markmið. Lítil verðbólga, full at- vinna og góður hagvöxtur voru meðal markmiða sem menn töldu að seðla- bankar ættu að geta náð. Smám saman varð ljóst að þetta gekk ekki upp. Í starfi seðlabanka gátu þessi markmið rekist hvert á annað og útkoman orðið efnahagslegur óskapnaður. Á undanförnum árum hefur því lög- gjöf seðlabanka verið breytt í fjöl- mörgum löndum og seðlabönkum sett eitt meginmarkmið að tryggja stöðugt verðlag. Verðbólga er fyrst og fremst peningalegt fyrirbæri, þannig að við- varandi verðbólga er afleiðing ófull- nægjandi aðhalds í peningamálum. Til langs tíma hefur stefnan í peninga- málum því áhrif á verðlag en síður á hagvöxt og atvinnu. Þegar fjármagns- hreyfingar eru frjálsar á milli landa er stjórntæki seðlabanka fyrst og fremst vextir og það stjórntæki getur til lengdar aðeins náð einu þjóðhagslegu markmiði, þ.e. að tryggja stöðugt verðlag. Ný löggjöf Þegar Seðlabanka Íslands voru sett ný lög árið 2001 var tekið mið af þess- ari alþjóðlegu þróun og lögin hér á landi sniðin eftir nýlegri löggjöf ann- arra iðnríkja. Um þetta var mikil póli- tísk samstaða enda gerðu menn sér grein fyrir að lítil verðbólga er einn af hornsteinum hagvaxtar og bættra lífs- kjara. Jafnframt lagasetningunni var bankanum sett verðbólgumarkmið í sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar og Seðlabankans. Um leið var ákveðið að gengi íslensku krónunnar skyldi fljóta enda komin reynsla á það að útilokað er að tryggja ákveðið gengi til lengdar þegar fjármagns- flutningar að og frá landinu eru frjáls- ir. Gengið ræðst því á markaði þar sem framboð og eftirspurn ráða verði krónunnar. Þessi nýja umgjörð peningastefn- unnar fékk strax sína eldskírn. Mikil þensla var í efnahagslífinu og verð- bólga stefndi hratt upp á við. Seðla- bankinn varð að bregðast við með hækkun vaxta. Gengislækkunin átti þátt í því að viðskiptahallinn hvarf hraðar en menn þorðu að vona fyrir um tveimur árum. Betra jafnvægi er því í þjóðarbúskapnum nú en um nokkurt skeið og horfur á að núver- andi slaki verði skammvinnur. Að- haldssöm peningastefna Seðlabankans skilaði hins vegar árangri í því að í nóvember sl. fór verðbólgan niður fyr- ir sett markmið sem er 2½%. Gamlar kenningar skjóta upp kollinum Að undanförnu hafa farið fram mikl- ar umræður um Seðlabanka Íslands, stefnu hans og markmið. Nú þegar sigrast hefur verið á verðbólgunni skjóta upp kollinum gamlar kenningar um að Seðlabankinn eigi að hafa margs konar markmið. Bankinn á að tryggja fulla atvinnu, hann á að setja sér ákveðin markmið um gengi krón- unnar og hann á að tryggja hagvöxt. Í þessum viðhorfum birtist mikil oftrú á getu Seðlabankans og tækja hans. Það er einnig allt of mikil einföldun að ein- blína á vextina eins og margir gera og ætla að leysa allan vanda með frekari lækkun þeirra. Seðlabankinn hefur nú á und- anförnum tveimur árum lækkað vexti sína þrettán sinnum og eru stýrivextir bankans nú 5,3%. Það eru vissulega hærri vextir en á evru-svæðinu, enda eiga menn þar við langvarandi efna- hagslega stöðnun að glíma og mikið at- vinnuleysi og útlitið er ekki gott. Seðlabankavextir í Noregi eru á hinn bóginn 6% svo tekið sé dæmi af iðnríki í okkar næsta nágrenni. Raun- stýrivextir Seðlabanka Íslands eru nú um 2¾% þegar horft er fram á veginn sem er nokkuð undir núverandi mati á jafnvægisvöxtum. Vextir Seðlabankans hafa því örvandi áhrif á efnahagslífið, enda eru raunvextirnir lægri nú en nokkru sinni síðan vorið 1996. Þá er einnig rétt að hafa í huga að vaxta- breytingar hafa áhrif á eftirspurn og verðbólgu með töluverðum töfum og vaxtalækkanir undanfarinna mánaða eru því enn að skila sér. Gengi íslensku krónunnar Engum blandast hugur um að gengi íslensku krónunnar skiptir miklu máli fyrir efnahagslífið. Gengið hefur mikil áhrif á verðlag og afkomu útflutnings- og samkeppnisgreina. Hins vegar verða menn að átta sig á því að Seðla- bankinn hefur takmörkuð áhrif á gengið til langs tíma. Margir þættir í efnahagslífinu má nefna uta ingar erlendr fjárfestingar og síðast en e þróun efnaha því að væntin kvæmda hafa undanförnu. V áhrif á gengið ars staðar sýn þegar frá líðu ingastefnan m bólgu til leng unum. Á sam seðlabanka ha ið hins vegar þunga getur e lengdar haml alls staðar í h fjármagnsflut Það var líka r lands þegar h gegn lækkun 2000 til haust þess nú að Se gengismarkm ráðið til að fe gamla farið o og hver vill h Að keyra niðu sem verðbólg til að reyna a væri mjög órá að lækka eitth næsta er víst skrið og fljótl svipað raunge viðbótar búni ofþenslu- og ó Eftir langt sem endaði í slaka í hagke leysi. Því er n þessi slaki sé samrar stefnu Reynsla okka að tímabundin kvæmilegur f hagstjórnar s hemja ofþens verðbólgu. Þe ilvægt að kom Stefna og markmið Seðl „Framundan eru svo mestu f kvæmdir Íslandssögunnar se munu hafa mikil áhrif á efna- hagslífið bæði í bráð og leng Þær kalla á trausta hagstjór Eftir Birgi Ísl. Gunnarsson ALVARLEG GAGNRÝNI Stefán Svavarsson, dósent við við-skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, er einn virtasti endurskoðandi landsins. Sú ákvörðun hans að segja af sér sem formaður reikningsskilaráðs felur í sér þunga gagnrýni á stjórnvöld. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Stefán Svavarsson: „… mér finnst um- hverfið hér ekki nógu traust og mér finnst stjórnvöld ekki sýna þessu næg- an skilning.“ Bókhaldsaðferðir hafa ekki verið rík- ur þáttur í þjóðfélagsumræðum hér á Íslandi. Raunar má segja, að þær hafi nánast aldrei komið til umræðu á op- inberum vettvangi fyrr en á allra síð- ustu árum. Tvennt veldur því, að reikn- ingsskil fyrirtækja eru meira í brennidepli nú en áður. Í fyrsta lagi að fjöldi fyrirtækja er nú skráður á verð- bréfamarkaði og einstaklingar og aðrir fjárfestar leggja mikla fjármuni í kaup á hlutabréfum. Það skiptir miklu máli fyrir þessa aðila, að reikningsskil fyr- irtækja gefi glögga mynd af stöðu þeirra og jafnframt að þau séu saman- burðarhæf. Í öðru lagi vegna mikilla umræðna beggja vegna Atlantshafsins en þó sér- staklega í Bandaríkjunum um reikn- ingsskil fyrirtækja. Í Bandaríkjunum hefur komið í ljós, að bókhaldi fyrir- tækja hefur verið hagrætt til þess m.a. að auðvelda stjórnendum að hagnast á kostnað hins almenna hluthafa. Sl. sumar varð Bandaríkjaþing að grípa til róttækra ráðstafana til þess að herða þær reglur, sem gilda um reikningsskil fyrirtækja þar í landi. Í þessu samhengi er ljóst að afsögn Stefáns Svavarssonar úr reiknings- skilaráði og gagnrýni hans á þær reikn- ingsskilareglur, sem hér gilda og hvernig staðið hefur verið að þeim mál- um af hálfu stjórnvalda er alvarlegt mál, sem kallar á víðtækar umræður um hvernig staðið er að málum í þess- um efnum hér á Íslandi. Af ummælum Stefáns Svavarssonar í samtali við Morgunblaðið í gær má ráða að við Íslendingar séum töluvert á eftir nágrannaþjóðum okkar beggja vegna Atlantshafsins í endurskoðun þeirra reglna, sem hafa verið í gildi og í að samræma okkar reikningsskilaregl- ur þeim aðferðum, sem notaðar eru hjá öðrum þjóðum. Stefán Svavarsson nefnir eitt dæmi sérstaklega og segir: „… á sama tíma og aðrar þjóðir eru að stefna á afnám svonefndrar samlegðaraðferðar, sem notuð er við sameiningu fyrirtækja, er verið að lögleiða þá aðferð hér á landi.“ Í Morgunblaðinu í dag er skýrt frá því að samkvæmt sænskum reiknings- skilareglum hefði hagnaður Kaupþings banka verið um einum milljarði lægri en skv. íslenzkum reglum. Hvernig má þetta vera? Hvað eiga fjárfestar hér að halda? Hver er raunveruleikinn um af- komu Kaupþings banka á síðasta ári? Er hægt að færa bókhald fyrirtækja á þann veg, að það muni milljarði eftir löndum hvernig hagnaður er metinn? Afsögn Stefáns Svavarssonar hefur leitt til þess, að umtalsverð óvissa hef- ur orðið til um það, hvort hægt sé að byggja á reikningsskilum íslenzkra fyrirtækja. Þetta er mál, sem taka þarf á strax. Það þolir enga bið. UPPLÝSINGAGJÖF UM LAUNAKJÖR STJÓRNENDA Reglur þær, sem Kauphöll Ís-lands hyggst setja um upplýs-ingaskyldu um launakjör æðstu stjórnenda fyrirtækja eru þarf- ar og tímabærar. Reglurnar voru kynntar í fyrradag, en munu taka gildi 1. júlí næstkomandi. Samkvæmt reglunum ber hluta- félögum á markaði í fyrsta lagi að miðla sérgreindum upplýsingum um laun, greiðslur og hlunnindi æðstu stjórn- enda, þ.e. forstjóra, framkvæmda- stjóra og stjórnarmanna. Jafnframt verður að gera grein fyrir kjörum ann- arra stjórnenda, en dugir að greina frá heildargreiðslum fyrir þá sem hóp. Í öðru lagi ber að veita nákvæmar og sérgreindar upplýsingar um samninga, sem veita rétt til kaupa eða sölu verð- bréfa útgefinna af félaginu. Í þriðja lagi þarf að gefa nákvæmari upplýsing- ar en áður um óvenjuleg viðskipti stjórnenda og samninga, t.d. háa starfslokasamninga. Loks ber að upp- lýsa um beina og óbeina eign stjórn- enda í hlutabréfum í viðkomandi félagi. Allt snýr þetta að atriðum, sem gagnrýnd hafa verið í rekstri einstakra fyrirtækja á undanförnum árum og var full þörf á að setja um skýrar reglur. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kaup- hallarinnar, gat þess á blaðamanna- fundi þar sem reglurnar voru kynntar, að þær væru í góðu samræmi við það, sem verið hefði að gerast í þessum efn- um erlendis. M.a. hefðu reglur verið hertar í tengslum við stór hneykslismál í viðskiptalífinu, t.a.m. í sambandi við Enron og WorldCom í Bandaríkjunum. Þar var m.a. talið að kaupréttar- og kaupaukasamningar æðstu stjórnenda hefðu stuðlað að því að þeir leituðust við að halda uppi gengi bréfa í fyrir- tækjunum með bókhaldsblekkingum. Það eru gagnkvæmir hagsmunir hluthafa í fyrirtækjum og stjórnenda þeirra að upplýsingagjöf um þessi efni sé í góðu lagi. Það stuðlar að gagn- kvæmu trausti milli þessara aðila og hefur áhrif á verðmyndun fyrirtækj- anna, eins og Þórður Friðjónsson bendir á. Árangurstengd launakerfi, sem gefa kost á kaupauka starfsmanna ef vel gengur, hafa augljóslega haslað sér völl í íslenzkum fyrirtækjum og hafa margar jákvæðar hliðar. Hins vegar hefur verið gagnrýnt hér, rétt eins og í Bandaríkjunum og víðar, að háar greiðslur til stjórnenda fyrirtækja hafi gengið út í öfgar. Í okkar fámenna þjóðfélagi, þar sem jöfnuður er al- mennt mikill og stéttaskipting lítil, geta slíkar greiðslur verið viðkvæmara mál en annars staðar. Ætla má að ef allt er uppi á borðinu um greiðslur af þessu tagi stuðli það að því að fyrirtæki gæti hófs í launa- greiðslum til æðstu manna. Það helg- ast ekki sízt af því að hluthafar hafa þá skýran samanburð á milli fyrirtækja og hlytu t.d. að spyrja hvað réttlætti það að stjórnendur í einu fyrirtæki væru á mun hærri launum en stjórn- endur í sambærilegum fyrirtækjum, sem næðu svipuðum árangri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.