Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Mikil umskipti hafa orðið í Afganistan frá því bráða- birgðastjórn tók við völdum 22. desember 2001. Þor- kell Þorkelsson heimsótti þetta stríðshrjáða land. Snúnir tímar Halldór Guðmundsson útgáfustjóri Eddu útgáfu segir í viðtali við Hávar Sigurjónsson frá því hvernig útgáfan hélt velli þrátt fyrir erfiða tíma. Lesblinda Tómas Ragnarsson og Guðmundur Johnsen lýsa í sam- tali við Jóhönnu Ingvarsdóttur hremmingum í skóla vegna lesblindu og segja að hún komi greind ekki við. Í stríðshrjáðu landi á sunnudaginn GÓÐUR HAGNAÐUR Rekstur Flugleiða og Eimskips batnaði samanlagt um 11,5 milljarða kr. á milli ára en samanlagður hagn- aður 10 fyrirtækja sem skiluðu upp- gjöri í gær var rúmlega 13 milljarðar kr. á síðasta ári. Mest voru um- skiptin hjá Flugleiðum. Reikningsskil í uppnámi Sigurður Þórðarson ríkisend- urskoðandi tekur undir gagnrýni Stefáns Svavarssonar og segir reikningsskil hér á landi vera í upp- námi. Eru endurskoðendur sama sinnis en Geir Haarde fjár- málaráðherra telur gagnrýnina að sumu leyti ekki maklega. Írakar eyða eldflaugum Íraksstjórn hefur samþykkt „í meginatriðum“ að verða við kröfu um að eyða Al-Samoud-eldflaugum sínum. Fulltrúar stjórnarandstöð- unnar í Írak hafa áhyggjur af vænt- anlegri innrás Tyrkja í norðurhluta landsins. Shirov sigraði Stórmóti Hróksins á Kjarvals- stöðum lauk í gær. Tryggði Alexei Shirov sér sigur með því að vinna Iv- an Sokolov. Viktor Kortsnoj varð í 2. til 3. sæti ásamt Bartlomiej Macieja. Viðræður gagnslitlar Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra sagði í framsögu um ut- anríkismál á Alþingi í gær, að þegar við væri að eiga menn á borð við Saddam Hussein Íraksforseta kæmu viðræður að litlu gagni nema hótun um hervald fylgdi. Virkjun mótmælt S.O.S. – hálendið kallar var yf- irskrift mót- mæla gegn Kára- hnjúkavirkj- un í miðborg Reykjavíkur í gær. Að sögn skipu- leggjenda voru þátttakendur á milli 1.300 og 1.400. Loftslagsbreytingar Alþjóðavatnsráðið sagði í gær, að loftslagsbreytingar og þar með breytingar á vatnsbúskapnum myndu bitna á milljörðum manna í náinni framtíð. F Ö S T U D A G U R 2 8 . F E B R Ú A R 2 0 0 3 B L A Ð B  GEGNUM ÞAGNARMÚRINN/2  ARMBÖND ÚR FISKROÐI/3  UNG- LINGAMENNING, VINÁTTA OG FRELSI/4  LJÓS Í KRÓKUM OG KIMUM/4  STREITUVALDAR OG VINNUSÁLFRÆÐI/6  AUÐLESIÐ EFNI/8  ÞEGAR Gyða Hrund Þor-valdsdóttir var 15 áraflutti hún í nýtt herbergi áheimili sínu í Hafnarfirði. Henni þóttu veggirnir helst til fölir og þar sem flinkur teiknari var í kunningjahópnum datt henni í hug að fá hann til þess að skreyta vegg- inn. Veggjalist, eða graffití, er sem kunnugt er yfirleitt unnið á veggi utanhúss, en öllu sjaldgæfara er að fólk láti lífga upp á híbýli sín með þessum hætti. Ívan Guðmundsson tók hins vegar vel í hugmyndina og mætti snarlega með möppuna sína. Þar valdi Gyða sól og fjólubláan bakgrunn og Ívan bætti við frá eigin brjósti kærulausri geimveru. Þar með var það ákveðið – á pappírnum – en mikið fjör skap- aðist þegar verkið hófst fyrir alvöru. „Þetta tók tvo daga, ef ég man rétt. Svona málningarúði er svo sterkur að við gátum ekki verið inni í herberginu nema í ákveðinn tíma í einu, svo hlupum við út til þess að ná okkur í súrefni. Foreldrar mínir voru ekki beint hressir, þar sem lyktin barst um allt hús, en við reyndum að loka á milli og lofta út um eina gluggann sem er á herberg- inu, en það er í niðurgröfnum kjall- ara,“ útskýrir Gyða Hrund bros- andi. Þá gekk gjörningurinn sjálfur brösuglega til þess að byrja með, eftir fyrstu tilraun þurfti Gyða að pússa útlínur myndarinnar af áður en hægt var að hefjast handa að nýju. „Við þurftum líka að setja plast yfir allt gólfið, loftið, hurðar- karma og annað, því fjólublái úð- inn frussaðist í allar átt- ir. Ég ráðlegg engum að gera þetta í svona litlu rými. Þetta var sem sagt talsvert maus, en borgaði sig al- veg því ég var mjög ánægð með myndina og hef verið það síðan. Hún gerir herbergið einhvern veginn hlýlegra.“ Veggurinn hefur nú skartað geimverunni góðu í fimm ár en nú er komið að því að Gyða Hrund flytji að heiman. „Litli bróðir minn, sem er fimmtán ára, tekur við herberginu og ég held að hann sé bara ánægður með þessa mynd. Sem betur fer, því mér skilst að erfitt sé að mála yfir hana,“ segir Gyða Hrund og á við að ekki þýði að mála beint yfir lakk- úðann. Pússa verði allan vegginn upp og spartla að nýju. „En í raun- inni finnst mér dálítið leiðinlegt að þurfa að skilja vegginn minn eftir. Ég er að fara í leiguíbúð og þá getur maður víst ekki látið gera neitt svona fyrir sjálfan sig.“ Graffití inniá gafli Morgunblaðið/Kristinn Gyðu Hrund Þorvaldsdóttur finnst synd að geta ekki tek- ið vegginn góða með sér þegar hún flytur. Undirskrift Ívans var Daq, en að sögn Gyðu hefur hann lagt brúsann á hilluna.Veggjalist í heimahúsum 6 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 39/45 Viðskipti 14/19 Kirkjustarf 47 Erlent 20/24 Bréf 48/49 Höfuðborgin 25 Dagbók 50/51 Akureyri 26 Staksteinar 50 Suðurnes 27 Íþróttir 52/55 Landið 28 Leikhús 56 Listir 29/31 Fólk 56/61 Forystugrein 32 Bíó 58/61 Viðhorf 36 Ljósvakamiðlar 62 Umræðan 36/38 Veður 63 * * * INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, og Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, gagnrýndu harðlega stjórnkerfi fiskveiða og boðuðu af- nám kvótakerfisins á opnum stjórn- málafundi á Ísafirði í gærkvöldi. Össur sagði að enginn ábyrgur stjórnmálamaður segðist ætla að slá þetta kerfi niður í einu höggi heldur verði að beita svokallaðri fyrningar- reglu þar sem ákveðinn hluti er tek- inn af þeim sem nú hafa veiðiheim- ildir og úthlutað yrði upp á nýtt þar sem allir stæðu jafnfætis. Hann sagði að úthluta ætti veiðiheimildunum með miklu réttlátari hætti en verið hefur. Á umskiptatímanum yrði að úthluta ríflegum byggðakvóta. Kvótakerfið væri ekki einungis rang- látt gagnvart dreifðari byggðum landsins heldur öllum landsmönnum. Samfylkingin hefur tekið saman gögn sem Össur sagði að sýndu að 96 einstaklingar hafi fjármagnstekjur sem svari 300 þúsund krónum á hverjum degi. „Þetta er kvótagróð- inn og það er búið að flytja út úr land- inu tugi milljarða, líklega í kringum 40 milljarða, í sérstaka sjóði á Cay- maneyjum og í Lúxemborg,“ sagði hann. Sagði hann mikla leynd yfir þessum gróða, sem væri horfinn úr landi. „Það er ekki sanngjarnt eða rétt- látt að eignamenn eigi lögvarinn rétt til þess að selja hlutabréf sín í ís- lenskum fyrirtækjum, fresta skatt- lagningu söluhagnaðar vegna nýrra fjárfestinga, flytja fjárfestinguna og kaupa hlutabréf í erlendum eignar- haldsfélögum sem eru í íslenskri eigu. Svo þegar kemur að því að inn- leysa þau hlutabréf í erlendum eign- arhaldsfélögum, eru þau innleyst í löndum þar sem menn njóta verulegs skattahagræðis. Það er aldrei greiddur skattur af þessu á Íslandi. Hann kemur aldrei inn í landið,“ sagði Ingibjörg og bætti við að þetta hefðu hundruð einstaklinga gert á undanförnum árum. Ingibjörg sagði að slagurinn í vor stæði á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Í vor gæfist tækifæri til að breyta til og losa þjóð- ina undan hrokafullum stjórnarhátt- um og geðþóttaákvörðunum. Sagðist hún vilja nýja framtíðarsýn sem byggðist á umræðustjórnmálum. Þeir geta barið á mér eins og þeim sýnist Sagðist hún skynja á andrúmsloft- inu að allt of margir væru hræddir við að gagnrýna stjórnarherrana og verða úthrópaðir. „Ég beygi mig ekki fyrir valdboði og þeir geta barið á mér eins og þeim sýnist. Ég mun ekki hætta að tala […]. Þeir geta bar- ið á mér og þeir geta barið á Sam- fylkingunni og það er allt í lagi. Við höfum engu að tapa en allt að vinna og við óttumst ekkert þessa vald- herra.“ Fundur leiðtoga Samfylkingar á Ísafirði Úthluta þarf kvóta með réttlátari hætti Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á Ísafirði. Fundaferð leiðtoga Samfylkingar- innar ber yfirskriftina „Vorið framundan – fundir um pólitísk aðalatriði“. ALEXEI Shirov vann Ivan Sokolov í síðustu umferð Stórmóts Hróksins á Kjarvalsstöðum í gær og tryggði sér þar með efsta sætið, fékk 7 vinninga af 9 mögulegum og tapaði engri skák. „Ég kom hingað með því hug- arfari að ná efsta sætinu og mig hungraði í sigur, en þetta var of sterkt mót til að ég gæti sagt fyr- irfram að ég ætti von á því að verða í efsta sæti,“ sagði Alexei Shirov við Morgunblaðið eftir að Sokolov hafði játað sig sigraðan með svörtu mennina eftir um sex klukkutíma viðureign. Shirov hafði betur gegn fimm mótherjum en gerði fjögur jafn- tefli. „Þetta var mjög áhugaverð keppni og margar athyglisverðar og spennandi skákir,“ sagði sig- urvegarinn og vildi ekki gera upp á milli mótherjanna, sagði að á svona sterku móti væru allir mótherjarnir erfiðir, en síðasta skákin hefði vissulega tekið á. „Ég gaf honum [Sokolov] tækifæri á að ná jafntefli undir lokin, en ég lék vel þrátt fyrir tímapressu.“ Morgunblaðið/Ómar Alexei Shirov tekur við verðlauna- bikarnum úr hendi Þórólfs Árna- sonar, borgarstjóra Reykjavíkur. Kom til þess að verða meistari  Shirov efstur/11 LÖGÐ er til hækkun hámarks- ábyrgðar Ábyrgðarsjóðs launa á launakröfum úr 232.347 kr. í 250.000 kr. í frumvarpi sem félagsmálaráð- herra hefur lagt fram um heildarend- urskoðun á lögum um Ábyrgðarsjóð launa vegna gjaldþrota. Meðal annarra nýmæla er tillaga um að sjóðurinn taki á sig ábyrgð af vangreiddum iðgjöldum samkvæmt samningum launþega og vinnuveit- enda um viðbótarlífeyrissparnað, að hámarki 4%. Einnig er gert ráð fyrir að hámarksábyrgð sjóðsins á orlofs- kröfum verði 400.000 kr. Þá eru lagðar til breytingar á gild- andi ákvæðum um forsvarsmenn og eigendur gjaldþrota fyrirtækja sem eiga ekki kröfu á hendur sjóðnum. Er lagt til að framkvæmdastjórar, stjórnarmenn og launamenn sem eiga „verulegan eignarhlut“ í gjaldþrota fyrirtæki njóti ekki ábyrgðar sjóðsins vegna launakrafna og geti ekki heldur krafið sjóðinn um greiðslur vegna svonefnds vanskilaorlofs. Skv. gildandi lögum er miðað við að 5% eignarhluti launamanns í gjald- þrota fyrirtæki útiloki sjálfkrafa að krafa hans um vangoldin laun njóti ábyrgðar sjóðsins. Í frumvarpinu seg- ir að þetta viðmið þyki allt of lágt og því hafi verið farin sú leið „að einungis verulegur eignarhlutur launamanns í hinu gjaldþrota fyrirtæki geti valdið því að hann glati rétti sínum gagnvart sjóðnum“. Að mati fjármálaráðuneytisins munu breytingarnar auka útgjöld sjóðsins um 20 til 30 milljónir kr. á ári. Hámarksábyrgð á launakröfum hækki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.