Morgunblaðið - 28.02.2003, Side 31

Morgunblaðið - 28.02.2003, Side 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 31 SÍÐUSTU tónleikarnir í bláu röð SÍ fóru fram fyrir þokkalega setnu húsi í gær. Um stjórnvölinn hélt hinn eistneski maestró Tönu Kaljuste, ná- inn samstarfsmaður landa síns Arv- os Pärts og því ugglaust vandfeng- inn heppilegri stjórnandi í þeim hluta dagskrár. Doloroso, strengjaverk Atla Heimis Sveinssonar í minningu Guð- rúnar Katrínar Þorbergsdóttur for- setafrúar, var samið að beiðni Guð- mundar Emilssonar er frumflutti verkið með Kammersveit baltnesku fílharmóníunnar í Bandaríkjunum. Kyrrlátt og fagurt lítið verk sem bar svip harmþrungins göfuglyndis í mjúkum og tærum flutningi strengjasveitar SÍ. Næst voru tvö verk eftir eistneska tónskáldið Arvo Pärt (f. 1935). Hið fyrra, fyrir strengi eingöngu, hét Orient & Occident (Austur og Vest- ur) og var frá 1999. Nafn verksins gaf til kynna ákveðna klassíska tví- hyggju sem áður hefur sézt á verka- heitum Pärts, sbr. t.d. „Pro et Contra“ og „Festina lente“. Ef að líkum lætur vísbending um samspil tveggja andstæðra meginskauta. Það virtist enda mega greina ýmsa austurlenzka drætti í þessu sér- kennilega hómófóníska verki, svo sem arabísk tónbil og glissöður milli tóna, en nærri organum-kennda samstigni fyrir sumpart miðaldainn- blásinn vesturshlutann. Leikið var af safaríkri innlifun er undirstrikaði furðumargræðan einfaldleika. Yfir 160 hvítklæddir söngvarar beggja Hamrahlíðarkóra Þorgerðar Ingólfsdóttur fylltu vel út plássið fyrir aftan hljómsveitina í seinna verki Pärts er samið var fyrir kór og hljómsveit. Það nefndist Cecilia, vergine romana, tileinkað samnefnd- um verndardýrlingi tónlistar og frumflutt af Kór og hljómsveit Aka- demíu heilagrar Sesselju í Róm árið 2000. Verkið hófst á andblæ bljúgrar lotningar er þróaðist upp í tignandi hrifningu og (í síðasta hluta) yfir í sefjandi helgidulúð á nótum útvíkk- aðrar naumhyggju við tvítóna þrá- stef. Rithátturinn gerði ekki litlar kröfur til hæðarþols kórfélaga þegar hæst lét, einkum í sópran. Samt var ekki annað að heyra en að kórinn kynni sitt fram í fingur- góma, enda gekk allt fullkomlega upp og auðheyrt að ljósvakur hljómur hans félli að meinlátum múklífisstíl Pärts sem flís við rass í fyrirmyndargóðu jafn- vægi við hljómsveitina. Síðasta atriði kvöldsins var 2. sin- fónía Ralphs Vaughans Williams, auknefnd „A London Symphony“, samin 1911-13 en margendurskoðuð síð- ar. Þótt kennd sé við heimsborgina við Tems og greina megi fáein „borgarhljóð“ á stangli (frægust slögin úr Big Ben í lokin á hörpu), mætti alveg eins kenna þetta sinfóníska tónaljóð við brezka náttúru (sbr. t.d. „skógar- stemmninguna“ í II. þætti) og sveitalíf (m.a. í 6/8 og 9/8 jig-dans- hrynjum Scherzósins), og undirrót enska þjóðlagsins er víða áberandi. Sundurleitastur og kannski veikast- ur er lokaþátturinn, þrátt fyrir bráð- fallegt dúnmjúkt niðurlag með vísan í so do re so „mottó“ upphafsþáttar. Eistneski hljómsveitarstjórinn virtist ekki maður ofstækis og stórra bendinga, en hafði í staðinn aðdáun- arvert lag á að laða fram innviðar- krásir er farið hefðu forgörðum hjá öðrum. Allt í óvenjugóðu jafnvægi við pjáturdeildina sem vissulega fékk að skína en aldrei á kostnað mikilvægra staða í tréi og strengj- um. Leikur SÍ var vandaður eftir því, og verður gaman að heyra aftur sambærilega spilamennsku í tónlist- arhúsi hins nýstofnaða einkahluta- félags. TÓNLIST Háskólabíó Atli Heimir Sveinsson: Doloroso. Pärt: Orient & Occident; Cecilia, vergine rom- ana. Vaughan Williams: Sinfónía nr. 2, Lund- únasinfónía. Hamrahlíðarkórarnir (Kór- stjóri: Þorgerður Ingólfsdóttir) og Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Hljómsveitarstjóri: Tönu Kaljuste. Fimmtudaginn 27. febrúar kl. 19:30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Þorgerður Ingólfsdóttir Atli Heimir Sveinsson Til dýrðar Sesselju UPPISTANDSEINLEIKURINN Sellófon, eftir Björk Jakobsdóttur, verður sýndur í 100. sinn á morg- un, laugardag, í Nasa við Aust- urvöll. Einleikurinn hefur verið seldur til Evrópu, Skandinavíu og Amer- íku og hinn 15. maí verður Sellófon frumsýnt í leikhúsinu Weisserwind í Zurich. Leikstjóri sýningarinnar í Sviss er Sigmund Tischendorf sem leikið hefur Hellisbúann þar í landi. Þýskland mun svo fylgja í kjölfarið með frumsýningu í sama mánuði. Þá verða sýningar í Sjallanum á Akureyri 17. og 19. apríl og hefst forsala í Sjallanum 7. mars, í versl- un Pennans/Emyndsson við Gler- ártorg og tískuvöruversluninni Park á Ráðhústorginu. Sellófon í hundrað- asta sinn Guðrún Öyahals opnar myndlist- arsýningu í skartgripaversluninni Hún og hún, Skólavörðustíg 17. Að þessu sinni sýnir Guðrún lág- myndir unnar með blandaðri tækni. Sýningin stendur út mars. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is SÝNING á listvefnaði eftir Þorbjörgu Þórðardóttur verður opnuð í Hallgríms- kirkju á sunnu- dag kl. 12. Þorbjörg stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og fram- haldsnám við Konstfack-skólann í Stokkhólmi og hefur unnið lengi að list sinni. Hugmyndir að verkum sín- um sækir Þorbjörg til íslenskrar náttúru og vinnur úr þeim á óhlut- bundinn hátt. Þetta eru minningar- brot af náttúrufyrirbærum þar sem sampspil efnis og áferðar er mikil- vægur þáttur. Verkin eru unnin í ull, hör sísal og hrosshár. Þorbjörg hef- ur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér á landi og erlendis. Um þessar mundir tekur hún þátt í alþjóðlegum textílþríæringi í Krosno í Póllandi. Sýningin er opin daglega kl. 9–17 og lýkur 26. maí. Verk eftir Þorbjörgu Þórðardóttur. Minningar- brot af náttúru- fyrirbærum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.