Morgunblaðið - 22.03.2003, Page 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Teg.: Celeste
Rauðvínsglas kr. 710
Karafla 3/4 l. kr. 2.790
Teg.: Twist
Rauðvínsglas kr. 1.130
Karafla kr. 4.790
Tertudiskur
kr. 3.210
Vasi
kr. 6.980
Klingjandi kristall
Nú er bara að velja frá hverjum við viljum fá stöffið.
Hollvinafélag Gufubaðsins á Laugarvatni
Nú verður eitt-
hvað að gerast
FÉLAGSSKAPURsem heitir Holl-vinafélag Gufu-
baðsins og Smíðahússins á
Laugarvatni blæs til fund-
ar í Smíðahúsinu í dag
klukkan 16. Félagið hefur
á stefnuskránni uppbygg-
ingu gamalla minja á
Laugarvatni. Morgunblað-
ið spurði Hafþór B. Guð-
mundsson, lektor við
Kennaraháskóla Íslands,
aðeins út í félagið og fund-
inn.
– Segðu okkur fyrst frá
félagsskap ykkar og yfir-
lýstum markmiðum hans.
„Þetta eru samtök sem
heita Hollvinafélag Gufu-
baðsins og Smíðahússins á
Laugarvatni. Ekki er
hægt að segja frá samtök-
unum nema að rifja upp sögu
Gufubaðsins og Smíðahússins í
stuttu máli. Smíðahúsið er eitt
fyrsta fimleika/leikfimishús lands-
ins. Var það áður konungshús,
notað sem sýningarskáli við Al-
þingishátíðina 1930 og stóð í garði
Alþingishússins. Síðar fluttu nem-
endur af Laugarvatni húsið í pört-
um hingað austur og byggðu upp
sjálfir og notuðu sem leikfimishús
hér á Laugarvatni, þar til íþrótta-
salurinn var byggður við Héraðs-
skólahúsið. Eftir það var Smíða-
húsið meira notað til smíða-
kennslu og annarra slíkra verka
og hefur dregið nafn sitt af þeirri
starfsemi.
Gufubað hefur verið á Laugar-
vatni frá því 1930. Litlar breyt-
ingar hafa verið gerðar á því
sjálfu. Klefar voru byggðir yfir
hverinn á sínum tíma. Gríðarlegur
fjöldi fólks hefur farið í gufuna á
þessum árum og þá oft í tengslum
við skólana sem hér hafa verið
starfræktir. Mjög margir af þess-
um gestum hafa orðið fastagestir
og miklir gufuvinir. Undanfarin ár
hafa gufuvinir rætt um það þegar
þeir hittast í gufunni að nú verði
eitthvað að gerast til að halda
Gufubaðinu gangandi, en ástand
þess er vægast sagt slæmt.
Hollvinafélagið vonast til að
geta samið við menntamálaráðu-
neytið, sem er eigandi mannvirkj-
anna og strandarinnar hér, um að
fá að standa fyrir endurbótum á
Gufubaðinu, Smíðahúsinu og um-
hverfi þess, standa fyrir markaðs-
setningu á þessu svæði til hags-
bóta fyrir alla ferðaþjónustu og
styrkja og efla Gufubaðið og
Smíðahúsið og umhverfi fjárhags-
lega og á annan hátt.“
– Eru umræddar minjar í nið-
urníðslu og liggja undir skemmd-
um?
„Eins og fram hefur komið, er
um mjög merkar menningar-
tengdar byggingar að ræða.
Smíðahúsið var listaskáli Dana-
konungs á Alþingishátíðinni 1930.
Liggur það undir skemmdum.
Þak er farið að síga og og ytri
járnklæðning ryðguð og illa farin.
Gufubaðið sem á sér enga hlið-
stæðu í heiminum hef-
ur verið haldið gang-
andi, en þarf algerrar
endurnýjunar við.“
– Hvað þarf mikla
fjármuni og tíma í
þessa uppbyggingu?
„Það hefur nú ekki verið reikn-
að nákvæmlega út hvað þurfi af
fjármagni í þessa hluti en ljóst er
að það er talsvert og hleypur á
milljónum, því hugmyndin er ekki
eingöngu að gera við húsin heldur
allt umhverfið, það er að útbúa yl-
strönd með tilheyrandi þjónustu
og leiktækjum, sem sagt frábæra
fjölskylduparadís.“
– Fundurinn í dag – markmið
og áherslur?
„Já, það er rétt, við erum með
fyrsta aðalfund samtakanna í dag,
sem einnig er stofnfundur og þeir
sem mæta verða þá stofnfélagar
Hollvinasamtakanna. Samtökin
hafa nú þegar fengið 5 milljóna
króna fjárveitingu frá fjárveit-
inganefnd til að koma málinu af
stað. Dagskrá fundarins verður
einhvern veginn á þessa leið: Rak-
in verður stuttlega saga Smíða-
hússin og Gufubaðsins á skemmti-
legan hátt. Gestir halda stuttar
ræður. Einhver skemmtiatriði
verða á dagskrá, en síðan verður
gengið til aðalfundarstarfa sem
ætti ekki að taka langan tíma þar
sem aðeins verður fjallað um lög
félagsins og gengið til kosninga
um stjórn. Eftir aðalfundinn verð-
ur öllum boðið í gufuna sem þess
óska. Loks verður veitingahúsið
Lindin opið fyrir gesti og þar geta
menn keypt sér léttar veitingar og
haldið áfram að ræða málefnin
fram eftir kvöldi.
Eins og sést er áætlað að þetta
verði allt á léttu nótunum og að
allir geti haft gaman af heimsókn-
inni hingað á Laugarvatn.“
– Er fundurinn öllum opinn?
„Já, þessi fundur er öllum opinn
og vonumst við til að sjá sem allra
flesta velunnara Gufubaðsins og
Smíðahússins. Það er ljóst að
margir eiga frábærar
minningar frá þessum
stað og vilja örugglega
leggja sitt af mörkum
til að viðhalda honum.“
– Ef félagið kemur
brýnustu málum á
koppinn, eru þá ekki næg önnur
verkefni til að ráðast í á Laugar-
vatni og jafnvel víðar á Suður-
landi?
„Við sjáum fyrir okkur mikla
uppbyggingu hér á Laugarvatni
og þetta er bara fyrsti hlutinn í því
að gera Laugarvatn aftur að
þeirri paradís fjölskyldunnar sem
það var hér á árum áður.“
Hafþór B. Guðmundsson
Hafþór B. Guðmundsson fædd-
ist í Reykjavík 26. febrúar 1954.
Íþróttafræðingur frá háskólanum
í Alberta. Sundþjálfari um árabil,
bæði hjá landsliði og félagsliðum.
Hóf kennslu við Íþróttakenn-
araskóla Íslands 1993. 1998
breyttist skólinn í íþróttaskóla á
háskólastigi. Er lektor við skól-
ann í dag og helstu kennslugrein-
ar eru sundfræði, þjálffræði og
skyndihjálp og björgun fyrir
verðandi kennara. Maki er Sig-
ríður V. Bragadóttir flugfreyja
og framkvæmdastjóri Íþrótta-
miðstöðvar Íslands á Laug-
arvatni. Eiga fjögur börn, Braga
Dór, Guðmund Svein, Árna Pál
og Sigurð Orra, 26 til 12 ára.
…hafa orðið
fastagestir
og miklir
gufuvinir