Morgunblaðið - 22.03.2003, Side 13

Morgunblaðið - 22.03.2003, Side 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 13 íslenskum lánastofnunum starfs- umhverfi er sé sambærilegt við það sem tíðkast í flestum Evrópuríkj- um, eftir því sem aðstæður leyfa. Í þessu skyni hefur Seðlabankinn breytt reglum sínum á liðnum ár- um. Bankastjórn hefur nýlega tekið ákvörðun um að breyta reglum um bindiskyldu og kemur fyrsti áfangi breytinganna til framkvæmda í dag [í gær]. Bindihlutföll verða lækkuð og þannig losað um fé fyrir banka- kerfið að fjárhæð um 8 milljarðar króna. Það ætti að geta verið tilefni vaxtalækkana í bankakerfinu. Frekari breytingar eru svo fyrir- hugaðar síðar á árinu.“ Meiri hagvöxtur á næstu árum en búist hafði verið við Að sögn Birgis Ísleifs hafa nokkrar mikilvægar breytingar átt sér stað, síðan bankinn birti þjóð- hagsspá sína í byrjun febrúar. Ákveðið hefði verið að flýta ýmsum opinberum framkvæmdum og hefj- ast handa við stækkun álvers Norð- uráls á Grundartanga. Að auki muni meiri þungi verða í fram- kvæmdum við Kárahnjúkavirkjun á þessu ári en áður hafi verið gert ráð fyrir. „Þetta þrennt, ásamt lækkun stýrivaxta Seðlabankans í febrúar, leiðir til meiri eftirspurnar á árinu 2003 og 2004 en reiknað var með í þjóðhagsspánni og mun það að óbreyttu auka hagvöxt.“ 29 milljarðar á tveimur árum Birgir sagði að samanlagt væri um að ræða beina aukningu fjár- festingar um 13 milljarða króna á þessu ári og um 19 milljarða króna á því næsta, umfram það sem búist hefði verið við þegar þjóðhagsspá Seðlabanka hafi verið gefin út í febrúar. „Vegna breyttra forsendna benda athuganir til að hagvöxtur geti í ár hæglega orðið á bilinu 2– 2,5% og farið vel yfir 3% á næsta ári. Þetta er allt að 1% meiri hag- vöxtur hvort árið um sig en áður var reiknað með. Einnig batna at- vinnuhorfur umtalsvert. Í ljósi þess að framleiðsluslaki varð aldrei mik- ill og árstíðaleiðrétt atvinnuleysi í febrúar var um 3,2% og hefur lítið breyst frá því í september er ljóst að mun styttra er nú í það en áður var talið að spenna geti farið að gera vart við sig á ný. Líklegt er að verðbólga á þessu ári verði nálægt 2,5% verðbólgumarkmiði bankans, en geti að óbreyttu farið hækkandi á næsta ári,“ sagði Birgir Ísleifur. Mikilvægt verkefni að koma í veg fyrir ofþenslu Hann sagði að fyrirsjáanlegt væri, að þessar stórframkvæmdir féllu að einhverju leyti saman árin 2004 og 2005, en mestur þunginn kæmi á árin 2005 og 2006. „Hag- stjórnarvandinn verður því meiri en talið var þegar eingöngu var reiknað með álverinu í Reyðarfirði og tengdum raforkuverum. Þessar horfur kalla á viðbrögð í hagstjórn, bæði við stjórn peningamála og rík- isfjármála. Umfang viðbragðanna mun ráðast af gengisþróun, en ljóst er að það verður mjög mikilvægt verkefni næstu misserin að koma í veg fyrir ofþenslu og verðbólgu.“ Birgir sagði að raunhæfar að- gerðir í ríkisfjármálum væru nauð- synlegar til að álagið yrði ekki fyrst og fremst á peningastefnuna og bitnaði þannig í of miklum mæli á útflutnings- og samkeppnisgrein- um. „Því öflugri sem aðhaldsað- gerðir í ríkisfjármálum verða í há- toppi framkvæmdanna, því minni verður sú hækkun raungengis sem þeim mun óhjákvæmilega fylgja og því betur mun núverandi útflutn- ings- og samkeppnisgreinum farn- ast.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Húsfyllir var í höfuðstöðvum Seðla- banka á ársfundi bankans í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.