Morgunblaðið - 22.03.2003, Side 22

Morgunblaðið - 22.03.2003, Side 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu er húseignin í Heiðarlundi 4G á Akureyri Íbúðin er mjög góð 5 herbergja raðhússíbúð á tveimur hæðum í níu íbúða húsi. Frábær staðsetning, skólinn við sömu götu, íþróttahús og verslun í nágrenninu og góðir nágrannar. Ásett verð er 15,2 milljónir. Nánari upplýsingar gefur Björn á fasteignasölunni Byggð, s. 897 7832, Þóra s. 864 4113, Snorri s. 894 3113 AKUREYRI STEFNT er að stofnun hlutafélags um byggingu og rekstur stórrar frystigeymslu á Akureyri. Samherji hefur haft forgöngu í þessu máli og að sögn Kristjáns Vilhelmssonar út- gerðarstjóra fyrirtækisins er horft til þess að koma frystigeymslunni upp í skemmu sem Samskip og FMN hafa haft afnot af á Togarabryggj- unni. Húsnæðið er í eigu Fasteigna- félagsins Kletta, sem er í eigu Kald- baks. Kristján sagði að staðsetning slíkrar starfsemi á Togarabryggj- unni væri mjög góð og að í skemm- unni væri hægt að koma fyrir 1.100 fermetra frystigeymslu. Kristján sagði málið ekki lengra komið en svo að stefnt væri að því að boða til stofnfundar fljótlega, búið væri að teikna húsið upp en eftir væri að fjalla um málið hjá skipu- lagsyfirvöldum bæjarins. „Fyrir- tækjum í svona atvinnurekstri eins og við erum í er nauðsyn að hafa að- gang að frystigeymslum,“ sagði Kristján. Hörður Blöndal hafnastjóri Hafnasamlags Norðurlands sagði að með tilkomu frystigeymslu verði hægt að bjóða upp á alla þjónustu hjá höfninni. Hér væri því um mjög stórt mál að ræða og eftirspurnin væri vissulega fyrir hendi. „Það eru frystigeymslur í bænum en þarna er- um við að tala um geymslu sem rekin yrði af ákveðnu fyrirtæki og ynni í því að sækja sér verkefni. Svona frystigeymsla hefði því svipaða þýð- ingu fyrir okkur og Slippstöðin hef- ur, þ.e. stórt fyrirtæki sem veitir sér- hæfða þjónustu. Við reiknum með því, eins og allar hugmyndir ganga út á, að þessi frystigeymsla verði reist í sumar.“ Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær, lönduðu þrír frystitog- arar miklu magni af frystum afurð- um á Akureyri á einni viku og var aflaverðmæti þeirra samtals um 420 milljónir króna. Hörður sagði að í því tilviki hefði flutningaskipi verið stefnt til bæjarins, til að taka afurð- irnar strax til útflutnings. Hann sagði að þegar frystigeymslan yrði að veruleika myndaðist meiri slaki í þessu ferli og hægt að safna saman afurðum á einn stað til útflutnings. Jafnframt væri mögulegt að fá fleiri skip til löndunar á Akureyri. Að auki gætu flutningaskip komið með fryst- ar afurðir til vinnslu í bænum, eins og t.d. rækju til Strýtu. Akureyrarhöfn hefur miklar tekjur af þeirri umsýslu sem fylgir löndun, t.d. á frystum afurðum. Höfnin fær ½% af því aflaverðmæti sem þar fer í gegn og tekjur af lönd- un frystitogaranna þriggja síðustu daga nam því rúmum tveimur millj- ónum króna. Að auki fékk höfnin tekjur af flutningaskipinu sem fór með afurðirnar í burtu. „Þess vegna erum við mjög óhressir með að menn skuli sjá sér hag í því að flytja afurðir landleiðina í burtu.“ Morgunblaðið/Kristján Stefnt er að því að koma upp um 1.100 fermetra stórri frystigeymslu í hús- næði Fasteignafélagsins Kletts á Togarabryggjunni á Akureyri. Byggja stóra frystigeymslu á Togarabryggju SKÚLI Árnason var kjörinn formað- ur Súlna, björgunarsveitarinnar á Akureyri, á aðalfundi sveitarinnar ný- lega og tók hann við starfinu af Ingi- mar Eydal, sem verið hefur formaður frá stofnun Súlna árið 1999. Á fund- inum var lögð fram skýrsla síðasta starfsárs þar sem m.a. kemur fram að útköll sl. árs voru 20 auk útkalla vegna sjúkragæslustarfa. Stærsta út- kall ársins var leitin að Ítalanum Dav- id Paita sem ekki bar árangur. Af öðrum verkefnum má nefna skíðagæslu í Hlíðarfjalli og þá sá sveitin um sjúkragæslu á Landsmóti skáta að Hömrum í júlí. Ellefu félagar heimsóttu fjallabjörgunarsveit breska hersins í Skotlandi í maí sl. Sveitinni var boðið að heimsækja breska herinn í kjölfar vinnu sveit- arinnar við björgun líkamsleifa breskra hermanna sem fórust í flug- slysi á Tröllaskaga fyrir um 60 árum. Sveitarmeðlimir unnu mikið starf við að koma sér fyrir í nýju húsi sveit- arinnar að Hjalteyrargötu 12 og hef- ur húsið sannað gildi sitt fyrir sveit- ina. Sveitin gerði styrktarsamning við Akureyrarbæ á árinu sem gildir til ársins 2007 og er hann mjög mikil- vægur vegna kaupa á húsinu. Útgerð- arfélag Akureyringa gaf sveitinni lyftara ásamt hleðslustöð til nota í húsinu og nýtist hann vel við flutning á búnaði innanhúss. Slöngubátur sveitarinnar var endurnýjaður á árinu og ennfremur tveir vélsleðar en endurnýjun tækja hefur setið á hak- anum vegna húsakaupa sveitarinnar. Aðrir í stjórn Súlna eru Leonard Birgisson, Ásgeir Hreiðarsson, Sig- urbjörn Gunnarsson og Indíana Ósk Magnúsdóttir. Skúli Árnason nýr formaður Súlna Sveitin sinnti 20 út- köllum á síðasta ári SKÓLANEFND Akureyrarbæjar hefur samþykkt fyrir sitt leyti tillögu frá Hrafnhildi Sigurðardóttur leik- skólafulltrúa, þar sem hún leggur til að leikskólarnir Holtakot, Síðusel og nýi leikskólinn við Hólmatún verði einsetnir með haustinu. Þessi tillaga er fram komin þar sem aðeins er óskað eftir síðdegis- plássi fyrir 10% leikskólabarna og þá er mun hagkvæmara að dreifa þeim á færri leikskóla en nú er gert. Leikskólar einsetnir ♦ ♦ ♦ MEIRIHLUTI starfsmanna leik- skólans Tjarnaráss í Hafnarfirði hef- ur ekki áhuga á að starfa undir stjórn Íslensku menntasamtakanna sem reka leikskólann. Þetta kemur fram í bréfi sem trúnaðarmaður starfs- mannanna hefur sent bæjaryfirvöld- um. Áður hafa leikskólastjóri og að- stoðarleikskólastjóri báðir sagt upp störfum vegna ágreinings við fram- kvæmdastjóra samtakanna, Sunitu Gandhi. Ekki var rætt um yfirtöku reksturs leikskólans á fundi fræðslu- yfirvalda í Hafnarfirði og fram- kvæmdastjóra ÍMS á miðvikudag, en málið fer fyrir fund Fræðsluráðs í næstu viku. Eins og Morgunblaðið greindi frá í byrjun vikunnar sendi stjórn For- eldrafélags Tjarnaráss bæjaryfir- völdum bréf. Kemur þar fram að í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin vegna uppsagna skólastjórnendanna og þeirrar staðreyndar að samningur við ÍMS um reksturinn rennur út vorið 2004, telji stjórnin að best sé að Hafnarfjarðarbær taki reksturinn yfir. Mikil óvissa meðal foreldra og starfsfólks Bréfið var tekið fyrir á fundi leik- skólanefndar bæjarins í síðustu viku sem lýsti yfir áhyggjum sínum með þá stöðu sem upp er komin í leikskól- anum. Í gær funduðu fræðsluyfirvöld í bænum með Sunitu Gandhi en að sögn Magnúsar Baldvinssonar fræðslustjóra var búið að boða til þess fundar áður en stjórn foreldra- félagsins sendi frá sér erindi sitt. Meðal þess sem hafi verið á dagskrá fundarins hafi verið uppsagnir leik- skólastjórnendanna tveggja. „Ég kallaði eftir viðbrögðum við þessum uppsögnum og fékk þær upplýsingar að verið sé að svipast um eftir nýjum stjórnendum og hugsan- lega verði störfin auglýst um næstu mánaðamót,“ segir Magnús. „Við lögðum hins vegar ríka áherslu á að niðurstaða lægi fyrir sem allra fyrst því það væri mikil óvissa meðal for- eldra og starfsmanna leikskólans.“ Starfsmenn vilja að bærinn taki yfir reksturinn Eftir fundinn í gær barst bæjaryf- irvöldum erindi trúnaðarmanns starfsmanna Tjarnaráss þar sem kemur fram að vegna þeirra breyt- inga, sem fyrirhugaðar eru í starfs- mannahaldi leikskólans, hafi stærst- ur hluti starfsmanna ekki áhuga á að starfa undir stjórn ÍMS. Farið er fram á að bærinn taki reksturinn yfir til að tryggja stöðugleika í starfs- mannahaldi. Erindið var tekið fyrir í leikskólanefnd á fundi hennar í gær sem vísaði því áfram til Fræðsluráðs en það fundar á miðvikudaginn í næstu viku. „Þá skýrist kannski hvort bærinn setji ÍMS einhverja tímaramma en fram að því ætlum við ekkert að gera, við grípum ekkert inn í þetta af fyrra bragði. Við erum hins vegar til- búnir að taka við þessum rekstri ef viðræðurnar við samtökin þróast þannig,“ segir Magnús. „Það er greinilegt að þetta er að verða svolít- ið alvarlegra með hverjum degin- um.“ Sunita Gandhi vildi ekki tjá sig um málið en boðaði yfirlýsingu um málið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Málefni Tjarnaráss verða rædd á fundi Fræðsluráðs í næstu viku. Starfsmenn leikskólans Tjarnaráss senda erindi til bæjaryfirvalda Vilja ekki starfa undir stjórn ÍMS Hafnarfjörður REYKJAVÍKURBORG mun greiða 30% af kostnaði við viðbyggingu hjúkrunarheimilisins Eirar en Þór- ólfur Árnason borgarstjóri og Sig- urður Helgi Guðmundsson, for- stöðumaður hjúkrunarheimilisins, skrifuðu í gær undir samning þess efnis. Áætlað er að byggingin kosti 660 milljónir króna en þar af mun borg- in greiða 130 milljónir. Framlag framkvæmdasjóðs aldraðra verður að lágmarki 40% af bygging- arkostnaðinum og hefur Eir þegar tryggt sér það sem upp á vantar að því er fram kemur í frétt frá Reykjavíkurborg. Í nýju byggingunni verða 40 hjúkrunaríbúðir og dagvistun fyrir 20 manns og geta þá alls um 200 aldraðir dvalið á hjúkrunarheim- ilinu. Framkvæmdir eru þegar hafnar og lýkur þeim á næsta ári. Borgin greiðir 30% af stækkun Eirar Grafarvogur Morgunblaðið/Jim Smart BÚSETI hefur óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Garðabæ að fá lóð eða lóðum úthlutað til uppbyggingar leiguíbúða í bæjarfélaginu. Bærinn bendir á að rástöfunarréttur nýrra lóða fyrir fjölbýlishús í bænum sé í höndum einkaaðila. Í erindi Búseta kemur fram að fé- lagið hafi þegar gert samninga um uppbyggingu 80 leiguíbúða á höfuð- borgarsvæðinu á næstu þremur ár- um og eru Reykjavík og Bessastaða- hreppur sérstaklega nefnd í því sambandi. Hins vegar hafi Búseti tryggt sér fjármagn til uppbygging- ar á allt að 300 leiguíbúðuum á sama tímabili. Er því óskað eftir lóð eða lóðum til áframhaldandi uppbygg- ingar leiguíbúða. Bærinn úthlutar sérbýlis- lóðum á næstu árum Í bókun bæjarráðs kemur fram að einkaaðilar hafi ráðstöfunarrétt á lóðum á þeim svæðum í Garðabæ þar sem uppbygging mun fara fram næstu árin. Að sögn Ásdísar Höllu Bragadótt- ur bæjarstjóra er þar um að ræða þau svæði þar sem áformað er að byggja upp hefðbundin fjölbýlishús á næstu árum. „Næstu stóru fjöl- býlishúsin hjá okkur eru annars veg- ar í Sjálandi, sem fyrirtækin Björg- un og Bygg eru með, og hins vegar eru þau í Akrahverfinu, sem er í eigu einkaaðila,“ segir hún. Hins vegar muni bærinn úthluta lóðum fyrir ein- býlishús, parhús, raðhús og minni fjölbýli á næstu árum. Þá bendir hún á að Garðabær hafi tekið 14 leiguíbúðir á síðasta ári sem ætlaðar eru fyrir stúdenta. Sömu- leiðis hafi bærinn úthlutað lóð undir fjölbýlishús fyrir leiguíbúðir og þær íbúðir verði tilbúnar til notkunar á þessu ári. Þannig hafi bærinn í raun verið á undan öðrum sveitarfélögum með að fá einkaaðila til liðs við sig við uppbyggingu leiguíbúða. Búseti vill byggja leigu- íbúðir Ráðstöfun lóða í höndum einkaaðila Garðabær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.