Morgunblaðið - 22.03.2003, Qupperneq 30
UMRÆÐAN
30 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Í GREIN í Mbl. 19. þ.m. afsann-
ar forseti lagadeildar HR, Þórður
Gunnarsson, með afgerandi hætti
fullyrðingu forseta lagadeildar HÍ,
Eiríks Tómassonar, í sjónvarps-
þætti á dögunum um að sifjaréttur
(eða fjölskylduréttur) sé ekki á
námskrá lagadeildar HR. Reyndar
tel ég ekki hafa þurft ýkja mikið til
að greina meiningu Eiríks óháð
hugtökunum, einkum ef allt er virt
í samhengi en gott og vel. Rétt skal
vera rétt.
Ég vil hins vegar velta aðeins
fyrir mér tilteknum orðum Þórðar.
Hann segir, og sýnir reyndar um
leið að þrátt fyrir allt fór inntak
orða Eiríks ekki fram hjá honum:
„Ályktunin um að allt þurfi að
kenna í lagadeildum er í sjálfu sér
fráleit enda þurfa þeir lögfræðing-
ar, þ.m.t. lögmenn og dómarar,
sem ætla að standa undir nafni, að
afla sér stöðugt nýrrar þekkingar á
sviði lögfræðinnar. Þetta þekkja
allir sem við lögfræði hafa starfað.
Sifjaréttur er með aðgengilegustu
fræðigreinum lögfræðinnar og lítið
mál að ná góðum tökum á henni, ef
áhugi og vilji eru fyrir hendi og við-
komandi hefur næg tök á lögfræði-
legri aðferðafræði.“
Þórður telur þannig að sumt
þurfi ekki að kenna í lagadeildum
og vísar til þeirrar viðurkenndu
staðreyndar að gegnir lögfræðing-
ar þurfi að fylgjast vel með þróun
fagsins og bæti þannig við grunn-
þekkingu sína með tímanum, með-
vitað og ómeðvitað. Flestir eru
sammála um þetta.
Mér finnst Þórður hins vegar
taka þessa eðlilegu endurnýjun
mjög úr samhengi þegar hann telur
hana réttlæta það að mikilvægum
fögum sé sleppt úr grunnnámi í
lögfræði og koma að öllu leyti í
staðinn fyrir almenna kennslu í
þeim.
Skóli lífsins
Til stuðnings þessu – sem sumir
myndu kannski kalla sjálfsnám í
lögfræði, a.m.k. þegar engin grunn-
þekking er fyrir í faginu – nefnir
Þórður í fyrsta lagi að sifjaréttur
sé tiltölulega auðvelt fag og lítið
mál að læra hann að vissum skil-
yrðum uppfylltum. Þar mælir Þórð-
ur fyrir sig og kannski fleiri. Tæp-
lega er hann eða nokkur annar þó
endanleg heimild um hvaða fög lög-
fræðinnar eru auðveld og hver erf-
ið? Vafalaust má finna margar
skoðanir á því hvað sé auðvelt og
hvað erfitt í lögfræði og grunar mig
að á endanum mætti fella flestar
greinar hennar í hvorn flokkinn
sem er eftir því hver spyrði og
hvern.
Þórður nefnir einnig áhuga og
vilja. Velta má fyrir sér hvort ekki
sé sennilegt að áhugi laganema við
lagadeild HR á sifjarétti, svo dvalið
sé við það afmarkaða dæmi, komi
til með að mótast í samræmi við
það hvernig deildin forgangsraðar
og stillir greininni upp í námskrá
sinni. Þó virðist sammæli vera um
að telja hana meðal þess sem gera
eigi kröfu um að lögmenn kunni,
hvernig svo sem þeir læra hana.
Varðandi viljann tel ég hrein-
skilnislega að þorri skólafólks, þar
á meðal laganemar, miði nám sitt
fyrst og fremst við það að standast
þau próf sem sett eru fyrir það og
ljúka námi með sem bestum ár-
angri. Sumir hafa meiri metnað,
getu og styrk en aðrir en ég held
a.m.k. að vilji fæstra standi stífur
til þess eftir langt og erfitt nám að
bæta við sig að eigin frumkvæði
fögum sem skólayfirvöld þeirra
hafa metið léttvæg.
Að síðustu nefnir Þórður lög-
fræðilega aðferðafræði. Ég vil nú
síst draga úr gildi hennar en mín
skoðun er í stuttu máli sú að hér
ofmeti Þórður hana verulega. Þar
er fyrst og fremst um að ræða
form- og vinnureglur sem gagnast
lítt einar og sér ef önnur þekking
er ekki til staðar.
Um jafnræði í lagakennslu
Hér var fjallað um sifjarétt.
Kjarni málsins er þó auðvitað sá að
álitaefnið í þessu máli er engan
veginn bundið við hann heldur allar
greinar sem telja má til höfuð-
greina lögfræðinnar, þ.e. þær
greinar sem talið hefur verið nauð-
synlegt út frá almennu réttarör-
yggi að lögmenn kunni skil á.
Nemendum og forsvarsmönnum
lagadeildar HR verður tíðrætt um
jafnræði. Ef því er játað að laga-
deildirnar sjálfar eigi að ráða öllu
um námið, t.a.m. að persónuleg
skoðun deildarforseta eða mat
lagadeildar HR á sifjarétti nægi til
þess að þeim sem ætla sér að ljúka
embættisprófi í lögum frá deildinni
sé ekki skylt að standast einhvers
konar próf á því sviði, vaknar knýj-
andi spurning: Geta þá ekki allar
lagadeildir gert samsvarandi til-
slakanir á þeim sviðum lögfræð-
innar sem þeim finnst einhverra
hluta vegna ekki skipta máli að
kenndar séu? Rök Þórðar um sifja-
rétt, sem nefnd voru hér að ofan,
má hæglega yfirfæra á aðrar grein-
ar lögfræðinnar eftir „smag og be-
hag“. Að sjálfsögðu krefjast svo all-
ar deildir með vísan til jafnræðis að
geta útskrifað lögfræðinga með
embættispróf. Hvað mun þá felast í
starfsheitinu lögmaður og hvers
virði verður það?
Rökbundin nauðsyn er til setn-
ingar almennra reglna um lág-
marksinntak náms til embættis-
prófs í lögum. Það er eðlileg og
sjálfsögð afleiðing breyttra að-
stæðna í lagakennslu á Íslandi og
öllum í hag.
Eftir Finn Þór
Vilhjálmsson
Höfundur er laganemi á Íslandi.
„Rökbundin
nauðsyn er
til setningar
almennra
reglna um
lágmarksinntak
náms til embættisprófs
í lögum.“
Sjálfslaga-
nám – lítið
mál að læra
gegn fíkniefnaneyslu ungs fólks.“
Áætlað er að allir kórarnir sem fram
koma á tónleikunum syngi í verkinu,
alls um 500 manns, ásamt fjórum ein-
söngvurum. Organistinn Víera
Manásek leikur í verkinu á Klais-
orgelið. „Þetta er kannski einhver
stærsti kór sem saman hefur komið í
einu verki,“ segir Sigurður, en text-
inn við verkið er eftir Valdimar Lár-
usson og byggist á píslarsögunni.
Verkið hefst þannig á lofsöng, fer svo
yfir í píslarsöguna og lýkur aftur með
lofsöng.
Umgjörð verksins eins og það mun
koma fyrir á tónleikunum í Hall-
grímskirkju er nokkuð stórbrotin, að
sögn Sigurðar. „Uppi hjá orgelinu
syngur kammerkór ásamt einsöngv-
ara. Í hinum enda kirkjunnar er ann-
ar kammerkór, sem syngur svokall-
aðan bergmálskór. Þegar stóri 500
TÓNLEIKAR til styrktar vímuefna-
vörnum verða haldnir í Hallgríms-
kirkju kl. 17 í dag. Verkefnið nefnist
Fíkn er fjötur og hafa Ungmenna-
félag Íslands og Kammerkór
Reykjavíkur staðið fyrir átakinu.
Tónleikar voru haldnir um land allt á
fimmtudag og tók fjöldi kóra og tón-
listarmanna, bæði úr heimabyggð og
gestir, þátt í tónleikunum.
Lokatónleikarnir verða í dag þar
sem fimm hundruð manna kór flytur
verkið „Á páskum“ eftir Sigurð
Bragason við texta eftir Valdimar
Lárusson og stjórnar Sigurður kórn-
um. Einsöngvarar eru Signý Sæ-
mundsdóttir, Snorri Wium, Davíð
Ólafsson og Kristín Sigtryggsdóttir,
auk Kammerkórs Reykjavíkur,
Kammerkórs Seltjarnarneskirkju,
Kammerkórs Suðurlands, Kvenna-
kórs Reykjavíkur, Skaftfellingakórs-
ins, Kvennakórs Hafnarfjarðar,
Karlakórsins Þrasta, Kórs Flens-
borgarskóla og Árnesingakórsins í
Reykjavík. Einsöngvarar með þeim
eru Stefán Helgi Stefánsson, Auður
Perla Svansdóttir, Elfa Sif Jónsdótt-
ir og Eva Hrönn Guðnadóttir, Smári
Vífilsson og Ardís Ólöf Víkingsdóttir.
Grunnskólanemar
hefja verkið
„„Á páskum“ var upphaflega sam-
ið vegna tónleika sem haldnir voru
fyrir hjartveik börn og var áætlað að
yrði verk fyrir stóran kór, orgel og
einsöngvara,“ segir tónskáldið og
stjórnandi tónleikanna, Sigurður
Bragason. „Síðan hefur verkið
stækkað þó nokkuð mikið og verið
bætt við það og breytt. Í núverandi
mynd hefja grunnskólanemar verk-
ið, þar sem um er að ræða tónleika
manna kórinn syngur af fullum krafti
bergmálar hinum megin í kirkjunni
lítill kór það sem hann syngur. Það er
geysilega spennandi að sjá hvernig
þetta mun koma út.“
Þegar safnast mikið fé
Sigurður hefur átt veg og vanda af
skipulagningu verkefnisins Fíkn er
fjötur, ásamt Þorsteini Þorsteinssyni
og Pétri Guðmundssyni, í samstarfi
við Ungmennafélag Íslands. Hann
segir tónleikana á fimmtudagskvöld
ákaflega vel heppnaða. „Við fengum
mjög góðar viðtökur og það var troð-
fullt hús á Egilsstöðum, þar sem ég
var. Mér skilst að það sé sömu sögu
að segja af Akureyri, Selfossi og öðr-
um stöðum sem ég hef heyrt frá. Alls
staðar hefur verið mikil stemmning
og safnast heilmiklir peningar,“ segir
hann að lokum.
500 manna kór syngur
til styrktar vímuefna-
vörnum í Hallgrímskirkju
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Frá Fíkn er fjötur-tónleikum í Glerárkirkju á fimmtudagskvöld. Loka-
tónleikarnir í þessari dagskrá verða í Hallgrímskirkju í dag, þar sem 500
manna kór flytur verkið „Á páskum“ eftir Sigurð Bragason.
UNGMENNAFÉLAGIÐ Þórsmörk
frumsýnir gamanleikinn Grænu
lyftuna eftir Avery Hopwoort í fé-
lagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð
annað kvöld, laugardagskvöld, kl.
21.
Að sögn leikstjórans, Svölu Arn-
ardóttur, er þetta fyrsta leiksýn-
ingin í nýju félagsheimili Fljótshlíð-
inga, sem reist var í fyrra, og fyrsta
leikritið sem sett er upp í Fljótshlíð-
inni í sex ár. Hún segir hafa komið í
ljós að nýja húsið henti vel fyrir leik-
starfsemi. „Hljómburðurinn í húsinu
er mjög góður. Það hefur líka verið
gaman að vinna með leikhópnum í
þessu nýja húsi, því fólk hefur það
svolítið á tilfinningunni að það sé að
nema nýtt land. Svo er þetta mjög
skemmtilegt verk með gráglettnum
undirtón, þannig að leikhópnum
hefur ekki leiðst á æfingum.“ Það
kannast sjálfsagt ýmsir við Grænu
lyftuna, því fyrir u.þ.b. tveimur ára-
tugum fór þessi sígildi gamanleikur
sigurför um landið. „Ég held að við
getum alveg lofað því að sýningin á
ekki eftir að valda depurð hjá áhorf-
endum,“ sagði Svala að lokum.
Leikendur í Grænu lyftunni eru
Úlfar Gíslason Hellishólum, Ingi-
björg Sigurðardóttir Kirkjulæk,
Fjölnir Sæmundsson skólastjóri
Goðalandi, Svala Arnardóttir Tuma-
stöðum, Arndís Pétursdóttir Goða-
landi, Kristinn Jónsson Stað-
arbakka, Sigurður Daðason
Barkarstöðum og Marie Persson
Hellishólum. Leikmyndasmiður er
Sigurður Eggertsson Smáratúni,
Helga Stefánsdóttir er sminka og
Sigrún Þórarinsdóttir hvíslari.
Næstu sýningar verða í Goðalandi
25., 28., 29. og 30. mars.
Morgunblaðið/Önundur S. Björnsson
Leikendur í Grænu lyftunni ásamt leikstjóra.
Græna lyftan sýnd í
Goðalandi í Fljótshlíð
Fljótshlíð. Morgunblaðið.
LISTIR
ELLA Vala Ármannsdóttir horn-
leikari og Hrefna Unnur Eggerts-
dóttir píanóleikari halda tónleika í
Salnum í dag kl.
14. Tónleikarnir
eru seinni hluti
einleikaraprófs
Ellu Völu frá
Tónlistarskólan-
um í Reykjavík.
Á efnisskránni
eru sónata í F-
dúr fyrir horn og
píanó eftir Lud-
wig van Beethov-
en, Canto serioso eftir Carl Niel-
sen og Appel interstellaire úr
hljómsveitarverkinu Des Canyons
aux Étoiles eftir Olivier Messiaen.
Einnig verður flutt Serenade op.
31 fyrir tenór, horn og strengja-
sveit eftir Benjamin Britten, en
ásamt Ellu Völu koma þar fram
Þorbjörn Rúnarsson tenórsöngvari
og nemendur úr strengjasveit Tón-
listarskólans undir stjórn Josephs
Ognibene.
Tónverkin sem Ella Vala hefur
valið að leika á tónleikunum eru
nokkuð ólík, allt frá Beethoven-ein-
leikskonsert til Britten-kammer-
verks. „Það stóð alltaf til að taka
eitt kammerverk á þessum tónleik-
um, og þar stóð valið milli Brahms-
tríós og Britten-serenöðu, sem eru
uppáhalds kammerverkin mín,“
segir hún. „Auk þess varð ég að
hafa í huga við val á efnisskránni
að þar sem við erum tvö að ljúka
prófi á horn, gæti ég ekki valið
sömu verk og hinn hornleikarinn.
Verkin sem ég valdi eru frá mis-
munandi löndum, og svo spanna
þau tónlistarsöguna að einhverju
leyti, þannig að þau eru fjölbreytt.
En ég tel að þessi efnisskrá passi
mjög vel saman.“
Einleikara-
próf á horn
í Salnum
Ella Vala
Ármannsdóttir
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
ÍÞRÓTTIR
mbl.is
FRÉTTIR
mbl.is