Morgunblaðið - 22.03.2003, Page 41

Morgunblaðið - 22.03.2003, Page 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 41 og skrafað. Menn voru ekki alltaf sammála og vildi brenna við að þeir sem höfðu hæst, teldu sig hafa á réttu að standa. Siggi gætti þess að allir, jafnt stórir sem smáir, fengju að leggja til málanna. Hann bar jafna virðingu fyrir skoðunum allra, en beitti oft þungum mótrökum. Með því móti þjálfaði hann okkur krakkana í gagnrýninni hugsun og umræðu. Hann lét engin málefni samfélagsins sér óviðkomandi, enda er sinnuleysi um málefni líðandi stundar einn versti óvinur lýðræð- isins. Hann kenndi okkur að brjóta hvert mál til mergjar af heiðarleika og skilja kjarnann frá hisminu. Þess hefur á öllum tímum verið þörf, en er nú hverjum og einum knýjandi nauðsyn, til að takast á við válega þróun í heiminum. Siggi, ég kveð þig í djúpri og ein- lægri þökk. Knútur Árnason. Þegar ég man fyrst eftir mér sem strákur heima í Ystafelli varð mér starsýnt á hillu sem hékk uppi í stof- unni með ótrúlegu safni bikara og skrautpeninga. Þetta var verðlauna- safn Sigurðar Þingeyings fyrir sundafrek sem hann hafði unnið sem ungur maður. Sjálfur var hann þá víðs fjarri, líklega við kennslu á Patreksfirði þar sem hann bjó um skeið ásamt Kollu og vaxandi barna- hóp. Mér er sagt að ég hafi beðið Kolbrúnar þegar hún var einu sinni að passa mig, en þá var Siggi búinn að klófesta hana og ég orðinn of seinn, þótt ég hafi snemma áttað mig á kostum hennar. Kolla er Reykjavíkurmær og þeim ungu hjónunum voru margir vegir færir, en þau settust að í Felli og héldu uppi þeirri hefð og reisn sem löngum hafði einkennt staðinn. Það var mín gæfa og margra ann- arra að eiga þar alltaf innhlaup, og þar var mikið um að vera og margt spjallað og brallað. Á síðsumar- kvöldum var dregið fyrir í Fljótinu, og þá var tækjabúnaðurinn eitt net, langt og mikið. Siggi brá tauginni yfir um herðar og bringu og óð út í strauminn meðan vætt var en synti þegar því sleppti með netið yfir ál- inn og aftur til lands. Og þegar dregið var komu margir fiskar sem strákarnir fengu að góma ef þeir réðu við þá. Aðrir voru stærri. Margs fleira er að minnast, þegar Sigurður í Ystafelli er allur. Hann fékk hægt andlát að nóttu til, sofn- aði rólegur að kvöldi við hlið Kollu, heima í húsinu sem afi og amma byggðu og sem áður iðaði af lífi, þar sem afi tók á móti okkur í bæjardyr- unum og kyssti með skeggbroddum og munni fullum af skroi. Þarna tóku Siggi og Kolla við búi og ráku ásamt Geira um langa hríð. Nú verður þar minna umleikis en var, en minningarnar lifa. Hafi þau hjón- in ævarandi þökk fyrir allt, frá mér og mínum og Kolla bestu kveðjur frá okkur Örnu og Nönnu. Kristján Árnason. Nú þegar við kveðjum Sigga frænda er margs að minnast. Hug- urinn leitar norður til Ystafells, þess staðar sem í æsku minni var sá stærsti og merkilegasti af öllum. Þar bjuggu afi og amma og þangað fórum við systkinin með foreldrum okkar á hverju sumri. Þegar hugsað er til baka allt frá fyrstu norðurferð sem ég man eftir og til þeirrar sem ég fór síðasta sumar, hefur þessum ferðum fylgt mikil tilhlökkun. Það var ekki aðeins tilhlökkunin að sjá jörðina, skóginn eða Fljótið, heldur fyrst og fremst fólkið. Lengst af ævi minni voru það Siggi og Kolla sem tóku á móti mér þegar ég kom norð- ur. Þau eru fólkið sem hefur aukið á og viðhaldið þeirri tilhlökkun sem því fylgdi að koma í Ystafell. Sem ungur drengur horfði ég með lotningu á verðlaunagripina sem Siggi hafði hlotið fyrir sundaf- rek sín, hvernig gat ungur drengur annað en borið virðingu fyrir slíkum kappa sem hann var. Árin liðu, ferð- um norður fjölgaði og í hverri heim- sókn kynntist ég Sigga betur. Þó að Siggi talaði minnst um sjálfan sig fannst mér ég þekkja hann vel, kannski vegna þess að manni leið vel í návist hans, hann var bæði yf- irvegaður og rólegur og hann hafði þessa miklu bjarnarhlýju sem að- eins sumum er gefin. Það var fátt skemmtilegra en ræða þjóðmál við Sigga, hann var hugsjónamaður, sem hafði gaman af því að rökræða málin. Siggi var ekki aðeins vel upp- lýstur um málefni líðandi stundar hann var líka fróður um söguna og unni málinu, þannig var það bæði lærdómsríkt og gaman að ræða við hann. Margar af mínum ferðum norður voru veiðiferðir og þá var gott að fá að gista hjá Sigga og Kollu. Nokkr- um föstum liðum í þeim veiðiferðum mun ég aldrei gleyma, því þó að aðr- ir hafi kennt mér að veiða þá var það samt svo að líklega hefur enginn sýnt veiðiskap mínum meiri áhuga en Siggi. Það var fátt skemmtilegra en koma heim í Ystafell að lokinni veiðiferð og þurfa að gera grein fyr- ir veiðinni. Alltaf var vakað eftir mér og mín beið bæði matarveisla og andleg fæða sem ég mun aldrei gleyma. Við Védís sendum Kollu og hennar fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Erlingur Jónasson. Það verður aldrei eins að koma norður í Yztafell eftir að Siggi frændi er fallinn frá. Við systkinin höfum komið þangað næstum því á hverju ári frá því við munum eftir okkur og því fylgdi ævinlega mikil tilhlökkun. Þegar við hugsum til baka koma margar góðar minningar upp í hug- ann. Kennarinn og íslenskumaðurinn Siggi sem leiðrétti þegar okkur varð fótaskortur á tungunni. Bóndinn Siggi í fjósinu hér á árum áður sem vann sín verk í rólegheitum, oft með barnaskara í kringum sig. Stund- irnar í stóra eldhúsinu þar sem Siggi sat á sínum stað og mikið var rætt um landsins gagn og nauðsynj- ar jafnt við börnin sem þá fullorðnu. Svo reykti hann Siggi besta hangi- kjöt á Íslandi og í okkar fjölskyldu voru engin jól án þess. Nú þegar hann er farinn viljum við systur með þessum fáu orðum þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum í Ystafelli hjá Sigga og Kollu. Við sendum Kollu, Nonna, Regínu, Helgu, Erlu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigrún, Helga og Úlfhildur Jónasdætur og fjölskyldur. Þegar ég frétti andlát Sigurðar Jónssonar í Ystafelli kom það mér ekki á óvart. Vitað var að hverju stefndi. Samt hnykkir manni við. Síðasti fundur okkar var heima í Ystafelli fyrir síðustu jól. Nokkru áður í góðri ferð austur í Fellsskóg sem gott er að eiga í minningunni. Rætt var um mannlífið og tilveruna, hvað betur mætti fara og framfarir hverskonar. Samvinnuhreyfinguna og skógrækt. Tíminn setur sitt mark á menn og málefni, einnig í minni gömlu heimasveit og í Ysta- felli hafa nú orðið þáttaskil. Breytingarnar eru ótrúlegar þeg- ar litið er til baka þau tæplega 50 ár sem mitt minni nær. Fyrstu minn- ingar mínar um skóla og Sigurð Jónsson eru tvinnaðar saman í órofa heild. Hann var skólinn. Síðar einn- ig hans ágæta kona Kolbrún Bjarnadóttir. Siggi og Kolla. Á þess- um árum, um 1960, var ekki sér- stakt skólahús í Ljósavatnshreppi. Þar var farskóli, þ.e. kennt var nokkrar vikur í senn á heimilum þar sem húsrými var fyrir hendi, t.d. í Fremstafelli, á Landamóti og Hóli. Fyrst fékk ég að fara í skólann sem gestur með Kristjáni bróður mínum ári áður en hin eiginlega skólaganga hófst. Það var mikið gaman. Ekki var gamanið minna þegar skólinn hófst fyrir alvöru. Nemendur gengu heiman frá sér að þjóðvegi og biðu þar eftir skólabíln- um. Brúsapallurinn var þar mörgum skjól ef biðin lengdist vegna ófærðar og þeir voru margrar gerðar og menningarfyrirbæri út af fyrir sig. Skólabíllinn var nýr Rússajeppi, hið ágætasta farartæki og duglegur í snjó. Bílstjórinn var jafnframt skólastjórinn og kennarinn, Sigurð- ur Jónsson. Stundum var snjólétt og fljótfarið og börnin söfnuðust eitt af öðru upp í Rússann, sem virtist stækka eftir þörfum og fjölda nemenda. Því bet- ur voru menn ekki smámunasamir á þessum tíma og Sigurður hrepp- stjóri Geirfinnsson á Landamóti hafði óvenju næman og skynsam- legan skilning á lagatúlkun og reglugerðum. Það gat verið til bóta þegar hann sá ótrúlegan farþega- fjölda tínast út úr skólabílnum. Í annan tíma var snjóþungt og svo var oft í Kaldakinn. Þá þurfti að moka og ýta en Sigurður Þingeying- ur var mikið hreystimenni og spar- aði sig hvergi. Þá reyndi mikið á bíl og skóflu en skaflarnir urðu undan að láta hver á fætur öðrum. Krakk- arnir þutu inn og út úr bílnum eins og flugnasveimur eftir því hvernig stóð á spori. Þvílíkt ævintýri og dásamlegar minningar. Síðan hófst kennslan. Heimilis- legt andrúmsloft og hæfilegur agi við að hjálpa nemendum til að taka framförum, en þeir voru á ýmsum aldri og misjafnlega á vegi staddir. Um kennslufræðina má segja að hún hafi miðað að því að koma öllum til nokkurs þroska og laða fram hæfileika hvers og eins. Þetta voru góðar kennslustundir og skemmti- legar. Stundum áttu einstakir nemend- ur dálítið erfitt með að sitja kyrrir og hljóðir við sín viðfangsefni. Oft- ast nægði að sussa aðeins á þá sem í hlut áttu. Þó kom fyrir að hóta þyrfti þyngstu refsingu sem var að fá ekki að mæta í skólann daginn eftir. Með slíkt yfir höfði sér sátu jafnvel rauðhærðir ærslabelgir á strák sínum. Seinna, þegar ég hef fylgst með eigin börnum og annarra, hefur mér stundum orðið hugsað til þessarar refsingar. Mér finnst það segja meira en mörg orð um skólastarfið að ódælum nemanda þætti sú refs- ing þyngst að fá ekki að mæta í skólann. En svona var gaman í mín- um barnaskóla og fyrir það er ég ævinlega þakklátur mínum kennur- um, Sigga og Kollu. Þau reyndust mér einnig frábær- lega vel þegar við Jón, elsti sonur þeirra (Nonni Sig), lásum heima til prófs upp úr neðri deild (1. bekk) Laugaskóla. Hún var mín stoð og stytta í tungumálum og hann í raun- greinum. Betra gat það ekki verið. Nú er löngum vinnudegi lokið og maklegt að þreyttir fái hvíld. Eng- inn veit hvað við tekur en mér finnst alltaf hlýlegt að hugsa til kveðjuorða Jónasar Hallgrímssonar til vinar síns Tómasar Sæmundssonar: Flýt þér, vinur, í fegra heim; krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Að leiðarlokum vil ég þakka gott nágrenni um margra ára skeið og vináttu sem hefur verið mér mikils virði. Nú hefur gamli íþróttagarp- urinn og lærifaðirinn Sigurður Þing- eyingur fengið hvíld eftir mikið og merkilegt dagsverk. Kollu, börnum þeirra og afkomendum og aðstand- endum öllum votta ég samúð mína þegar ég kveð góðan dreng. Blessuð sé minning hans. Valtýr Sigurbjarnarson. Við lát Sigurðar frænda míns í Felli, hvarflar hugurinn til baka heim í Kinn. Ég var 12 ára þegar þau hjónin, Sigurður og Kolbrún, fluttu í sveit- ina og gerðust kennarar okkar barnanna. Með þeim komu nýir straumar og áherslur. Kolbrún kenndi okkur t.d. að teikna og fara með liti og Sigurður lét okkur syngja – kenndi okkur meira að segja að syngja í röddum. Hvort tveggja var kærkomin nýjung í skólastarfinu. Minnist ég skóladag- anna á Hóli með mikilli gleði. Þótt skólaárið væri stutt, þar sem þau hjónin urðu að skipta því í tvennt á milli sveitarenda, tel ég að þeim hafi auðnast að koma okkur börnunum til engu minni þroska en mörgum skólanum tekst nú til dags á marg- falt lengri tíma. Kom þar margt til, en þó fyrst og fremst það, að þau urðu strax vinir okkar og samstarfs- menn. Hef ég oft hugsað um það síð- an hvað Sigurður átti auðvelt með að höfða til okkar barnanna. Hvað hann virtist eiga hægt með að setja sig í spor okkar og hve laus hann var við að gera til okkar óbilgjarnar kröfur. Ekki minnist ég þess heldur að hann léti skapsmuni sína nokkru sinni bitna á okkur. Þó var hann mikill skapmaður og gat verið stór í stykkjumum ef því var að skipta. Seinna urðum við samstarfsmenn. Það varð þegar ég í ofdirfsku minni kom beint úr skóla heim í sveitina mína til að gerast þar sálnahirðir. Þá eins og endranær var gott að eiga þau Fellshjón að. Áttum við margt saman þau átta ár sem ég þjónaði prestakallinu – ræktuðum saman rófur hvað þá annað. En mest og nánast varð samstarf okkar Sigurðar þó í þjónustu við Staðar- kirkju. Þar hafði hann verið org- anisti um tíma þegar ég kom til skjalanna. Allt hafði verið þar með hefðbundnum hætti um langan ald- ur þegar ég, nýgræðingurinn, kom með breyttan messusöng undir hendinni og heimtaði að hann yrði sunginn. Því tók Sigurður með miklu jafnaðargeði og lét sem hon- um líkaði vel. Er ekki að orðlengja það að samstarf okkar vað allt hið besta. Sigurður var músíkalskur og fljótur að lesa nótur. Hann var prýðilegur söngmaður og hafði yndi af því að æfa kórsönginn, á því sviði náði hann ágætum árangri. Var allt- af gott að þjóna með hann sér við hlið á Þóroddsstað, þótt einstaka sinnum yrði okkur smávægilega á í messunni. Mér er bæði ljúft og skylt að færa honum þakkir fyrir langt og óeigingjarnt starf í þágu kirkju og kristni. Á þeim akri var hann eins og víðar drjúgur verkmaður. Með fráfalli Sigurðar í Felli er mikið og vandfyllt skarð fyrir skildi í Kinn. Ég og fjölskylda mín kveðjum hann með þakklátum huga og biðj- um honum fararheilla á Guðs veg- um. Blessuð sé minning hans. Jón A. Baldvinsson. Þökkum innilega samúð og virðingu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, KRISTINS SIGMUNDSSONAR fyrrum bónda á Arnarhóli. Sérstakar þakkir til starfsfólks Kjarnalundar fyrir góða umönnun. Hörður Kristinsson, Sigrún B. Sigurðardóttir, Magnús Kristinsson, Brigitte Kristinsson, Hallmundur Kristinsson, Anna Lilja Harðardóttir, Kristinn Örn Kristinsson, Lilja Hjaltadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar og vinur, ÞORGEIR JÓNSSON læknir, Sunnubraut 29, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánu- daginn 24. mars kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja, María Þorgeirsdóttir, Guðrún Þorgeirsdóttir, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, Margrét Sigurðardóttir. Tengdamóðir mín og amma okkar, DAGMAR EINARSDÓTTIR frá Kappeyri, Fáskrúðsfirði, lést á dvalarheimilinu Uppsölum þriðjudaginn 18. mars. Útförin fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju mánudaginn 24. mars kl. 14.00. Sóley Sigursveinsdóttir, Dagmar Þóra Sævarsdóttir, Jón Ellert Sævarsson, Freyr Gauti Sævarsson. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa, lang- afa og langalangafa, HANNESAR LÁRUSAR GUÐJÓNSSONAR, Hrafnistu, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 2F á Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun og hlýhug. Fjölskylda hins látna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.