Morgunblaðið - 22.03.2003, Page 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 47
GREEN
ww
w.
for
va
l.is
Við viljum minna á heimasíðuna okkar – www.arthusgogn.is
Foxxy: 3ja 184.000, 2ja 140.000, stóll 99.000 Santos: 3ja 120.000, 2ja 110.000, stóll 67.000
,Balu: 3ja 250.000, 2ja 180.000 stóll 90.000 Tobago: 3ja 130.000, 2ja 110.000
Karat: 3ja 110.000, 2ja 105.000 Leon: 3ja 140.000, 2ja 92.000, stóll
65.000
Ivory: 3ja 150.000, 2ja 130.000 , stóll
70.000
Juwel: 2ja 135.840
Bæjarlind 4 • 201 Kópavogur • Sími 544-5464
mánudaga - föstudaga 10-18 • laugardaga 11-16 • sunnudaga 13-16
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
www.fi.is
Dagsferð sunnud. 23. mars
— Ganga í kringum Hvalvatn
Ekið verður inn í Botnsdal og
gengið frá bílastæðunum um
gönguleiðina sunnan við Glym
og upp að Hvalvatni. Göngu-
hækkun er um 350 metrar og er
áætlað að ferðin taki um 4—6
klst. Fararstjóri er Sigurður
Kristjánsson.
Verð 1.700 kr. fyrir félagsmenn
og 1.900 kr. fyrir aðra. Lagt verð-
ur af stað klukkan 10.00 frá BSÍ
með viðkomu í Mörkinni 6.
30. mars — Fornar hafnir á
Suðvesturlandi III.
23. mars. Strandgangan (S-6)
Gangan hefst við Ögmundar-
hraun og lýkur á Selatöngum.
Fararstjóri: Bergþóra Bergsdótt-
ir. Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Verð
kr. 1.700/1.900.
23. mars. Skíðaferð
Genginn verður góður hringur
frá Bragabót á Gjábakka. Brott-
för frá BSÍ kl. 10:30. Verð kr.
1.900/2.300.
25. mars. Aðalfundur Útivistar
Þriðjudaginn 25. mars kl. 20
verður aðalfundur Útivistar
haldinn í Versölum, Hallveigar-
stíg 1. Á dagskrá verður skýrsla
stjórnar, reikningar síðasta árs
og kosning í nefndir, kjarna og
embætti.
í Japan við kennslu, auk sýning-
arinnar. Þá hafa þau einnig verið
undanfarna mánuði meðal annars
í Suður-Kóreu, Filippseyjum,
Ástralíu auk Bretlands. Þau munu
verða hér á landi í kringum mán-
aðamótin apríl–maí við kennslu
og í lok maí munu þau verða þát-
takendur í stærstu danskeppni
heims sem haldin er í Blackpool á
Bretlandi, segir í fréttatilkynn-
ingu.
DÖNSURUNUM Karen Björk
Björgvinsdóttur og Adam Reeve,
fulltrúum Íslands í flokki atvinnu-
manna úr ÍR, var um helgina 15.-
16. mars sl., boðið að taka þátt í
klukkustundar langri sýningu sem
haldin er í tengslum við stóra
danskeppni í Tokyo í Japan. Þessi
sýning og keppni er árlegur við-
burður og er haldin til heiðurs
Makasa prins í Japan. Sýningin
fór fram á New Takanawa Prince
Hotel í Tokyo og um 2000 áhorf-
endur fylltu sýningarsalinn. Meðal
áhorfenda voru, auk prinsins,
margir af fyrirmönnum Japans,
ásamt flestum forystumönnum
danshreyfingarinnar, hvaðanæva
að úr heiminum.
Átta bestu pör heims auk Kar-
enar og Adams tóku þátt í sýning-
unni og skiptust þau á um að
dansa. Í suður-amerískum dönsum
voru það pörin: Bryan Watson og
Carmen sem eru núverandi
heimsmeistarar, Michael Wentink
og Beata, Brendan Cole og Cam-
illa Dallerup, Jukka og Sirpa
Happalinen. Í standard-dönsum
voru það: Donna og Alan Shing-
ler, en Donna er systir Adams,
Jonathan Crossley og Lyn Marr-
iner, Timothy Howson og Joanne
Bolton, Karen og Adam Reeve.
Dönsurunum var fagnað innilega
eftir sýningu enda hér á ferðinni
listamenn í fremstu röð til
margra ára.
Adam og Karen sögðu þetta
hafa verið verið einstakt tæki-
færi, að fá að vera þátttakendur í
slíkum viðburði og góð kynning
bæði fyrir þau sjálf og einnig fyr-
ir Ísland. Sýningin var tekin upp
á myndband og verður það gefið
út í Japan í maí n.k. Adam og
Karen hafa verið síðustu 10 daga
Karen og Adam
sýndu í Japan
Laugardagsfundur VG á Ak-
ureyri Vinstrihreyfingin – grænt
framboð í Norðausturkjördæmi
heldur fund í dag, laugardaginn 22.
mars, kl. 11 í kosningamiðstöðinni
á Akureyri. Steinþór Heiðarsson
sagnfræðingur er gestur fundarins
og mun fjalla um utanríkismál og
leitast við að svara spurningunni:
Af hverju stríð gegn Írak?
STJÓRNMÁL
Heimspekiráðstefna Tveggja daga
heimspekiráðstefna verður haldin til
heiðurs Mikael M. Karlssyni prófess-
or, föstudaginn 28. mars kl. 13, í Lög-
bergi, húsi Háskóla Íslands, stofu
101. 14 íslenskir heimspekingar, þar
af þrír starfandi erlendis, og einn
bandarískur munu flytja erindi. Ráð-
stefnan, sem Siðfræðistofnun Há-
skóla Íslands, Heimspekistofnun og
fleiri styrkja, kallast „Mikjálsmessa“
og ráðstefnustjórar eru heimspek-
ingarnir Kristján Kristjánsson og
Logi Gunnarsson. Ráðstefnan er
haldin í tilefni af sextugsafmæli
Mikaels M. Karlssonar, prófessors
við Háskóla Íslands og nýráðins
deildarforseta félagsvísinda- og laga-
deildar Háskólans á Akureyri. Efnin
sem rætt verður um á Mikjálsmessu
tengjast öll áhugasviðum eða skrifum
Mikaels á einhvern hátt.
Aðalfundur Ættingjabandsins
verður haldinn á Helgafelli 4. hæð
Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn
29. mars klukkan 14. Venjuleg aðal-
fundarstörf og síðan verður skemmti-
dagskrá í tilefni af 5 ára afmæli Ætt-
ingjabandsins. Ættingjabandið er
vinasamband ættingja og vina heim-
ilisfólks á Hrafnistu í Reykjavík.
Eru lífeyrissjóðir að sólunda fjár-
munum þínum? Hádegisverð-
arfundur Félags viðskipta- og hag-
fræðinga verður haldinn
þriðjudaginn 25. mars kl. 12–13.30, í
Hvammi Grand Hótels Reykjavík.
Yfirskrift fundarins er: Eru lífeyr-
issjóðir að sólunda fjármunum þín-
um? Erindi halda: Pétur Blöndal, al-
þingismaður, Friðjón Rúnar
Sigurðsson, framkvæmdastjóri Líf-
iðnar, og Rósa Jónasardóttir, deild-
arstjóri á Lífeyrissviði Íslandsbanka.
Fundarstjóri er Hjördís Ásberg, lög-
giltur endurskoðandi. Verð með há-
degisverði er 2.800 kr. fyrir fé-
lagsmenn og 3.800 kr. fyrir aðra.
Vinsamlega skráið þátttöku með
tölvupósti fvh@fvh.is.
Á NÆSTUNNI
Veltan rúmir 20 milljarðar
Ekki var rétt farið með veltu Air
Atlanta í frétt í Morgunblaðinu í
gær. Flugfélagið velti rúmum 20
milljörðum króna á síðasta ári, en
ekki 17 milljörðum eins og sagt var í
fréttinni. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
LEIÐRÉTT