Morgunblaðið - 22.03.2003, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 22.03.2003, Qupperneq 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 47 GREEN ww w. for va l.is Við viljum minna á heimasíðuna okkar – www.arthusgogn.is Foxxy: 3ja 184.000, 2ja 140.000, stóll 99.000 Santos: 3ja 120.000, 2ja 110.000, stóll 67.000 ,Balu: 3ja 250.000, 2ja 180.000 stóll 90.000 Tobago: 3ja 130.000, 2ja 110.000 Karat: 3ja 110.000, 2ja 105.000 Leon: 3ja 140.000, 2ja 92.000, stóll 65.000 Ivory: 3ja 150.000, 2ja 130.000 , stóll 70.000 Juwel: 2ja 135.840 Bæjarlind 4 • 201 Kópavogur • Sími 544-5464 mánudaga - föstudaga 10-18 • laugardaga 11-16 • sunnudaga 13-16 SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF www.fi.is Dagsferð sunnud. 23. mars — Ganga í kringum Hvalvatn Ekið verður inn í Botnsdal og gengið frá bílastæðunum um gönguleiðina sunnan við Glym og upp að Hvalvatni. Göngu- hækkun er um 350 metrar og er áætlað að ferðin taki um 4—6 klst. Fararstjóri er Sigurður Kristjánsson. Verð 1.700 kr. fyrir félagsmenn og 1.900 kr. fyrir aðra. Lagt verð- ur af stað klukkan 10.00 frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. 30. mars — Fornar hafnir á Suðvesturlandi III. 23. mars. Strandgangan (S-6) Gangan hefst við Ögmundar- hraun og lýkur á Selatöngum. Fararstjóri: Bergþóra Bergsdótt- ir. Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Verð kr. 1.700/1.900. 23. mars. Skíðaferð Genginn verður góður hringur frá Bragabót á Gjábakka. Brott- för frá BSÍ kl. 10:30. Verð kr. 1.900/2.300. 25. mars. Aðalfundur Útivistar Þriðjudaginn 25. mars kl. 20 verður aðalfundur Útivistar haldinn í Versölum, Hallveigar- stíg 1. Á dagskrá verður skýrsla stjórnar, reikningar síðasta árs og kosning í nefndir, kjarna og embætti. í Japan við kennslu, auk sýning- arinnar. Þá hafa þau einnig verið undanfarna mánuði meðal annars í Suður-Kóreu, Filippseyjum, Ástralíu auk Bretlands. Þau munu verða hér á landi í kringum mán- aðamótin apríl–maí við kennslu og í lok maí munu þau verða þát- takendur í stærstu danskeppni heims sem haldin er í Blackpool á Bretlandi, segir í fréttatilkynn- ingu. DÖNSURUNUM Karen Björk Björgvinsdóttur og Adam Reeve, fulltrúum Íslands í flokki atvinnu- manna úr ÍR, var um helgina 15.- 16. mars sl., boðið að taka þátt í klukkustundar langri sýningu sem haldin er í tengslum við stóra danskeppni í Tokyo í Japan. Þessi sýning og keppni er árlegur við- burður og er haldin til heiðurs Makasa prins í Japan. Sýningin fór fram á New Takanawa Prince Hotel í Tokyo og um 2000 áhorf- endur fylltu sýningarsalinn. Meðal áhorfenda voru, auk prinsins, margir af fyrirmönnum Japans, ásamt flestum forystumönnum danshreyfingarinnar, hvaðanæva að úr heiminum. Átta bestu pör heims auk Kar- enar og Adams tóku þátt í sýning- unni og skiptust þau á um að dansa. Í suður-amerískum dönsum voru það pörin: Bryan Watson og Carmen sem eru núverandi heimsmeistarar, Michael Wentink og Beata, Brendan Cole og Cam- illa Dallerup, Jukka og Sirpa Happalinen. Í standard-dönsum voru það: Donna og Alan Shing- ler, en Donna er systir Adams, Jonathan Crossley og Lyn Marr- iner, Timothy Howson og Joanne Bolton, Karen og Adam Reeve. Dönsurunum var fagnað innilega eftir sýningu enda hér á ferðinni listamenn í fremstu röð til margra ára. Adam og Karen sögðu þetta hafa verið verið einstakt tæki- færi, að fá að vera þátttakendur í slíkum viðburði og góð kynning bæði fyrir þau sjálf og einnig fyr- ir Ísland. Sýningin var tekin upp á myndband og verður það gefið út í Japan í maí n.k. Adam og Karen hafa verið síðustu 10 daga Karen og Adam sýndu í Japan Laugardagsfundur VG á Ak- ureyri Vinstrihreyfingin – grænt framboð í Norðausturkjördæmi heldur fund í dag, laugardaginn 22. mars, kl. 11 í kosningamiðstöðinni á Akureyri. Steinþór Heiðarsson sagnfræðingur er gestur fundarins og mun fjalla um utanríkismál og leitast við að svara spurningunni: Af hverju stríð gegn Írak? STJÓRNMÁL Heimspekiráðstefna Tveggja daga heimspekiráðstefna verður haldin til heiðurs Mikael M. Karlssyni prófess- or, föstudaginn 28. mars kl. 13, í Lög- bergi, húsi Háskóla Íslands, stofu 101. 14 íslenskir heimspekingar, þar af þrír starfandi erlendis, og einn bandarískur munu flytja erindi. Ráð- stefnan, sem Siðfræðistofnun Há- skóla Íslands, Heimspekistofnun og fleiri styrkja, kallast „Mikjálsmessa“ og ráðstefnustjórar eru heimspek- ingarnir Kristján Kristjánsson og Logi Gunnarsson. Ráðstefnan er haldin í tilefni af sextugsafmæli Mikaels M. Karlssonar, prófessors við Háskóla Íslands og nýráðins deildarforseta félagsvísinda- og laga- deildar Háskólans á Akureyri. Efnin sem rætt verður um á Mikjálsmessu tengjast öll áhugasviðum eða skrifum Mikaels á einhvern hátt. Aðalfundur Ættingjabandsins verður haldinn á Helgafelli 4. hæð Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 29. mars klukkan 14. Venjuleg aðal- fundarstörf og síðan verður skemmti- dagskrá í tilefni af 5 ára afmæli Ætt- ingjabandsins. Ættingjabandið er vinasamband ættingja og vina heim- ilisfólks á Hrafnistu í Reykjavík. Eru lífeyrissjóðir að sólunda fjár- munum þínum? Hádegisverð- arfundur Félags viðskipta- og hag- fræðinga verður haldinn þriðjudaginn 25. mars kl. 12–13.30, í Hvammi Grand Hótels Reykjavík. Yfirskrift fundarins er: Eru lífeyr- issjóðir að sólunda fjármunum þín- um? Erindi halda: Pétur Blöndal, al- þingismaður, Friðjón Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Líf- iðnar, og Rósa Jónasardóttir, deild- arstjóri á Lífeyrissviði Íslandsbanka. Fundarstjóri er Hjördís Ásberg, lög- giltur endurskoðandi. Verð með há- degisverði er 2.800 kr. fyrir fé- lagsmenn og 3.800 kr. fyrir aðra. Vinsamlega skráið þátttöku með tölvupósti fvh@fvh.is. Á NÆSTUNNI Veltan rúmir 20 milljarðar Ekki var rétt farið með veltu Air Atlanta í frétt í Morgunblaðinu í gær. Flugfélagið velti rúmum 20 milljörðum króna á síðasta ári, en ekki 17 milljörðum eins og sagt var í fréttinni. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.