Morgunblaðið - 22.03.2003, Síða 60
60 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDASAFN Íslands stendur
fyrir sýningu myndarinnar Stúlkan
með ljósa hárið (La Baie des anges) í
dag. Myndin er frá árinu 1963 og
eru aðalhlutverkin í höndum Claude
Mann og hinnar íðilfögru Jeanne
Moreau sem var kölluð Bette Davis
Frakklands síns tíma. Leikstjóri er
Jacques Demy en hann hefur einnig
gert myndirnar Stúlkan með regn-
hlífarnar og Lola.
Jean (Mann) er bankastarfsmaður
sem lifir hefðbundnu reglusömu lífi
þar til vinur hans kynnir hann fyrir
freistingum spilavítanna. Jean er
heppinn og í sigurvímu heldur hann
til frönsku Rivíerunnar til að spila.
Þar kynnist hann Jackie (Moreau),
ljóshærðri þokkadís, sem er altekin
af spilamennskunni, spilar djarft,
vinnur mikið en tapar líka oft miklu.
Ástarævintýri þeirra einkennist
af lífi fjárhættuspilarans og í lokin
verða þau að gera upp við sig hvaða
ástríða í lífi þeirra skiptir þau mestu
máli.
Myndin verður sýnd í sýningarsal
safnsins í Bæjarbíói, Strandgötu 6 í
Hafnarfirði, klukkan 16 í dag. Miða-
verð er 500 krónur.
Stúlkan með
ljósa hárið
Jeanne Moreau á hvíta tjaldinu í Hafnarfirði
Stúlkan með ljósa hárið með
Jeanne Moreau verður sýnd í
Bæjarbíói í Hafnarfirði í dag.
ANIMA Reykjavík er nafnið á
nýrri hreyfimyndahátíð sem Bíó
Reykjavík stendur fyrir. Hátíðin
verður haldin í MÍR við Vatnsstíg
10a, og hefst klukkan19.30 í kvöld.
Á hátíðinni verða eingöngu sýnd-
ar myndir sem gerðar eru með
hreyfimyndatækni eða „Stop
Motion“. Er leikstjórunum Jan
Svankmeyers, Jiri Trinka, Aard-
man og Tim Burton gert hátt
undir höfði.
„Anima Reykjavík mun sýna
hingað til óséðar myndir á opin-
berum vettvangi og reyna að gera
þessari vanmetnu listgrein hærra
undir höfði. Andrúmsloftið sem
ríkja mun í MÍR þetta kvöld verð-
ur ekki síðra og mikið lagt upp úr
sjónrænni sem og huglægri upp-
lifun,“ segir í tilkynningu frá Bíó
Reykjavík.
Sunnudagsbíó
á Sirkus
Annar viðburður sem félagið
stendur fyrir er svokallað Sunnu-
dagsbíó á Sirkus, sem er haldið
vikulega. Á morgun verða sýndar
kvikmyndir Orson Welles, Borg-
ari Kane (Citizen Kane) frá árinu
1941og F fyrir falsað (F for Fake)
frá 1975.
Sirkus er á horni Laugavegar
og Klapparstígs og hefst dag-
skráin klukkan 19.30 og stendur
til miðnættis.
Á báða ofantalda viðburði eru
allir velkomnir og er aðgangur
ókeypis á meðan húsrúm leyfir.
Bíó Reykjavík með dagskrá um helgina
Borgari Kane eftir Orson Welles skipar
sér iðulega í hóp bestu mynda sögunnar á
listum kvikmyndagagnrýnenda.
TENGLAR
...............................................
www.bioreykjavik.com
Hreyfimyndatækni og Orson Welles
DAGBLAÐIÐ New York Times
mælti sérstaklega með tónleikum ís-
lensku sveitarinnar Sigur Rósar
sem fram fóru á hinum margfræga
stað Radio City Music Hall í New
York á föstudagskvöld.
Blaðið segir tónlist Sigur Rósar
vera nýja útgáfu af „sækadelíu“
sveita á borð við Pink Floyd. Bendir
það á að tilbúna tungumálið sem Jón
Þór Birgisson söngvari notast við
gefi einungis betra tækifæri til að
fylgjast með stígandi tónlistarinnar.
Með Sigur Rós á tónleikum leikur
strengjakvartettinn Amina og
hljómsveitin The Album Leaf hitar
upp.
New York Times mælir með Sigur Rós
Tónleikar í
Radio City
Vesturfarar: Sigur Rós.
Sýnd kl. 2 og 4.
Óskarsverðlaunaleikarnir
Nicolas Cage og Meryl
Streep fara á kostum í
myndinni. Frá höfundum
og leikstjóra „Being John
Malkovich“.
SV MBL HK DV
HJ MBL
SG Rás 2
Radio X
Kvikmyndir.com
ÓHT Rás 2
HK DV
Radio X
ÞÞ Frétta-
blaðið
Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 14. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
Sýnd kl. 2, 4, 8 og 10.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. B.i. 12.
7 Bestamyndársins Bestileikstjóri RomanPlanski Besti leikari íaðalhlutverki: AdrianBrody
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
Sýnd kl. 2.
Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal.Sýnd kl. 3.45.
Radíó X
H.K. DV
1/2 HL Mbl
Kvikmyndir.is
1/2 Kvikmyndir.com
Frítt í bíó fyrir 67 ára og eldri
Sýnd kl. 8 og 10.30. / Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. / Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12.
ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI
Ögrandi mynd sem hefur fengið lof gagnrýnenda um
allan heim með þeim Edward Norton (Fight Club,
American HistoryX), BarryPepper (Saving Private
Ryan, GreenMile) og Philip Seymour Hoffman (Red
Dragon, Boogie Nights)
Ef þú ættir 1 dag eftir sem frjáls maður..
gætir þú gjörbreytt lífi þínu?
Sýnd kl. 6 og 8.
1/2 HL Mbl
1/2
Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
SV MBL
Kvikmyndir.is
Frábær
skemmtun fyrir
alla fjölskylduna.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8
SG DV
ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI
Kvikmyndir.is
KEFLAVÍK
Tilnefningar til
Óskarsverðlauna,
þ.á.m. besta mynd
og besti leikstjóri
10
HJ MBL
RADIO X
Kvikmyndir.com
SG DV
ÓHT RÁS 2
SV MBL
Sýnd kl. 2, 4 og 6. / Sýnd kl. 2, 3, 4 og 5. / Sýnd kl. 2 og 4.
Með hinum rauðhærða
Rupert Grint sem
leikur Ron Weasley í
HARRY POTTER
myndunum