Morgunblaðið - 28.03.2003, Side 20

Morgunblaðið - 28.03.2003, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ „Drottinn minn, nú er komið að dauðastundinni“ Charles Horgan, særður bandarískur hermaður STRÍÐ Í ÍRAK GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, hétu því í gær að her- ir þeirra yrðu í Írak uns tekist hefði að steypa Saddam Hussein Íraksforseta af stóli. Þeir voru ennfremur sammála um hlutverk Samein- uðu þjóðanna í Írak að stríðinu loknu. „Markmið okkar er aðeins eitt – sig- ur,“ sagði Bush. Blair tók undir orð forsetans og sagði að markmið banda- manna réðust ekki af tímaáætlun heldur því, hvers eðlis verk- ið væri sem þyrfti að vinna. Á sameiginlegum blaðamannafundi í bústað Bush í Camp David í Maryland kröfðust forsetinn og forsætisráðherrann þess ennfremur að olíu- og mataráætlun Sameinuðu þjóðanna yrði framfylgt aftur án tafar. Samkvæmt henni mega Írakar selja ótakmarkað magn af olíu gegn því að tekjurnar renni óskertar til kaupa á matvælum, lyfjum og öðrum neyðargögnum fyrir írösku þjóðina. Áætluninni var fyrst hrint í framkvæmd 1996, og um 60% írösku þjóðarinnar reiða sig á hana til framfærslu. Báðir leiðtogarnir drógu upp jákvæða mynd af þeim árangri sem náðst hefði á fyrstu viku stríðsins. „Saman hafa herir bandamanna sótt fram gegn óvin- inum, dag frá degi, statt og stöð- ugt,“ sagði Bush. Hvorugur vildi segja til um hvenær stríðinu lyki. Bush var spurður hvort hann teldi það myndi taka vikur eða mánuði og sagði hann það ráðast af því hversu langan tíma tæki að vinna sigur. „Hversu langan tíma það tekur að ná markmiðinu. Þetta snýst ekki um tíma, þetta snýst um sigur.“ Á fréttamannafundinum svör- uðu Blair og Bush spurningum um skort á stuðningi frá hefð- bundnum bandalagsþjóðum Bandaríkjamanna og Breta. Blair sagði að þótt „sumir séu á móti okkur“ væri hann „sannfærður um að við séum að breyta rétt, ég efast ekki um að málstaður okkar sé réttur“. Bush sagði: „Við eig- um marga vestræna bandamenn. Ég get látið ykkur fá lista.“ Munu æskja nýrra ályktana Sameinuðu þjóðanna Blair sagði að hann og Bush hefðu ákveðið að fara fram á nýj- ar ályktanir Sameinuðu þjóðanna um neyðaraðstoð, stjórn Íraks að stríði loknu og loforð um að landamærum Íraks yrði haldið óbreyttum. En Blair og Bush virtust ekki alveg á einu máli um hversu víð- tæku hlutverki Sameinuðu þjóð- irnar ættu að gegna í stjórn Íraks eftir stríðið. Hefur Blair viljað hlut SÞ heldur stærri en Bush hefur viljað. „Sameinuðu þjóðirnar hljóta að verða að gegna stóru hlutverki,“ sagði Blair. Hann sagði að þeir Bush væru sammála „í grundvall- aratriðum“, en enn ætti eftir að ræða „fjölmörg smáatriði við bandamenn okkar“ um hvernig framkvæmdum yrði nákvæmlega háttað. Reuters Tony Blair og George W. Bush mæta til fréttamannafundar í Camp David í gær. „Markmið okkar er aðeins eitt – sigur“ Bush og Blair sammála um gang stríðsins en ekki um stjórnun Íraks að því loknu Thurmont í Maryland. AP. BANDARÍSKIR hermenn, sem særzt hafa í bardögum í Írak og liggja nú á hersjúkrahúsi í Þýzka- landi, tjáðu fjölmiðlum í gær að það hefði komið þeim á óvart hve harða mótstöðu Írakar sýndu innrásarher bandamanna. Á þriðja tug særðra bandarískra hermanna hafa síðustu daga verið fluttir á sjúkrahús í Þýzkalandi, þar sem hlúð er að sárum þeirra unz þeir geta flutzt á sjúkrahús vest- anhafs. Liðþjálfinn Chalres Horgan særðist illa á fæti er herflokkur hans varð fyrir árás Íraka við brú yfir Efrat-fljót við borgina Nas- iriyah. Horgan sagði frá því í gær, að hann og félagar hans hefðu haft það verkefni að fara að einni brúnni yfir Efrat, þar sem hópur óeinkennisklæddra Íraka var fyrir. „Það var eitthvað einkennilegt við þá. Þeir virtust taugaveiklaðir,“ sagði Horgan, sem var í skyttu- hlutverkinu við vélbyssuna á palli herjeppans. „Einn hélt á riffli, svo að ég sneri hlaupinu í átt að honum. Þá heyrði ég háværan hvin og hugsaði með mér: „Drottinn minn, nú er komið að dauðastundinni“. Augnabliki síðar þeytti sprengingin mér af jeppanum.“ Önnur sprengi- flaug, sem skotið var úr sprengju- vörpu að þeim, geigaði. Félagi Horgans, Jamie Villafane, var við stýrið á jeppanum. Hann slasaðist illa á vinstri handlegg. Hann sagðist hafa komizt út úr bíl- flakinu og hlaupið á eftir hinum borgaralega klæddu mönnum við brúna, með herriffil sinn í skot- stöðu. „Ég náði einum náunga sem kastaði strax frá sér byssunni … Hinir þrír komu síðan og ég sá að þeir voru allir skelfdir,“ sagði Villafane. „Þeir köstuðu frá sér byssunum. Þeir voru íklæddir bed- úínabúningum.“ Innanundir bedúínaklæðunum voru Írakarnir hins vegar í hermannabúningum. Staðfestu særðu hermennirnir þar með frásagnir af því að íraskir hermenn hefðu ítrekað dulbúizt sem óbreyttir borgarar til að geta betur komið liðsmönnum innrásar- hersins að óvörum. Í slíkum árásum á herflutningalestir bandamanna eru Írakar sagðir hafa fellt 10 bandaríska landgönguliða við Nasiriyah á undanförnum sólar- hringum og tekið að minnsta kosti tólf til fanga. „Íraskir hermenn verjast dulbúnir“ Reuters Bandarískur hermaður aðstoðar liðþjálfann Charles Horgan er hann bjóst til að ræða við blaðamenn á sjúkrahúsi í Landstuhl í SV-Þýzkalandi í gær. Særðir bandarísk- ir hermenn greina frá reynslu sinni                          ! "        #   $%%&   )* )+   &62."7.8, 8 6998: 694483 -.#   0  /(. (1  ('2 %/34 #1/% , .   . 0/  (5   % ( .(  2/0,6 )  3 6,%  ( 77 7 , %.,, (  8 02 3),6  )   ./9:; .  #(( /3 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.