Morgunblaðið - 01.04.2003, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.04.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÖRÐ ORRUSTA Landhersveitir Bandaríkjamanna og liðsafli Íraka háðu í gær harða orrustu í bænum Hindiya á bakka Efrat-fljóts um 80 km suður af höf- uðborginni Bagdad. Fregnir af bar- dögum svo nærri höfuðborginni hafa ekki borist fyrr frá því að stríðið hófst í Írak. Óttast um hundruð manna Óttast er að mörg hundruð manns kunni að hafa farist er mikil aur- skriða féll á afskekktan námabæ í norðurhluta Bólivíu í gær. Talið er að um 400 íbúðarhús hafi eyðilagst í skriðunni. Í gærkvöldi var staðfest að fjórir hefðu látist en yfirvöld óttast að fórnarlömbin reynist margfalt fleiri þegar björgunarstarf hefst. VG vill endurskoðun skatta Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð (VG) leggur áherslu á endur- skoðun skattkerfisins í þeim tilgangi að létta skattbyrði af láglauna- og millitekjuhópum. VG kynnti mál- efnaáherslur sínar á blaðamanna- fundi í gær og sagði að markmið flokksins væri að fella ríkisstjórnina og að stjórnarandstaðan myndaði velferðarstjórn að loknum kosn- ingum. Rússneska sendiráðið opnað Rússneska sendiráðið opnaði sendiráðsskrifstofu sína á Túngötu 24 í Reykjavík í gær eftir gagngerar endurbætur. Húsnæðið þjónaði áður sem viðskiptaskrifstofa Rússa hér á landi en verður eftir opnunina nýtt sem ræðismannsskrifstofa sendi- ráðsins. Slysagildrum eytt Slysagildrum á hringveginum um Norðurárdal við Öxnadalsheiði verð- ur eytt fyrir 720 milljónir króna með lagningu nýs vegar sem styttir hringveginn um 400 metra. Með því hverfa miklar slysagildrur, s.s. fjór- ar einbreiðar brýr, mjór vegur, blindhæðir og -beygjur. Hefja á framkvæmdir við nýja veginn á næsta ári og er reiknað með 440 milljónum króna í hann árin 2003 til 2006. Þriðjudagur 1. apríl 2003 Prentsmiðja Morgunblaðsins blað B – fyrir þína hönd Kynntu þér víðtæka þjónustu okkar á sviði lífeyrismála hjá ráðgjöfum okkar í Ármúla 13, í síma 515 1500 eða á Lífeyrisvef Kaupþings, www.kaupthing.is/lifeyrir. Einnig getur þú fengið ráðgjafa heim þegar þér hentar. Við nýtum færin í þína þágu við ávöxtun lífeyrissparnaðar Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Lóðirfjöl- býlishúsa Skipulagning og kostnaðarskipting 12 Samtök aldraðra Austur- stræti22 Nær 300 íbúðir fyrir aldraða 30 Þekkt hús í miðborginni 38                          !"# $%" &!$'  ( "                 )!* + ,$ -               !"!#$! % " #$       &'( )*+ &'(  ) *+  , "% +.   /01 "/21  /334 -%.$/#$ %"/++% 01%23+ 456#0!+ (1+1/7+ !+ 8+ 23+ '%" 9+ "  :$+; % ":$+; $!+%.+  :$+; % ":$+;       5"&!$'  # (  (%<) "%"+$ +$ 1+=""+)>>>1+ "    ?" /@+AB * * * * ! ! ! !", #$      67   "8/& 9 /@AB   0/: / : /; /< 2 / 0=3 /1<;; 04>< 00 /?=>? /;>4 6+B  @ + &A  $"1  &/:1 "431  /334 8%"+#$! &" %""+   %     ""                            "  1 " 1  KAFFI Reykjavík, rekstur og fast- eign eru nú til sölu hjá fasteignasöl- unni Miðborg. Húsið er timburhús, kjallari, tvær hæðir og ris, alls 1.314 ferm. „Það er í góðu ásigkomulagi og hefur fengið gott viðhald,“ segir Þorlákur Ómar Einarsson hjá Mið- borg. „Í húsinu er rekinn landsþekktur veitingastaður, Kaffi Reykjavík, sem fylgir með í kaupunum. Húsið er á bezta stað í hjarta Reykjavíkur. Það liggur vel við bæði gangandi umferð og bílaumferð.“ Veitingarekstur er í kjallara, á allri fyrstu hæð og hluta annarrar hæðar. Einnig er á annarri hæð og í risi gott skrifstofuhúsnæði, sem auð- velt er að nýta sér með aðkomu í gegnum stigahús, sem snýr að Tryggvagötu. Möguleiki er á bygg- ingarrétti á lóð Tryggvagötumegin. Löng og litrík saga Saga þessa húss er samofin sögu Reykjavíkur og það er vafalaust eitt merkasta hús borgarinnar. Það var reist við norðurenda Aðalstrætis ár- ið 1863 og var þá kallað Bryggju- húsið, en það stóð við enda bryggj- unnar og dró nafn sitt af henni. Húsið í núverandi mynd er samt all- mikið breytt. Það var C. P. A. Koch sem lét byggja húsið, en hann var atkvæða- mikill útgerðarmaður og einn af eig- endum Sameinaða gufuskipafélags- ins, sem hafði skip í förum til Íslands. Með skipum þess var póst- ur fluttur frá og til landsins ásamt öðrum varningi. Það skilyrði fylgdi leyfi fyrir byggingunni, að opinn gangur væri í gegnum húsið að bryggjunni. Um ganginn fóru fyrst og fremst þeir sem erindi áttu þangað, en gang- inum var lokað seint á þriðja tug tuttugustu aldar. Húsið var fyrst einlyft með port- byggðu risi. Yfir ganginum var stór kvistur, sem vísaði út að Aðalstræti. Vegna staðsetningar sinnar varð húsið samkomustaður sjómanna og þeirra sem erindi áttu á bryggjuna. Einnig má segja, að það hafi verið borgarhlið, langflestir sem komu langt að eins og utan af landsbyggð- inni fóru sjóleiðina auk allra þeirra sem komu frá útlöndum eða fóru til útlanda. Meðeigandi C. P. A. Koch varð síðar P. L. Henderson á Vesturgötu 5. Árið 1870 seldu þeir Koch og Henderson Sameinaða gufuskipa- félaginu eignina. Fischerverzlun eignaðist húsið 1880 og var þá bryggjan nefnd Fischerbryggja. Ár- ið 1904 tók Duusverzlun við eigninni og bryggjunni, sem þá var farið að kalla Duusbryggju. Árið 1907 var gerð einlyft bygg- ing austan við húsið en áföst því, byggð úr timbri með lágu risi, teikn- uð af Einari Erlendssyni. Það hús var notað sem pakkhús. Ári seinna var gerð breyting á þakinu og sett á það hátt valmaþak með turni upp úr og um leið voru bogadregnir kvistir gerðir á þakið og einnig á þak Bryggjuhússins. Húsið hækkað Árið 1927 keyptu Natan & Olsen húsið af H. P. Duus og ári síðar var það hækkað og gert tvílyft. Líklegt er, að þá hafi ganginum í gegnum húsið verið lokað. Pakkhúsið var hækkað árið 1938 og þessi tvö hús gerð að einu húsi. Húsið skipti síðan þó nokkrum sinnum um eigendur og var lengi notað til ýmiss konar verzlunar- reksturs. Þar var áfengisverzlun ríkisins, heildsala, skrifstofur, vefn- aðarvöruverzlun, verzlunin Álafoss og blaðaútgáfa. Húseign og rekstur Kaffi Reykja- víkur við Vesturgötu 2 til sölu Morgunblaðið/Jim Smart Húsið er timburhús, kjallari, tvær hæðir og ris og alls 1.314 ferm. Það er í góðu ástandi. Ásett verð er 205 millj. kr. Möguleiki er á að selja saman hús og rekst- ur eða hvort í sínu lagi, en húsið er til sölu hjá Miðborg. Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 12/15 Minningar 40/43 Erlent 16/19 Bréf 48 Höfuðborgin 20 Dagbók 50/51 Akureyri 21 Hestar 39 Suðurnes 22 Sport 46/47 Landið 23 Fólk 48/53 Neytendur 24 Bíó 50/53 Listir 25/27 Ljósvakar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * TVEIR menn á fertugsaldri voru dæmdir í 45 og 120 daga fangelsi í gær í Héraðsdómi Reykjaness fyrir kannabisræktun í bílskúr í Kópavogi. Lögreglan lagði hald á 51 plöntu og 675 grömm af kannabislaufum í bíl- skúrnum í febrúar í fyrra. Aukinheldur hafði sá er þyngri dóminn hlaut 143 grömm af kannabis- laufum og 31 gramm af amfetamíni á heimili sínu sama dag. Fullnustu refs- ingar var frestað um þrjú ár og fellur hún niður að þeim tíma liðnum haldi þeir skilorðið. Þorgeir Ingi Njálsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Lög- maður þess sem vægari dóminn hlaut var Ólafur Sigurgeirsson hrl. Lög- maður meðákærða var Jón Magnús- son hrl. Málið sótti Sigríður Elsa Kjartansdóttir sýslumannsfulltrúi. Fangelsi fyrir kanna- bisræktun FLUGSLYSIÐ á Miðfellsmúla mun ekki hafa áhrif á starfsemi Flugskóla Íslands hf., sem leigði flugvélina sem brotlenti á fjallinu með kennara og nema innanborðs. Baldvin Birgisson, skólastjóri Flugskóla Íslands, segir að beðið verði niðurstöðu Rannsóknanefnd- ar flugslysa. Hann segist feginn því hversu vel flugmennirnir sluppu frá slysinu miðað við aðstæður. Hins vegar mun flugkennsla í skól- anum halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. „Starfsemi skólans byggist á ströngum og vel ígrunduðum reglum. Nú bíðum við eftir skýrslu RNF og hvort breyta þurfi ein- hverju í starfsemi skólans á grund- velli hennar. Það er t.d. ekkert sem kallar á frekara viðhald á sams konar kennsluflugvélum að svo stöddu enda sæta þær ströngu við- haldi og jafnvel strangara en þurfa þykir.“ Slysið á föstudag er hið fyrsta í fimm ára sögu Flugskóla Íslands. Flugkennarinn hefur starfað við skólann um nokkurra ára skeið og á að baki farsælan feril þar að sögn Baldvins. Líðan flugmannanna er eftir at- vikum góð. Þeir hafa verið færðir af skurðdeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss og liggja nú á bruna- og lýtalækningadeild spítalans. Afleiðingar flugslyssins í Hvalfirði Hefur ekki áhrif á flugkennslu UM 120 unglingar í Hlíðahverfi hafa undanfarnar vikur lítið sést heima hjá sér. Ástæðan er að þeir verja öllum sínum tíma í skólanum. Það er þó ekki stærðfræði og danska sem dregur krakkana að skólahúsinu heldur tveggja tíma leiksýning sem gengur fyrir fullu húsi hjá þeim um þessar mundir. Sýningin heitir Blokk númer 7 og er afrakstur vinnu ungmennanna með kennara sínum og leikstjóra, Önnu Flosadóttur, en um 80% nem- enda í 8., 9. og 10. bekk Hlíðaskóla taka þátt í henni. Af 117 nemendum eru hvorki meira né minna en 92 leikarar en nemendur sjá einnig um allt annað sem viðkemur sýning- unni, allt frá leikrituninni sjálfri að lýsingu, leikmynd, leikmunum, búningum og svo mætti lengi telja. „Við setjum upp svona leikrit á þriggja ára fresti því viðmiðið er að krakkarnir fái að taka einu sinni þátt í stórri sýningu á meðan þeir eru í unglingadeildinni,“ segir Anna. Og það er víst óhætt að tala um stóra sýningu í þessu sambandi því hún er ekki aðeins mannmörg heldur tekur hvorki meira né minna en rúma tvo tíma í flutningi. Leikritið sjálft gerist á tveimur sólarhringum í fjölbýlishúsi, „senni- lega einhvers staðar í Hlíðunum“, upplýsir Anna og fá áhorfendur að fylgjast með draumum og ástríðum fólksins í húsinu. Hún segir að und- irbúningurinn að sýningunni hafi staðið síðan fyrir áramót. Sem fyrr segir skrifuðu nemendurnir sjálfir leikritið en hver leikarahópur, hvort sem hann er í hlutverki fjöl- skyldu, katta eða sorphreins- unarmanna, skrifaði eigin senu eft- ir grófri sögugrind sem lögð var fram í upphafi leikritunarinnar. Að því loknu tóku æfingar við. Góð innsýn í „bransann“ Meðal þeirra sem taka þátt í sýn- ingunni eru Ármann Davíð Sigurðs- son, Arna Sigríður Ásgeirsdóttir, Erna Halldórsdóttir, Freysteinn Oddsson, Rósa Björk Þórólfsdóttir og Sigurður Björnsson. Þau eru á einu máli um að það sé ákaflega lærdómsríkt að taka þátt í sýningu sem þessari. „Maður fær svo góða innsýn í þennan bransa og fær að prófa hæfileika sína á ýmsum svið- um eins og í dansi, söng og leik,“ segir Arna og Rósa tekur undir það. „Maður kynnist líka fólki mjög vel og er kannski að tala við krakka sem manni hefði aldrei dottið í hug að segja orð við áður.“ Þau viðurkenna að ansi mikill tími hafi farið í verkefnið að und- anförnu og Anna staðfestir það. „Þau eru hreinlega búin að búa hérna síðustu tvær vikur,“ segir hún með áherslu. „Þau hafa mætt í skólann klukkan átta á morgnana, æfingar hafa hafist um leið og skól- inn er búinn og staðið til klukkan 11 á kvöldin auk þess sem helg- arnar hafa verið notaðar.“ Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa því þremur sýn- ingum er lokið sem gengu fyrir fullu húsi. Næstu sýningar verða í kvöld og á miðvikudag og gengur sala miða vonum framar. Síðasta sýningin sem ákveðin hefur verið verður svo á föstudag „nema að- sóknin verði það mikil“, segir Anna með glampa í augum. „En ætli við ljúkum þessu ekki fyrir páska!“ Í blíðu og stríðu í Blokk númer 7 Morgunblaðið/Jim Smart Þau hafa búið í Hlíðaskóla síðustu vikur ásamt fleirum: Aftari röð f.v.: Anna Flosadóttir, kennari og leikstjóri, Ármann Davíð Sigurðsson, Frey- steinn Oddsson og Sigurður Björnsson. Fremri röð: Rósa Björk Þórólfs- dóttir, Arna Sigríður Ásgeirsdóttir og Erna Halldórsdóttir. Morgunblaðið/Sverrir Kjaftakerlingarnar í blokkinni kvarta við húsvörðinn yfir nágrönnunum. F.v. Gígja Hólmgeirsdóttir, Birgir Torfi Bjarnason og Hera Hilmarsdóttir. RÚSSNESKA sendiráðið opnaði sendiráðsskrifstofu sína á Túngötu 24 í Reykjavík í gær eftir gagngerar endurbætur. Húsnæðið þjónaði áður sem við- skiptaskrifstofa Rússa hér á landi en verður eftir opnunina nýtt sem ræðismannsskrifstofa sendiráðs- ins. Hún sinnir samskiptum við almenning, t.d. þeg- ar sótt er um vegabréfsáritanir eða leitað eftir upp- lýsingum frá sendiráðinu. Við sama tækifæri var Guðbrandur Sigurðsson, ræðismaður Rússlands á Akureyri, sæmdur heið- ursmerki rússnesku utanríkisþjónustunnar en hann hefur sinnt embætti ræðismanns síðastliðin þrjú ár. Guðbrandur sagði að athöfnin hefði verið afar ánægjuleg en um er að ræða orðu sem var gefin út í tilefni af 200 ára afmæli rússneska utanríkisráðu- neytisins á síðasta ári. „Ráðuneytið veitir starfs- mönnum sínum og þeim sem hafa aðstoðað þá eins og heiðurskonsúlum þessa orðu,“ sagði hann. Hér sæmir Aleksander Aleksandrovich Rannikh, sendi- herra Rússa á Íslandi, Guðbrand orðunni. Sæmdur heiðursmerki rússnesku utanríkisþjónustunnar Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.