Morgunblaðið - 01.04.2003, Side 17

Morgunblaðið - 01.04.2003, Side 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 17 Stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands, sem hefur eignast meira en 9/10 hluta af hlutafé í Útgerð- arfélagi Akureyringa hf., og stjórn Útgerðarfélags Akureyringa hf., hafa á grundvelli 24. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 tekið ákvörðun um innlausn hluta í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Félögin hafa falið LOGOS lögmannsþjónustu að annast innlausn hlutafjárins. Samkvæmt hlutafélagalögum skal tilkynning um innlausn birt með sama hætti og aðalfund- arboð. Kveða samþykktir félagsins á um að það skuli gert með auglýsingu í dagblaði eða á annan sannanlegan hátt. Tilkynning mun í dag einnig verða send hluthöfum bréflega á þau heimilisföng sem fram koma í hlutaskrá félagsins. Innlausnarverðið sem byggir á mati KPMG Endurskoðunar hf. miðast við kaupgengið 7,2. Rétt er að vekja athygli á því, að niðurstaða mats KPMG Endurskoðunar hf. sýnir að inn- lausnarverðið er hluthöfum hagstætt. Hér með er skorað á hluthafa Útgerðarfélags Akureyringa hf. að snúa sér til LOGOS lög- mannsþjónustu sem mun annast greiðslu innlausnarverðsins gegn framsali hlutafjárins fyrir 30. apríl 2003. Verði hluthafar ekki við áskorun um framsal er heimilt að greiða innlausnar- verðið á geymslureikning á nafni hluthafa og telst Hf. Eimskipafélag Íslands frá og með þeim tíma eigandi hlutafjárins. Hlutafélagalög mæla svo fyrir um að vakin skuli athygli á því að vilji hluthafar, sem sæta þurfa innlausn, ekki sætta sig við skilmála innlausnarinnar og matsgrundvöll innlausnarverðs- ins, megi hluthafar skjóta því til ákvörðunar matsmanna sem dómkvaddir skulu á heimilis- varnarþingi Útgerðarfélags Akureyringa hf. Ef ákvörðun matsmanna leiðir til hærra innlausn- arverðs en boðið er, gildir það fyrir alla sem sæta verða innlausninni. Kostnað við ákvörðun verðsins greiðir sá sem innlausnarinnar krefst nema dómstóll telji, vegna sérstakra ástæðna, að viðkomandi minnihluti hluthafa skuli að nokkru eða öllu leyti greiða kostnaðinn. Hluthöfum er bent á að snúa sé til LOGOS lögmannsþjónustu í síma 5 400 300 vegna innlausnarinnar eða með tölvupósti á netfangið sigridurk@logos.is. f.h. Hf. Eimskipafélags Íslands og Útgerðarfélags Akureyrar Hf. Pétur Guðmundarson hrl. TILKYNNING UM INNLAUSN HLUTABRÉFA Í ÚTGERÐARFÉLAGI AKUREYRINGA HF. Til hluthafa í Útgerðarfélagi Akureyringa hf.              Heimsóttu íraska stríðsfanga Genf. AFP. FULLTRÚAR alþjóða Rauða krossins tilkynntu í gær að þeir væru byrjaðir að heimsækja íraska stríðsfanga sem bandarísk- ar og breskar hersveitir hafa tek- ið til fanga frá því að stríðið í Írak hófst fyrir þrettán dögum. Fimmtán manna hópur á veg- um Rauða krossins fór í gær í fangabúðir við Umm Qasr í Suð- ur-Írak, að því er fram kom í yf- irlýsingu frá höfuðstöðvum sam- takanna í Genf, en þar hafa bandamenn í haldi um 3.000 íraska stríðsfanga. Aðbúnaður skoðaður Markmið heimsókna sem þess- ara er skv. Genfar-samningunum að skoða aðbúnað stríðsfanga og taka við skilaboðum frá þeim til náinna ættingja. Rauði krossinn hefur farið fram á það við írösk stjórnvöld að fulltrúum samtakanna verði veittur aðgangur að stríðsföngum sem Írakar hafa í haldi, en eng- um sögum fer enn af viðbrögðum yfirvalda í Bagdad. Reuters Ung írösk stúlka gægist út um rifu á bárujárnsgirðingu í Umm Qasr í gær. HERSKÁ íslömsk hreyfing í Norður-Írak, Ansar al-Islam, sem bandarísk stjórnvöld segja að tengist hryðjuverkasamtök- unum al-Qaeda, kvaðst í gær hafa safnað liði aftur og vera að undirbúa sjálfsmorðsárásir á hermenn innrásarliðsins í Írak. Daginn áður var skýrt frá því að bandarískir hermenn og sveitir íraskra Kúrda hefðu náð á sitt vald búðum Ansar al-Islam í norðaustanverðu landinu þar sem bandarískir embættismenn segja að liðsmenn al-Qaeda hafi átt athvarf. Ansar al-Islam sagði í yfirlýs- ingu á vefsíðu róttækra íslam- ista í gær að „innrásarlið kross- faranna“ hefði gert loftárásir á stöðvar hreyfingarinnar í Norð- ur-Írak og hún hefði því „ákveð- ið að flytja búðir mújahedínanna [heilögu stríðsmannanna] á aðra staði til að þeir yrðu ekki fyrir loftárásum“. Í yfirlýsingunni kemur enn- fremur fram að „emír Ansar al- Islam í Kúrdistan“, Abu Abdul- lah al-Shafei, hafi boðað „písl- arvættisaðgerðir“, þ.e. sjálfs- morðsárásir, á bandaríska og breska hermenn í Írak. Yfir 300 liðsmenn hreyfingarinnar hafi þegar lofað að fórna lífi sínu. Segjast telja að um sé að ræða lík al-Qaeda-liða Richard Myers hershöfðingi, formaður bandaríska herráðs- ins, sagði á sunnudag að banda- rískir hermenn og sveitir Kúrda hefðu náð á sitt vald búðum Ansar í norðaustanverðu Írak. „Nokkur líkanna sem við höfum fundið þar eru ekki lík Íraka eða Írana,“ sagði Myers. „Við vitum það ekki fyrir víst en lík- lega eru þetta lík liðsmanna al- Qaeda.“ Talið er að Ansar al-Islam (Stuðningsmenn íslam) hafi staðið fyrir sjálfsmorðsárás sem varð áströlskum blaðamanni að bana í Norður-Írak 22. mars. Fjórir bandarískir hermenn létu einnig lífið í sjálfsmorðsárás Íraka við bæinn Najaf í Suður- Írak á laugardaginn var. Segja búðir al-Qaeda herteknar Herská hreyfing íslamista í N-Írak hótar sjálfsmorðsárásum Dubai, Washington. AFP. Skutu úr sjúkrabíl Suður-Írak. AFP. ÞRÍR bandarískir hermenn særðust í gær, þar af einn alvarlega, þegar íraskir hermenn skutu á þá úr sjúkrabifreið sem merkt var Rauða hálfmánanum. Heimildir AFP-fréttastofunnar hermdu að hermennirnir hefðu orðið fyrir skothríð er þeir nálguðust sjúkrabifreiðina skammt fyrir utan borgina Nasiriya. Rauði hálf- máninn, hin múslímsku systursamtök Rauða krossins, hefur dreift hjálpargögn- um til nauðstaddra íbúa í Suður-Írak. Bandamenn hafa ítrekað greint frá því að þeir hafi orðið fyrir árásum íraskra her- manna sem klæðist borgaralegum fatnaði auk þess sem liðsmenn „Píslarvottasveita“ Saddams Husseins iðki að skýla sér á bak við óbreytta borgara. Óttast eyðileggingu fornminja Moskvu. AFP. MIKHAÍL Shvydkoí, menningar- málaráðherra Rússlands, varaði í gær við eyðileggingu fornra minja í Írak og af- henti bandaríska sendiherranum í Moskvu lista yfir fornminjasvæði, sem hætta steðjar að í Íraksstríðinu. „Þessar fornminjar tilheyra mannkyni öllu, ekki aðeins Írökum, og við höfum áhyggjur af þeim,“ sagði Shvydkoí í við- tali við ITAR-TASS-fréttastofuna. Á list- anum eru til dæmis rústir Babýlonborg- ar, ýmis listaverk og áletranir, assýrískar og súmerískar hallir og hinar fornu borg- ir Úr, Úruq, Lagash, Nippúr og Bagdad. Talið er, að fyrstu borgirnar hafi risið í Mesópótamíu, Landinu á milli fljótanna, fyrir um 6.000 árum. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.