Morgunblaðið - 01.04.2003, Side 19

Morgunblaðið - 01.04.2003, Side 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 19 AFMÆLISTILBOÐ: Dotte bolur................................................ 490,- Mingus singlet .......................................... 490,- Cut tank bolur........................................... 790,- Marina blússa ........................................... 790,- Vella ls bolur ............................................. 790,- Mingus ls bolur ......................................... 790,- Ocean bolur .............................................. 790,- Ellis bolur .................................................. 790,- Gitta skyrta ............................................... 990,- Parrot bolur ...............................................990,- Verdi skyrta .............................................. 990,- Verdi 3/4 skyrta ........................................ 990,- Mose bolur................................................ 990,- Cinema 3/4 ............................................... 990,- Boom peysa ............................................. 990,- Thailand buxur....................................... 1.490,- Frieze ls bolur .........................................1.490,- Kur jakkapeysa .......................................1.490,- Sne gallapils ...........................................1.790,- Brenda peysa..........................................1.790,- Africa jakki ..............................................1.990,- Blue gallabuxur.......................................1.990,- Auto delta gallabuxur .............................2.990,- Kringlunni, Smáralind og Laugavegi Navy peysur + String buxur sett .......................................................... 1.490,- Fruit peysur + Intense buxur sett ......................................................... 1.490,- Bister buxur + Spot síðerma bolir ........................................................ 1.990,- Xara buxur + Golf síðerma bolir sett .................................................... 1.990,- Wrap buxur + Billy jakkapeysur sett .................................................... 2.990,- Calibra buxur + Fiat síðerma bolir sett................................................. 2.990,- Snor skyrtur......................................................................... 990,- Base peysur ..................................................................... 1.490,- Metalic langermabolir....................................................... 1.490,- Garn langermabolir .......................................................... 1.490,- Entro langermabolir.......................................................... 1.490,- Print canvas buxur ........................................................... 2.990,- Miles 98 gallabuxur .......................................................... 3.990,- Joseph flauelsbuxur ......................................................... 4.490,- Atlas bolur ........................................... 490,- Promotion bolur .................................. 790,- Washed bolur ...................................... 790,- Fitteen bolur ........................................ 790,- Lock o-peysa ...................................... 990,- Jamica buxur.................................... 1.490,- Jaffa tunic......................................... 1.490,- Dicon buxur...................................... 1.490,- Terra v-peysa ................................... 1.990,- Poem jakkapeysa............................. 1.990,- Kringlunni og Smáralind Kringlunni og Smáralind Smáralind 10 ÁRA Cut bolur 790,- MEIRA en 600 fórnarlömb fjöldamorð- anna í Srebrenica í Bosníu voru borin til grafar í gær, næstum átta árum eftir þessi mestu grimmdarverk í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Meira en 10.000 manns voru við athöfn- ina í gær þegar líkamsleifar 600 karla og drengja voru jarðsettar í Potocari, skammt frá Srebrenica, en þær höfðu áð- ur verið í einni fjöldagröf. „Megi sorgin breytast í von, megi hefndin birtast í réttlæti, megi tár mæðr- anna breytast í bænir um, að aldrei verði aftur Srebrenica,“ sagði Mustafa Ceric, leiðtogi Bosníumúslima. Talið er, að meira en 7.000 karlar og drengir hafi verið myrtir eftir að Serbar réðust inn í Srebrenica 11. júlí árið 1995. „Þótt ég sé döpur þá er mér samt dálít- ið hugarhægra. Nú veit ég hvar barnið mitt á að biðja fyrir föður sínum,“ sagði Razija Salihovic, kona á meðal bosnískra múslíma sem voru viðstaddir útförina í gær. AP Leiðtogi múslímska samfélagsins í Bosníu, Mustafa Ceric, fer hér með bæn við útförina í gær. Fórnarlömbin í Srebrenica jarðsett Srebrenica. AFP. Óttast vax- andi átök í Afganistan Kabúl. AFP. VAXANDI líkur virðast á, að talib- anar og íslamskir öfgamenn ætli að blása til sóknar í Afganistan nú með vorinu. Hefur verið mikið um of- beldisverk og skærur í suðaustur- hluta landsins að undanförnu og ný- lega voru 80 talibanar handteknir eftir árás á eina varðstöð stjórn- arhersins. Erlendur starfsmaður Alþjóða Rauða krossins var myrtur við Kandahar í suðurhluta Afganistans í síðustu viku og hefur morðið vakið óhug meðal starfsmanna hjálpar- stofnana. Greip þá stjórnarherinn með aðstoð Bandaríkjamanna til að- gerða og voru þá að minnsta kosti 10 talibanar felldir. Í Helmand-hér- aði var hins vegar setið fyrir tveim- ur bandarískum hermönnum og þeir skotnir. Í Kabúl var tveimur flug- skeytum skotið að aðalstöðvum al- þjóðlega gæsluliðsins án þess þó að valda tjóni. Hvatt til átaka Þetta átti sér stað á sama tíma og talibanaforinginn Mullah Dadullah Akhund skoraði á Afgani að „reka burt innrásarmennina og trúleys- ingjana“ og skipaði sínum mönnum að hefja skærur í landinu. Kvaðst hann tala í nafni andlegs leiðtoga talibana, Mullah Omah, sem fer huldu höfði, og stríðsherrans Gul- buddins Hekmatyars. Raunar eru ekki allir trúaðir á, að talibanar og aðrir öfgamenn séu þess umkomnir að hefja raunveru- legar hernaðaraðgerðir en enginn efast um, að þeir geti valdið usla með skærum og hryðjuverkum. Þess vegna hafa margar hjálpar- stofnanir dregið úr eða hætt starf- semi á varasömustu svæðunum. ♦ ♦ ♦ Írösk efna- vopn falin í Sýrlandi? Jerúsalem. AFP. HUGSANLEGT er, að Írakar hafi falið efna- og lífefnavopn í Sýrlandi. Er það tilgáta hershöfðingja í ísr- aelsku leyniþjónustunni en herir bandamanna hafa ekki fundið nein slík vopn enn sem komið er. Yossi Kupperwasser sagði á fundi með ísraelskri þingnefnd í gær, að hugsanlegt væri, að Sýrlendingar hefðu tekið að sér að fela gereyðing- arvopn Íraka. Það gæti verið skýr- ingin á því, að bandamenn hefðu ekkert fundið í Vestur-Írak þótt þeir hefðu talið, að þar væri eitthvað geymt. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hélt því fram í desember, að ýmislegt benti til, að Írakar hefðu flutt efnavopn sín til Sýrlands og sagði þá, að verið væri að kanna mál- ið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.