Morgunblaðið - 01.04.2003, Page 27

Morgunblaðið - 01.04.2003, Page 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 27 FRÁSÖGN Gamla testamentis- ins af raunum Jobs í samnefndri bók lá til grundvallar nærri 90 mín. löngu orgelverki tékkneska tónskálds- ins Petrs Eben (f. 1929), sem organisti Hvergerðinga, Jörg Sondermann, flutti á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju s.l. sunnudag. Hann mun áður hafa flutt verkið hér eða fyrir nokkrum árum og þá ef að lík- um lætur frumflutt það á Íslandi. Ekki virðist Jobs- bók hafa veitt ýkja mörgum þekktum tón- skáldum innblástur eftir útgefnum verk- um að dæma. Helzt mætti e.t.v. nefna Vaughan Williams, er samdi „Mösku fyrir dans“ um þetta efni 1930. Hvað Eben varðar gæti dvöl hans í Buchenwaldbúðunum á ung- lingsárum hugsanlega hafa aukið áhuga hans á hinum sérkennilega Ritningarkafla, er að formi og stíl minnir á uppalningsþjóðsögu og fjallar um hvers vegna hið illa get- ur hent gott fólk. Verkið var samið 1987 í átta þáttum með yfirskriftum úr Jobs- bók, og mælti tónskáldið svo fyrir að lesa skyldi upp texta þann sem hann leggur sérstaklega út af á undan viðkomandi þætti. Að því loknu las séra Kristján Valur Ing- ólfsson á hverjum stað örstutta út- skýringu Ebens á því hvernig hann nálgaðist textann þegar hann samdi verkið. Lýsa þáttafyrirsagn- irnar orða bezt tilfinningarlegu inntaki þessa risaverks, er hvað stærð og flutningskröfur snertir ætti vel að jafnast á við níþætt orgelverk Messiaens frá 1935, La Nativité du Seigneur. Þættirnir nefnast (I.) Örlög. Hlutskipti, (II.) Trúfesti, (III.) Að meðtaka mót- lætið, (IV.) Þrá eftir dauðanum, (V.) Örvænting og uppgjöf, (VI.) Leyndardómur sköpunarinnar, (VII.) Iðrun og þekking og (VIII.) Laun Guðs. Það væri dul engum ætlandi að rekja jafnlangt og inn- takshlaðið nútímatón- verk í plássrýrum dagblaðsdálki. Nægja verður að segja að Jörg Sondermann lék þetta kröfuharða og úthaldsfreka verk af víða innblásnu öryggi og eftirtektarverðum skýrleika, og kannski ekki nema viðbúið að nýloknu enn meira þrekvirki hans, nefni- lega að flytja öll org- elverk Bachs á 26 tón- leikum á innan við einu ári – og m.a.s. ekki í fyrsta sinn. Verkið var ekki síður kröfuhart við hlustendur. Tónmálið var ósjaldan ágengt, hraðskreitt og krassandi ómstrítt, en gat einnig leikið á strengi dulúðar og lotn- ingar, ófeimið við tilvitnanir í forn- kirkjulega tónarfleifð og jafnvel við púlstengda hrynjandi. Við þessa fyrstu heyrn höfðaði líklega mest til manns IV. þáttur, þar sem passacaglía með Folíu-hryn þróað- ist upp í glæsilega og jafnvel örlítið djassskotna tokkötu en lauk með flosmjúkri regndropakenndri punktamúsík. Hinn afburðaskýrt leikni V. þáttur var þó vart síðri, þrunginn nístandi nánd dauðans. Loks ber að nefna kraftmikinn lokaþáttinn, þar sem hvað mest mæddi á spilaranum þegar fagnaði uppleitri sigurvímu í nærri því tón- ölum gleðidansi, er lauk með afger- andi dúrhljómi vonar og réttlætis. TÓNLIST Hallgrímskirkja Eben: Job. Jörg E. Sondermann, orgel. Upplestur: Kristján Valur Ingólfsson. Sunnudaginn 30. marz kl. 20. ORGELTÓNLEIKAR Drottinn gaf, Drottinn tók … Ríkarður Ö. Pálsson Jörg E. Sondermann Félagsheimilið Gullsmári kl. 20 Hópur áhuga- fólks um bók- menntir boðar til fundar og er markmiðið að stofna til lestr- arfélags eða bók- menntaklúbbs í félagsheimilinu Gullsmára. Fund- urinn fellur undir átaksverkefnið „Ljós í glugga“ sem er á vegum fé- lagsheimilisins. Hrafn Harðarson bókasafnsstjóri kemur á fundinn og kynnir starfsemi Bókasafns Kópa- vogs. Heiðursgestur kvöldsins er Matthías Johannessen skáld og mun hann flytja nokkur ljóð. Bókasafn Kópavogs kl. 19.30 Andri Snær Magnason heldur er- indi með yfirskriftinni 1. apríl Marsbúinn og er það heiti á sam- nefndu ljóð eftir hann. Aðgangur ókeypis. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Matthías Johannessen Í GALLERÍI Fold, Rauðarárstíg 14–16, stendur nú yfir sýningin Út um græna grundu og gefur þar að líta verk Gunnellu – Guðrúnar El- ínar Ólafsdóttur. Gunnella hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga en um verk sín segir hún m.a.: „Íslenska sveitakonan heldur áfram að birtast á strig- anum hjá mér, en nú er hún ekki lengur ein í rólegheitum úti í móa, eins og ég málaði hana oftast áður. Henni hefur leiðst þófið, því nú hef- ur hún kallað til vinkonur sínar og nágrannakonur úr sveitinni.“ Kon- ur Gunnellu eru atorkusamar, baka hnallþórur, planta ógrynni af trjám og blómum og bregða á leik með börnum og barnabörnum. Gunnella segir að hún fari að hafa áhyggjur af heilsufari sínu ef þær fari ekki að slaka á. „Og hvar eru karlmenn- irnir eiginlega? Ég auglýsi eftir þeim hér og nú!“ segir Gunnella. Sýningin stendur til 16. apríl . Gunnella við eitt verka sinna sem er á sýningunni í Galleríi Fold. Atorkusamar konur STOFNFUNDUR landssam- taka íslenskra kvennakóra verður haldinn á laugardag á Grand Hotel Reykjavík. Starfsemi kvennakóra hefur vaxið og dafnað á undanförn- um áratug og eru nú um 25 kvennakórar starfandi á land- inu. Fyrsta landsmót kvenna- kóra var haldið vorið 1992 og síðan hafa verið haldin alls 5 landsmót. Einnig var fyrsta norræna kvennakóramótið haldið hér á landi vorið 2000. Hið nýja landssamband mun m.a. hafa það hlutverk að standa fyrir landsmótum kvennakóra, efla erlend sam- skipti, halda úti vefsíðu með upplýsingum um starfsemi kóranna og vera kórum til ráðuneytis og aðstoðar. Um það bil 1.000 söngkonur syngja í kvennakórum og hafa fjölmennustu kórarnir yfir 100 félaga. Landssam- tök kvenna- kóra stofnuð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.