Morgunblaðið - 01.04.2003, Page 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 35
Mig langar til að
minnast skipsfélaga
míns, Sveinbjörns
Þórs Kristmundsson-
ar, sem nú hefur skil-
að sínu hlutverki
hérna megin grafar.
Okkar kunningskapur
hófst árið 1984 þegar ég réð mig
sem kokk á mb. Jón Bjarnason frá
Hornafirði. Á því skipi var Svenni
stýrimaður. Dáðist ég að dugnaði
stýrimannsins og lipurð við að
standa ölduna og einnig að klöngr-
ast ofan og upp úr lúkarnum og
káetunni, því hann var þéttvaxinn
maður og með gervifót. Þraut-
seigjan var aðdáunarverð, en
Svenni var ákveðinn og harður
SVEINBJÖRN ÞÓR
KRISTMUNDSSON
✝ Sveinbjörn ÞórKristmundsson
fæddist í Reykjavík
4. janúar 1951. Hann
lést 3. mars síðastlið-
inn og var útför hans
gerð frá Kópavogs-
kirkju 19. mars.
nagli.
Við áttum oft
skemmtilegar stundir
á sjónum, eins og
gengur og gerist um
borð í báti við spjall
og gamanmál í lúkar,
brú og á dekki. Við
spöruðum einn mann í
skipshöfn með því að
ég, kokkurinn, væri
einnig á dekki. Við
vorum á snurvoð,
skipshöfnin samhent
og vann vel saman.
Allt gekk slysalaust
fyrir sig um borð þar
til örlögin tóku í taumana.
Í janúar 1985 vorum við búin að
skipta yfir á þorskanet og þá varð
Svenni fyrir miklu áfalli. Verið var
að taka trossu og var Svenni á
spilinu. Ég stóð við úrgreiðslu-
borðið ásamt einum skipsfélaga
okkar til þess að taka við drek-
anum sem átti að fara á lunn-
inguna yfir á bakborða. Þá dundi
ólánið yfir, drekinn kom á fljúg-
andi ferð innfyrir og beint á mig.
Ég slasaðist mikið. Þetta slys varð
mikið áfall fyrir alla í áhöfninni, en
örlögin er ekki hægt að flýja.
Um vorið þegar kom að hum-
arvertíðinni var ég enn óvinnufær
eftir slysið. Sonur minn, sem var
að verða 16 ára, vildi þá fá plássið
mitt um borð í Jóni Bjarnasyni,
sem hann og fékk. Svenni var ekki
alveg sáttur við þá tilhögun í
fyrstu. En þegar hann sá að strák-
urinn var harður og ákveðinn var
honum tekið opnum örmum. Með-
an stráksi var að sjóast var Svenni
hans hægri hönd um borð. Ég vissi
að Svenni var um borð og það væri
alger óþarfi að hafa áhyggjur af
stráknum í svo góðum höndum,
enda ílentist strákur þarna um
borð hjá mínum mönnum. Ég veit
að það hefur farið vel um strákinn
þarna um borð. Ég veit líka að
hann á góðar minningar um
Svenna sem var honum góð fyr-
irmynd. Það hefur verið gott vega-
nesti út í lífið fyrir unglinginn að
kynnast Svenna og hans störfum.
Þrátt fyrir fötlun sína var Svenni
ósérhlífinn maður og hörkudugleg-
ur.
Guð blessi sálu hans.
Hvíldu í friði félagi.
Ásbjörg Emanúels.
Erfidrykkjur
Heimalöguð kaffihlaðborð
Grand Hótel Reykjavík
Sími 514 8000
Elskuleg systir okkar og mágkona,
GUÐRÚN PEDERSEN SUNDET,
lést á heimili sínu í Noregi mánudaginn 24. mars.
Anna Pedersen Ingerbertsen,
Karen Pedersen Nielsen, Arnfin Nielsen,
Jóna Pedersen, Haukur Jónsson,
Nanna Pedersen, Olgeir Olgeirsson,
Vilborg Pedersen, Jósef Tryggvason,
Guðgeir Pedersen, Edda Finnbogadóttir,
Auður Pedersen, Valdimar Jónsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
MAGGÝ HELGA JÓHANNSDÓTTIR,
Kópavogsbraut 1b,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn
29. mars.
Tómas Jónsson,
Sandra Róberts, Helgi Björnsson,
Margrét Tómasdóttir, Arnar Jósefsson,
Sigríður Tómasdóttir, Guðjón Sverrisson,
Jóhann Tómasson, Sigurlaug Sæmundsdóttir,
Helga Tómasdóttir, Ingvi Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
systir,
SIGRÚN DANÍELSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt sunnu-
dagsins 30. mars.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju fimmtu-
daginn 3. apríl kl. 14.00.
Þröstur E. Guðmundsson,
Eðvarð Dan Eðvarðsson,
Víðir Sigrúnarson, Laufey Ásgrímsdóttir,
Gróa Daníelsdóttir,
Guðrún Daníelsdóttir,
Hrefna Daníelsdóttir,
Sigurður Daníelsson,
Halldóra Daníelsdóttir,
Margeir Daníelsson,
Nikolaj Dan Nielsen.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HAUKUR SÆVALDSSON,
Núpalind 2
Kópavogi,
lést á heimili sínu sunnudaginn 30. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Hrafn Hauksson, Ásdís Ósk Bjarnadóttir,
Hulda Hauksdóttir, Jörgen Heiðdal,
Lilja Hrönn Hauksdóttir, Jakob Freyr Jakobsson,
Haukur Örn Hauksson, Loraine Mata
og barnabörn.
Okkar kæri,
GÍSLI ÓLAFUR JAKOBSSON,
lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn laugar-
daginn 29. mars.
Jarðarförin fer fram í Kaupmannahöfn fimmtu-
daginn 3. apríl kl. 13.00.
Johanne Jakobsson,
Jakob Gíslason,
Tómas Gíslason, Mette Nikoline Hede Gíslason,
Nanna Rosa Knipschildt Jürgensen,
Alexander, Gabriel, Tobias,
Sigríður Ásmundsdóttir,
Ásmundur Jakobsson,
Aðalbjörg Jakobsdóttir, Hallgrímur B. Geirsson,
Steinunn S. Jakobsdóttir, Sverrir Hilmarsson.
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Eiginkona mín, móðir og systir okkar,
GUÐRÚN FINNBOGADÓTTIR BEAUBIEN,
lést á heimili sínu Bremerton WA. í Bandaríkjunum laugardaginn 29. mars.
Armand J. Beaubien,
börn og systkini hinnar látnu.
Maðurinn minn,
SIGURÐUR JÓHANNESSON
frá Þorvaldsstöðum,
andaðist laugardaginn 29. mars.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Sturlína Sturludóttir.
AGNAR BÚI ALFREÐSSON,
Hátúni 10B,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 23. mars.
Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu
miðvikudaginn 2. apríl kl. 13.30.
Aðstandendur.
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti eða á disklingi (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um
leið og grein hefur borist). Ef greinin er á
disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Þar sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna frests. Nán-
ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát-
inn einstakling birtist formáli og ein aðal-
grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300
orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50
línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til
þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín-
ur, og votta virðingu án þess að það sé gert
með langri grein. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
Formáli minn-
ingargreina