Morgunblaðið - 01.04.2003, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 01.04.2003, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ          BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í UMRÆÐU á alþingi rétt fyrir þing- lok vegna fátæktar bænda réðst Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum á Steingrím J. Sigfússon og taldi að hann bæri ábyrgð á þessu ástandi vegna gerðar búvörusamnings vorið 1991 sem þáverandi landbúnaðarráð- herra í stjórn Steingríms Her- mannssonar. Ég var persónulega töluvert kunn- ugur Kristni áður en hann gekk á mála hjá Framsókn og fannst þá ekki fara mikið fyrir þekkingu þingmanns- ins á landbúnaðarmálum eða vilja til að bæta hlut bændafólks. Ekki er að sjá að honum hafi farið mikið fram síðan – nema þá í rang- færslum. En það vill til að við erum svo heppin að eiga miklu trúverðugri vitnisburð úr innsta hring Framsókn- arflokksins um Steingrím J. Sigfús- son og verk hans sem landbúnaðar- ráðherra. Í ævisögu Steingríms Hermannsonar, III. bindi, blaðsíðu 296–297, sem út kom árið 2000, segir S.H. orðrétt: „Mér þótti Steingrímur standa sig vel í embætti landbúnaðar- ráðherra. Hann var atorkusamur og iðinn, fylginn sér og tryggur stuðn- ingsmaður landsbyggðarinnar. Að mínu mati tókst Steingrími J. vel að brúa bilið milli sjónarmiða bænda og neytenda. Búvörusamninginn taldi ég skynsamlega málamiðlun, þó hann hafi reynst bændum erfiður þegar fram í sótti.“ Ég hygg að í ljósi þessarar um- sagnar fyrrverandi leiðtoga Fram- sóknarflokksins og forsætisráðherra í umræddri ríkisstjórn, falli ásakanir Kristins H. Gunnarssonar dauðar og ómerkar. Umræddur búvörusamn- ingur var barn síns tíma en „hafi hann reynst bændum erfiður þegar fram í sótti“ vaknar sú spurning á kosninga- vori, hvað ríkisstjórnarflokkarnir, annar í átta ár, hinn í tólf ár, hafi verið að gera til að forða bændum frá þeim kröggum sem nýjar aðstæður og breytt neyslumynstur hafa skapað? Sem sauðfjárbónda er mér full- kunnugt um að vel rekin, afurðahá og skuldlítil bú hanga nú því aðeins á horriminni að annað hjóna, helst bæði, sæki vinnu utan heimilis. Slíka vinnu er ekki alls staðar að fá og því hafa stéttarbræður mínir bæst í hóp ruslatunnufólks á Faxaflóasvæðinu og í biðraðir Rauða krossins og mæðrastyrksnefndar. Vitræna kjarabaráttu með mótaða markaðsaðlögunarstefnu hefur skort hjá ríkisstjórnarhollum Bændasam- tökum. Þau hafa hvatt til stækkunar búa með þeim afleiðingum að við höf- um lent í þeirri offramleiðsludauða- gildru sem nú blasir við alþjóð. Á meðan slær formaðurinn á alla putta sem á fundum benda á aðgerðir og áhyggjur landbúnaðarráðherra virð- ast þær helstar, að hafa ekki komist á nema tvö þorrablót í ár. Það hefur löngum verið á orði haft að þá liði bændafólki verst, þegar báð- ir þeir flokkar, sem eigna sér það, eru saman í ríkisstjórn. Svo hefur nú ver- ið í átta ár og er mál að linni. INDRIÐI AÐALSTEINSSON, sauðfjárbóndi, Skjaldfönn við Djúp. Kristinn veður reyk Frá Indriða Aðalsteinssyni: SNEMMA fór mig að dreyma um að varðveita mb. Baldur KE 97 þegar útgerð hans yrði hætt. Sá draumur er nú að rætast, hann fær „vöggu“ á góðum stað í Keflavík. Allir sem á honum hafa verið og miklu fleiri telja hann þess verðan. Atvik, óviðkomandi rekstrinum á Baldri, ollu því að við seldum hann, þegar við höfðum átt hann í 25 ár. Aflinn þessi ár var að meðaltali um 820 tonn, öllu landað í Keflavík, nema fáeinum tonnum. Aldrei hefur minnsta óhapp hent menn eða bát- inn, öll þau 42 ár, sem liðin eru síðan hann var afhentur í Svíðþjóð, 10. mars 1961. Ég hef talið að Baldur hafi verið fyrsti frambyggði báturinn, byggður eftir íslenskum hugmyndum. Nú hefur Gísli Reynisson í Hafn- arfirði bent á að mb. Björgvin EA 75 hafi verið fyrsti íslenski frambyggði báturinn. Það mun að vísu rétt. Þessi bátur var byggður á Akureyri og skráður 10. jan. 1960. Seldur aftur 6. okt. sama ár. Hann gekk svo kaupum og sölum næstu árin og fór víða um land. Ekki veit ég eftir hvers eða hverra hugmynd þessi bátur var byggður, en varla verður sagt að hún hafi lukkast. Gísli var annars að svara skrifum einhvers í Morgunblaðinu hinn 3. febr. sem mun hafa titlað sig áhuga- mann um varðveislu sjóminja. Ekki hefi ég séð þá ri tsmíð, en ræð nokkuð í, út á hvað hún gekk. Þótt vart sé það svaravert umfram það sem Gísli segir ætla ég að rifja dálítið upp. Gullmola nafnið fékk Baldur af því að hann þótti einstök happafleyta. „Áhugmaðurinn“ vill kalla hann kolamola. Kolakóngur væri nær lagi, því öll árin, 1961 til 1990, var Baldur afla- hæstur, á dragnótinni í Faxaflóa, nema það fyrsta, þá var hann í öðru sæti. Nokkurn tíma tók að ná tökum á því að nota víra í stað tóga, við dragnótina. Það var fyrst gert á Baldri 1961 og mun hvergi hafa verið reynt fyrr. Þessi nýjung var bylting, sem létti vinnuna mikið og slysa- hætta við dragnótaveiðar minnkaði mikið. Baldur var fyrst ísl. skipa til að nota skuttog, árið 1961. Það var að vísu með humartroll. Gísli segir: „Hver bátur hefir sína sál og sögu.“ Mb. Baldur hefur sál, það vita þeir, sem á honum hafa ver- ið. Saga hans er merk, um það verð- ur ekki deilt. ÓLAFUR BJÖRNSSON, Keflavík. Mb. Baldur KE 97 verður varðveittur Frá Ólafi Björnssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.