Morgunblaðið - 01.04.2003, Side 51

Morgunblaðið - 01.04.2003, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 51 RINGO Starr, fyrrum trommari Bítlanna, hefur gagnrýnt félaga sinn Paul McCartney fyrir að hafa tekið sig til og breytt höf- undaröð á lögum þeirra Johns Lennons á nýrri tónleikaplötu McCartneys, Back in the World, úr „Lennon&Mc- Cartney“ í „Paul McCartney & John Lennon“. Starr, sem ekki hef- ur tjáð sig fyrr um þessa umdeildu ráðagerð McCartneys, segir í við- tali við Rolling Stone tímaritið rangt af honum að hafa framkvæmt hana án samþykkis frá Yoko Ono, ekkju Lennons, en hún hefur lýst því margoft yfir að hún sé mótfallin því að höfundaröðinni sé breytt. „Hann (McCartney) hefur lengi langað að gera þetta,“ segir Starr. „Það er ekki mitt að skýra út hvers vegna, hann verður að gera það. En mér finnst hann hafa staðið lævís- lega að þessu. Hann hefði átt að gera þetta í fullu samráði við Yoko Ono. En gerði ekki, sem var rangt af honum. Hvað sem öllu öðru líður þá var John stofnandi sveitarinnar. Þetta var hljómsveitin hans. Hon- um hefur því að mínu viti aldrei áskotnast neinn heiður, sem hann ekki á skilinn.“ Og Starr er ekki sá eini sem gagn- rýnt hefur McCartney undanfarið því dóttir hans Stella, fatahönn- uðurinn frægi, sagði föður sinn á dögunum „samansaumaða nánös“ fyrir að hafa neytt sig til að ganga í ríkisrekinn skóla í stað einkaskóla, sem hann auðvitað hefði auðveld- lega haft efni á að greiða fyrir … Nýsjálenski kvikmyndagerðarmað- urinn Peter Jackson ætlar að end- urgera myndina um risaapann King Kong þegar hann er búinn að skila af sér loka- kafla Hringa- dróttinssögu sem frumsýnd verður í desember á þessu ári. Segir í yfirlýs- ingu frá Univers- al-kvikmyndaverinu að þetta sé æskudraumur Jacksons. „Ég starfa við kvikmyndir vegna þess að ég sá þessa mynd þegar ég var 9 ára gamall. Það hefur verið draumur minn síðan að túlka þessa klassísku sögu á nýrri öld,“ segir Jackson. Áformað er að taka nýju King Kong-myndina upp á Nýja- Sjálandi. Jackson segist hafa hafið undirbúning að myndinni áður en hann hófst handa við Hringadrótt- inssögu. Handritið er byggt á upprunalegu sögunni eftir Merian C. Cooper og Edgar Wallace en Cooper og Ern- est B. Schoesdack gerðu mynd eftir henni árið 1933 á vegum RKO Radio Pictures. Bókasafn Banda- ríkjaþings hefur útnefnt þá mynd eina af 100 bestu kvikmyndunum og verður hún varðveitt þar sem þjóð- argersemi. Myndin var endurgerð árið 1976 og var það fyrsta myndin sem Jessica Lange lék í á sínum ferli. FÓLK Ífréttum Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 6, 8 og 10.30. B.i 16. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12 Sýnd kl. 5.30 og 8. B.i. 12. HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 6 ÓSKARSVERÐLAUN M.A. BESTA MYNDIN SV MBL Þegar röðin er komin að þér þá flýrðu ekki dauðann! NICOLE KIDMAN BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI 2 ÓSKARSVERÐLAUN Sýnd kl. 10. B.i. 16. HOURS Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i 12 . www.laugarasbio.is  RADIO X SV MBL  KVIKMYNDIR.COM SG DV  ÓHT RÁS 2 Sýnd kl. 5.30. Sýnd kl. 8 og 10. Eingöngu sýnd um helgar. Þegar röðin er komin að þér þá flýrðu ekki dauðann! Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.16. Þeir líta bara út eins og löggur! Grínið er farið í gang með tveimur geggjuðum - Steve Zahn og Martin Lawrence!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.