Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 97. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is JACQUES Chirac Frakklandsforseti ítrekaði í gær að hann teldi að Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) ættu að gegna „lykilhlutverki“ við endurreisn Íraks þegar átökum þar lyki. Þessi yfirlýsing forsetans barst skömmu eftir að George W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, höfðu lagt á það áherslu á sameiginlegum blaðamannafundi á Norður-Írlandi að Sameinuðu þjóðirnar hefðu „mjög mikilvægu hlutverki“ að gegna við endur- reisn Íraks. Í yfirlýsingu Chiracs sagði að Samein- uðu þjóðirnar „einar“ gætu stýrt uppbyggingu á öllum sviðum samfélagsins í Írak. Skýrt var frá því í gær að Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri SÞ, myndi síðar í vikunni eiga fund með þeim Chirac, Gerhard Schröder Þýskalands- kanslara og Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Pét- ursborg í Rússlandi. Stjórnmálaleiðtogar þessir fóru fyrir fylkingu þeirri sem lagðist gegn hernaði í því skyni að koma stjórn Saddams Husseins frá völdum í Írak. Í gærkvöldi var frá því greint að þessum fundi um endurreisn Íraks hefði verið frestað en Annan myndi ræða við leiðtoga ESB- ríkja í Aþenu 17. þessa mánaðar. SÞ verði í „lykilhlutverki“ BRYNDREKAR Bandaríkja- manna og íraskur liðsafli háðu í gær harða bardaga á bökkum Tigris-fljóts í miðborg Bagdad. Herstjórn Bandaríkjamanna sagði að sótt væri inn í miðborgina úr tveimur áttum og bardagar geisuðu víða. Á sama tíma og fregnir bárust af því að átökin í Bagdad væru komin á nýtt stig lýstu þeir George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, yfir því að dagar Saddams Husseins á valdastóli væru senn taldir. Bandarísk brynsveit sem haldið hafði til á um þriggja ferkílómetra stóru svæði í miðborg Bagdad frá því snemma á mánudag sótti í gær yfir helstu brúna yfir Tigris-fljót. Þar á bakkanum á móti hafði íraskur liðsafli haldið uppi árásum á Bandaríkjamennina. Orrustan var geysilega hörð. Bandaríkja- menn kölluðu til herþotur og þyrl- ur sem gerðu árásir í lágflugi á íraska liðsaflann. Virtust banda- rísku sveitirnar í gærkvöldi hafa náð brúnni á sitt vald. Sprengjum var dreift yfir skipulagsráðuneyt- ið og leysistýrðar sprengjur hæfðu höfuðstöðvar Baath-flokks- ins og upplýsingaráðuneytið. Í orrustu gærdagsins féllu þrír erlendir fréttamenn, allir að því er virtist fyrir sprengjukúlum Bandaríkjamanna. Herstjórn bandamanna sagði „hörmuleg mistök“ hafa verið gerð. Mikil reiði ríkti meðal fréttamanna í Írak í gær sökum þessa. Auk bardaga í miðborginni og gagnsóknar Íraka þar sóttu bandarískar bryndeildir inn í mið- borgina úr norðvestri og suð- austri. Bandaríski liðsaflinn fór í gær um hverfi sem einkum eru byggð shía-múslimum og sagði fréttamaður BBC að fólkið hefði almennt sýnt innrásarhernum vinsemd. Þá tóku Bandaríkja- menn Rasheed-herflugvöllinn suðaustur af Bagdad. Hörð mótspyrna en lítt samhæfð Herstjórn bandamanna sagði Íraka víða veita harða mótspyrnu en óskipulagða, skipanir væru sýnilega enn gefnar en þær væru „lítt samhæfðar“. Mohammad Saeed Sahhaf, upplýsingaráð- herra Íraks, lýsti hins vegar yfir því í gær að innrásarliðið í mið- borginni hefði verið umkringt. „Annaðhvort gefast þeir upp eða þeir stikna í skriðdrekum sínum.“ Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, reyndist ekki sammála þessu mati ráðherrans er hann lýsti yfir því á blaðamannafundi með George W. Bush Bandaríkja- forseta á Norður-Írlandi að dagar Saddams Husseins Íraksforseta á valdastóli væru senn taldir. „Vald Saddams heyrir brátt sögunni til,“ sagði Blair. Tangarsókn í átt að miðborg Bagdad AP Bandarískir landgönguliðar flytja á brott Íraka, sem særðist í skothríð á bifreið hans í Bagdad í gær. Írakar verjast af hörku en að- gerðir þeirra eru sagðar lítt samhæfðar ÁFRAM miðaði í samkomulagsátt á samningafund- um EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins í Brussel í gær. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru flest meginatriði varðandi aðlögun EES-samningsins að stækkun ESB, sem að Íslandi snúa, frágengin. Ýmsir endar eru þó óhnýttir og er samningafundur boðaður á morgun, fimmtudag, til að reyna að ljúka málinu. Greiða 20 milljarða í þróunarsjóði Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur náðst samkomulag um að EFTA-ríkin greiði sam- tals um 234 milljónir evra, eða 19,6 milljarða króna, í þróunarsjóði fyrir fátækari ríki ESB. Þar af greið- ir Ísland um 6 milljónir evra, um 500 milljónir króna, en Noregur greiðir 228 milljónir evra, yfir 19 milljarða. Þannig er hlutur Íslands í greiðslunum um 2,5% en Noregs 97,4%. Til samanburðar má geta þess að á síðasta ári greiddi Ísland rúmlega 5% kostnaðar EFTA-ríkjanna við EES-samstarfið en Noregur rúmlega 94%. Hvað varðar tolla á sjávarafurðir, er samkomu- lag um breytingu á tollflokkum, sem hefur í för með sér að svokölluð síldarsamflök, fersk eða fryst, verða tollfrjáls á Evrópska efnahagssvæðinu. Að óbreyttu hefði lagzt á þau 15% tollur við inngöngu Austur-Evrópuríkja í ESB, en síldarsamflökin eru ein mikilvægasta afurðin, sem Ísland flytur út til landa Austur-Evrópu. Að auki hefur samizt um toll- frjálsan innflutningskvóta, byggðan á meðalvið- skiptum síðustu ára, fyrir fleiri sjávarafurðir sem bera tolla samkvæmt bókun 9 við EES-samninginn, t.d. heilfrysta síld, makríl o.fl. Samkvæmt upplýs- ingum blaðsins er krafa ESB um heimild til fjár- festinga í íslenzkum og norskum sjávarútvegi ekki lengur til umræðu. Fundir um stöðu mála í dag Samningafundir stóðu með hléum í Brussel í all- an gærdag og fram á kvöld. Gert er ráð fyrir að í dag verði haldinn fundur um stöðu mála í nefnd fastafulltrúa aðildarríkja ESB í Brussel (CORE- PER) og að samninganefndir EFTA-ríkjanna hafi jafnframt samráð við ríkisstjórnir sínar um stefn- una á lokasprettinum. Á morgun er svo stefnt að samningafundi ESB og EFTA, þar sem reyna á að reka smiðshöggið á samninga. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra gerði rík- isstjórninni og utanríkismálanefnd Alþingis grein fyrir stöðu viðræðnanna í gær. Samkomulag um megin- atriði í EES-viðræðum Samningafundur boðaður á morgun AÐ minnsta kosti sjö Palest- ínumenn voru drepnir og hátt í 50 særðir í árás ísr- aelska hersins á íbúðar- hverfi í miðborg Gaza í gær- kvöldi. Beittu Ísraelar F-16 orrustuþotum og Apache- þyrlum, að því er palestínsk- ir heimildarmenn tjáðu AFP. Saadi al-Arabit, héraðs- höfðingi í Ezzedin al-Qass- am-herdeildunum, vopnuð- um armi Hamas-samtaka múslima, var meðal þeirra sem féllu í árásinni. Aðstoð- armaður hans var einnig drepinn. Konur og börn voru meðal þeirra sem særð- ust, en átta eru í lífshættu, að sögn hjúkrunarfólks. Sjö Palest- ínumenn drepnir Gazaborg. AFP. Stríð í Írak: Mikið mannfall í gagnsókn Íraka í Bagdad  Slapp Saddam Hussein naumlega? 15/18 ALÞJÓÐLEGAR hjálp- arstofnanir segja að mjög hafi gengið á lyfjabirgðir og önnur sjúkragögn í Bagdad og sjúkrahús borg- arinnar nái varla að sinna þeim sem særst hafi í bardögum og árásum á borgina. Talsmaður alþjóða- nefndar Rauða kross- ins sagði á blaða- mannafundi í Genf í gær að skurðlæknar og annað hjúkrunarfólk í Bagdad ynnu allan sólarhringinn og lyf, þar á meðal svæfingarlyf, umbúðir og önnur hjúkr- unargögn væru brátt á þrotum. Myndin sýnir hjálpargögn borin í hús í Amman í Jórdaníu þaðan sem flytja á þau til Bagdad. Reuters Sjúkragögn brátt á þrotum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.