Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það getur nú farið að volgna undir sumum. Stofnun stjórnsýslufræða með málþing Stjórnmálaþátt- taka minnkar STOFNUN stjórn-sýslufræða ogstjórnmála, í sam- starfi við sænska sendiráð- ið á Íslandi og Félag stjórn- málafræðinga stendur fyrir málþingi á morgun klukkan 16 til 18. Málþingið verður haldið í Lögbergi stofu 101. Það er öllum opið og fer fram á ensku, en aðalgestur þingsins er Sören Holm- berg, prófessor í stjórn- málafræði við Háskólann í Gautaborg, en hann er við- urkenndur sem einn af fremstu stjórnmálafræð- ingum heims á sínu sviði um þessar mundir. Sören svaraði nokkrum spurning- um Morgunblaðsins. – Gerðu okkur aðeins grein fyrir því hvert þitt svið er... „Ég er prófessor í stjórnmála- fræði við Háskólann í Gautaborg. Rannsóknir mínar eru einkum á sviði lýðræðis, stjórnmálaþátttöku, almenningsálits og kosninga. Ég hef starfað við og stjórnað kosn- ingarannsóknum í Svíþjóð frá árinu 1979.“ – Hvað geturðu sagt okkur um erindi þau sem þú munt flytja á málþinginu? „Fyrst er að nefna að stjórn- málaþátttaka almennings á Vest- urlöndum virðist vera að minnka á ýmsum sviðum. Í vaxandi mæli virðist fólkið vera að færa sig yfir í hlutverk áhorfenda sem fylgjast með átökum þeirra stjórnmálafor- ingja sem allt snýst um hverju sinni. Það sem við getum kallað leiðtogastjórnmál eru orðin við- fangsefni stjórnmálafræða. Þá virðist kosningabarátta verða æ kostnaðarsamari og þátttaka at- vinnumanna í henni vaxandi sam- hliða því að almennir félagar í stjórnmálaflokkum skipta æ minna máli í baráttunni. Það sem nauðsynlegt er að skoða er hvort þetta sé að gerast í raun og þá hvers vegna? Er þessi þróun breytileg eftir löndum? Hverjar geta afleiðirnar orðið fyrir lýðræðið ef þetta er í raun að ger- ast? Um þetta mun málþingið fjalla, svo og málefni á borð við þró- un kosningaþátttöku, þróun þátt- töku almennings í starfi stjórn- málaflokka og -hreyfinga og loks áhrif á stjórnmálaleiðtoga og vin- sældir þeirra á fylgi flokka þeirra.“ – Á hvað munt þú helst leggja áherslu? „Ég fer yfir þessi mál og ber saman þróun í einstökum löndum yfir ákveðin tímabil. Ég mun leggja fram rannsóknargögn, að vísu verða þau af skornum skammti yfir Ísland þó að ég hafi reyndar eitt og annað í farteskinu og þá einkum í gegnum samstarf sem ég hef átt við Ólaf G. Harð- arson stjórnmálafræðing.“ – Hvar í liði skipa Íslendingar sér? „Eftir því sem ég kemst næst þá eru þessi mál í líkum farvegi á Ís- landi og á öðrum Norðurlöndum. Á Norðurlöndum er mun almennari þátttaka í kosninga- og stjórn- málavafstrinu og þar af leiðandi hefur almenn- ingur meiri áhrif á gang mála.“ – Hvað meira viltu nefna? „Eins og ég gat um, þá mun ég skoða hvernig vinsældir einstakra stjórnmálaforingja hafa áhrif á gang kosninga. Í þeim efnum hef ég gögn yfir Ísland, tveggja ára gömul, um vinsældakönnun ís- lenskra stjórnmálaleiðtoga sem Ólafur Harðarson lét mér í té. Þar kemur fram að þið Íslendingar eig- ið mjög afgerandi vinsæla stjórn- málamenn. Ég man t.d. að bæði Davíð Oddsson og Halldór Ás- grímsson komu mjög vel út úr þeirri könnum sem ég hef gögn yf- ir.“ – Hvað muntu taka þér fleira fyrir hendur hér á landi? „Ég hlakka mikið til að koma. Konan mín, Britt Marie Mattsson, verður með mér í för og við erum að vonast til þess að sjá eitthvað af landinu þótt tíminn sé knappur. En þar fyrir utan, þá mun ég hitta al- þingismenn og ræða við þá um framkvæmd ýmiss konar rann- sókna, m.a. kosningarannsókna, hvernig þær eru nýttar, fjármagn- aðar og þess háttar. Einnig mun ég heimsækja Verslunarráð og funda með innanbúðarmönnum þar um væntanlega þjóðaratkvæða- greiðslu um upptöku evrunnar í Svíþjóð. Atkvæðagreiðslan verður í september.“ – Ertu hingað kominn til að kenna Íslendingum rétt vinnu- brögð á þínu sviði? „Það væri ánægjulegt ef Íslend- ingar gætu eitthvað af mér lært, en sannast sagna er ég alveg eins á höttunum eftir íslenskri þekkingu. Ég hef haft mikil og góð kynni af Íslendingum og þeirra vinnu- brögðum á þessu sviði og verð að segja að ég er mjög hrifinn. Allt sem ég hef séð er í hæsta gæða- flokki sem hlýtur að teljast þeim mun meira afrek þegar tekið er með í reikninginn að Ís- lendingar eru aðeins eitthvað um 250 þúsund. Svona rannsóknir eru nefnilega bæði tíma- frekar og mjög dýrar, alveg jafndýrar og t.d. í Bandaríkj- unum. Svarið við spurningu þinni er sem sagt að þetta verður engin einstefna af minni hálfu, þvert á móti.“ Við þetta má bæta að Ólafur Þ. Harðarson prófessor mun flytja stutt innlegg um rannsóknir á þessu sviði hér á landi, en sérsvið hans er íslenskar kosningarann- sóknir. Sören Holmberg  Sören Holmberg er prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í Gautaborg. Rannsóknir hans eru einkum á sviði lýðræðis, stjórn- málaþátttöku, almenningsálits og kosninga og er hann við- urkenndur sem einn af fremstu stjórnmálafræðingum heims á þessu sviði. Hefur stjórnað sænskum kosningarannsóknum frá 1979 og skrifað fjölda bóka og greina þar um. Eiginkona Sörens er Britt Marie Mattsson blaðamaður, sem m.a. hefur komið hingað til lands áður vegna starfa sinna. Hún verður með honum í för. Engin ein- stefna af minni hálfu Notaðu páskafríið til framkvæmda í garðinum og við sumarbústaðinn. Allt frá grunni að góðu heimili Allt í pallinn og girðinguna Það eru heimilisdagar hjá Húsasmiðjunni fram að páskum. Nú er rétti tíminn til að komu öllu í lag fyrir vorið. Verslanir okkar eru hlaðnar af vörum á frábæru verði, málningu, gólfefnum, hreinlætistækjum og öllu því sem til þarf þegar gefa á heimilinu nýtt og ferskt yfirbragð. Við höfum líka í huga að margir ætla að halda fermingarveislu á næstunni og ekki má gleyma fermingargjöfunum: Þær eru frábærar í Húsasmiðjunni. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 20 78 7 0 4/ 20 03 Muna a ð klára pa llinn og girða Pallaolía 3 lítrar Verð 1.290 kr. Pallaefni, a-gagnvarin fura Vörunúmer Stærð Verð áður Verð nú 628600 28x95mm 168 kr. 134 kr. 648600 48x98mm 210 kr. 164 kr. 648800 48x148mm 316 kr. 258 kr. 698600 98x98mm 427 kr. 348 kr. Sívalir girðingarstaurar, gagnvarðir Vörunúmer Þvermál Lengd Verð 600002 50 mm 120 sm 144 kr./stk. 600004 50 mm 150 sm 179 kr./stk. 600006 50 mm 180 sm 188 kr./stk. 600008 70 mm 180 sm 215 kr./stk. 600010 120 mm 2.7 m 1.147 kr./stk. 600011 140 mm 2.7 m 1.848 kr./stk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.