Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag
kl. 13–16.30. Handavinna, spilað, föndr-
að. Gestur frá kirkjukór. Bílaþjónusta í sím-
um 553 8500, 553 0448 og 864 1448.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka
við fyrirbænum í síma 520 9700. Krakka-
klúbbar í safnaðarheimilinu: 9–10 ára
börn kl. 16–17 og 11–12 ára kl. 17.30–
18.50. www.domkirkjan.is
Grensáskirkja. Samvera aldraðra kl. 14.
Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall.
Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hug-
leiðing, altarisganga, léttur morgunverður.
Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–
12. Fræðsla: Sjúkdómar barna. Ragnheið-
ur Elísdóttir barnalæknir. Passíusálmal-
estur kl. 12.15.
Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11.
Kvöldbænir kl. 18.
Langholtskirkja. Kl. 12.10 lestur Passíu-
sálma og bænagjörð. Allir velkomnir. Kl.
12.30 súpa og brauð (300 kr.) Kl. 13–16
opið hús fyrir eldri borgara. Fjölbreytt dag-
skrá. Söngstund, tekið í spil, upplestur,
föndur, spjall, kaffisopi o.fl. Þeir sem ekki
komast af sjálfsdáðum eru sóttir. Hafið
samband við kirkjuvörð í síma 520 1300.
Laugarneskirkja. Kl. 10.30 gönguhópur-
inn Sólarmegin fer sína fyrstu ferð. Næstu
vikur mun hópurinn leggja upp frá kirkjunni
alla mið. og föst. kl. 10.30. Kirkjuprakk-
arar (1.–4. bekkur) kl. 14.10. TTT-fundur
kl. 16.15. (5.–7. bekkur). Kl. 17 æfing
vegna fermingarathafnar pálmasunnu-
dags. Foreldrar og börn mæti saman. Kl.
20 Unglingakvöld Laugarneskirkju og
Þróttheima kl. 20 (8. bekkur). Umsjón hef-
ur Sigurvin Jónsson guðfræðinemi og Ingi-
björg Dögg Kjartansdóttir, tómstundaráð-
gjafi hjá Þróttheimum. Nú er komið að
Galaballinu. (Sjá síðu 650 í Textavarpinu).
Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12.
Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdótt-
ir. 7 ára starf kl. 14.40. Föstuguðsþjón-
usta kl. 20. Kór Neskirkju syngur. Organ-
isti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr.
Frank M. Halldórsson. Að lokinni guðs-
þjónustu verða kaffiveitingar og mynda-
sýning í safnaðarheimilinu.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.
Léttur hádegisverður eftir stundina.
Fríkirkjan í Reykjavík. Alfa-námskeið í
safnaðarheimilinu kl. 20. Kyrrðar- og
bænastund í kapellu safnaðarins í safn-
aðarheimilinu, Laufásvegi 13, 2. hæð, kl.
12. Allir velkomnir.
Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í há-
degi. Orgeltónlist, altarisganga, fyrirbænir
og íhugun. Kl. 13–16 opið hús.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir
stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9
ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12
ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum
KFUM&K og kirkjunnar kl. 20.
Digraneskirkja. Unglingastarf KFUM&K kl.
20–21.45. (Sjá nánar: www.digranes-
kirkja.is).
Grafarvogskirkja. Helgistund í hádegi kl.
12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er
upp á léttan hádegisverð á vægu verði að
lokinni stundinni. Prestar safnaðarins
þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Braga-
son. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9–
12 ára í Grafarvogskirkju kl. 16.30–
17.30. Kirkjukrakkar fyrir börn 7–9 ára í
Rimaskóla kl. 17.30–18.30. TTT (10–12
ára) í Rimaskóla kl. 18.30–19.30. Æsku-
lýðsfélag fyrir unglinga í 8.–9. bekk í Engja-
skóla kl. 20–22. Á leiðinni heim. Þekktir
leikarar og skáld lesa Passíusálmana kl.
18.15–18.30.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10.
TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. 12 spora
námskeið kl. 20.
Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára börn-
um í dag kl. 16.45–17.45 í safnaðarheim-
ilinu Borgum. Starf með 10–12 ára börn-
um TTT á sama stað kl. 17.45–18.45.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega
velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í
kirkjunni í síma 567 0110. Æskulýðsfund-
ur fyrir unglinga 14–15 ára kl. 20. Bibl-
íulestraröð Seljakirkju kl. 19.30 annan
hvern miðvikudag. Næsti lestur er 9. apríl.
Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í
Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar.
Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra
barna kl. 10–12. Heitt á könnunni. Fjöl-
mennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl.
13–16 í samstarfi við Félag eldri borgara á
Álftanesi. Notalegar samverustundir með
fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður eða Er-
lendur sjá um akstur á undan og eftir.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safnað-
arheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Hittumst
og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir
börnin. Allir foreldrar velkomnir með eða
án barna.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbæn-
ir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti
Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og
brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Hægt er
að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests
eða kirkjuvarðar. Opið hús fyrir eldri borg-
ara í dag kl. 13. Gott tækifæri til að hitt-
ast, spjalla saman, spila og njóta góðra
veitinga. Verð velkomin.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í
dag kl. 10–12.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 17.30
TTT báðir hópar, 9–12 ára krakka í kirkj-
unni. Leikjadagur. Sr. Þorvaldur Víðisson
og leiðtogarnir. Kl. 20 opið hús í KFUM&K
fyrir æskulýðsfélagið. Hulda Líney Magn-
úsdóttir.
Lágafellskirkja. Foreldramorgnar í safnað-
arheimili kirkjunnar í Þverholti 3, 3. hæð,
frá kl. 10–12. Umsjón hefur Arndís L.
Bernharðsdóttir og Þuríður D. Hjaltadóttir.
AA-fundur kl. 20.30 í Lágafellskirkju. Unn-
ið í 12 sporunum.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12.
Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl.
12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl.
12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði,
allir aldurshópar. Umsjón: Sigfús B. Ingva-
son. Æfing Kórs Keflavíkurkirkju frá kl.
19.30–22.30. Stjórnandi Hákon Leifsson.
Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík). For-
eldramorgunn í Safnaðarheimilinu í dag kl.
10.30 í umsjá Kötlu Ólafsdóttur og Petrínu
Sigurðardóttur.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30
Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í
síma 565 3987.
Kefas. Samverustund unga fólksins kl.
20.30. Lofgjörð, lestur orðsins, fróðleikur
og samvera. Allt ungt fólk velkomið.
Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58.
Samkoma kl. 20. Þegar freistingar mæta
mér. Ræðumaður Leifur Sigurðsson. Kaffi
eftir samkomuna. Allir velkomnir.
Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21.
Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10.
Opið hús, kaffi og spjall. Safi fyrir börnin.
Hugleiðingar um píslarsögumyndir kl.
17.15. Texti: Lúk. 23., 1–4. Sr. Guðmund-
ur Guðmundsson. ÆFAK, yngri deild, kl.
20.
Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12–13.
Orgelleikur, fyrirbænir, sakramenti. Léttur
hádegisverður að helgistund lokinni í safn-
aðarsal á vægu verði.
Safnaðarstarf
Í DAG, miðvikudaginn 9. apríl, verð-
ur fundur í Áhugahópi Hallgríms-
kirkju um kristniboð og hjálpar-
starf. Fundurinn verður haldinn í
safnaðarsal Hallgrímskirkju kl. 20,
ath. gengið inn frá Eiríksgötu.
Biskup Íslands, Karl Sigurbjörns-
son, mun ræða um málefni kristni-
boðs og hjálparstarfs almennt. Horft
verður til framtíðar og málefnin
rædd í almennum umræðum.
Áhugahópurinn hefur staðið fyrir
ýmsum verkefnum, svo sem að und-
irbúa kristniboðsdaginn, sem ávallt
er í nóvember. Þá hefur hópurinn
t.d. tvisvar í vetur boðið upp á fyrir-
lestra um hjálparstarf og kristniboð
eftir messu á sunnudögum.
Áhrif atvinnumissis
á líðan fólks
Í DAG, miðvikudaginn 9. apríl, kl.
13.30 verður haldinn fræðslu- og
umræðufundur í Safnaðarheimili
Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a, (á
horni Lækjargötu og Vonarstrætis)
um atvinnumissi – áhrif hans á líðan
fólks og hvernig skynsamlegt er að
bregðast við.
Á fundinum mun Garðar Vil-
hjálmsson, fræðslustjóri Eflingar,
fjalla um stuðning við atvinnulausa
og nauðsyn þess að vera tilbúinn að
læra og bæta við sig þekkingu.
Kærleiksþjónustusvið Biskups-
stofu býður alla velkomna á fundinn.
Föstuguðsþjónusta
í Neskirkju
Í KVÖLD, miðvikudaginn 9. apríl,
verður föstuguðsþjónusta kl. 20 í
umsjá sr. Franks M. Halldórssonar.
Kór Neskirkju leiðir almennan safn-
aðarsöng. Organisti verður Stein-
grímur Þórhallsson. Að guðsþjón-
ustu lokinni verða veitingar og
myndasýning í safnaðarheimilinu.
Sýndar verða myndir frá sumar-
ferðinni sem farin var síðastliðið
sumar um Austurland.
Curtis Silcox í heim-
sókn í Krossinum
CURTIS Silcox kemur til Íslands í
vikunni, en hann hefur margsinnis
sótt Ísland heim og er mikill aufúsu-
gestur. Curtis Silcox mun predika á
samkomu með ungmennum á
fimmtudagskvöldið kl. 20, laugar-
dagskvöldið kl. 20.30. og sunnudag-
inn kl. 16.30. Curtis Silcox rekur
trúboðsstarf í meira en þrjátíu lönd-
um og um þessar mundir er verið að
ljúka við byggingu sjúkrahúss í
Hondúras sem Krossinn hefur tekið
þátt í.
Fundur um
kristniboð og
hjálparstarf
Morgunblaðið/Jim Smart
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
HÓLMFRÍÐUR HÓLMGEIRSDÓTTIR,
Byggðavegi 136a,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
fimmtudaginn 3. apríl sl.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 11. apríl kl. 13.30.
Níels Krüger,
Auður Stefánsdóttir, Herbert B. Jónsdóttir,
Kristjana Níelsdóttir, Sigurður Pálmi Randversson,
Haraldur Krüger, Bryndís Benjamínsdóttir,
Þorsteinn Krüger, Guðrún Heiða Kristjánsdóttir
og ömmubörnin öll.
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
BALDUR GISSURARSON,
Berjahlíð 1,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju fimmtu-
daginn 10. apríl kl. 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðmunda K. Guðmundsdóttir.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
FRIÐBJARGAR ÓLÍNU
KRISTJÁNSDÓTTUR
frá Einarslóni,
síðast til heimilis
á Faxabraut 13,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlévangs, Sjúkrahúss Keflavíkur og
Landspítalans Fossvogi.
Sigurður Sævar Matthíasson, Janina Matthíasson,
Hafdís Matthíasdóttir, Sigbjörn Ingimundarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna
andláts og útfarar ástkærs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
ÓSKARS SIGURÐSSONAR
fyrrum verkstjóra,
til heimilis
á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á
sjúkradeild 3B, Hrafnistu, Hafnarfirði.
Bragi Óskarsson, Sonja Håkansson,
Guðfinna Óskarsdóttir, Guðmundur Ívarsson,
Sigurður Óskarsson, Sigurbjörg Símonardóttir,
Sigurður R. Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Útför ástkærs eiginmanns míns, föður og afa,
GUÐMUNDAR STEINSSONAR
læknis,
Kjalarlandi 4,
Reykjavík,
fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
10. apríl kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Krabbameinsfélag Íslands eða aðrar líknarstofnanir.
Þorbjörg I. Ingólfsdóttir,
Snorri Hrafn Guðmundsson,
Þorbjörg Erna Snorradóttir.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Það sem einu sinni var kemur
aldrei aftur. Það er samt gott að geta
hugsað til baka til þess sem einu
sinni var. Oft birtist þá fortíðin sem
eins konar ævintýri. Ævintýrinu um
mig og afa minn mun ég aldrei
gleyma.
Hann afi hafði alltaf nægan tíma.
Við settumst oft niður saman með
bók og sögurnar lifnuðu við. Þá var
gaman. Hann kenndi mér svo margt.
Hann kenndi mér að spila á spil og
þekkja blómin og fuglana. Stundum
fannst mér að hann gæti skilið það
ÍVAR GRÉTAR
EGILSSON
✝ Ívar Grétar Eg-ilsson fæddist í
Króki í Biskupstung-
um 6. september
1930 og þar ólst hann
upp. Hann lést 23.
mars síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá kapellu Hafnar-
fjarðarkirkju 1. apríl.
sem þau sögðu. Hann
kunni svo margt. Afi
kunni alls konar skrítna
hluti. Hann kenndi mér
að leika mér með
tvinnakefli og hann
teiknaði fallegustu
myndir í heimi. Hann
prjónaði á mig ullar-
sokka og kenndi mér að
borða sveppi. Hann var
fyrirmyndin mín.
Hann afi minn fékk
að sjá fyrsta líf vorsins
vakna áður en hann
þurfti að fara.
Flestir eru aðins læsir
á stóra letrið í bók
sköpunarverksins og líta ekki
á það sem letrað er smátt
á vallarblóm
og vængi fiðrilda
(Albert Stifler.)
Afi kunni að lesa smá letrið og
deila því með öðrum. Það er sárt að
kveðja en trúin á það að góðir menn
fari á góðan stað huggar.
Takk fyrir allt.
Þín
Ásdís Dögg.
KIRKJUSTARF
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent
sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun
að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og
heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær
berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling
birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera
lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar).
Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri
grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.