Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er erfitt að sjá hvaða einkennir reyfara og enn snúnara að skil- greina muninn á reyfara og öðrum glæpasögum. Er það harðsoðinn, keðjureykjandi, drykkfelldur einka- spæjarinn sem muna má sinn fífil fegurri, kaldlynt, snoppufrítt tálk- vendið sem geymir sitthvað óhreint pokahorninu, eða er það kannski eigingirnin og sjálfsbjargarviðleitn- in sem kemur í stað gamaldags hetjudáða, eða tilhneigingin til að beina kastljósinu að breyskleikan- um á kostnað rómantískari hug- mynda um ósjálfhverfa fórnfýsi eða óljós skilin milli góðmennsku og slægðar, eða regnbarið og malbikað sögusviðið, eða önnur og ónefnd ein- kenni? Reyfarinn á það sameiginlegt með öðrum glæpasögum að í þeim er framinn glæpur og snýst sagan um þetta óhæfuverk á einn eða annan hátt; lausn hans, afleiðingar, ger- anda eða fórnarlamb. Ef bornir eru saman tveir máttarstólpar glæpa- sagnahefðarinnar, Agatha Christie og Raimond Chandler, má glöggt sjá að síðarnefndi fylgir þeim for- sendum sem gefnar voru hér í upp- hafi og er reyndar sá sem hvað mest áhrif hefur haft á þessa stefnu bók- mennta en Christie ekki nema að litlu leyti. Sögur Chandlers eru grófari og virðast endurspegla heim glæpa og illmennsku á raunsærri hátt og ljótleikinn er settur í aðal- hlutverk en fylgir ekki aðeins fúl- mennunum eins og ódýr rakspíri. Hann forðast þá tilhneigingu ann- arra rithöfunda að láta sem allt sé í stakasta lagi þar til Glæpurinn (með stóru g-i) er framinn og Glæpamað- urinn hleypir öllu í bál og brand. Heimurinn í augum reyfarahöfund- arins er spilltur og rotinn og verkn- aðurinn rökrétt afleiðing umhverf- isins. Þetta eru persónuleikastúdíur frekar en „hver gerði það“-sögur, þar sem þungamiðjan fellst í rann- sókn á viðbrögðum breyskra ein- staklinga við óvenjulegar aðstæður. Allsendis óvíst er hvort réttlætinu verði fullnægt í lokin enda er rétt- lætisgyðjan staurblindur og staf- haltur ríkisstarfsmaður eins og kaldlyndir reyfarahöfundar þreyt- ast ekki á að benda á. Bestu sögurnar um versta fólkið Til eru hundruð ef ekki þúsundir myndasagna sem falla undir reyf- araflokkinn. Af einhverri ástæðu eru reyfarar vinsæl byrjendaverk; kannski vegna staðlaðra efnistaka þar sem höfundurinn getur prófað nýfengin tólin í rithöfundaverkfæra- kassanum sínum á vel þekktum og margunnum efnivið. Fá eru byrj- endaverkin betri en Spirit eftir Will Eisner. Spirit hóf göngu sína í kring um 1940 og hefur haldið frægðarsól Eisners á lofti allt síðan og það þótt hann hafi gefið út óteljandi verk síð- an og haslað sér völl sem guðfaðir bandarísku myndasögunnar. Spirit er harðsvíruð glæpasaga af ofan- nefndu tagi, klædd í trúðsbúning til að halda lesendahópnum sem breið- ustum. Hún er ein af fáum mynda- sögum yfir hálfrar aldar gömlum sem ennþá halda athygli hins al- menna lesanda en er ekki eingöngu að finna á borðum grúskara eða les- enda með söfnunaráráttu. Batman hefur frá fyrsta tíð verið viðloðandi reyfarann enda heitir blaðaserían sem Batman kom fyrst út í Detective Comics og gerir enn fimmtíu árum síðar. Nýverið kom út Batmansagan The Long Halloween eftir þá Jeph Loeb og Tim Sale. Bat- man þarf að nota spæjaraeðli sitt til að leysa flókna morðgátu og þarf að kljást við alla helstu óvini sína á leið sinni að lausn málsins. Sögusviðið er gamaldags og bófarnir líkjast helst gangsterum úr Humphrey Bogart- mynd; vatnsgreiddir í tvíhnepptum, dökkum jakkafötum með axlapúða. Það er furðulegt að höfundum skuli enn takast að mjólka úr Leður- blökumanninum góðar sögur eftir öll þessi ár en The Long Halloween sýnir að reyfaraformið hæfir honum jafnvel í dag og það gerði í upphafi. Japönskum myndasögum, manga, er ekkert óviðkomandi. Benkei in New York eftir þá Mori og Tani- guchi veitir okkur innsýn í reynslu- heim japansks leigumorðingja í Bandaríkjum nútímans. Benkei er nýstárleg samsuða þar sem gamal- dags fatatíska, nútímaglæpamenn, japanskur ninjaheiður og tímalaus siðblinda speglast í andvaka glyrn- um Glerborgarinnar. Svart/hvítar teikningarnar gætu varla hæft við- fangsefninu betur og leiða hugann enn og aftur til gamalla glæpa- mynda sem ég tel víst að höfund- arnir hafi sótt í andagift. Road to Perdition er unnin úr sama efnivið nema bara á hinn veg- inn. Þar eru bandarískir höfundar að vinna að nokkru leyti með arfleið Hong Kong-mynda Johns Woo og núðluvestra Kurosawa og blanda saman við örlagasögu feðga á bann- árunum. Þeir Max Collins og Rich- ard Reiner hafa sjálfsagt frekar hugsað bókina sem vega- og hefnd- arsögu eins og glögglega má sjá í nýlegri bíómynd sem gerð var eftir henni en reyfarabragurinn leynir sér ekki. Þögli maðurinn, ofureflið, vonlaus barátta og átakanleg enda- lok. Fæst orð bera minnsta ábyrgð en séu þau sögð undir réttum kring- umstæðum af réttu fólki gleymast þau ekki á meðan við lifum. Fyrir gangsterana, öfugum megin við geltandi byssutrantinn gleymast þau því skjótt. Frank Miller hóf að byggja lasta- bælið Sin City fyrir rúmlega áratug í samnefndri bók. Síðan þá hefur hann reglubundið bætt við bælið í formi nýrra bóka. Bælið lýtur eigin lögmálum og löggan myndi ekki voga sér inn fyrir nema til að inn- heimta mútur eða spilla sönnunar- gögnum. Konurnar eru hættulegar gleðikonur og mennirnir þessar þöglu sterku týpur sem opna aðeins munninn til að draga að sér nikótín eða til að smala viskýlögg niður meltingarveginn. Aðrir eru skuggar og hríðskotabyssufóður í bakgrunni. Það er nauðsynlegt hverjum áhuga- manni um myndasögur að kynna sér í það minnsta tvær þessara bóka; þá fyrstu, Sin City og That Yellow Bastard. Ólifnaðurinn og yfirvof- andi magasárið verður ekki meira tælandi. Engu að tapa nema töffaraskapnum Í lokin ber að nefna þá mynda- sagnaseríu sem hefur verið hvað mest hampað undanfarið og nánast skilgreinir myndasögureyfarann upp á nýtt, 100 Bullets. Azarello og Risso þurfa ekki að leita til fortíðar til að skapa trúverðugt andrúmsloft heldur virðast þeir hafa einhvern leynilegan aðgang að skúmaskotum nútíma stórborga. Tungutakið sem höfundurinn notar er hrikalega mergjað og af því tagi sem lesandinn gæti vel hugsað sér að búa yfir ef hann kæmist einhvern tímann í hann krappan. Það er fátt jafnsvalt og að svara morðhótunum með sallarólegri kaldhæðni þess sem hef- ur engu að tapa nema töffaraskapn- um. Fléttan verður stöðugt flóknari og erfitt að sjá hvernig höfundarnir ætla að koma sér út úr því öðruvísi en að beita skotvopnum. Þeir hafa þó aðdáunarverð tök á því að halda utan um persónugallerí sem stækk- ar með hverju blaðinu og niðurstað- an er í sjónmáli, sanniði til. Hvort sá endir verði hæfur til sýninga fyrir alla aldurshópa er þó hæpið þar sem góður reyfari er í raun sorgarsaga. Reyfarar eru vinsælt viðfangsefni myndasagnahöfunda Í reyfurum er framinn glæpur …og fleiri byssur í Sin City.Jafnvel Batman þarf að lúffa fyrir Magnum 42. Bófi, einkaspæjari, fagurt fljóð og byssur. Allt á sínum stað í 100 Bullets. Meðal vinsælustu myndasagna í dag eru sögur af harðsoðnum krimmum og sjúskuðum spæjurum. Heimir Snorra- son skoðar viðfangsefni reyfarans og gluggar í sumt af því besta sem geirinn hefur upp á að bjóða. Sýnd 6. Sýnd kl. 10. Jackie Chan og Owen Wilson eru mættir aftur ferskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínspennumynd. Jackie Chan og O en ilson eru tir aftur ferskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínspennu ynd. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS SV. MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Eingöngu í LÚXUSSAL kl. 5.30 og 10.30. B.i.12  Radíó X 6 ÓSKARSVERÐLAUNM.A. BESTA MYNDIN Sýnd 5.30, 8 og 10.20. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12. Jackie Chan og Owen Wilson eru mættir aftur ferskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínspennumynd. Sýnd í LÚXUSSAL kl. 8 Sýnd kl. 3.40, 5.50 og 10.20. B.i. 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.