Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur úthlutað styrkjum af fé því sem veitt er vegna upplýsingatækni í al- menningsbókasöfnum. Alls bárust 24 umsóknir um rúmlega 13 milljónir kr. Að fengnum tillögum ráðgjafar- nefndar um málefni almennings- bókasafna voru veittir styrkir sem hér segir: Upplýsing – Félag bókasafns- og upplýsingafræða 1.000.000 kr., Starfshópur um verkefnið Ljóðalyk- ill 650.000 kr., Starfshópur um verk- efnið Missir.is 400.000 kr., Héraðs- bókasafn Strandasýslu 350.000 kr., Bókasafn Ólafsfjarðar, Snæfellsbæj- ar og Húsavíkur 300.000 kr. hvert, Héraðsbókasafn Borgarfjarðar og Bókasafn Öxarfjarðar 200.000 kr. hvort, Bókasafn Grýtubakkahrepps og Lestrarfélag Svalbarðsstrandar- hrepps 150.000 kr. hvort. Úthlutun styrkja til almennings- bókasafna RIMASKÓLI í Grafarvogi sigr- aði á Íslandsmóti grunnskólasveita í stúlknaflokki sem fór fram í húsa- kynnum Skáksambands Íslands sl. sunnudag. Rimaskóli hlaut 11½ vinning af 16 mögulegum. Fimm sveitir tóku þátt í mótinu og urðu úrslit þessi: 1. Rimaskóli 11½ v. 2. Heppuskóli-A 10 v. 3. Heppuskóli-B 8 v. 4. Laugarnesskóli 7½ v. 5. Digranesskóli 3 v. Sveit Rimaskóla skipuðu fjórar kornungar stúlkur: 1. Júlía Rós Hafþórsdóttir 2. Júlía Guðmundsdóttir 3. Ingibjörg Ásbjörnsdótir 4. Elísabet Ragnarsdóttir. Í A-sveit Heppuskóla voru Halla Tinna Arnardóttir, Katrín Líf Sig- urðardóttir, Urður María Sigurðar- dóttir, Ásdís Alda Ögmundsdóttir og Védís Erna Eyjólfsdóttir. Í B-sveit Heppuskóla voru Eyrún Halla Jónsdóttir, Ríkey Kjartans- dóttir, Steinunn Björg Ólafsdóttir og Sara Björk Sigurðardóttir. Heppuskóli frá Höfn í Hornafirði átti tvær sveitir í mótinu, en kenn- ari stúlkna þar hefur verið Harpa Ingólfsdóttir. Hún hefur einnig kennt skák í Rimaskóla. Rimaskóli tefldi fram stúlkna- sveit í fyrsta sinn, en skólinn hefur náð frábærum árangri í þessari grein í drengjaflokki. Öflugt skák- starf er í skólanum, sem nú skilaði sér í Íslandsmeistaratitlinum. Vig- fús Ó. Vigfússon sér um vikulegar skákæfingar og mikill áhugi er á skák hjá nemendum, auk þess sem stjórnendur skólans styðja vel við bakið á skákstarfinu. Stúlkurnar í sigursveitinni hafa allar tekið þátt í fjölmennum skáknámskeiðum tafl- félagsins Hróksins í vetur, sem haldin eru í samstarfi við Rimaskóla alla laugardaga. Eins fylgdust þess- ar efnilegu skákkonur með stór- meistaramóti Hróksins að Kjar- valsstöðum sem tileinkað var börnum og tóku þátt í öllum þeim skákmótum og fjölteflum sem þar voru í boði. Að sögn Helga Árnason- ar skólastjóra hefur það lengi verið markmið skólans að koma á sér- stakri stúlknasveit. Með samstarfi við Hrókinn og með leiðsögn eldri nemenda í skólanum hefur árang- urinn og framfarirnar skilað sér svo um munar. Sigurgleðin leyndi sér ekki í augum stúlknanna þegar komið var með bikarinn í skólann og honum komið fyrir við hlið Ís- landsmeistarabikars drengjanna. Rimaskóli, sem heldur upp á 10 ára afmæli sitt nú í vor, má vera stoltur af öflugu og árangursríku skákstarfi. Áhuginn er fyrir hendi meðal krakkanna og ekki er ólíklegt að skákmeistarar framtíðarinnar verði Grafarvogsbúar. Enn á ný sýnir það sig að skákáhuginn er mikill hjá ungu fólki. Spurningin er bara um að virkja hann. Þrír Íslendingar í Gausdal Sex umferðum er lokið á alþjóð- legu skákmóti sem háð er í Gausdal í Noregi. Þrír íslenskir skákmenn taka þátt í mótinu: Stefán Krist- jánsson (2.406), Ingvar Þór Jóhann- esson (2.263) og Hafsteinn Ágússon (1.567). Hafsteinn hefur verið bú- settur erlendis um langt skeið, en ljóst er á frammistöðu hans á mótinu að stigin gefa ekki rétta mynd af styrkleika hans. Mótið er flokkaskipt. Stefán hef- ur hlotið 2½ vinning í SM-flokki, Ingvar er með 1½ vinning í AM- flokki og Hafsteinn hefur 3½ vinn- ing í Elo-flokki. Nick de Firmian (2.536) er efstur í SM-flokki með 4½ vinning. Kópavogsmótið í skólaskák Um helgina lauk Kópavogs- mótinu í skólaskák 2003. Teflt var í tveimur flokkum, yngri flokki fyrir nemendur 1.–7. bekkjar og eldri flokki fyrir nemendur 8.–10. bekkj- ar. Í yngri flokki urðu Hjörtur Hall- dórsson og Ívar Blöndahl efstir og jafnir, en í eldri flokki urðu Atli Freyr Kristjánsson og Víðir Smári Petersen efstir og jafnir. Tveir efstu úr yngri og eldri flokki áunnu sér rétt til þátttöku á Kjördæma- mótinu sem haldið verður laugar- daginn 26. apríl í félagsheimili TK. Yngri flokkur: 1. Hjörtur Halldórsson 5½ v., Sala- skóla 13 ára 2. Ívar Blöndahl Halldórsson 5½ v., Salaskóla 12 ára 3.–4. Ingþór Hjálmar Hjálmarsson 5 v., Digranesskóla 12 ára 3.–4. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 5 v., Salaskóla 10 ára 5.–7. Elías Kristinn Karlsson 4 v., Lindaskóla 12 ára 5.–7. Almar Gauti Guðmundsson 4 v., Lindaskóla 12 ára 5.–7. Axel Máni Sigurðsson 4 v., Digranesskóla 7 ára 8.–9. Jóel Kristjánsson 3½ v., Lindaskóla 10 ára 8.–9. Símon Ágústsson 3½ v., Sala- skóla 13 ára o.s.frv. Keppendur voru 15. Úrslit í eldri flokki: 1.–2. Atli Freyr Kristjánsson 2½ v., Hjallaskóla 13 ára 1.–2. Víðir Smári Petersen 2½ v., Digranesskóla 15 ára 3. Arnór Már Guðmundsson 1 v., Lindaskóla 13 ára Tveir efstu úr yngri og eldri flokki unnu sér rétt til þátttöku á Kjördæmamótinu. MA Íslandsmeistari framhaldsskólasveita Menntaskólinn á Akureyri sigr- aði á Íslandsmóti framhaldsskóla sem lauk nýlega. Skáksveit MA hlaut 11 vinninga af 12 mögulegum. Einungis fjórar sveitir tóku þátt í mótinu. Með sigrinum unnu Akur- eyringar sér rétt til að keppa á Norðurlandamóti framhaldsskóla sem haldið verður hér á landi í sept- ember. Úrslit urðu annars þessi: 1. MA 11 v. 2. MH A-sveit 8 v. 3. Flensborgarskóli 4 v. 4. MH B-sveit 1 v. Sveit MA var þannig skipuð: 1. Halldór B. Halldórsson 3 v. af 3 2. Björn Ívar Karlsson 3/3 3. Stefán Bergsson 3/3 4. Egill Örn Jónsson 2/3 SKÁK Skáksamband Íslands ÍSLANDSMÓT GRUNNSKÓLASVEITA – STÚLKNAFLOKKUR 6. apríl 2003 Daði Örn Jónsson dadi@vks.is FRÉTTIR Fyrirlestur um stríð og hryðjuverk Í DAG, miðvikudaginn 9. apríl, kl. 17.15 flytur Nigel Dower, kennari við Aberdeen-háskóla í Skotlandi, opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn nefnist „Security in a Global Context“. Hann verður fluttur á ensku og er öllum opinn. Nigel Dower heldur því fram að stríðið sem nú er háð gegn hryðju- verkum og deilan í Írak snúist í raun upp í andstæðu sína og auki því ekki á öryggi nútímamannsins. Þvert á móti, segir í fréttatilkynn- ingu. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 102 í Lögbergi og er öllum opinn. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Aðalfundur Icetech á Íslandi hf. verður haldinn miðvikudaginn 16. apríl 2003 klukkan 10.00 á skrifstofu félagsins að Bakkatúni 26, Akra- nesi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórn Icetech á Íslandi hf. Stefna Sjálfstæðis- flokksins Fundur verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29 í Hafnar- firði, fimmtudaginn 10. apríl kl. 20.00. Árni Mathiesen, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Bjarni Benediktsson skýra stefnu flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Allir velkomnir. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði. Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1995-2015 vegna „Vellir 2. áfangi íbúðarbyggðar“ Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 4. mars 2003, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðal- skipulagi Hafnarfjarðar 1995-2015, vegna „Valla 2. áfanga íbúðarbyggðar“, samkvæmt 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin felur í sér í meginatriðum að landnotkunin verði breytt til samræmis við tillögu að deiliskipulagi fyrir 2. áfanga íbúðarhverfis á Völlum, sjá nánar breytingaruppdrátt. Tillagan verður til sýnis frá 9. apríl 2003 til 7. maí 2003 í afgreiðslu umhverfis- og tæknisviðs, Strand- götu 8, þriðju hæð. Þeim sem telja sig eiga hags- muna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 22. maí 2003. Skila skal athugasemdum til bæjarskipulags, Strandgötu 8- 10, Hafnarfirði. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast samþykkir henni. Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. KENNSLA Nám í læknisfræði í Ungverjalandi 2003 Almennt nám í læknisfræði á ensku, tannlækn- ingum og lyfjafræði við University Medical School of Debrecen í Ungverjalandi. Nú eru meira en 200 nemendur frá Skandi- navíu og Íslandi við nám í háskólanum. Inntökupróf fara fram í Reykjavík þann 24. maí. Nánari upplýsingar fást hjá: Dr. Omer Hamad, M.D. H-4003 Debrecen, P.O. Box 4, Hungary. Sími: +36 209 430 492, fax: +36 52 439 579. Netfang: omer@elender.hu Heimasíða: http://www.tinasmedical.com SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 18  183498  Kk.  HELGAFELL 6003040919 IV/V  Njörður 6003040919 I I.O.O.F. 718340971/2FI.  GLITNIR 6003040919 I Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Verslun Bláa Geislans: Bókanir hjá Pálínu í Tarotlestur milli 13 og 14 í síma 552 4433. Í kvöld kl. 20.00 Hjálparflokkur. Allar konur velkomnar. Háaleitisbraut 58—60 Samkoma í Kristniboðs- salnum í kvöld kl. 20:00. „Þegar freistingar mæta mér“ (Lúk. 4. 1-13). Ræðumaður: Leifur Sigurðsson. Heitt á könnunni eftir sam- komuna. Allir hjartanlega velkomnir. www.fi.is Myndakvöld Ferðafélagsins í samvinnu við Landvernd mið- vikudagskvöldið 9. apríl kl. 20.00. Á ferð um Vatnajökul og nágrenni með Hjörleifi Gutt- ormssyni. Inngangseyrir er 500 kr. Allir eru velkomnir. 17.—19. apríl Páskaferð FÍ að Langavatni ofan Mýra. Fræðslu- og aðalfundur Fimmtudaginn 10. apríl verður fræðslufundur sem jafnframt er aðalfundur á vegum Sálarrann- sóknarfélagsins í Hafnarfirði. Fundurinn verður í Góðtemplar- ahúsinu og hefst kl. 20.30. Á fundinum talar Helga Jóa- kimsdóttir, kennari í Alexander- tækni, Zen búddisma og Chi gong, og svarar fyrirspurnum hvað þetta varðar. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Kaffi verður á boðstólnum. Stjórnin. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Íslandsmeistarar grunnskólasveita í skák 2003, stúlknaflokkur. Frá vinstri: Ingibjörg Ásbjörnsdóttir, Júlía Rós Hafþórsdóttir, Júlía Guð- mundsdóttir og Elísabet Ragnarsdóttir. Rimaskóli tvö- faldur Íslands- meistari í skák ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.