Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef-
ur úthlutað styrkjum af fé því sem
veitt er vegna upplýsingatækni í al-
menningsbókasöfnum. Alls bárust
24 umsóknir um rúmlega 13 milljónir
kr. Að fengnum tillögum ráðgjafar-
nefndar um málefni almennings-
bókasafna voru veittir styrkir sem
hér segir:
Upplýsing – Félag bókasafns- og
upplýsingafræða 1.000.000 kr.,
Starfshópur um verkefnið Ljóðalyk-
ill 650.000 kr., Starfshópur um verk-
efnið Missir.is 400.000 kr., Héraðs-
bókasafn Strandasýslu 350.000 kr.,
Bókasafn Ólafsfjarðar, Snæfellsbæj-
ar og Húsavíkur 300.000 kr. hvert,
Héraðsbókasafn Borgarfjarðar og
Bókasafn Öxarfjarðar 200.000 kr.
hvort, Bókasafn Grýtubakkahrepps
og Lestrarfélag Svalbarðsstrandar-
hrepps 150.000 kr. hvort.
Úthlutun
styrkja til
almennings-
bókasafna
RIMASKÓLI í Grafarvogi sigr-
aði á Íslandsmóti grunnskólasveita í
stúlknaflokki sem fór fram í húsa-
kynnum Skáksambands Íslands sl.
sunnudag. Rimaskóli hlaut 11½
vinning af 16 mögulegum. Fimm
sveitir tóku þátt í mótinu og urðu
úrslit þessi:
1. Rimaskóli 11½ v.
2. Heppuskóli-A 10 v.
3. Heppuskóli-B 8 v.
4. Laugarnesskóli 7½ v.
5. Digranesskóli 3 v.
Sveit Rimaskóla skipuðu fjórar
kornungar stúlkur:
1. Júlía Rós Hafþórsdóttir
2. Júlía Guðmundsdóttir
3. Ingibjörg Ásbjörnsdótir
4. Elísabet Ragnarsdóttir.
Í A-sveit Heppuskóla voru Halla
Tinna Arnardóttir, Katrín Líf Sig-
urðardóttir, Urður María Sigurðar-
dóttir, Ásdís Alda Ögmundsdóttir
og Védís Erna Eyjólfsdóttir.
Í B-sveit Heppuskóla voru Eyrún
Halla Jónsdóttir, Ríkey Kjartans-
dóttir, Steinunn Björg Ólafsdóttir
og Sara Björk Sigurðardóttir.
Heppuskóli frá Höfn í Hornafirði
átti tvær sveitir í mótinu, en kenn-
ari stúlkna þar hefur verið Harpa
Ingólfsdóttir. Hún hefur einnig
kennt skák í Rimaskóla.
Rimaskóli tefldi fram stúlkna-
sveit í fyrsta sinn, en skólinn hefur
náð frábærum árangri í þessari
grein í drengjaflokki. Öflugt skák-
starf er í skólanum, sem nú skilaði
sér í Íslandsmeistaratitlinum. Vig-
fús Ó. Vigfússon sér um vikulegar
skákæfingar og mikill áhugi er á
skák hjá nemendum, auk þess sem
stjórnendur skólans styðja vel við
bakið á skákstarfinu. Stúlkurnar í
sigursveitinni hafa allar tekið þátt í
fjölmennum skáknámskeiðum tafl-
félagsins Hróksins í vetur, sem
haldin eru í samstarfi við Rimaskóla
alla laugardaga. Eins fylgdust þess-
ar efnilegu skákkonur með stór-
meistaramóti Hróksins að Kjar-
valsstöðum sem tileinkað var
börnum og tóku þátt í öllum þeim
skákmótum og fjölteflum sem þar
voru í boði. Að sögn Helga Árnason-
ar skólastjóra hefur það lengi verið
markmið skólans að koma á sér-
stakri stúlknasveit. Með samstarfi
við Hrókinn og með leiðsögn eldri
nemenda í skólanum hefur árang-
urinn og framfarirnar skilað sér svo
um munar. Sigurgleðin leyndi sér
ekki í augum stúlknanna þegar
komið var með bikarinn í skólann
og honum komið fyrir við hlið Ís-
landsmeistarabikars drengjanna.
Rimaskóli, sem heldur upp á 10
ára afmæli sitt nú í vor, má vera
stoltur af öflugu og árangursríku
skákstarfi. Áhuginn er fyrir hendi
meðal krakkanna og ekki er ólíklegt
að skákmeistarar framtíðarinnar
verði Grafarvogsbúar. Enn á ný
sýnir það sig að skákáhuginn er
mikill hjá ungu fólki. Spurningin er
bara um að virkja hann.
Þrír Íslendingar í Gausdal
Sex umferðum er lokið á alþjóð-
legu skákmóti sem háð er í Gausdal
í Noregi. Þrír íslenskir skákmenn
taka þátt í mótinu: Stefán Krist-
jánsson (2.406), Ingvar Þór Jóhann-
esson (2.263) og Hafsteinn Ágússon
(1.567). Hafsteinn hefur verið bú-
settur erlendis um langt skeið, en
ljóst er á frammistöðu hans á
mótinu að stigin gefa ekki rétta
mynd af styrkleika hans.
Mótið er flokkaskipt. Stefán hef-
ur hlotið 2½ vinning í SM-flokki,
Ingvar er með 1½ vinning í AM-
flokki og Hafsteinn hefur 3½ vinn-
ing í Elo-flokki. Nick de Firmian
(2.536) er efstur í SM-flokki með 4½
vinning.
Kópavogsmótið í skólaskák
Um helgina lauk Kópavogs-
mótinu í skólaskák 2003. Teflt var í
tveimur flokkum, yngri flokki fyrir
nemendur 1.–7. bekkjar og eldri
flokki fyrir nemendur 8.–10. bekkj-
ar. Í yngri flokki urðu Hjörtur Hall-
dórsson og Ívar Blöndahl efstir og
jafnir, en í eldri flokki urðu Atli
Freyr Kristjánsson og Víðir Smári
Petersen efstir og jafnir. Tveir
efstu úr yngri og eldri flokki áunnu
sér rétt til þátttöku á Kjördæma-
mótinu sem haldið verður laugar-
daginn 26. apríl í félagsheimili TK.
Yngri flokkur:
1. Hjörtur Halldórsson 5½ v., Sala-
skóla 13 ára
2. Ívar Blöndahl Halldórsson 5½ v.,
Salaskóla 12 ára
3.–4. Ingþór Hjálmar Hjálmarsson
5 v., Digranesskóla 12 ára
3.–4. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
5 v., Salaskóla 10 ára
5.–7. Elías Kristinn Karlsson 4 v.,
Lindaskóla 12 ára
5.–7. Almar Gauti Guðmundsson 4
v., Lindaskóla 12 ára
5.–7. Axel Máni Sigurðsson 4 v.,
Digranesskóla 7 ára
8.–9. Jóel Kristjánsson 3½ v.,
Lindaskóla 10 ára
8.–9. Símon Ágústsson 3½ v., Sala-
skóla 13 ára
o.s.frv. Keppendur voru 15.
Úrslit í eldri flokki:
1.–2. Atli Freyr Kristjánsson 2½ v.,
Hjallaskóla 13 ára
1.–2. Víðir Smári Petersen 2½ v.,
Digranesskóla 15 ára
3. Arnór Már Guðmundsson 1 v.,
Lindaskóla 13 ára
Tveir efstu úr yngri og eldri
flokki unnu sér rétt til þátttöku á
Kjördæmamótinu.
MA Íslandsmeistari
framhaldsskólasveita
Menntaskólinn á Akureyri sigr-
aði á Íslandsmóti framhaldsskóla
sem lauk nýlega. Skáksveit MA
hlaut 11 vinninga af 12 mögulegum.
Einungis fjórar sveitir tóku þátt í
mótinu. Með sigrinum unnu Akur-
eyringar sér rétt til að keppa á
Norðurlandamóti framhaldsskóla
sem haldið verður hér á landi í sept-
ember. Úrslit urðu annars þessi:
1. MA 11 v.
2. MH A-sveit 8 v.
3. Flensborgarskóli 4 v.
4. MH B-sveit 1 v.
Sveit MA var þannig skipuð:
1. Halldór B. Halldórsson 3 v. af 3
2. Björn Ívar Karlsson 3/3
3. Stefán Bergsson 3/3
4. Egill Örn Jónsson 2/3
SKÁK
Skáksamband Íslands
ÍSLANDSMÓT GRUNNSKÓLASVEITA –
STÚLKNAFLOKKUR
6. apríl 2003
Daði Örn Jónsson
dadi@vks.is
FRÉTTIR
Fyrirlestur
um stríð og
hryðjuverk
Í DAG, miðvikudaginn 9. apríl, kl.
17.15 flytur Nigel Dower, kennari
við Aberdeen-háskóla í Skotlandi,
opinberan fyrirlestur á vegum
heimspekideildar Háskóla Íslands.
Fyrirlesturinn nefnist „Security in
a Global Context“. Hann verður
fluttur á ensku og er öllum opinn.
Nigel Dower heldur því fram að
stríðið sem nú er háð gegn hryðju-
verkum og deilan í Írak snúist í
raun upp í andstæðu sína og auki
því ekki á öryggi nútímamannsins.
Þvert á móti, segir í fréttatilkynn-
ingu. Fyrirlesturinn fer fram í
stofu 102 í Lögbergi og er öllum
opinn.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur
Aðalfundur Icetech á Íslandi hf. verður haldinn
miðvikudaginn 16. apríl 2003 klukkan 10.00
á skrifstofu félagsins að Bakkatúni 26, Akra-
nesi.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Stjórn Icetech á Íslandi hf.
Stefna Sjálfstæðis-
flokksins
Fundur verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29 í Hafnar-
firði, fimmtudaginn 10. apríl kl. 20.00. Árni Mathiesen, Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir og Bjarni Benediktsson skýra stefnu flokksins
fyrir næstu alþingiskosningar. Allir velkomnir.
Sjálfstæðisflokkurinn
í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur
í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur
þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um
leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í
jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og
starfa í Hafnarfirði.
Auglýsing
um tillögu að breytingu á
Aðalskipulagi Hafnarfjarðar
1995-2015 vegna
„Vellir 2. áfangi íbúðarbyggðar“
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 4.
mars 2003, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðal-
skipulagi Hafnarfjarðar 1995-2015, vegna „Valla 2.
áfanga íbúðarbyggðar“, samkvæmt 21. gr. skipulags-
og byggingarlaga nr. 73/1997.
Breytingin felur í sér í meginatriðum að landnotkunin
verði breytt til samræmis við tillögu að deiliskipulagi
fyrir 2. áfanga íbúðarhverfis á Völlum, sjá nánar
breytingaruppdrátt.
Tillagan verður til sýnis frá 9. apríl 2003 til 7. maí
2003 í afgreiðslu umhverfis- og tæknisviðs, Strand-
götu 8, þriðju hæð. Þeim sem telja sig eiga hags-
muna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera
athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að
skila inn athugasemdum er til 22. maí 2003. Skila
skal athugasemdum til bæjarskipulags, Strandgötu 8-
10, Hafnarfirði. Þeir sem ekki gera athugasemdir við
tillöguna teljast samþykkir henni.
Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar.
KENNSLA
Nám í læknisfræði
í Ungverjalandi 2003
Almennt nám í læknisfræði á ensku, tannlækn-
ingum og lyfjafræði við University
Medical School of Debrecen í Ungverjalandi.
Nú eru meira en 200 nemendur frá Skandi-
navíu og Íslandi við nám í háskólanum.
Inntökupróf fara fram í Reykjavík þann 24. maí.
Nánari upplýsingar fást hjá: Dr. Omer Hamad, M.D.
H-4003 Debrecen, P.O. Box 4, Hungary.
Sími: +36 209 430 492, fax: +36 52 439 579.
Netfang: omer@elender.hu
Heimasíða: http://www.tinasmedical.com
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 18 183498 Kk.
HELGAFELL 6003040919 IV/V
Njörður 6003040919 I
I.O.O.F. 718340971/2FI.
GLITNIR 6003040919 I
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Verslun Bláa Geislans:
Bókanir hjá Pálínu í Tarotlestur
milli 13 og 14 í síma 552 4433.
Í kvöld kl. 20.00
Hjálparflokkur.
Allar konur velkomnar.
Háaleitisbraut 58—60
Samkoma í Kristniboðs-
salnum í kvöld kl. 20:00.
„Þegar freistingar mæta mér“
(Lúk. 4. 1-13).
Ræðumaður: Leifur Sigurðsson.
Heitt á könnunni eftir sam-
komuna.
Allir hjartanlega velkomnir.
www.fi.is
Myndakvöld Ferðafélagsins í
samvinnu við Landvernd mið-
vikudagskvöldið 9. apríl kl.
20.00. Á ferð um Vatnajökul og
nágrenni með Hjörleifi Gutt-
ormssyni. Inngangseyrir er 500
kr.
Allir eru velkomnir.
17.—19. apríl Páskaferð FÍ
að Langavatni ofan Mýra.
Fræðslu- og aðalfundur
Fimmtudaginn 10. apríl verður
fræðslufundur sem jafnframt er
aðalfundur á vegum Sálarrann-
sóknarfélagsins í Hafnarfirði.
Fundurinn verður í Góðtemplar-
ahúsinu og hefst kl. 20.30.
Á fundinum talar Helga Jóa-
kimsdóttir, kennari í Alexander-
tækni, Zen búddisma og Chi
gong, og svarar fyrirspurnum
hvað þetta varðar.
Aðgangur er ókeypis og allir vel-
komnir.
Kaffi verður á boðstólnum.
Stjórnin.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Íslandsmeistarar grunnskólasveita í skák 2003, stúlknaflokkur. Frá
vinstri: Ingibjörg Ásbjörnsdóttir, Júlía Rós Hafþórsdóttir, Júlía Guð-
mundsdóttir og Elísabet Ragnarsdóttir.
Rimaskóli tvö-
faldur Íslands-
meistari í skák
♦ ♦ ♦