Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ HLUTVERK SÞ George W. Bush sagði í gær að Sameinuðu þjóðirnar myndu gegna „mikilvægu hlutverki“ við endur- reisn Íraks að stríðinu loknu. Þetta kom fram á blaðamannafundi að loknum fundi hans með Tony Blair á Norður-Írlandi í gær. Þetta var í fyrsta skipti sem forsetinn lætur slík orð falla. Greiðum 500 milljónir Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins eru flest meginatriði varðandi aðlögun EES-samningsins að stækkun ESB sem varða Ísland frágengin. Samkomulag mun hafa náðst um að Íslendingar greiði 500 milljónir í þróunarsjóði en Noregur greiði yfir 19 milljarða. Hlutur Ís- lands er 2,5% en Norðmenn greiða 97,4% Samkvæmt heimildum blaðs- ins er heimild ESB-ríkja til fjárfest- inga í sjávarútvegi í Noregi og á Ís- landi ekki lengur til umræðu. Palestínumenn falla á Gaza Ísraelski herinn gerði í gærkvöldi árás á íbúðarhverfi í miðborg Gaza. Að minnsta kosti sjö palestínumenn féllu og hátt í 50 særðust. F-16- orrustuþotum og Apache-þyrlum mun hafa verið beitt við árásina. Foringi í vopnuðum armi Hamas- samtakanna féll en konur og börn eru meðal þeirra sem særðust. Samið um Mál og menningu Gengið verður til formlegra samn- inga um að Penninn hf. kaupi versl- anir Máls og menningar á Lauga- vegi, í Bankastræti, Síðumúla og Álfabakka af Eddu útgáfu hf. Óvæntur sigur Fram Framarar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu deildarmeistara Hauka, 26:28, í fjörugum leik að Ásvöllum í gær, í fyrsta leik 8 liða úrslitanna. Þeir geta því gert út um einvígið í Safamýrinni annað kvöld. Forstjóra veitt full lausn? Valgerður Sverrisdóttir hefur veitt forstjóra Löggildingarstofu tímabundna lausn frá embætti vegna „stórfelldrar óreiðu“ í bók- haldi og á fjárreiðum stofnunar- innar. Í samtali við Morgunblaðið segist ráðherrann telja ástæðu til að veita forstjóranum fulla lausn frá störfum. VISTAKSTUR  VW ER MERKIÐ  STÁL- EÐA ÁLFELGUR? FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! Alhliða lausn í bílafjármögnun Suðurlandsbraut 22 540 1500 www.lysing. is Páskatilboð Tilboðsverð 13.900 kr. Öflugar CB-talstöðvar AM/FM 40 rása. NÝR BMW Á MARKAÐ  FORMÚLA-1 SÍUNGUR YARIS GÆÐAKÖNNUN AUTOCAR hátæknivædd fimma Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 13/14 Minningar 33/36 Erlent 15/18 Bréf 40/41 Höfuðborgin 19 Staksteinar 42 Akureyri 20 Dagbók 42/43 Suðurnes 21 Íþróttir 44/47 Landið 22 Fólk 48/53 Listir 23/25 Bíó 50/53 Umræðan 26/32 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að vegna þeirrar staðreyndar að ráðandi öfl í viðskiptalífinu séu að verða stór- ir og sterkir eignaraðilar í fjár- málastofnunum landsins sé komin upp alvarleg staða í íslensku við- skiptalífi og ein sú alvarlegasta um árabil. Steingrímur vakti máls á þessu í umræðuþættinum Ís- landi í dag í gærkvöld þar sem leiðtogar stjórnmálaflokkana komu saman. Hann segist með þessu sérstaklega hafa verið að benda á Búnaðarbankann og yf- irráð S-hópsins auk viðræðna um sameiningu Kaupþings og Búnað- arbanka. „Það sem ég segi er einfald- lega þetta: Ég á mjög erfitt með að sjá þetta fyrir mér, að það sé æskileg þróun að fákeppnin aukist í raun og veru í heildina tekið. Gegnum það að þessi fákeppnissvið, sem fyrir voru og viðurkennd eru á sviði vátryggingastarfsemi, olíu- dreifingar, matvöruverslunar, flutningastarfsemi og fleiri þátta, nái ráðandi stöðu í fjármálastofn- unum sem eru að renna saman og taka á sig fákeppnismynd í leið- inni.“ Steingrímur segir að spyrja megi hvort enduskipulagning á fjármálamarkaðnum hefði ekki mátt vera með öðrum hætti, t.d. með einum öflugum banka í eigu opinberra aðila, annarri banka- keðju í einkaeigu og þeirri þriðju sem væru sparisjóðirnir. „Það var þannig staðið að þess- ari einkavæðingu á þessum stofn- unum að þær voru í raun og veru afhentar völdum aðilum og fyrri loforð um dreifða eignaraðild voru að engu höfð. Þannig að það var boðið upp á það að ráðandi öfl í viðskiptalífinu næðu líka tangar- haldi á þessum fjármálastofnun- um,“ segir Steingrímur. Formaður Vinstri hreyfingarinnar um fjármála- stofnanir í eigu ráðandi afla í viðskiptalífinu Alvarleg staða í ís- lensku viðskiptalífi ALLT besta tónlistarfólk KFUM og KFUK sá um tónlistarflutning og leiddi söng á stór- samkomu í Austurbæ, áður Austurbæjarbíó, í gærkvöldi. Á samkomunni voru einnig dr. Roland Werner sem mun vera einn af fremstu leiðtogum í kristilegu ungmennastarfi í Þýskalandi og ungmennapredikarinn Gott- fried Müller. Auk þess söng Gospelkór Reykjavíkur og Lunatic Art dansflokkurinn miðlaði boðskap trúarinnar með dansi og lát- bragði. Vel var mætt og rífandi stemning var í salnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rífandi stemning hjá KFUM og KFUK SORG ríkir í Kattholti eftir að fréttir bár- ust af hremmingum kattarins Mola sem þar dvaldi til skamms tíma. Moli er fatl- aður og fannst vegalaus á götum borg- arinnar í vetur. Nýbúið var að koma hon- um í fóstur hjá nýjum eigendum en ekki vildi betur til en svo að á föstudaginn lenti eigandi hans í bílveltu með köttinn í bíln- um, stutt frá Fornahvammi, rétt áður en lagt er á Holtavörðuheiði. Hann var í búri sem opnaðist við bílveltuna og hefur ekki sést til hans síðan. Ekki urðu alvarleg slys á fólki í óhappinu, en verulegt eignatjón. „Þær fóru tvær starfskonur héðan úr Kattholti á laugardag og leituðu án árang- urs á svæðinu fram í myrkur. Þær fundu samt spor eftir hann svo nú erum við að safna liði til að fara og leita um næstu helgi,“ segir Sigríður Heiðberg í Katt- holti. Einnig hefur lögreglan svipast um eftir kettinum. Moli er eyrnamerktur og mjög gæfur, að sögn Sigríðar. Moli er týndur eftir að hafa lent í bílslysi. Mola leitað eftir bílslys FLESTIR þeirra sjúklinga sem tóku þátt í nýrri alþjóðlegri rannsókn um jákvæð áhrif blóð- fitulækkandi lyfja myndu að öll- um líkindum ekki fá þau nið- urgreidd frá Tryggingastofnun í dag, að mati Axels Sigurðsson- ar, hjartasérfræðings á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi, sem tók þátt í rannsókninni. Lyfin eru dýr í innkaupum og munar um minna fyrir marga, að mati Axels. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar er hægt að draga úr hættu á hjartaáföllum og blóðtappa hjá fjórðungi sjúk- linga sem hafa háan blóðþrýst- ing en blóðfitur innan eðlilegra marka, sé þeim gefið blóðfitu- lækkandi lyf. Tryggingastofnun hefur að mestu greitt niður blóðfitulækkandi lyf fyrir sjúk- linga sem uppfylla skilyrði um ákveðna áhættuþætti. Reykingamaður fengi niðurgreiðslu Auk þess sem miðað sé við að blóðfitugildi sé yfir hættumörk- um segir Axel að aðrir áhættu- þættir verði að vera til staðar, t.d. arfgeng há blóðfita. Þá sé líklegra að maður sem reyki fái niðurgreiðslu á blóðfitulækkandi lyfi en sá sem geri það ekki, þar sem reykingar séu tilgreindar sem áhættuþáttur. „Ég held að við munum fara varlega af stað og sjá hvernig þessar niðurstöður verða túlk- aðar,“ segir Axel. Hann segir ljóst að Tryggingastofnun þurfi að breyta sínum reglum ætli heilbriðisyfirvöld að tileinka sér niðurstöður rannsóknarinnar. Íslenskir læknar hafa auk annarra tekið þátt í rannsókn- inni sem staðið hefur í þrjú ár. Þeim þætti hennar sem snýr að blóðfitu hefur nú verið hætt vegna þessa marktæka árangurs en rannsóknin átti að standa í fimm ár. Þeim þætti rannsókn- arinnar, sem snýr að áhrifum til- tekins blóðþrýstingslækkandi lyfs, verður haldið áfram. Jákvæð áhrif blóð- fitulækkandi lyfja Nauðsynlegt að TR endurskoði reiknireglur REIKNAÐ er með að varðskip Landhelg- isgæslunnar verði komið að norska selveiði- skipinu Polarsyssel um klukkan tvö í dag en skipið var í gærkvöldi fast í hafís um 160 sjómílur vestnorðvestur af Ísafjarðardjúpi. Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson var komið á slóðir skipsins um kl. 15 í gær. Þegar Landhelgisgæslan hafði samband við áhöfn þess í gærkvöldi hafði áhöfn Pol- arsyssel byrjað að dæla úr skipinu og var talið að ekki væri mikil hætta á ferðum. Tekist hafði að stöðva leka sem hafði komið að skipinu og voru góðar vonir um að áhöfn- inni tækist að losa það úr ísnum í nótt. Um borð eru 15 menn. Skv. upplýsingum frá Landhelgisgæslunni barst hjálparbeiðni frá skipinu um klukkan 14:30 í gær. Annað norskt selveiðiskip, Polarfangst, hélt að skipinu og voru dælur settar um borð. Varðskip á leið að selveiðiskipi Steingrímur J. Sigfússon ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.