Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 52
101 KVIKMYNDAHÁTIÐ er hald-
in af Norðurljósum og Myndformi,
bakhjörlum Smárabíós, Regnbog-
ans og Laugarásbíós, dagana 10.–
27. apríl og fara sýningar fram í
Regnboganum. Eru myndirnar sem
þar verða á boðstólum eins ólíkar
og þær eru margar. Allar eru
myndirnar frá síðasta ári og hafa
hver á sinn hátt vakið athygli eða
unnið til verðlauna á kvik-
myndahátíðum um heim allan. En
þar með er upp talið það sem
myndirnar eiga sameiginlegt því
þær eru eins ólíkar og þær eru
margar. Þrjár þeirra eru banda-
rískar, tvær kanadískar, tvær
danskar og ein frá hverju landi;
Þýskalandi, Svíþjóð, Englandi,
Ástralíu, Ítalíu og Mexíkó – þótt í
raun séu þær allar fjölþjóðleg
framleiðsla ef farið er nánar út í
slíka sálma. Fimm myndanna sem
sýndar verða eru drama, fjórar
gamanmyndir, tvær heimild-
armyndir, ein vísindatryllir og ein
óræð blanda af teikni-, stríðs- og
heimildarmynd. En hverjar eru
þessar 13 myndir nákvæmlega?
Í KEILU FYRIR COLUMBINE/
Bowling For Columbine
Leikstjóri Michael Moore.
Opnunarmynd hátíðarinnar er
umtalaðasta heimildarmynd síðustu
áratuga, mynd sem þegar hefur
verið skráð á spjöld sögunnar fyrir
margra hluta sakir. Hún var ein-
ungis önnur heimildarmyndin til að
ná inn í aðalkeppni í Cannes og þar
bjuggu forsvarsmenn til sérstakan
verðlaunaflokk fyrir hana. Síðan
myndin var frumsýnd þar í maí í
fyrra hefur sigurgangan verið
sleitulaus og myndin hlotið fleiri
vegtyllur en nokkur önnur heimild-
armynd, er óhætt að fullyrða. Sam-
tök handritshöfunda verðlaunuðu
handrit Moore, fyrst allra heimild-
armyndahandrita og svo fékk
myndin auðvitað Óskarsverðlaunin.
Þótt myndin hafi vissulega átt það
skilið verður ekki annað sagt en að
það hafi komið á óvart að hún hafi
hlotið náð fyrir augum Ósk-
arsakademíunnar, því viðfangsefni
hennar er einkar viðkvæmt vestra
og Moore vægast sagt umdeildur
maður. Nafn myndarinnar er vísun
í útgangspunkt Moores, hörmuleg-
an atburð er átti sér stað í febrúar
1999 þegar tveir ungir drengir
myrtu 12 samnemendur sína og
einn kennara í grunnskólanum í
Columbine. Aktívistinn Moore velt-
ir vöngum yfir því hvað í ósköp-
unum getur leitt til slíks verknaðar,
vopnaður myndavél sinni, hótfyndni
og óstjórnlegri réttlætiskennd,
hvað það er í bandarískri þjóðarsál
sem veldur allri þessari byssudýrk-
un þar í landi og hvers vegna í
ósköpunum tíðni ofbeldisglæpa og
morða er svona miklu hærri í
Bandaríkjunum en í öðrum löndum.
Og spurning þessi brennur greini-
lega einnig á samlöndum hans því
myndin er orðin tekjuhæsta heim-
ildarmynd sögunnar þar í landi.
Umdeild mynd en vekur fólk til
umhugsunar, hvort sem menn eru
sammála pólitík Moores og að-
ferðafræði. Íslenskur texti.
GLÆPUR FÖÐUR AMARO/
El crimen del padre Amaro
Leikstjóri Carlos Carrera.
Mikil gróska hefur verið í mexík-
óskri kvikmyndagerð upp á síðkast-
ið með myndum á borð við Og
mamma þín líka (Y Tu Mama Tam-
bíen) og Hundaást (Amores Perros)
en myndin skartar einmitt aðalleik-
ara beggja þeirra mynda, Gael
García Bernal, sem stendur nú á
barmi heimsfrægðarinnar. Þessi
mynd var tilnefnd til Ósk-
arsverðlauna 2002 og Golden Globe
sem besta erlenda myndin en hún
sló í gegn í heimalandinu, naut í
senn vinsælda og var umdeild, því í
henni er baunað rækilega á spill-
ingu innan kaþólsku kirkjunnar.
Faðir Amaro fer til smábæjar í
Mexíkó þar sem hann kynnist hinni
gullfallegu Amelíu. Auk ástarsam-
bandsins við Amelíu kemst hann á
snoðir um spillingu innan kirkj-
unnar og fyrr en varir stendur
hann á krossgötum. Enskur texti.
KÖNGULÓIN/
Spider
Leikstjóri David Cronenberg (Dead
Ringers, Naked Lunch, Crash).
Annaðhvort er maður Cronen-
berg-maður eða ekki enda er þessi
kanadíski kvikmyndagerðarmaður
lítið fyrir málamiðlanir. Þessi nýj-
asta mynd hans, sem frumsýnd var
í Cannes í fyrra og var í aðalkeppn-
inni, er heldur engin undantekning
þar á. Spider er ungur maður á þrí-
tugsaldri, leikinn af Ralph Fiennes,
sem á við alvarleg geðræn vanda-
mál að stríða og vanþroska, sem
sterklega er gefið í skyn að hafi
eitthvað með uppeldi að gera og at-
burði sem átti sér stað í æsku milli
hans og foreldra hans, leikin af
Gabriel Byrne og Natasha Rich-
ardson. Óþægileg mynd um óþægi-
legt viðfangsefni, leikin af frábær-
um leikurum. Íslenskur texti.
GÓÐA STELPAN/
The Good Girl
Leikstjóri Miguel Arteta.
Margir telja að þessi gráglettna
mynd sem sló í gegn á síðustu
Sundance hátíð eigi eftir að festa
Vina-leikkonuna Jennifer Aniston í
sessi sem „alvöru“ leikkonu. Í
myndinni leikur hún óhamingju-
sama eiginkona sem lifir fábrotnu
lífi í smábæ í Bandaríkjunum. Það
lifnar því heldur betur yfir tilver-
unni er hún fellur fyrir ungum
manni, Jake Gyllenhaal, sem heldur
sig Holden Caulfield úr Bjargvætt-
inum í grasinu. Íslenskur texti.
KANÍNUNETIÐ/
Rabbit – Proof Fence
Leikstjóri Phillip Noyce (Quiet Am-
erican, Patriot Games, Clear and
Present Danger).
Marglofuð mynd þessa ástralska
leikstjóra sem átti sérdeilis gott ár
í fyrra er hann gerði einnig Þögla
Ameríkanann. Myndin fékk ástr-
ölsku kvikmyndaverðlaunin sem
besta myndin og tónlist Peters
Gabriels fékk sömu verðlaun og
Golden Globe verðlaunin til. Víða á
kvikmyndahátíðum, eins og í Ed-
inborg, hefur hún verið valin besta
myndin af áhorfendum en hún er
byggð á sannsögulegum atburðum
og fjallar um Molly Craig, unga
blökkukonu í Ástralíu, sem flýr
ásamt yngri systur sinni og frænku
frá vinnubúðum. Molly og stelp-
urnar eru á flótta, ávallt skrefi á
undan yfirvöldum í leit að frelsi.
28 DÖGUM SÍÐAR/
28 Days Later
Leikstjóri Danny Boyle (Train-
spotting, Shallow Grave, The
Beach)
Í heimalandinu, Englandi, hefur
verið talað um þessa mynd sem
endurkomu þessa leikstjóra sem
vakti heimsathygli fyrir tvær fyrstu
myndir sínar, Grunna gröf (Shallow
Grave) og Trainspotting. Svo gerði
hann misheppnaða gamanmynd,
Ekkert venjulegt líf (A Life Less
Ordinary) og Ströndina (The
Beach). Myndin hlaut nýverið verð-
laun breska tímaritsins Empire,
sem besta breska mynd síðasta árs
en hér er á ferð vísindatryllir um
bráðsmitandi vírus sem borinn er
út úr breskri rannsóknastofu. Hann
berst á milli manna með blóði, smit-
aðir brjálast og myrða allt sem á
vegi þeirra verður. Innan 28 daga
eru örfáir Bretar ósmitaðir og
reyna þeir að berjast fyrir framtíð
sinni. En vírusinn er ekki það eina
sem ógnar tilveru þeirra.
GRÍNISTINN/
Comedian
Leikstjóri Christian Charles.
Heimildarmynd um bandaríska
grínistann Jerry Seinfeld. Eftir að
hann hætti í gamanþáttunum sínum
vinsælu þegar hæst lét ákvað Sein-
feld að snúa aftur til sinnar gömlu
iðju, að ferðast um og troða upp
sem uppistandari. Í myndinni er
fylgst með Seinfeld og félaga hans
troða upp í litlum klúbbum víðs
1 0 1 k v i k m y n d a h á t í ð í R e g n b o g a n u m 1 0 . – 2 7 . a p r í l
Þrettán ástæður til að fara í bíó
Það er náttúrlega hægt að tína til endalaust margar
ástæður fyrir því að vænlegra sé að eyða kvöldstund í bíó-
salnum fremur en einhvers staðar annars staðar og það
væri of langt mál að fara að reifa þær allar. Skarphéðinn Guðmundsson
getur þó nefnt a.m.k. þrettán þeirra, þrettán kvikmyndir sem sýndar
verða í miðborgarbíóinu Regnboganum dagana 10.–27. apríl.
52 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HL MBL
Kvikmyndir.is
ÓHT Rás 2
Gæti hinn rangi verið
hinn rétti?
Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 5.30 og 10.05Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 6 og 8.
Sýnd kl.10. B.i 14.
SG DV
HL MBL
HÖJ
Kvikmyndir.com
SV MBL
Radíó X
H.K. DV
1/2 HL Mbl
Kvikmyndir.is
1/2
Kvikmyndir.com
Sjóðheit og mögnuð stórmynd með frábærum
tæknibrellum.
Frá leikstjóranum Jon Amiel.
HILARY SWANK
AARON ECKHART
DELROY LINDO
STANLEY TUCCI
Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 12.
3 Besti leikari íaðalhlutverkiAdrien Brody BestileikstjóriRomanPolanski BestahandritÓSKARS-VERÐLAUN
Kvikmyndir.com
HJ MBL
ÓHT RÁS 2
Radio X
Sýnd kl. 6 og 9. B.i 14.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. / Sýnd kl. 10. B.i. 16.
Sýnd kl. 3.45, 5.50 og 8.
Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
SV MBL
Radíó X
SG DV
Gæti
hinn rangi
verið hinn
rétti?
FRÁ LEIKSTJÓRA
“ROMEO MUST DIE”
OG “EXIT WOUNDS”
INNIHELDUR
FRÁBÆRA TÓNLIST
MEÐ DMX, EMINEM
OG 50 CENT
SG DV
HL MBL
Sýnd kl. 10. B.i. 12.
Með hinum rauðhærða
Rupert Grint sem
leikur Ron Weasley í
HARRY POTTER
myndunum
ÁLFABAKKI / KEFLAVÍK
Kvikmyndir.is
KRINGLAN
HILARY SWANK
AARON ECKHART
DELROY LINDO
STANLEY TUCCI
Tilboð 500 kr.
Mögnuð spennumynd sem sló rækilega í gegn við opnun í Bandaríkjunum í
síðustu viku með óskarsverðlaunahöfunum
Tommy Lee Jones og Benicio Del Toro í aðalhlutverki.
sv mbl
Kvikmyndir.isi i i
ÁLFABAKKI
Í keilu fyrir Columbine Köngulóin Góða stelpan Kanínunet 28 dögum síðarGlæpur föður Amaro