Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 14
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra boðaði í gær til fyrsta fundar nýskip- aðs Vísinda- og tækniráðs. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, og menntamálaráð- herra, Tómas Ingi Olrich, kynntu ráðið á blaðamannafundi, sem hald- inn var í kjölfar Rannsóknarþings. Á Rannsóknarþingi var dr. Svanhildi Óskarsdóttur veitt Hvatning- arverðlaun Rannsóknarráðs Íslands. Í Vísinda- og tækniráði sitja fjórir ráðherrar; Geir H. Haarde fjár- málaráðherra auk þeirra þriggja sem nefndir eru hér að ofan. Þá sitja í ráðinu 14 fulltrúar vísinda- samfélagsins, atvinnulífs og annarra ráðuneyta. Fjórir eru tilnefndir af Samstarfs- nefnd háskólastigsins, tveir af Al- þýðusambandi Íslands, tveir af Sam- tökum atvinnulífsins og sex einstaklingar eru tilnefndir af eft- irtöldum ráðherrum: Mennta- málaráðherra, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, sjávarútvegsráðherra, landbún- aðarráðherra, heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra og umhverf- isráðherra. Stofnað snemma árs Vísinda- og tækniráð var stofnað með lögum nr. 2/2003, snemma á þessu ári. Tilgangurinn með þessari breytingu á yfirstjórn vísinda- og tæknimála er, að sögn mennta- málaráðherra, einkum sá að efla for- sendur opinberrar stefnumörkunar á sviði vísinda og tækni og samræma aðgerðir opinberra aðila á þessum vettvangi. „Jafnframt endurspeglar þessi breyting þann vilja stjórnvalda að stefna í vísindum, rannsóknum og þróun, setji ótvíræðan svip á al- menna stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahags- og atvinnumálum,“ segir Tómas Ingi. Menntamálaráðherra segir að Vísinda- og tækniráð sé nýjung hér á landi. Vægi málaflokksins sé í lög- unum aukið frá því sem verið hafi, með því að forsætisráðherra og þrír aðrir ráðherrar taki sæti í ráðinu. „Ráðið starfar í tveimur nefndum milli funda; vísindanefnd, sem heyr- ir undir menntamálaráðuneytið, og tækninefnd, sem heyrir undir iðn- aðarráðuneytið,“ segir Tómas Ingi og bætir við að gert sé ráð fyrir að nefndirnar hafi með sér náið sam- ráð. „Menntamálaráðuneytið hefur stofnað nýja skrifstofu vísindamála, sem hefur meðal annars það hlut- verk að þjónusta hið nýja ráð.“ Endurskoðun á skipulagi Á fyrsta fundi ráðsins fjallaði for- sætisráðherra m.a. um eflingu sjóða sem veita styrki til rannsókna- og þróunarstarfsemi, mikilvægi ný- sköpunarfyrirtækja fyrir íslenskt samfélag, samstarf háskóla og fyr- irtækja og nauðsyn þess að endur- skoða skipulag opinberra rannsókn- arstofnana. Einnig kom fram hjá forsætisráð- herra að fjárhagsleg stefnumörkun stjórnvalda fyrir sjóðina til næstu þriggja ára verði lögð fram í fjár- lagafrumvarpi fyrir árið 2004. Menntamálaráðherra lagði áherslu á mikilvægi rannsóknarmenntunar, alþjóðasamstarfs og þess að Ísland verði áfram í hópi þeirra þjóða sem verja mestu fé til rannsókna og þró- unarstarfs. Iðnaðarráðherra fjallaði um hið mikilvæga samspil vísinda- rannsókna og nýsköpunar atvinnu- lífsins og sagði að endurskoða þyrfti opinberan stuðning við nýsköpun og atvinnuþróun, þannig að hann tæki mið af framförum í vísindum og tækni. Valgerður sagðist, á blaðamanna- fundinum í gær, vilja leggja áherslu á að brotið hafi verið blað með þess- um nýju lögum, „þar sem atvinnu- lífið er með þeim betur tengt vís- indarannsóknum en áður hefur verið,“ sagði hún. Iðnaðarráðherra sagði að ráðuneytið hefði tvö tæki til að láta gott af sér leiða í þessum efn- um; Nýsköpunarmiðstöðina og Tækniþróunarsjóð. „Þetta er nýr sjóður, sem heyrir undir iðn- aðarráðherra. Hann hefur mjög mikilvægt hlutverk á frumstigi ný- sköpunar, sem ekki hefur verið sinnt nægilega fram að þessu. Við leggj- um mikla áherslu á að hann verði fjárhagslega sterkur og geti virki- lega tekið á þeim verkefnum sem honum eru falin,“ sagði Valgerður. Hún sagði að mikill frumkvöðl- aáhugi væri á Íslandi. „Kannanir sýna að hann er meiri en gengur og gerist, en engu að síður er nýsköpun atvinnulífsins ekki nægilega hröð. Við gerum okkur von um að þessi breyting geri að verkum að við get- um horft fram á betri tíma í þessum efnum.“ Hvatningarverðlaun afhent Menntamálaráðherra afhenti dr. Svanhildi Óskarsdóttur bókmennta- og textafræðingi Hvatningar- verðlaun RANNÍS á þinginu í gær. Dr. Ingibjörg Harðardóttir kynnti nýjan verðlaunahafa. Hún sagði að við val á verðlaunahafa hefðu nokk- ur meginatriði verið lögð til grund- vallar. „Miðað er við að viðkomandi hafi lokið formlegu námi, venjulega doktorsprófi, eða hafi aðra sam- bærilega reynslu. Einnig er miðað við að hann hafi stundað sjálfstæðar rannsóknir í nokkur ár, þannig að ljóst sé á hvaða sviði hann hyggst hasla sér völl og að hann sé fær um að stýra rannsóknum á því sviði,“ sagði Ingibjörg í ræðu sinni. „Metin eru gæði og afköst í rann- sóknum út frá ritverkum og er meg- ináhersla lögð á greinar í við- urkenndum og ritdæmdum tímaritum, bækur og bókarkafla í fagbókum og svo einkaleyfi eða einkaleyfaumsóknir, þar sem slíkt á við. Einnig er metið hvort sú þekking sem viðkomandi hefur aflað með rannsóknum sínum leggi eitthvað mikilvægt af mörkum til íslensks samfélags. Þá er horft til þess hvort viðkomandi hafi unnið brautryðj- endastarf, byggt upp nýtt svið hér- lendis, stuðlað að nýsköpun eða ný- mælum á Íslandi eða sýnt sérstaka atorku að öðru leyti,“ sagði hún einnig. Gert fræðin aðgengileg „Auk þess að sinna vísindastörf- um, sem hafa skilað sér í fræðilegum útgáfum, doktorsritgerð og fræði- greinum í tímaritum og bókum, hef- ur Svanhildur verið virkur þátttak- andi í almennri bókmenntaumræðu, m.a. sem gagnrýnandi og meðlimur í dómnefndum. Hún hefur náð mikilli leikni í að tvinna saman vísindum, almenningsfræðslu og fjölmiðlun og hefur tekið þátt í og eða staðið fyrir afar fjölbreyttri og vandaðri þátta- gerð um íslenskt mál, bókmenntir og handrit. Hún hefur gert þessi fræði fróðleiksfúsum almenningi að- gengileg og heillandi,“ sagði dr. Ingibjörg Harðardóttir á Rannsókn- arþingi. Fyrsti fundur vísinda- og tækniráðs Dr. Svanhildur Óskarsdóttir hlýtur hvatningarverðlaun RANNÍS Morgunblaðið/Golli Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, afhenti dr. Svanhildi Ósk- arsdóttur Hvatningarverðlaun RANNÍS í gær. VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Byggingarlóð í vesturbæ Kópavogs Af sérstökum ástæðum er til sölu lóð á mjög góðum stað við Vesturvör, rétt við hina ört vaxandi höfn í Kópavogi (nýlega gerð að fullgildri tollhöfn). Heimilt að reisa 2000 fm hús með mikilli lofthæð. Stækkunarmöguleikar veru- legir. Selt er einkahlutafélag sem á lóðina. Áhvílandi er lán til 4ra ára ca 12,5 millj. Frábært tækifæri - miklir möguleikar m.a. sem heildarlausn fyrir stærri fyrirtæki eða fyrir byggingaraðila til að byggja og selja eða leigja út í stórum eða smáum einingum. Upplýsingar í síma 866 1515. ÁSMUNDUR Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Framtaks-fjárfesting- arbanka, segir að sex milljarða króna opinber útgjöld ríkisstjórnar- innar hefðu átt að renna til nýsköp- unar í atvinnulífinu, frekar en stór- framkvæmda. Þetta kom fram í ræðu hans á Rannsóknaþingi í gær. Ásmundur segir að tilhneiging hafi verið til þess hér á landi, að horfa á fyrsta stigið í starfsemi fyr- irtækja, þ.e. uppfinningar og grunn- rannsóknarþróun. „Svo virðast margir telja að framhaldið komi af sjálfu sér. Nóg sé að koma með góða hugmynd,“ segir Ásmundur. Horft framhjá vandræðum sprotafyrirtækja Hann segir að nokkuð áberandi hafi verið, á Rannsóknaþinginu, að horft hafi verið framhjá þeim vand- ræðum sem hann telji að ríki nú í sprotafjármögnun. „Þeir sem stóðu undir þessari fjármögnun fyrir tveimur til þremur árum eru búnir að binda fé sitt; sumir hafa reyndar tapað ansi miklu fé. Þeir sem enn eru á markaðinum eru að mestu bundnir við að fylgja eftir þeim verkefnum sem þeir eru með í gangi,“ segir Ás- mundur, „þannig að það er afar erfitt að fá fjármagn í sprotaverkefni. Sá þátturinn varð að mínu viti útundan í umræðunni á þinginu.“ Ásmundur segir að vísindasam- félagið sé til að mynda á villigötum, þegar lagt sé til að menn séu metnir til launa á grundvelli þess hve mörg- um greinum þeir hafi skilað í viður- kennd tímarit, svo dæmi sé nefnt. „Þegar kemur hins vegar að því að búa til afurð; vöru eða þjónustu, er ekki víst að þetta skipti einu einasta máli,“ segir hann. „Þarna má segja að séu tveir menningarheimar að kallast á, ef ég má orða það þannig.“ Ásmundur segist telja að töluvert vanti upp á að vísindasamfélagið sé meðvitað um að það þurfi að vera einhverjir sem nýti sér þekkingu þess, til að framleiða verðmæti. Ásmundur segir að sér finnist sú pólitíska afstaða makalaus, að rétt sé að leggja sex milljarða króna í stór- framkvæmdir, í stað þess að leggja eitthvað af þeim fjármunum í at- vinnuuppbyggingu gegnum t.d. Ný- sköpunarsjóð. „Ég held að mikil nauðsyn sé á að mæta þeim þörfum. Víða eiga verkefni undir högg að sækja vegna þess að fjárfestar eða frumkvöðlar hafa ekki burði til að fylgja þeim nægilega vel eftir.“ Ásmundur Stefánsson á Rannsóknaþingi Nær að fjárfesta í nýsköpun EITT af fimm stærstu lyfjafyrir- tækjum í heimi, AstraZeneca, hefur fest kaup á þjarkakerfi sem þróað er af lyfjaerfðafræðideild Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) og ætlað til að flýta fyrir lyfjaþróun. Kerfið heitir RoboHTC og er samhæfður vél- og hugbúnaður til að hanna, setja upp, greina og halda utan um greiningar á kristöllun prótína, segir í tilkynningu frá ÍE. Ekkert er gefið upp um fjárhagslið samningsins. Rannsóknateymi í lyfjaþróun geta með hjálp RoboHTC hannað, skimað og skráð tilraunir en kerfið á að spara bæði tíma og fjármuni í slíkum rannsóknum. Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra ÍE, í tilkynningunni að það sé ánægjulegt að vera í samstarfi við AstraZeneca. „Samningurinn undirstrikar mikilvægi lyfjaefna- fræðideildar okkar í Bandaríkjun- um, bæði fyrir okkar eigin lyfjaþró- unarverkefni og fyrir vaxandi hóp viðskiptavina,“ segir Kári. Leiðandi í lyfjaþróun „AstraZeneca hefur byggt upp aðstöðu sem gerir fyrirtækið leið- andi aðila á sviði lyfjaþróunar á grunni rannsókna á formgerð lyfja- marka. Þetta endurspeglar þá aukn- ingu sem hefur orðið í slíkum rann- sóknum hjá okkur og hversu vel þær hafa gengið,“ segir John Sta- geman, einn framkvæmdastjóra hjá AstraZeneca. Hann segir samning- inn við ÍE vera lið í auknum fjár- festingum AstraZeneca í rannsókn- um á formgerð lyfjamarka og lyfjaefna. AstraZeneca stundar rannsóknir, þróun, framleiðslu og markaðssetn- ingu á lyfseðilsskyldum lyfjum, auk ýmissar þjónustu við heilbrigðis- geirann. Heildarsala fyrirtækisins er yfir 17,8 milljarðar Bandaríkja- dala á ári. ÍE selur þjarka- kerfi til Astra- Zeneca
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.