Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 22
LANDIÐ
22 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ gustaði um fyrirmenn á
Norðurgarði laugardaginn 5 apríl
sl. þegar formleg vígsla endur-
bættra hafnarmannvirkja í Grund-
arfirði fór fram. Fresta varð flest-
um atriðum sem fram áttu að fara
á bryggjunni við þessa athöfn
vegna veðurs. Samgönguráðherra
Sturla Böðvarsson og hafnarstjór-
inn í Grundarfirði Björg Ágústs-
dóttir létu veðrið þó ekki aftra sér
og klipptu í sameiningu á borða
sem strengdur hafði verið þvert
yfir bryggjuna en að því búnu
blessaði sóknarprestur Grundfirð-
inga sr. Helga Helena Sturlaugs-
dóttir mannvirkin. Síðan var hald-
ið til veislu í Samkomuhúsi
Grundarfjarðar. Þar gerði Björg
hafnastjóri grein fyrir fram-
kvæmdunum og helstu magntöl-
um, samgönguráðherra, fulltrúar
Vita- og hafnamála, verktaka og
útgerðaraðila fluttu ávörp og
heillasóskir. Dixieland-band
Grundarfjarðar flutti nokkur lög
og sönghópurinn Sex í sveit söng
lög er hæfðu tilefninu og Hótel
Framnes sá um að metta munn og
maga. Í máli Guðmundar Smára
Guðmundssonar, framkvæmda-
stjóra Guðmundar Runólfssonar
hf., kom fram að hafnarmannvirk-
in ná nú í fyrsta sinn í sögu hafn-
armannvirkjagerðar í Grundarfirði
að þjóna umfangi útgerðar við
verklok. Norðurgarður eða stóra
bryggja eins og heimamenn kalla
mannvirkið var lengd um 100
metra og er dýpið við hana á þess-
um kafla 8 metrar. Ísverksmiðjan
Snæís er á bryggjunni og afgreiðir
ís um 3 stúta við bryggjukantinn
með sjálfvirkri dælingu.
Að sögn hafnarvarðar, Hafsteins
Garðarssonar, er öll aðstaða við
höfnina til fyrirmyndar og
skemmtiferðaskip hafa í vaxandi
mæli bókað komur sínar til Grund-
arfjarðar með tilkomu þessara
endurbóta við Grundarfjarðarhöfn.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Sóknarprestur Grundfirðinga, Helga Helena Sturlaugsdóttir, blessar hafn-
armannvirkin og þá er þau munu nota í framtíðinni.
Hafnarmannvirkin vígð í
sunnan stórviðri og ágjöf
Grundarfjörður
GÓÐ aðsókn hefur verið að sýn-
ingum Leikfélags Húsavíkur á leik-
ritinu, Þrúgur reiðinnar, sem byggt
er á skáldsögu Johns Steinbecks.
Verkið var frumsýnt í byrjun febr-
úar í leikstjórn Arnórs Benón-
ýssonar. Því hefur verið mjög vel
tekið og bæði börn og fullorðnir
haft gaman af.
Alls hafa um fjórtán hundruð
áhorfendur séð leikritið til þessa,
að sögn Ásu Gísladóttur, formanns
leikfélagsins, en sýningum fer nú
fækkandi.
Góð aðsókn að Þrúgum reiðinnar
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Þessir herramenn sjá um tónlistarflutninginn í sýningu LH á Þrúgum reið-
innar. F.v. Guðni Bragason, Jón G. Stefánsson og Sigurður Illugason.
Húsavík
ÞAÐ viðraði vel til útileikja og
garðvinnu um helgina, ekki síst í
norðausturhluta landsins, því hit-
inn fór upp í 13 til 15 stig á nokkr-
um stöðum þar þegar hlýjast var.
Á Þórshöfn nýttu bæjarbúar tím-
ann til vorvinnu; runnaklippinga
og hreinsunar á blómabeðum.
Gróðurinn virðist koma vel und-
an vetri sem hefur verið mildur og
lítið um kal á trjám og runnum.
Við Hálsveg 5 á Þórshöfn voru
þau Kristján Sigfússon og Natalia
önnum kafin, en þau eyða þar
mörgum stundum og garðurinn
ber þess merki að vel er hugsað
um hann.
„Sitkagrenið kemur betur und-
an vetri nú en í fyrra,“ sagði Krist-
ján. Í garðinum er að finna ýmsar
trjá- og runnategundir auk
blómanna, sem Natalía hugsar
einkum um.
Það eru ekki ýkja mörg ár síðan
talið var fásinna að reyna nokkra
trjá- eða runnaræktun hér á Þórs-
höfn, sjávarselta og norðannæð-
ingur myndi ganga frá því yfir
vetrartímann.
Reynslan hefur sýnt hið gagn-
stæða og ræktarlegir garðar eru
nú víða í plássinu.
Þórshöfn
Natalía og Kristján notuðu góða veðrið til að vinna í garðinum.
Blíða á Norðausturlandi
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
þremur metrum hærri en áður.
Við þessa hækkun stækkar lónið
nokkuð að flatarmáli en vegna að-
stæðna í landslaginu er það óveru-
legt.
Kostnaðaráætlun verksins er á
bilinu 25-30 milljónir. Lánafyrir-
greiðslur eru góðar að sögn fram-
kvæmdaraðila, sem vildi þakka
góðar undirtektir. Lánasjóður
Landbúnaðarins, Byggðastofnun
og Búnaðarbankinn hafa komið að
fjármögnun verksins.
Eigendur virkjunarinnar og
jarðarinnar Eyvindartungu eru
systkinin Sigurður Jónsson hdl. og
Helga Jónsdóttir auk Snæbjarnar
Þorkelssonar, eiginmanns Helgu.
RAFORKUBÆNDUR í Eyvindar-
tungu hafa tekið fjórðu kynslóð
virkjunar Sandár í notkun. Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra
sneri ræsirofanum að Sandárvirkj-
uninni á föstudag með þeim orðum
að nú væri hún Sandá mjólkuð í
stað kúnna sem nú eru ekki lengur
á bænum.
Virkjunin framleiðir 250kw inn á
dreifikerfi RARIK og jafnar um-
talsvert orkusveiflur kerfisins frá
Ljósafossi að Flúðum, að sögn for-
ráðamanna þar. Mun spennuaukn-
ingin jafngilda 6 voltum að jafnaði.
Helsti kostur virkjunarinnar er
hve jöfn framleiðslan er enda
rennsli árinnar afar stöðugt allt
árið.
Framkvæmdir við þessa virkjun
hófust 1. júní í fyrra og lauk nú
með ræsingu 27. mars sl. Áin hef-
ur mjög jafnt og gott rennsli, með
lágmarksrennsli um 1.500 rúm-
metra á sekúndu. Vatnið er leitt
um 110 cm víðan stokk frá stíflu,
370 m leið niður í stöðvarhúsið
gegnum túrbínu sem þar stendur
og knýr rafal. Stokkurinn er smíð-
aður úr timbri sem kemur tilsniðið
úr verksmiðju BYKÓ í Lettlandi.
Uppistöðulón virkjunarinnar er á
sama stað og verið hefur frá byrj-
un, en stíflan er um 5,30 m há,
Áfangi í starfsemi raforkubænda í Laugardal
Sandárvirkjun 4 opnuð
Laugarvatn
Morgunblaðið/Kári Jónsson
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra gangsetur Sandárvirkjun 4.
ⓦ
Hafið samband
við umboðsmann,
Pál Pétursson
í síma 471 1348
og 471 1350
Blaðbera vantar
á Egilsstöðum
Blaðbera vantar í nokkur
hverfi á Egilsstöðum og
í Fellabæ. Þurfa að geta
sinnt starfinu fyrir há-
degi og byrjað sem allra
fyrst.
EINSTAKT TÆKIFÆRI - DJÚPMANNABÚÐ Í MJÓAFIRÐI
Sighvatur Lárusson Sími 864 4615
sighvatur@remax.is FASTEIGNASALAN BÚI
Heimilisfang: Djúpmannabúð
Mjóafirði við Ísafjarðardjúp.
Byggingarár: 1974 - 1988
Stærð: samtals 172 fm
Áhvílandi : 0
Ásett verð : 9,8 millj.
Um er að ræða veitingarskála og sumarhús, ásamt öllum viðeigandi tækjum til rekstrar. Söluskáli byggður
1974, 100,2 fm. Skálinn skiptist í rúmgóðan veitingasal, salerni og eldhús. Sunnan við söluskálann er 90 fm
verönd. Millibygging frá 1988 26,9 fm, óeinangrað timburhús áfast söluskála, geymsla, þvottahús og
geymsla. Tæki og búnaður, uppþvottavél, eldavél, bakarofn, samlokugrill, súpupottur, hrærivél, örbylgjuofn,
frystikistur, borðbúnaður og áhöld til veitingareksturs, þvottavél, þurrkari. Starfsmannahús byggt 1988 46,4
fm og stór verönd, skiptist í stofu, eldhúskrók, með ísskáp, elda- og uppþvottavél, þrjú svefnherbergi, sal-
erni með sturtu og svefnloft. Byggt í stálramma, flytjanlegt. Byggingarnar standa á leigulóð, raflögn er 220
volt. Þessi eign hentar vel sem rekstrareining fyrir samhenta fjölskyldu eða orlofsstaður fyrir einstaklinga,
veiði-, vinahópa eða félagasamtök.
Einstök náttúrufegurð einkennir staðinn og gefur staðnum mikla möguleika á
hverskonar nýtingu.