Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 47 Úrslitakeppni ESSO deildar kvenna 2003 Handbolti okkar þjóðaríþrótt 4 liða úrslit miðvikud. 9. apríl 2003 ÍBV - Valur Vestm.eyjum 19.15 Haukar - Stjarnan Ásvöllum 19.15 Eftir rúmlega sex mínútur hafðihvort lið skorað eitt mark en það átti eftir að breytast. ÍR-ingar gerð- ust djarfir og upp- skáru fyrir það tíu mörk úr tíu sóknum í röð þegar þeir tættu vörn Þórs hvað eftir annað í sundur. Slíku var ekki að heilsa hjá gestunum, sóknarleikur þeirra varð sífellt slakari og skotin mörg ótrúlega slök – nema helst hjá Goran Gusic sem skoraði 8 mörk fyrir hlé en Sturla Ásgeirsson í sama horni skoraði jafnmörg fyrir ÍR. Engu að síður tókst ÍR ekki að stinga gestina af þrátt fyrir ólíkan leik liðanna. Úr- slitin urðu eftir því og fimm marka sigur gefur ekki rétta mynd af leikn- um. „Það var ekki lagt upp með að ég skyldi skora mikið en svona spilaðist leikurinn í dag – ég var í stuði, nýtti færin og hafði gaman af,“ sagði ÍR- ingurinn Sturla eftir leikinn. „Annars var þetta góður leikur, sóknin gekk vel upp en við fengumalltof mikið af mörkum á okkur. Við höfum æft vel undanfarið og menn komu vel und- irbúnir, opnuðu vel fyrir hver annan og tóku ekki skot í fyrsta færi sem gafst heldur í öðru eða þriðja og feng- um því opin færin.“ Auk Sturlu voru Ingimar Ingimarsson, Ragnar Helgason og Bjarni Fritzson góðir í liði ÍR. Þórsarar verða að bæta sinn leik verulega til að eiga möguleika á sigri í næsta leik. Auk bættrar varnar þarf mun meira áræði í leikstjórnendur liðsins, sem þurfa einnig að skjóta hraustlega svo að markvörður mót- herja grípi ekki svona oft skotin. „Ég er fyrst og fremst óánægður með varnarleikinn, við fengum á okk- ur fimm mörk á tuttugu mínútum en síðan þrjátíu á næstu fjörutíu mínút- unum og það er óviðunandi,“ sagði Sigurpáll Árni Aðalsteinson þjálfari Þórs eftir leikinn. „Við fórum að hengja haus og þá var leikurinn búinn af okkar hálfu. Við hættum að hlaupa til baka, það var óþarfi að tapa. Við sýndum í byrjun að ÍR-ingar gátu ekkert þegar við stóðum vörnina al- mennilega. Við gáfum þeim ódýr mörk sem við vissum að þeir myndu reyna að fá og ég ætlast til að mínir menn komi í veg fyrir. Það er samt allt mögulegt í næsta leik, við unnum þá síðast fyrir norðan en verðum að bæta vörnina og fara yfir sóknarleik- inn.“ Goran skoraði vel og Árni Þór Sigtryggsson átti nokkur góð skot. SIGUR ÍR var síst of stór þegar Þór frá Akureyri kom í heimsókn í Breiðholtið í gærkvöldi. Þar sem bæði lið sýndu vörninni lítinn áhuga var mikið skorað og segir það sína sögu að vinstri horna- menn liðanna skoruðu 14 mörk hvor. Breiðhyltingum tókst aðeins að vinna með fimm marka mun, 36:31, þrátt fyrir mikin mun á getu liðanna. Næsta viðureign á Akureyri ætti að vera formsatriði ef Þórsarar taka sig ekki duglega á, bæði í vörn og sókn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Markús Máni Michaelsson brýst framhjá Magnúsi Sigurðssyni og Björgvini Rúnarssyni og skorar fyrir Valsmenn.  HELGI Kolviðsson og félagar í Kärnten eru komnir í undanúrslit austurrísku bikarkeppninnar eftir góðan útisigur á Ried, 3:1, í gær- kvöld. Helgi lék allan leikinn með Kärnten.  HEIÐAR Helguson lék síðustu 18 mínúturnar með Watford sem sigraði Crystal Palace, 1:0, á útivelli í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Heimamenn gerðu sjálfsmark á loka- mínútu fyrri hálfleiks.  AUÐUN Helgason hóf í gær æfing- ar á ný með Landskrona í Svíþjóð. Hann missti af fyrsta leik liðsins í úr- valsdeildinni í knattspyrnu um helgina vegna meiðsla en spilar vænt- anlega með varaliðinu á morgun.  ATLI Sveinn Þórarinsson skoraði eitt marka Örgryte sem vann Kalm- ar, 4:0, í fyrrakvöld í deildakeppni sænsku varaliðanna. Atli Sveinn, sem hefur leikið mjög vel með Ör- gryte á undirbúningstímabilinu, var óvænt settur út úr aðalliðinu fyrir fyrsta leik þess í úrvalsdeildinni um helgina. Örgryte steinlá þá fyrir Helsingborg, 1:4, á heimavelli.  DANÍEL Hjaltason tryggði Vík- ingi sigur á portúgalska áhuga- mannaliðinu Ferreiras, 1:0, í æfinga- leik í Portúgal í gærkvöld.  INDVERSKA ólympíunefndin til- kynnti í gær að 22 frjálsíþróttamenn hefðu fallið á lyfjaprófum sem tekin voru á indverska meistaramótinu í desember sl. Alls voru tekin 464 lyfja- próf og voru 13 verðlaunahafar á meðal þeirra sem höfðu haft rangt við. FÓLK LEYFISRÁÐ Knattspyrnu- sambands Íslands varð á ný að fresta því í gær að taka afstöðu til umsókna félaganna um að fá keppnisleyfi í úrvalsdeild karla í sumar. Knattspyrnusamband Evr- ópu hefur enn ekki samþykkt leyf- ishandbækur neinna landa en reiknað er með því að Ísland verði í hópi þeirra fyrstu í þessum mánuði. Fundur ráðsins var settur á að nýju næsta miðvikudag, 16. apríl, en þá er vonast eftir því að þá verði grænt ljós komið frá UEFA. Ákvörðun um keppn- isleyfi enn frestað ROLAND Eradze, Val, 21/1 (þar af 8 sem knötturinn fór aftur til mótherja). 9 (4) lang- skot, 3 (2) eftir hraðaupp- hlaup, 4 (1) úr horni, 4 (1) af línu, 1 vítakast. Magnús Sigmundsson, FH, 4 (þar af 3 til mótherja). 1 lang- skot, 2 (2) eftir gegnumbrot, 1 (1) af línu. Jónas Stefánsson, FH, 13 (þar af 4 til mótherja). 8 (3) langskot, 1 (1) eftir gegn- umbrot, 4 úr horni. Hallgrímur Jónasson, ÍR, 18 (þar af 9, sem knötturinn fór aftur til mótherja). 8 (4) lang- skot, 2 (2) gegnumbrot, 2 (1) af línu, 4 (1) úr hornum, 1 hraða- upphlaup, 1 (1) víti. Stefán Petersen, ÍR 1. 1 hraðaupphlaup. Hörður Flóki Ólafsson, Þór 7 (þar af 2 sem knötturinn fór aftur til mótherja). 4 (2) lang- skot, 1 gegnumbrot, 1 úr horni, 1 hraðaupphlaup. Hafþór Einarsson, Þór, 5 (þar af 2 sem knötturinn fór aftur til mótherja). 4 (2) lang- skot, 1 hraðaupphlaup. Þannig vörðu þeir STJÓRN Alþjóðaólympíunefnd- arinnar, IOC, er þessa dagana í Aþenu til þess að fylgjast með gangi mála við undirbúning sum- arleikanna sem fara fram eftir rúmt ár í Grikklandi. Gríska framkvæmdanefndin hef- ur til þessa staðið við fátt sem lagt var upp með í upphafi er Grikkjum var úthlutað að framkvæma og skipuleggja stærsta íþróttaviðburð veraldar. Jacques Rogge, forseti IOC, sendi Grikkjum tóninn í febrúar á þessu ári þar sem áætlanir höfðu engan veginn staðist og er þetta í annað sinn sem Rogge hefur brýnt fyrir Grikkjunum að halda sig við efnið. Denis Oswald, sem er einn nefnd- armanna í eftirlitsnefnd IOC vegna Aþenuleikanna, segir í viðtali við þýskt vikublað að svo virðist sem framkvæmdir á svæðinu séu allt að þremur mánuðum á eftir áætlun. Oswals segir að þeir viðburðir sem áttu að fara fram áður en leikarnir sjálfir hefjast séu nú í uppnámi og telur Oswald að mörg mannvirki á svæðinu verði notuð í fyrsta sinn á sjálfum leikunum og þá geti margt farið úrskeiðis. Stjórn Alþjóðaólympíunefnd- arinnar hefur ákveðið að halda fund með fréttamönnum á morgun, fimmtudag, þar sem farið verður yfir stöðuna í Aþenu sem margir hafa miklar áhyggjur af. Staðan vegna ÓL í Aþenu er alvarleg Sigur ÍR-inga var síst of stór   #    .  112 1   #3 "3   */  4 7 5 8 +5 0 8 9 6 + 7 5 7   */  4 =- 35 34 +2 9, 94 0- 97 99 9< &,2 ,2  38 35 +& 9, 94 0- 59 5: 5<                 Stefán Stefánsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.