Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 23 ÞAÐ eru orðin nokkur ár síðan píanóparið SteinunnBirna Ragnarsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðs-son héldu síðast saman tónleika á tvö píanó. Ann- ríki í öðru tónleikahaldi, ferðalög og dvöl erlendis, stofnun tónlistarskóla er ærinn starfi og ekki mikill tími aflögu til þess að viðhalda hefð sem þau byrjuðu á árið 1995 og buðu upp á í fjögur ár. En nú skal aftur tekinn upp þráðurinn, því í kvöld halda þau Steinunn Birna og Þorsteinn Gauti tónleika í Salnum í Kópavogi þar sem þau leika þekkt verk fyrir tvö píanó og hefjast tónleikarnir klukkan 20. En þótt þau hafi ekki spilað píanótvennu um skeið, hafa þau oft spilað fjórhent við ýmis tækifæri, „ef ekki finnst nema einn flygill í húsinu,“ eins og þau segja. Fyrir utan að vera meðal okkar fremstu píanóleikara í dag, er ýmislegt sem tengir Steinunni Birnu og Þorstein Gauta. Þau hafa þekkst frá því þau voru unglingar þegar þau voru nemendur í píanóleik í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Bæði héldu þau til framhaldsnáms í Banda- ríkjunum, hún til Boston, hann til New York og í dag kenna þau bæði við Tónlistarskólann í Reykjavík – enda segja þau hugmyndina að píanótvennu hafa vaknað á kennarastofunni í þeim ágæta skóla. „Okkur langaði bæði til þess að spila píanótvennu. Það er til mjög mikið af tónlist sem er skrifuð fyrir tvö píanó,“ segja þau og bæta við eftir smáumhugsun: „Líklega á hugmyndin sér lengri sögu í kollinum á okkur því þegar við vorum í námi, lékum við okkur oft á hljóðfærið og spil- uðum á tvö píanó. Einnig höfum við oft spilað hljómsveit- arhlutann hvort fyrir annað þegar annað hvort okkar er til dæmis að æfa fyrir einleikstónleika með hljómsveit.“ Á sér hefð á Íslandi Það er ekkert sérstaklega algengt að tveir píanóleik- arar taki sig til og bjóði upp á það litbrigði í tónleikaflór- unni sem píanótvenna er, segja þau Steinunn Birna og Þorsteinn Gauti og rifja upp tónleika Halldórs Haralds- sonar og Gísla Magnússonar, sem voru starfandi sem pí- anódúó fyrir meira en tuttugu árum. „Ég held að samstarf þeirra hafi átt þátt í að kveikja í okkur,“ segir Þorsteinn Gauti. „að minnsta kosti vorum við bæði mjög opin fyrir þessum möguleika, því auðvitað sóttum við tónleika þeirra – og ekki bara það. Ég fékk að fletta fyrir Halldór og meira að segja slá nokkra tóna,“ segir Þorsteinn Gauti. Auk þess að kynnast píanótvennu í æsku, ef svo má að orði komast, forframaðist Þorsteinn Gauti enn frekar í Bandaríkjunum, þar sem hann var hjá kennara sem nýtti möguleika píanósins til hins ítrasta. „Hann leiddi saman enn fleiri flygla, oft átta, en mest sextán að mig minnir og lét þá þrjá nemendur leika á hvern flygil. Ég lenti einu sinni í því að leika á slíkum tónleikum hjá honum.“ Þegar talið berst að þeirri einsemd sem undirbúningur fyrir tónleika krefst, taka þau Steinunn Birna og Þor- steinn Gauti undir það og segja það sérstaklega eiga við píanóleik; þetta sé því mjög skemmtileg tilbreyting. „Samt er öðruvísi að spila með sama hljóðfæri og maður leikur sjálfur á, en til dæmis strengjum. Þetta er ekki eins og að vera síamstvíburar, heldur eineggja tvíburar; það heyrist alltaf bergmál af hinni röddinni og ef feilnóta heyr- ist, veit enginn hvort okkar sló hana. Ef maður hefur ekki tilfinningu fyrir hinum spilaranum, þá er þetta ill- mögulegt,“ segir Steinunn Birna, „þetta er sérstök tilfinn- ing og samruni þegar vel tekst til.“ Skeiðklukkan og hnífurinn Á efnisskrá tónleikanna í kvöld eru Clair de Lune eftir Debussy, Dolly suite op 56 eftir Fauré, Concertino fyrir tvö píanó op 94 eftir Shostakovich, Ungverskir dansar 1, 2, 4, 5 og 8 eftir Brahms, kaflar úr Hnotubrjótnum eftir Tchaikovsky og Scaramouche eftir Milhaud. Hvers vegna einmitt þessi verk? „Þar sem við erum að taka þráðinn upp aftur, ákváðum við að spila uppáhaldsstykkin okkar. Til að byrja með voru þau svo mörg að við vorum með efni í að minnsta kosti tvenna tónleika. Enda skildum við ekkert í því hvað æfing- arnar tóku langan tíma. Þá var skeiðklukkan tekin upp og tíminn mældur, gripið til viðeigandi ráðstafana og efnis- skráin skorin niður. Þetta er efnisskrá sem allir þekkja, enda er stundum mjög gaman að spila þakkláta tónleika. Það er gefandi fyrir okkur og vonandi skilar spilagleðin sér til áheyrenda. Hafið þið starfað saman sem einn hugur, frá því að þið byrjuðuð að æfa saman árið 1995? „Ja…ætli það hafi ekki brugðist okkur einu sinni. Það var á fyrstu tónleikunum sem við héldum, þegar við tók- um aukalagið og byrjuðum á því að spila sitthvort lagið, eða réttara sagt, annað okkar byrjaði á 1. kafla, hitt á 3. kafla verksins. Við sendum hvort öðru illt auga sem sagði: „Ég er að byrja á réttum stað“ og salurinn sprakk úr hlátri. Þetta hefur, sem betur fer, ekki komið fyrir okkur aftur.“ Er auðveldara að spila saman tvö en eitt? „Nei, það er erfiðara ef eitthvað er. Það er ekki eins og við skiptum með okkur verkum. Þetta er hundrað prósent viðbót en ekki fimmtíu prósent minnkun.“ Er ekkert á dagskrá hjá ykkur að gefa saman út geisla- disk? „Því ekki?“ segir Steinunn Birna um leið og hún lítur á Þorstein Gauta sem segir: „Er það ekki bara.“ Svo líta þau upp og segja: „Við ákveðum það bara hér og nú.“ Eins og að vera eineggja tvíburar Píanóleikararnir Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðsson halda píanótvennu- tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld. Þau sögðu Súsönnu Svav- arsdóttur frá kynnum sínum og samstarfi sem hefur staðið frá því þau voru unglingar. Morgunblaðið/GolliSteinunn Birna og Þorsteinn Gauti í Salnum. Súfistinn, Lauga- vegi, kl. 20.30 Ferðalok eftir Jón Karl Helgason kem- ur út í dag. Af tilefn- inu efnir bóka- forlagið Bjartur til umræðufundar um þjóðargrafreitinn og bein Jónasar Hall- grímssonar. Framsögumenn eru Jón Karl sem fjallar um bók sína og ræðir sérstaklega hvers vegna þjóð- argrafreiturinn var gerður í kjölfar andláts Einars Benediktssonar árið 1940. Þá mun Adolf Friðriksson, for- stöðumaður Fornleifastofnunar Ís- lands, ræða um Þingvelli, forn- leifafræði og skáldskap. Umræður að framsögum loknum. LHÍ, Skipholti 1, kl. 12.30 Arkitekt- arnir Heba Hertervig, Hólmfríður Jónsdóttir og Hrefna Björg Þor- steinsdóttir í Arkibúllunni halda fyr- irlestur um eigin verk og vinnuað- ferðir. Sýndar verða nokkrar samkeppnistillögur, auk Þjónustu- húss í Nauthólsvík, sem tilnefnt er til Mies van der Rohe-arkitektúrverð- launanna fyrir hönd Íslands. Listasafn Reykjavíkur – Hafn- arhúsi kl. 20 Tvö erindi verða haldin í tengslum við sýninguna Heilbrigði, hamingja og friður – Sovésk vegg- spjöld frá sjöunda og áttunda ára- tugnum. Hið fyrra ber yfirskriftina Sovésk áróðursveggspjöld frá upp- hafi byltingar og til endaloka Sov- étríkjanna sem Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun við LHÍ, flytur og hið síðara Háð og hamingja sem Jón Ólafsson heimspekingur og sagnfræðingur flytur, en tvímenningarnir eru jafn- framt sýningarstjórar sýningarinnar. Bæjar- og héraðsbókasafnið, Sel- fossi, kl. 20.30 Ruth Christie, sagnakona frumbyggja í Kanada, heldur fyrirlestur. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Jón Karl Helgason Á AÐALFUNDI Félags íslenskra leikara í fyrrakvöld tók Randver Þorláksson við formennsku af Eddu Þórarinsdóttur sem gegnt hefur starfinu undanfarin 11 ár. Randver sagði í samtali við Morg- unblaðið að meginverkefni FÍL sé nú sem áður að vinna að bættum kjörum félagsmanna. „Ég hef einnig sérstakan áhuga á því að bæta fé- lagslegan þroska innan félagsins því mér hefur fundist áhugi fyrir sam- eiginlegri hagsmunabaráttu fara dvínandi undanfarin ár.“ Aðspurður hvaða mál sé brýnast fyrir stjórn FÍL segir Randver að málefni Leikfélags Akureyrar og Leikfélags Reykjavíkur hljóti að vera stærstu áhyggjuefnin. „Ástandið hjá LR er slæmt því þar vantar fé til rekstrar leikhúss- ins. Við höfum átt í viðræðum við borgarfulltrúa því ástandið er mjög alvarlegt og virðist að óbreyttu stefna í að um enn fleiri uppsagnir verði að ræða en þegar er orðið. Okkar hlutverk er meðal annars að gæta þess að föstum stöðum leikara við leikhúsin fækki ekki. Vonandi tekst að leysa þetta. Einnig blasir gríðarlegur vandi við Leik- félagi Akureyr- ar, því að óbreyttu stefnir í að leikhúsið verði lagt niður í haust.“ Randver segir að auk kjarabaráttunnar sé hlut- verk félagsins á hverjum tíma að stuðla að betri leiklist í landinu. „Það er vettvangur þessa félags og við gerum það kannski best með því að reyna að bæta kjör þeirra sviðs- listamanna sem eru innan okkar vé- banda. Við störfum í nokkrum deild- um þar sem eru óperusöngvarar, listdansarar, leikarar og leikmynda- hönnuðir. Fyrir hönd þessara lista- manna gerum við samninga við RÚV, Íslensku óperuna, Þjóðleik- húsið, Borgarleikhúsið og Leikfélag Akureyrar,“ segir Randver Þorláks- son, nýkjörinn formaður Félags Ís- lenskra leikara. Randver kjörinn formaður FÍL Randver Þorláksson Ein mynd segir meira en þúsund orð Nýja NOKIA digital VGA MYNDAVÉLIN fyrir MMS NOKIA síma Á TILBOÐI. Þú smellir af og myndin er til- búin í símanum til sendingar hvert sem er, aftur og aftur. Bættu við nokkrum velvöldum orðum og skilaboðin þín eru alveg á tæru. Vélin vegur aðeins 60 grömm, hún er tengd um höfuðsettið í símann og er því ávallt til reiðu. Komdu í Ármúlann og upplifðu tækniundrið NOKIA MMS símarnir eru: 5100, 6100, 6610, 6800 og 7210 Ármúla 26 • S. 522 3000 • hataekni.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.