Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 51 SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld fóru úrslit fram í MORFÍS, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á ÍSlandi. Til úrslita kepptu Verzl- unarskóli Íslands og Menntaskólinn í Reykjavík og fór fyrrnefndi skól- inn með sigur af hólmi. Leikar fóru fram í Austurbæ en umræðuefnið var „Eru karlmenn að standa sig illa?“. Verzlingar mæltu á móti, og sögðu karlmenn þvert á móti standa sig vel. Geta karlmenn því borið höfuðið hátt, af rökum ræðuliðs Verzlunarskólans að dæma. Alls voru gefin ríflega 3.000 stig í keppninni og skildu ekki nema 26 stig liðin að. Ræðumaður kvöldsins og þar með ræðumaður Íslands var valinn stuðningsmaður MR-inga, Jóhann Alfreð Kristinsson. Auk hans skipuðu lið MR þeir Einar Örn Gíslason liðsstjóri, Árni Egill Örn- ólfsson frummælandi og Einar Sig- urjón Oddsson meðmælandi. Morgunblaðið setti sig í samband við liðsstjóra Verzlinga, Baldur Kristjánsson, en hann er jafnframt nýbakaður forseti Nemendafélags skólans. Honum til fulltingis voru þeir Björn Bragi Arnarsson frum- mælandi, Jónas Oddur Jónasson meðmælandi og Breki Logason stuðningsmaður. „Þetta voru þrotlausar æfingar ca. viku fyrir keppni,“ upplýsir Baldur og er að vonum ánægður með árangurinn góða. „Efnið er rökrætt fram og aftur og reynt að sjá allar hliðar áður en ákveðið er hvaða pól skal taka. Við nutum góðs af reynslu þjálfaranna okkar, en þeir voru Eirikur Sördal, Hafsteinn Þór Hauksson og Ómar Örn Bjarnason.“ Baldur segir að ekki sé æft allt árið, líkt og gert sé í Gettu betur. Hins vegar sé innanskólakeppni haldin á skólaárinu og þar séu kom- andi liðsmenn iðulega uppgötvaðir. En þrátt fyrir gott gengi liðsins er Baldur ekki alls kostar sáttur við þróun keppninnar sjálfrar. „Þar kemur margt til,“ útskýrir hann. „T.d. hefur þetta alltaf verið haldið í Háskólabíói en í ár komust færri að en vildu, þar sem Aust- urbær er minni. Þá hefur þessu allt- af verið sjónvarpað en því var ekki að heilsa í ár. Mér finnst þessi keppni eiga meira skilið og ég tel hana vera stærri en svo. Það þarf að rífa þetta upp.“ Gagnrýnar raddir hafa sagt að á tímabili hafi keppnin verið komin út í fullmikil fíflalæti. „Húmorinn hefur alltaf spilað ríkan þátt í þessu,“ segir Baldur. „En ég er á því að rökin eigi að vera í forgrunni enda er þetta mælsku- og rökræðukeppni. Við í Verzl- unarskólanum höfum a.m.k. lagt á það ríka áherslu.“ Baldur segir aðspurður að lið sitt hafi verið skipað mjög ólíkum ein- staklingum; sá flippaði, sá yfirveg- aði og sá trausti – allir hafi þeir ver- ið þarna. Sjálfum sér lýsir hann sem einhvers konar blöndu af þessu öllu. „En nú er það skólinn,“ segir Baldur og viðurkennir að hann hafi setið á hakanum að undanförnu. En eins og sönnum Íslendingi sæmir er hann bjartsýnn og má líka vel vera það. „Þetta reddast!“ segir hann því að lokum og brosir. Verzlunarskóli Íslands sigraði í MORFÍS Karlmenn í góðum málum Morgunblaðið/Golli Kátir MORFÍS-kappar: Björn Bragi, Jónas Oddur, Breki og Baldur. TENGLAR ..................................................... www.morfis.is Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 5.30. B.i. 12. HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 6 ÓSKARSVERÐLAUNM.A. BESTA MYNDIN SV MBL HJ MBL HK DV Kvikmyndir.com NICOLE KIDMAN BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI 2 ÓSKARS-VERÐLAUN  ÓHT Rás 2  kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i 14. Epísk stórmynd í anda The English Patient. Frá leikstjóra Elizabeth. Með stórstjörnunum Kate Hudson og Heath Ledger. Missið ekki af þessari! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. Bi 12. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12 www.laugarasbio.is  RADIO X  KVIKMYNDIR.COM SG DV  ÓHT RÁS 2 Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. Sýnd kl. 5.30. Þegar röðin er komin að þér þá flýrðu ekki dauðann! SV MBL Jackie Chan og Owen Wilson eru mættir aftur ferskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínspennumynd. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12. KVIKMYNDIN Hafið verður frumsýnd víðast hvar í vor eða haust, að sögn Baltasar Kor- máks, leikstjóra myndarinnar, sem hefur farið víða að undanförnu til að kynna myndina. Baltasar fór m.a. til Finnlands og Noregs til að kynna hana og hlaupa viðtölin á tugum. Í Helsinki var myndin fyrst sýnd völdum gestum í útibíói við kaffihúsið Engel á aðaltorgi borgarinnar og létu áhorfendur kuldalegt veður ekki á sig fá. Hafið tekur ennfremur þátt í yfir- standandi hátíð tileinkaðri evrópskri kvikmyndagerð í Lecce á Ítalíu, Festi- val of European Cinema. Áætlað er að myndin fari samtals á milli 40 og 50 kvikmyndahátíðir, að sögn Baltasars, allt frá Danmörku til Hong Kong. Ljóst er að Baltasar er þó spennt- astur fyrir því þegar öldur Hafsins brotna við Ameríkustrendur en myndin verður frumsýnd vestra 23. maí. „Hún er búin að fara út um allan heim og er á miklu ferðalagi. Stærsta málið er þessi opnun í Bandaríkjunum, sem er sögu- leg í íslensku samhengi. Þetta er lang- viðamesta dreifing sem íslensk kvik- mynd hefur farið í í Bandaríkjunum.“ Baltasar heldur út á undan myndinni til að sinna kynningarstarfi. „Ég er að fara til Bandaríkjanna í lok þessa mán- aðar í ferðalag um öll Bandaríkin. Ég er að fara til New York, San Francisco, Los Angeles og Washington til að kynna hana. Myndin kemur hálfum mánuði síðar.“ Baltasar var einnig tíður gestur í norskum fjölmiðlum þegar hann dvaldi þar á dögunum. Verdens Gang birti grein um uppfærslu á Litlu hryllings- búðinni, sem Baltasar kom að í Noregi fyrir tveimur árum, á neikvæðum nót- um og ásökuðu leikarar úr sýningunni hann um fjármálaóreiðu. Baltasar segir málið vera mesta mis- skilning. „Það kom grein daginn eftir þar sem lögfræðingur leikaranna sagði að þetta væri bull,“ segir hann en þriðja daginn birtist síðan jákvætt heilsíðuvið- tal við Baltasar. „Þeir hlupu soldið á sig. Þeir reyndu að henda kökum í mig en þær enduðu bara í andlitinu á þeim sjálfum. Það var engin frétt í þessu. Verdens Gang var eina blaðið sem fjallaði eitthvað um þetta,“ segir hann. Á leið til Bandaríkjanna Hafið á ferð og flugi Hilmir Snær leikur eitt aðalhlutverkið í Hafinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.