Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Blængur Grímssonfæddist á Jökulsá á Flateyjardal hinn 24. október 1928. Hann lést á Landakoti í Reykjavík 31. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Grímur Sig- urðsson, bóndi frá Jök- ulsá á Flateyjardal, f. 26. júní 1896, d. 7. októ- ber 1981, og Hulda Tryggvadóttir frá Brettingsstöðum, f. 7. apríl 1900, d. 5. maí 1984. Blængur var þriðji í röð fimm systk- ina. Hin voru: Gunnar Sveinbjörn, f. 4. september 1925, d. 6. október 1997; Sigrún Lovísa, f. 18. febrúar 1927; Elsa, f. 15. desember 1929; Ólafur Helgi, f. 22. desember 1931. Blængur kvæntist 29. desember 1956 eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Aðalbjörgu Ingvarsdótt- ur frá Eskifirði, f. 3. nóvember 1932. Foreldrar hennar eru Ingvar eiginkona S. Eygló Hafsteinsdótt- ir, f. 20. júní 1962. Börn þeirra eru: Margrét Aðalbjörg, f. 23. nóvem- ber 1988; Blængur, f. 26. janúar 1994; Jökull, f. 9. janúar 1997. 5) Gréta Björg, f. 14. nóvember 1972. Sonur hennar er Kristinn Orri, f. 9. maí 1994. Í æsku ólst Blængur jafnhliða upp við sveitastörf sem sjó- mennsku á Flateyjardal. Hann gekk í barnaskólann í Flatey á Skjálfanda og síðar lá leiðin í Hér- aðsskólann á Laugum í Reykjadal og útskrifaðist hann þaðan 1946. Eftir það vann hann ýmis störf á sjó og í landi m.a. í Reykjavík, þar til hann hóf nám í Iðnskóla Akur- eyrar 1948. Hann útskrifaðist sem húsasmiður árið 1953 og hlaut meistararéttindi árið 1956. Blæng- ur fluttist til Noregs árið 1953 og vann við smíðar á trésmíðaverk- stæði í Ósló. Þar kynntist Blængur eftirlifandi eiginkonu sinni, Mar- gréti A. Ingvarsdóttur. Blængur hóf störf í Ofnasmiðj- unni á Háteigsveginum 1954 og var þar samfellt í 44 ár er hann lét af störfum árið 1998, þá sjötugur. Útför Blængs fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. G. Jónasson, f. 27. september 1909, d. 22. maí 1985, og S. Jóhanna Júlíusdótt- ir, f. 22. desember 1912. Blængur og Margrét eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Ingvar, f. 8. nóv- ember 1956. 2) Eygló Jóhanna, f. 20. júlí 1958, sam- býlismaður hennar er Arve Hammer, f. 4. maí 1956. Börn þeirra eru: Sunna Karine, f. 22. nóv- ember 1991, Ari Magnus, f. 9. júlí 1995. Þau búa í Noregi. 3) Gríma Huld, f. 29. júní 1960, eiginmaður J. Eggert Hjartarson, f. 15. júní 1961. Börn þeirra eru: Lára Ósk, f. 18. október 1990; og Gunnar Smári, f. 23. janúar 1993. Sonur Eggerts úr fyrri sambúð er Arent Pjetur, f. 28. febrúar 1987. 4) Blængur, f. 21. nóvember 1966, Í dag er til grafar borinn náfrændi minn og æskuvinur, Blængur Gríms- son frá Jökulsá á Flateyjardal. Hann var fæddur þar 24. okt. 1928. Þá voru í byggð á Flateyjardal fimm bæir; Vík, Jökulsá, Efri og Neðri Brett- ingsstaðir, Hof og Knarrareyri. Á Jökulsá og Neðri Brettingsstöðum voru fimm börn á hvorum bæ, fædd á árunum 1925 til 1933, sem sagt jafn- aldrar. Því lætur að líkum að þarna var mikill samgangur milli bæjanna og samlyndi gott. Lékum við okkur mikið saman í leikjum, sem eru lítt þekktir af þeim, sem nú eru að alast upp. Við urðum líka að finna upp okkar eigin aðferðir til dægradvalar. Örlítill metingur gat hlaupið í okkur strákana, til dæmis hver væri fær- astur að klifra í klettum, sem nóg er af þarna. Nú þegar ég lít yfir þann leikvöll fer um mig kuldahrollur, en við sluppum. Fyrirhyggjan var ekki á háu stigi á þessum árum. Áfram lá leið okkar frændsystkina í barna- skóla út í Flatey. Þar var okkur kom- ið fyrir, sem kallað var svo, á einka- heimilum til dvalar á meðan skólahald stóð, því að lending á Flat- eyjardal gat verið ófær vikum eða jafnvel mánuðum saman að vetri til. Skólaskylda hjá okkur byrjaði þá við tíu ára aldur, en þá átti að vera búið að kenna okkur heima að lesa, skrifa og byrjunarfræði reiknikúnstar. Skólaskyldan var til fjórtán ára ald- urs, allir nemendur í sama bekk og aðeins einn kennari. Nemendur voru á þessum tíma tuttugu til tuttugu og fjórir, lengd skólaársins var sjö mán- uðir. Blængur fór að loknum barna- skóla að Laugum og var þar þrjá vet- ur, þann síðasta í smíðanámi. Síðan lá leið hans til Akureyrar í iðnskóla og á samning hjá Baldri Helgasyni trésmíðameistara og fékk hann þar sín meistararéttindi. Réðst hann síð- an til Sveinbjarnar Jónssonar í Ofna- smiðjunni og vann þar alla sína starfsævi, lengst af yfirmaður á tré- smíðaverkstæði. Var starf hans mjög rómað og það að verðleikum. Það var reyndar ekki ætlan mín að rekja æviferil Blængs frekar enda munu aðrir gera því betri skil. Við vorum saman einn vetur á Laugum og eitt sumar á síldveiðum 1944, síðasta síldarárið, sem kallað var svo eftir að síldveiðar brugðust 1945. Eftir sumarið skildu leiðir okk- ar þannig að hann fór alfarið í smíð- arnar en ég lenti á sjónum. Alltaf höfum við reynt að halda sambandi okkar í milli, þótt við byggjum sinn á hvoru landshorni. Seinni árin var það tilhlökkunarefni allan veturinn að hittast úti á Flateyjardal, en þar höfum við haldið við húsum foreldra okkar, sem reist voru 1927 og 1928. Þarna er oft þröngt setinn bekkur- inn því afkomendum fjölgar, sem dá jafnt og við æskusveit okkar. Eitt skylduverk höfðu bæirnir saman, Efri og Neðri Brettingsstaðir ásamt Jökulsá, að slá og hirða um kirkju- garðinn. Á hverju sumri var safnast saman og garðurinn sleginn og hirt- ur og var þar Blængur fremstur í flokki. Slegið var með orfi og ljá að gömlum sið. Nú er Blængur horfinn frá því verki ásamt eldri bróður sínum Gunnari og eldri bróður mínum Sig- urði. Þeir slá nú saman aðra teiga og er ábyggilega ekki slegið slöku við.– Ég þakka Blæng einlæga vináttu um langa ævi. Margréti, börnum þeirra og fjölskyldum vottum við Heiða okkar dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Tryggvi Gunnarsson. Blængur Grímsson var einn af þessum mönnum sem maður kynnist á lífsleiðinni sem gefa manni eitt- hvað, sem maður hefur með sér allt lífið. Ég man eftir þegar ég var fimm ára og hann lánaði mér spýtu, hamar og nagla. Þá nam maður þessa góð- vild, þetta jákvæða andrúmsloft sem alltaf lék um hann. Það geislaði frá honum birtu og hlýju. Hann kom til starfa hjá h/f Ofna- smiðjunni 1954 og starfaði þar, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1998. Blængur hafði þann eig- inleika að skipuleggja verk sín frá byrjun til enda, áður en hann hóf verkin. Þannig skilaði hann verkum sínum óaðfinnanlega. Hann var ein- staklega traustur og iðinn starfs- maður og barst fyrirtækinu oft hrós frá viðskiptamönnum fyrir vel unnin störf hans. Hann var nýtinn og útsjónarsam- ur. Hans viðhorf var að halda öllu er nýtanlegt var til haga og þótti sam- starfsmönnum hans það stundum um of. Sumarið 1988 átti ég þess kost að heimsækja Blæng á æskustöðvar hans í Flateyjardal. Þá rann upp fyr- ir mér hvað það var sem mótaði þetta viðhorf. Hann sýndi mér íbúð- arhúsið að Jökulsá. Húsið var byggt úr efnum af staðnum, rekavið og möl, nema aðkeypt var sement, gler og naglar. Þeir urðu að venja sig við að halda öllu til haga þarna í ein- angruninni. Afi mínum og ömmu, Sveinbirni Jónssyni og Guðrúnu Þorbjargar- dóttur Björnsdóttur, þótti afar vænt um Blæng og ósk hennar um eigin útför var að Blængur yrði einn af þeim sem bæru kistuna. Allir þeirra afkomendur bera sömu væntum- þykju til Blængs. Að lokum vil ég fyrir hönd fjöl- skyldu minnar og samstarfsmanna Blængs lýsa yfir þakklæti okkar allra fyrir kynni okkar af þessum einstaka manni og sendum við fjöl- skyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Sveinbjörn Egill Björnsson. BLÆNGUR GRÍMSSON JÓHANN G. GUÐNASON, Vatnahjáleigu, Austur-Landeyjum, síðast til heimilis í Kirkjuhvoli, er látinn. Jarðarförin fer fram frá Krosskirkju, Austur- Landeyjum, laugardaginn 12. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja og vina, Haraldur Guðnason, Ilse Guðnason. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HIMINBJÖRG G. WAAGE, Löngufit 38, Garðabæ, andaðist laugardaginn 29. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við flytjum öllum þeim, sem auðsýndu okkur hlýhug og samúð, innilegar þakkir. Sérstakar þakkir færum við læknum og öðru starfsfólki St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, fyrir góða hjálp og umönnun í veikindum hennar nú og áður. Ari V. Ragnarsson, Kolbrún Devine, Jack Devine, Kristján Eðvald Halldórsson, Svanhvít Magnúsdóttir, Hulda Halldórsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Sigurður Birgir Halldórsson, Steinunn Óladóttir, Kristrún Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HELGI JÓHANNSSON, Þingholtsstræti 30, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 10. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Rannveig Laxdal, Agnar B. Helgason, Kristín E. Hólmgeirsdóttir, Berglind Helgadóttir, Jónas Friðbertsson, Hildigunnur Hilmarsdóttir, Gauti Grétarsson og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, VIGDÍS ÞJÓÐBJARNARDÓTTIR, áður húsfreyja á Grund í Reykhólasveit, lést á Hrafnistu mánudaginn 31. mars. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 11. apríl nk. kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Ólafur Aðalsteinn Jónsson, Sigrún Bjarnadóttir, Guðrún Marteinsdóttir, Lárus Jónsson, Monica Östman, Dröfn Jónsdóttir, Hrafnkell Kárason, barnabörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ALBERT KARL SANDERS fyrrv. bæjarstjóri, Hraunsvegi 19, Njarðvík, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 11. apríl kl. 14.00. Sigríður Friðbertsdóttir Sanders, Friðbert A. Sanders, Linda María Runólfsdóttir, Jónína A. Sanders, Þorbergur Karlsson, Margrét Ó. A. Sanders, Sigurður Guðnason, Karl A. Sanders, Nicolette Prince, Hörður A. Sanders, Sonja Hermannsdóttir, Birgir A. Sanders, Rakel Ósk Þórðardóttir, Albert Haukur Ólafsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HÖGNI BJÖRN JÓNSSON, Keldulandi 3, lést á gjörgæsludeild Landspítalans laugar- daginn 5. apríl. Málfríður Hadda Halldórsdóttir, Esther Gerður Högnadóttir, Marteinn Karlsson, Þórunn Högnadóttir, Brandur Gunnarsson og barnabörn. Ástkær faðir minn og bróðir okkar, ÞORSTEINN MAGNÚSSON, Svartagili, Norðurárdal, lést sunnudaginn 6. apríl. Útförin auglýst síðar. Adda Magný Þorsteinsdóttir, Magnús Magnússon, Sigurlaug Magnúsdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir, Davíð Magnússon, Hrafnhildur Sveinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.