Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 16
STRÍÐ Í ÍRAK 16 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍKJAMENN áforma að komið verði á bráðabirgðastjórn, sem fari með völd í Írak eftir að átökum lýkur. Sú stjórn hefur ekki verið kynnt enn, en ljóst er að Jay Garner, herforingi úr Bandaríkjaher, sem kominn er á eftirlaun, mun veita henni forustu undir umsjá bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Haft var eftir talsmanni Tonys Blairs, for- sætisráðherra Bretlands, að Garner sæi fyrir sér að bráðabirgðastjórnin hefði hlutverki að gegna í um 90 daga og þá yrði hafist handa við að færa völdin í hendur íraskrar bráðabirgða- stjórnar, sem myndi endurspegla fjöl- breytni írösku þjóðarinnar. Garner þekkir þá fjölbreytni og togstreitu, sem henni getur fylgt, af eigin raun. Hann hafði umsjón með því að koma á röð og reglu í norður- hluta Íraks eftir Persaflóastríðið árið 1991. Þegar uppreisnin gegn Saddam Hussein eftir að stríðinu lauk var brotin á bak aftur flúðu Kúrdar þús- undum saman til fjalla af ótta við hefndaraðgerðir Írakshers. Hlutverk Garners var meðal annars að véla íraska herinn til að draga sig til baka og sjá flóttafólkinu fyrir vistum á meðan það var á leið heim á nýjan leik. Í tímaritinu Business Week er því lýst hvernig Garner skarst í leik- inn þegar kúrdískir skæruliðar hugð- ust ná óbreyttum borgurum á vald sitt og tókst að koma í veg fyrir það. Fyrir þetta og önnur afskipti varð hann vel liðinn og fyrir vikið tók hóp- ur flóttamanna hann eitt sinn og bar á herðum sér í viðurkenningarskyni. Garner er náinn vinur Donalds H. Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og George Bush for- seti hefur ákveðið að setja hann í borgaralegt forustuhlutverk við hlið Tommys Franks herforingja. Hlut- verk Garners verður m.a. að sjá um dreifingu á matvælum og lyfjum, olíu- vinnslu og -út- flutning og hreinsun á liðs- mönnum Baath- flokksins úr stjórnkerfinu. Í Business Week segir að Garner hafi þeg- ar gert áætlun um það hvernig koma eigi á ganghæfu samfélagi úr leifum stofnana, sem fyrir eru í Írak, en hefur ekki viljað greina frá henni. Hann hefur einnig reynt að sannfæra hjálparstofnanir og alþjóðlegar stofn- anir um að hann muni ekki útiloka þær, en hins vegar hafa þær ekki fengið að vita hvað hann hyggst fyrir. Vitað er að Garner hyggst ganga eins hratt til verks og mögulegt sé þannig að hægt sé að koma valda- taumunum í hendur íraskri bráða- brigðastjórn sem fyrst. Sagt er að hann hyggist skipta landinu í þrennt og yfir hverjum hluta verði Banda- ríkjamaður, sem heyri undir hann. Að auki muni hann skipa þrjá aðstoðar- menn. Einn til að sinna uppbyggingu, annan stjórnunarstörfum og þann þriðja hjálparstörfum. Einnig eigi að stofna ráðgjafarnefnd Íraka, sem bú- settir hafa verið erlendis, og Íraka, sem hafa dvalist í Írak, en ekki sýnt Saddam hollustu. Garner er sagður mæta tortryggni víða í arabaheiminum vegna tengsla við Ísrael. Fyrir þremur árum und- irritaði hann yfirlýsingu frá stofnun, sem nefnist Jewish Institute for Nat- ional Security Affairs, þar sem Ísr- aelsstjórn er hrósað fyrir það hvernig tekið hafi verið á uppreisn Palestínu- manna, intifada. Hann var stjórnar- formaður fyrirtækisins SY Techno- logy, sem heyrir undir L-3 Communications Holdings Inc., og vann þá náið með ísraelskum öryggis- yfirvöldum að því að smíða og setja upp eldflaugavarnarkerfið Arrow. Einnig hefur verið til þess tekið að í Persaflóastríðinu gegndi Garner meðal annars því hlutverki að setja upp Patriot-flaugar til að verja Ísr- aela gegn Scud-flaugum Saddams Husseins. Hann bar vitni á Banda- ríkjaþingi og sagði að Patriot-flaugin hefði skilað árangri, en löngu síðar greindu embættismenn í bandaríska varnarmálaráðuneytinu frá því að flaugin hefði verið misheppnuð. Bus- iness Week segir að í þetta skipti muni Garner ekki geta fegrað at- burðarásina, allur heimurinn muni fylgjast með því hvernig honum farist verkið úr hendi. Hyggst færa völd í hendur Íraka sem fyrst Jay Garner Jay Garner mun leiða bráðabirgðastjórn í Írak. Hann hlaut lof fyrir samstarf með Kúrdum fyrir 12 árum, en náin tengsl við Ísrael gætu orðið tilefni til tortryggni. BANDARÍSK herþota af gerðinni A-10 Thunderbolt hrapaði til jarðar skammt fyrir utan Bagdad í gær. Flugmaðurinn komst lífs af en Vincent Brooks, hershöfð- ingi og einn helsti talsmaður herstjórnar bandamanna, sagði að svo virtist sem Írak- ar hefðu skotið flugvélina nið- ur með loftvarnareldflaug. Heimildarmaður AFP- fréttastofunnar sagði að flug- vélin hefði orðið fyrir eldflaug yfir Bagdad. Flugmaðurinn hefði flogið vélinni yfir Tigr- is-fljótið og stokkið út í fall- hlíf. Vélin hefði hrapað til jarðar skammt fyrir utan borgina og flugmanninum verið bjargað. Flugvél þessarar gerðar sást gera a.m.k. þrívegis árásir á byggingar í miðborg Bagdad snemma í gærmorg- un. Dreifði hún meðal annars sprengjum yfir ráðuneyti skipulagsmála. Ekki var vitað hvort hér ræddi um flugvél- ina sem síðar hrapaði. Flugvél skotin niður yfir Bagdad Bagdad. AFP. HARÐNANDI átök í Bagdad hafa valdið því að sjúkrahús eru nú yf- irfull. Flestir sem þangað leita eru þó með minniháttar sár en fátt er vitað með vissu um manntjónið. Rafmagn er farið af miklum hluta borgarinnar en sjúkrahús bjargast mörg við neyðarrafstöðvar. Vatns- skortur er farinn að gera vart við sig enda ganga dælustöðvar fyrir rafmagni. Stjórnvöld hafa reynt að koma í veg fyrir fjöldaflótta með út- göngubanni á nóttunni. En liðs- menn AFP-fréttastofunnar segja að hundruð fjölskyldna reyni að aka í fólksbílum, vörubílum og á drátt- arvélum austur á bóginn til út- hverfanna eða út úr Bagdad, bar- dagarnir hafa verið mestir í vesturhverfunum. Farartækin eru hlaðin dýnum, eldhúsáhöldum og mat. „Ég er að loka húsinu og ætla að fara burt með fjölskyldu mína á öruggari stað. Ég ætla að koma öðru hverju aftur og sjá hvort allt sé í lagi,“ sagði Ali Rishek, 53 ára gamall karlmaður, áður en hann ók burt með eiginkonu sinni og þrem börnum. AP Írösk kona grætur í örvinglan eftir að hafa komið á al-Kindi-spítalann í Bagdad með særðan eiginmann og son. AP Írakar flýta sér með særðan mann á spítala í Bagdad í gær. Sjúkrahús í borginni eru sögð vera orðin yfirfull. Íbúar Bagdad reyna að komast burt Reuters Íraki fylgist með særðum syni sínum á sjúkrahúsi í Bagdad.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.