Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 21 Lista- og handverksfólk! List- og handverkssýning verður haldin 10. og 11. maí nk. í Íþróttamiðstöðinni við Sunnu- braut í Reykjanesbæ. • Skráning er hafin. • Þeir mörgu sem tóku þátt í síðustu sýningu hafa fengið þátttökublöð send heim. • Nýir sýnendur hafi samband við menningarfulltrúa Reykjanesbæjar (handverk@reykjanesbaer.is) eða sæki upplýsingar og skráningarblöð á upplýsingavef Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is. Skráningu lýkur 15. apríl nk. Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar FJÖLSKYLDU- og fé- lagsþjónusta Reykjanesbæjar (FFR) hefur í vetur í samstarfi við foreldrafélög grunnskól- anna í Reykjanesbæ (FFGÍR) boðið foreldrum barna í 4. til 10. bekkjum grunnskólanna í sveitarfélaginu, uppá sjálf- styrkinganámskeiðið Öflugt sjálfstraust. Alls sóttu ríflega 300 eða 30% foreldra umræddra aldurshópa námskeiðin. Aðsókn fór vax- andi eftir því sem leið á vetur- inn og algengt að báðir foreldr- ar barna tækju þátt. Námskeið þessi eru liður í stærra verkefni sem ber yfir- skriftina „Foreldrar eru besta forvörnin“ en það er samstarfs- verkefni sömu aðila, þar sem markmiðið er að styrkja for- eldra sem uppalendur. Námskeiðinu Öflugt sjálfs- traust verður fram haldið á næsta skólaári fyrir foreldra barna í 1.–4 bekkjum, að því er fram kemur í upplýsingum frá félagsmálastjóra Reykjanes- bæjar. Jafnframt er verið að leggja drög að nýju verkefni undir yfirskriftinni „Foreldrar eru besta forvörnin“. 300 sóttu foreldra- námskeið Reykjanesbær TVÆR konur slógust á veit- ingahúsinu Strikinu í Keflavík um miðjan dag á sunnudag. Kom í ljós þegar lögreglan var kölluð á staðinn að tvær erlend- ar dansmeyjar staðarins höfðu lent í átökum. Átökin enduðu með því að önnur konan sló hina í andlitið með glasi og hlaut hún við það skurð á hægri augabrún og kinn, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar í Kefla- vík. Var slasaða konan flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem læknir skoðaði hana en ekki þurfti að sauma. Hin kvartaði um eymsli í andliti og mjöðm. UM 440 kílóum af humri var stolið úr frystihúsi Þorbjörns- Fiskaness hf. í Grindavík að- faranótt síðastliðins fimmtu- dags. Tilkynnt var um innbrotið að morgni fimmtudags. Horfnir voru 44 kassar, hver með 10 kílóum af humri. Lögreglan í Keflavík vill heyra frá hugsanlegum vitnum. Stálu humri Grindavík Slegist um hábjartan dag Keflavík SALTFISKSETUR Íslands í Grinda- vík hefur verið vel sótt. Íslendingar eru í miklum meirihluta gesta eða um 70% en það á sjálfsagt eitthvað eftir að breytast þegar ferða- mannatíminn byrjar og ferðaskrif- stofurnar fara að setja safnið inn í dagskrá sína. Líklegt verður að telj- ast að skólar nýti sér safnið í vor- ferðalögum sínum. Þegar fréttaritara Morgunblaðs- ins bar að garði voru þar fróðleiks- fúsir gestir úr Snælandsskóla í heimsókn og nutu leiðsagnar Hrannar Kristjánsdóttur um safnið. Vonir standa til að fjöldi gesta verði 15–20 þúsund á ári og skapi grund- völl fyrir reksturinn. Kjartan Krist- jánsson er ferðamálafulltrúi Grinda- víkurbæjar auk þess að veita safninu forstöðu. „Nú er málverkasýning hjá Einari Guðberg sem valinn var listamaður marsmánaðar í Reykjanesbæ. Sú sýning var á efri hæðinni en við er- um með rúllandi sýningu þar en salt- fisksýningin er alltaf í gangi á neðri hæðinni. Sú sýning er náttúrulega aðalaðdráttaraflið en sýningin á efri hæðinni alltaf skemmtileg viðbót. Aðsóknin hefur verið mjög góð fyrir áramót eins og tölurnar segja til um en fyrir áramót, það er að segja frá opnun sem var 12. september til árs- loka, komu 4378 gestir. Við eigum mikið verk eftir í því að markaðs- setja safnið en sú vinna er hafin. Nú í mars komu um 800 gestir þannig að ég er mjög bjartsýnn á fram- haldið. Þá eru viðbrögðin hjá ferða- skrifstofunum mjög jákvæð og ekki annað að heyra á þeim en að safnið verði hluti af ferðum þeirra enda frábær sýning,“ sagði Kjartan. Nýjasta fyrirkomulagið á fermingarveislu? Mikið er um að hópar bóki sig á safnið, meðal annars starfsmanna- félög, klúbbar, skólar og jafnvel fermingarveislur. Að sögn Kjartans er stefnan sett á að ná inn 25 þúsund gestum á þessu ári og telur það ekki fráleitt miðað við hve mikið er bók- að þessa dagana. „Jákvæð umfjöllun um safnið er að skila sér. Við fáum rútu á dag frá Kynnisferðum frá og með aprílbyrjun. Hérna koma mikið hópar sem bóka sig fyrirfram en einnig töluvert af einstaklingum sem renna við enda safnið opið öll- um,“ sagði Kjartan. Vonast til að Saltfisksetur Íslands verði viðkomustaður erlendra ferðamanna Stefnan sett á 25 þúsund gesti Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Börnin úr Snælandsskóla eru ekki stödd á markaði á Spáni heldur í heimsókn á sýningu í Saltfisksetri Íslands. Grindavík HNEFALEIKAKEPPNI verður í fé- lagsheimilinu Stapanum í Njarðvík 26. apríl næstkomandi. Þar mæta boxarar úr BAG í Reykjanesbæ þremur sænskum hnefaleikamönnum, meðal annars keppir Skúli „Tyson“ Vilbergsson við John-Erik Käck sem er sænskur meistari í veltivigt og á 50 keppnir að baki. Boxklúbburinn BAG í Reykjanesbæ stendur fyrir hnefaleikakeppninni í Stapanum 26. apríl í samvinnu við nokkur fyrirtæki. Mótherjarnir eru félagar úr hnefaleikaklúbbnum Narva BK í Svíþjóð. Þrír boxarar koma frá Svíþjóð og standa þeir allir framarlega í hópi sænskra áhugamannaboxara, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá BAG. Auk bardaga Skúla og Käck keppir Þórður „Doddi“ Sæv- arsson við Gebriel Rutenskiöld og Skúli Ármannsson við Oskar Thorin. Á undan verða nokkrar upphitunarkeppnir ís- lenskra boxara. Hnefaleikakeppni verður í Stapanum Njarðvík Morgunblaðið/Jón Svavarsson STJÓRN Heilbrigðisstofnunar Suð- urnesja hafnar alfarið öllum hug- myndum um yfirtöku á heilsugæslu- hluta stofnunarinnar. Að undanförnu hafa verið ræddar hug- myndir um að Heilsugæslan í Reykjavík leggi tímabundið til lækna í Keflavík en yfirlæknarnir í Reykjavík setja það að skilyrði að Heilsugæslan yfirtaki stjórnun og rekstur heilsugæslunnar á Suður- nesjum. Hugmyndir um aðkomu Heilsu- gæslunnar í Reykjavík komu upp í tengslum við það að Lúðvík Ólafs- son, lækningaforstjóri Heilsugæsl- unnar, var skipaður landlæknir í málefnum heilsugæslunnar á Suð- urnesjum vegna tengsla landlæknis við framkvæmdastjóra Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja. Fól heil- brigðisráðherra honum meðal ann- ars að kanna hvort hægt væri að leysa málið með samvinnu við Heilsugæsluna í Reykjavík. Vanda- mál heilsugæslunnar eru áfram til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu og mun vera von á niðurstöðu ein- hvern næstu daga. Í bókun stjórnar HSS þar sem yf- irtöku heilsugæsluhluta stofnunar- innar er hafnað segir einnig: „Mjög erfiðar aðstæður hafa skapast undanfarna mánuði eftir að allir heilsugæslulæknar stofnunar- innar sögðu upp störfum. Aðrir læknar og starfsfólk HSS hafa tekið höndum saman um að veita sjúk- lingum svo og öðrum sem stofn- unina sækja sem besta þjónustu. Með samstilltu átaki hafa þau lyft grettistaki og áréttar stjórn HSS þakklæti sitt og stuðning við starf- andi lækna, hjúkrunarfræðinga, annað starfsfólk og framkvæmda- stjóra við þessar aðstæður.“ Í sérstakri bókun sem Ragnar Örn Pétursson, einn stjórnarmanna, lagði fram á fundi stjórnar HSS, kemur fram að hann telur engar lík- ur á að samningar takist við Heilsu- gæsluna í Reykjavík um að brúa það bil sem skapasst hefur vegna uppsagna heilsugæslulæknanna, þótt Heilsugæslan í Reykjavík taki yfir stjórn og rekstur heilsugæsl- unnar á Suðurnesjum. Ragnar Örn mótmælir harðlega þessum áform- um og lætur einnig bóka að hann undrist að ekki skuli hafa verið boð- að fyrr til stjórnarfundar til að kynna stöðu mála. Hafna hugmynd- um um yfirtöku Keflavík NÍUNDU bekkingar úr Heiðarskóla í Keflavík fóru nýlega í ánægjulega og jafnframt fræðandi sjóferð með skólaskipinu Dröfn RE 35. Fiskifélag Íslands í samstarfi við Hafrannsóknastofnun hefur staðið fyrir ferðum sem þessum fyrir efri bekki grunnskóla. Markmið ferð- anna er að kynna nemendum að- stæður um borð í skipi. Þá er vís- indamaður frá Hafrannsóknastofnun um borð og fræðir nemendur um lífríki sjávar og þær sjávarafurðir sem hafa ver- ið okkar helsta útflutningsvara. Nemendur í 9. bekk eru einmitt um þessar mundir að fjalla um líf- ríki sjávar í náttúrufræðinni og kunnu vel að meta þessa nýbreytni, að sögn Sveindísar Valdimars- dóttur kennara. Í lok ferðar smelltu nemendur á sig hönskum og svunt- um til að gera að fiskinum sem veiddur var. Innan úr fiskinum koma meðal annars hrogn og lifur. Fræðandi sjóferð Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.