Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 41
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 41 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Þráðlaus VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar BlueTooth tækni fyrir GSM Velkomin á 21. öldina w w w .d es ig n. is © 20 03 SKIPA ÞJÓNUSTA Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 • www.velaland velaland@velaland.is d es ig n. is 2 00 3 ÞAÐ hefur verið fróðlegt að fylgjast með umræðum stjórnmálamanna undanfarið um málefni okkar aldr- aðra og öryrkja, en tengja verður saman þessa hópa, því skv. lögum hættir öryrki að vera öryrki þegar hann nær sextíu og sjö ára aldri, og verður ellilífeyrisþegi. Ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna hrósa sér af því hvað þeir hafi gert mikið fyrir aldraða og þeir beri hag þeirra fyrir brjósti og tala um mikla kaup- máttaraukningu, en það vill svo ein- kennilega til að við sem erum rétt um og yfir sultarmörkum í tekjum höfum ekki orðið vör við hana því meiri hluti þeirra hækkana sem við fáum fer í hærri skatta því skattleysismörkin hækka ekki í samræmi við launaþró- un. Síðstliðið haust skipaði ríkis- stjórnin nefnd til að vinna að tillögum að bættum kjörum aldraðra og end- aði það starf með undirskrift samn- ings. Þessi samningur var nauðung- arsamningur, því í nefndinni mátti ekki ræða um skattabreytingar eða hækkun grunnlífeyris en veruleg hækkun fékkst á tekjutryggingar- auka, sem aðeins tæplega fjögur hundruð nanna fengu árið 2001, en það varð til að hækka prósentuhækk- un bóta mikið þegar tekið er með- altal. Þessi samningur var nauðung- arsamningur eins og sagði hér að framan því þegar forystumenn okkar komu af fundi forsætisráherra skild- ist mér á þeim að annaðhvort skrif- uðum við undir eða fengjum lítið sem ekkert. Þessi samningur sem við skrifuðum undir verður okkur til ævarandi skammar, en áróðurstæki fyrir stjórnina. Nú nýlega kom fram á vegum ríkisstjórnar skýrsla um framtíð aldraðra. Þetta er sjálfsagt merkileg skýrsla og gott áróðurstæki fyrir stjórnina, en mér skilst að engar beina tillögur um úrbætur strax til hinna verst settu séu í henni, þarna séu aðeins framtíðardraumar um það hvað við sem erum við sultarmörkin í dag, getum haft það gott í framtíðinni svona tíu til fimmtán árum eftir að við erum dauð. Annars er það ákflega merkilegt hvað allir stjórnmálaflokkarnir eiga það sameiginlegt að allir bera þeir hag okkar gamlingjanna fyrir brjósti, en ekki einn einasti þeirra hefur bor- ið fram á Alþingi neinar raunhæfar tillögur, sem eru í samræmi við óskir eða vilja okkar. Ekki hef ég orðið var við neinar ákveðnar tillögur, sem stjórnmálaflokkarnir ætla að beita sér fyrir, okkur til handa, í næstu kosningum, það er allstaðar sama orðagjálfrið, við þurfum að bæta kjör aldraðra, sem eru verst settir, en ekkert er sagt meira. Landsfundur sjálfstæðismanna samþykkti ágæta ályktun á landsfundi sínum fyrir um tveim árum, en þeir hafa ekki lagt hana fram á Alþingi og enginn annar flokkur hefur lagt því eyra að leggja fram svipaða tillögu á Alþingi. Ég skora á alla frambjóðendur fyr- ir næstu alþingiskosningar, hvort sem þeir eru þingmenn, ráðherrar eða væntanlegir þingmenn og ráð- herrar, að lesa þessa ályktun lands- fundar Sjálfstæðisflokksins og lofa okkur því að þið leggið fram tillögu í samræmi við hana á næsta Alþingi. Ég fullyrði að hvert ykkar sem hefur kjark, þor eða vilja til að lofa þessu, fær fjölda atkvæða frá öldruðum og öryrkjum, því núna bíðum við eftir að heyra einhverjar ákveðnar jákvæðar tillögur til að geta greitt þeim at- kvæði. Við erum orðin leið á fagur- gala, viljum fá að sjá kveðnar tillögur og loforð um að staðið verði við þær. Það er ekki nóg að segjast vilja bæta kjörin, það hafa allir sagt mörg und- anfarin ár, við viljum sjá ákveðnar til- lögur og loforð um efndir. KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON, form. FEBK. Aldraðir og stjórn- málaflokkarnir Frá Karli Gústafi Ásgrímssyni SÚ var tíð, segir í bókum, að íslenska þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin var til fjár. Það voru fiskimiðin. Þessara fiskimiða litu ungir menn og konur til með löngun. En um það er sagan hefst var löngu kominn brest- ur í þessi fiskimið og elstu menn þótt- ust muna hljóm þeirra skærari. Samt unnu ungir menn enn þess- um fiskimiðum. Að viðstöddu Al- þingi, lögmönnum og böðlum stórút- gerða og manni sem átti að höggva og sjávarbyggðum sem átti að drekkja mátti oft sjá flota stórútgeða níðast á vorri móður. Fiskimenn vestur á fjörðum sátu klofvega á kili heimabyggðar sinnar sem var að sökkva og sendu valdhöfunum háðs- legan tón. Úr því urðu til frægustu og verðmætustu fréttamyndir sem um getur síðan land byggðist. Myndir þessar voru teknar um borð í Bjarma BA-326, af brotthvarfi þorska í nóvember 2001, og sýndar í sjónvarpinu skömmu síðar. Lands- höfðingjarnir og valdaráð útvegs- manna snerust í roðinu við þessi ósköp og sendu frá sér stríðsyfirlýs- ingu. Glæpamennirnir skyldu eltir uppi og handsamaðir dauðir eða lif- andi. Herforinginn Þórður skandali, tryggur böðull valdhafanna, blés til orustu og réðst til atlögu með al- væpni á sömu stundu. Sakamennirn- ir voru teknir herskildi og færðir í böndum í þrælakistu landsyfirréttar. Þar verða þeir látnir dúsa eins lengi og þurfa þykir. Ekki var talin ástæða til þess að rétta í máli þessara glæpa- manna þar sem sakarefnið var svo al- varlegt og auðsýnt að ekki þyrfti frekari vitnanna við og var því refs- ingin ákvörðuð á sömu stundu. Tilv. í sögu Haldórs Laxness. Sú var tíð, segir í bókum, að ís- lenska þjóðinn átti aðeins eina sam- eign sem metin var til fjár. Það var klukka. Þessi klukka hékk fyrir gafli Lögréttuhússins á Þingvöllum við Öxará, fest við bjálka uppí kverkinni. Henni var hríngt til dóma og undan aftökum. Svo var klukkan forn að einginn vissi leingur aldur hennar með sannindum. En um það er sagan hefst var laungu kominn brestur í þessa klukku og elstu menn þóttust muna hljóm hennar skærari. Tilv. lýkur. Jón Hreggviðsson bóndi á Rein undi því illa að klukkan yrði mölvuð niður af kóngsins mönnum og brædd í fallbissur og sendi þeim tóninn. Eft- irmálar af því voru þessir. Tilv. í sögu Haldórs Laxness. Réttur var settur í stofu sýslu- manns og Jón Hreggviðsson ákærð- ur um að hafa á Þingvöllum við Öxará móðgað vorn allranáðugasta arfa- kóng og herra, með ósæmilegu orða- spjátri í þá veru að þessi vor herra hafi nú tekið sér þrjár frillur fyrir ut- an hans ektaskap. Jón Hreggviðsson þvertók fyrir að hafa nokkru sinni mælt slíkum orðum um sinn elskaða arfakóng og allranáðugasta herra, tign og majestet og greifa útí Hol- stinn, og spurði um vitni. Sigurður Snorrason sór þá orð þessi á Jón Hreggviðsson. Jón Hreggviðsson bað um að mega sverja á móti, en gagnstæðir eiðar voru ekki leyfðir í einu máli. Þegar bóndanum hafði verið synjað eiðsins kvað hann að vísu rétt vera að hann hefði talað orð- in, enda væri sagan almæli í þrælak- istunni á Bessastöðum; en því fór fjarri að hann hefði með þessu viljað styggja kóng sinn, öðru nær, hann hafði viljað mæra hversu ágætur sá kóngur var sem hafði með þrem frill- um í senn auk drottníngarinnar; í öðru lagi hafði hann verið að gera að gamni sínu við góðvin sinn Sigurð Snorrason sem aldrei hafði kent kvenmanns það menn vissu. Tilvitn- un lýkur. Jón Hreggviðsson hlaut að launum fyrir tiltækið 24 vandarhögg á beran skrokkinn. Ætti ég að öfunda hann? NÍELS A. ÁRSÆLSSON, Skógum, Tálknafirði. Íslandsklukkan Frá Níelsi A. Ársælssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.