Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 17
STRÍÐ Í ÍRAK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 17
ENGINN veit enn hvort Saddam
Hussein, forseti Íraks, er lífs eða lið-
inn eftir mikla sprengjuárás á veit-
ingahús í Bagdad í fyrrakvöld en þá
þóttust Bandaríkjamenn hafa veður
af því, að hann væri þar staddur.
Breska útvarpið, BBC, kvaðst í gær-
kvöldi hafa fyrir því heimildir að
nokkrum mínútum hefði munað að
Saddam hefði fallið í árásinni.
Bandaríkjamenn vörpuðu fjórum
900 kílógramma sprengjum, sem ætl-
að er að sprengja upp steinsteypt
byrgi, á veitingahúsið og gjöreyði-
lögðu að minnsta kosti þrjú hús. Þar
sem þau stóðu er nú 18 metra djúpur
gígur og hús í allt að 300 metra fjar-
lægð urðu fyrir miklum skemmdum.
Haft var eftir íröskum björgunar-
mönnum skömmu eftir árásina, að
þeir væru búnir að draga tvö lík út úr
rústunum og gátu þeir sér til, að á
annan tug manna hefði farist.
Hafði áður notað veitingahúsið
Mohammed Saeed al-Sahhaf, upp-
lýsingaráðherra Íraks, sagði ekkert
um Saddam á fundi með fréttamönn-
um í gær þar sem hann vísaði á bug
vangaveltum um, að Írakar myndu
gefast upp. Ítrekaði hann aðeins fyrri
yfirlýsingar um, að innrásarliðið yrði
hrakið burt. „Ég er ekki hræddur og
þið þurfið ekki heldur að vera það,“
sagði Sahhaf sem kom til fundarins í
hvítum pallbíl en venjulega hefur
meira verið haft við þegar ráðherrann
ræðir við fréttamenn. Sagði hann inn-
rásarliðið umkringt og að bandarísku
hermannanna biði dauðinn einn.
Það var ein B-1B-sprengjuflugvél,
sem gerði árásina á veitingahúsið, en
bandaríska leyniþjónustan taldi sig
þá hafa heimildir fyrir því, að Sadd-
am, synir hans tveir, Uday og Qusay,
og aðrir helstu leiðtogar stjórnarinn-
ar væru þar á fundi. Er það haft eftir
ónefndum, bandarískum embættis-
manni, að upplýsingarnar hafi verið
mjög áreiðanlegar og raunar vitað, að
Saddam hafi áður notað veitingahús-
ið, eða byrgi undir því, í þeirri trú, að
ekki yrði ráðist á það þar sem það
væri í íbúðahverfi.
Menn nánir Saddam segja aftur á
móti, að hans eigið öryggi sé honum
svo mikil þráhyggja, að yfirleitt viti
mjög fáir um ferðir hans. Er það
raunar haft eftir íröskum útlaga, að
aðeins tveir menn viti um dvalarstað
hans hverju sinni, Qusay, sonur hans
og yfirmaður Lýðveldisvarðarins, og
einkaritari hans, Abed Hameed Hmo-
ud, ættingi Saddams frá Tikrit. Sagði
útlaginn, að hinn sonurinn, Uday,
fengi ekkert að vita vegna þess hve
óáreiðanlegur hann væri talinn.
Leyniþjónustusérfræðingar telja,
að Bandaríkjamenn hafi stuðst við
þrenns konar upplýsingar er þeir
ákváðu að gera árásina. Í fyrsta lagi
við myndir frá gervihnöttum, sem
sýndu fólk eða farartæki koma að
húsinu; í öðru lagi upplýsingar frá
njósnara nærri Saddam sjálfum og í
þriðja lagi upplýsingar frá hlerunar-
tækjum á staðnum eða frá fjarskipt-
um, sem hafi verið hleruð.
Talsmenn varnarmálaráðuneytis
Bandaríkjanna sögðu síðdegis í gær
að enn væri verið að „afla upplýsinga
og leggja mat á árásina“. Ekki væri
vitað hvort Saddam forseti eða ein-
hverjir undirsáta hans hefðu fallið.
AP
Svona var umhorfs eftir árásina á veitingahúsið í al-Mansour-hverfinu í
Bagdad. Þar sem húsið stóð er 18 metra djúpur gígur og næstu hús ónýt.
Slapp Saddam
naumlega?
Bagdad. AP.
Bandaríkjamenn þóttust vissir um
verustað forsetans þegar þeir gerðu
árás á veitingahús í Bagdad
Í SEGULBANDSUPPTÖKU sem
sögð er geyma rödd Sádí-Arabans
Osamas bins Ladens eru múslímar
hvarvetna hvattir til að ráðast gegn
löndum sem styðja stríðið gegn
Írak. Associated Press-fréttastofan
hefur upptökuna undir höndum en
alsírskur maður, Aadil, er sagður
hafa haft hana með frá Afganistan,
en þar virðist hún hafa verið búin
til.
Upptakan er 27 mínútur að lengd
og þar les bin Laden lengi upp úr
kóraninum. Hann segir jafnframt
að jíhad – eða heilagt stríð – sé
„eina lausn allra vandamálanna“.
AP segir útilokað að staðfesta
með fullri vissu hvort um rödd bins
Ladens sé að ræða en sérfræðingar
fréttastofunnar segja þó bin Laden
líklega hér á ferðinni.
Bin Laden hvetur
til sjálfsmorðsárása
Islamabad. AP.
Ekki er heldur vitað hvenær upp-
takan var hljóðrituð en margt bend-
ir til að það hafi verið gert eftir að
stríðið í Írak hófst, 20. mars sl. „Þú
ættir að hefna þeirra saklausu
barna sem myrt hafa verið í Írak.
Sameinist gegn [George W.] Bush
og [Tony] Blair og sigrið þá með
sjálfsmorðsárásum þannig að Allah
líti þig velþóknunaraugum,“ segir
t.d. röddin á bandinu.
Þá fullyrðir röddin, sem eignuð
er bin Laden, að Bandaríkin hygg-
ist ráðast á Íran, Sádí-Arabíu,
Egyptaland og Súdan eftir að stríð-
inu í Írak er lokið. Eru sanntrúaðir
múslimir hvattir til að ráðast gegn
stjórnvöldum í Pakistan, Afganist-
an, Bahrein, Kúveit og Sádí-Arabíu
vegna stuðnings þeirra við herför
Bandaríkjamanna.