Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
LIFANDI
VÍSINDI
Áskriftarsími 881 4060
„ÞAÐ er umframeftirspurn eftir
íbúðum á grónum svæðum,“ seg-
ir Sverrir Kristinsson, fasteigna-
sali hjá Eignamiðluninni, um
verðhækkanir á fasteignum í
fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu á
12 mánaða tímabili, en hækk-
unin er umfram verðbólguhækk-
un. „Fjárfestar skoða fasteignir
sem raunhæfan fjárfestingar-
kost,“ segir Björn Þorri Vikt-
orsson, formaður Félags fast-
eignasala, um hækkunina.
Samkvæmt upplýsingum frá
Fasteignamati ríkisins var vísi-
tala íbúða í fjölbýli 152,5 stig í
febrúar samanborið við 100 stig í
janúar 1999 og hafði hækkað um
2,0% frá fyrra mánuði. Síðast-
liðna 3 mánuði hækkaði hún um
4,3%, sl. 6 mánuði um 7,1% og sl.
12 mánuði um 9,6%, en verð-
bólgan var um 2% á árinu 2002.
Sverrir Kristinsson segir að
oft séu fleiri en einn um ákveðna
tegund eigna og eftirspurnin
hafi áhrif á verðið. Eins virðist
sem meiri peningar séu í umferð
og aukin bjartsýni í þjóðfélaginu
auk þess sem minni afföll hús-
bréfa hafi jákvæð áhrif á mark-
aðinn. „Það skapar aukna festu
á markaðnum og mér finnst
festa hafa einkennt markaðinn
síðastliðið ár,“ segir hann og tel-
ur að lækkun sé ekki framund-
an, en fasteignaverðið sé ekki
óeðlilegt miðað við bygginga-
kostnað.
Björn Þorri Viktorsson segir
að ekki sé nein ein skýring á
þessari hækkun. Fasteign hafi
staðið sig mjög vel sem fjárfest-
ingarkostur að undanförnu og
hækkunin sé órækt dæmi um
það. Hins vegar geti hann ekki
sagt til um hvort fólk horfi í
auknum mæli til fjárfestinga í
fasteignum frekar en pappírum
en það geti verið einn þáttur í
skýringunni. Eins hafi auðveldur
aðgangur að lánsfjármagni sitt
að segja. Viðbótarlán hafi hjálp-
að mikið til við að örva mark-
aðinn og þannig hafi komið auk-
ið fjármagn inn á hann.
Ennfremur hafi húsbréfaútgáfa
verið miklu meiri fyrstu þrjá
mánuði ársins en á sama tíma í
fyrra og afföllin minni. „Þetta
eru margir samverkandi þættir
en það er mjög ánægjulegt að
sjá hvað fasteignin stendur föst-
um fótum sem fjárfesting,“ segir
hann.
Aðspurður segir Björn Þorri
að verðið á fasteignum í fjölbýli
sé ekki of hátt á meðan fólk
kaupi. Mikil spurn sé eftir
ákveðnum gerðum eigna, sér-
staklega í fjölbýli, og góðar eign-
ir í fjölbýli stoppi ekki lengi hjá
fasteignasölum, þótt markaður-
inn að öðru leyti leiti meira jafn-
vægis en ríkt hafi undanfarin
misseri.
Umframspurn eftir ákveðnum fasteignum á höfuðborgarsvæði
Bjartsýni og meiri pen-
ingar virðast í umferð
3243
5
/*
6
/
-#%-
384,
* 1 " " < 0 " )) -
=) +
=>>> 3,,
3,7
38,
387
32,
327
39,
397
33,
?+ %@446377
3
2
:
39
.#%/A
."%$A
.0% A
.1%'A
2/$#//#
GETNAÐARVARNASTAFUR sem settur var á
markað fyrir nokkrum misserum veldur í of mörg-
um tilfellum óreglulegum og langvarandi tíðablæð-
ingum hjá konum sem hann nota, að mati Ólafs Håk-
anssonar kvensjúkadómalæknis. Hann segir að þær
fullyrðingar sem framleiðandi lyfsins hafi farið af
stað með í upphafi um öryggi hans standist hrein-
lega ekki.
Stafurinn er settur undir húð í handlegg og á að
duga í þrjú ár sem fullkomin getnaðarvörn. Ólafur
segir erfitt að fullyrða um hvað valdi blæðingunum
en hugsanlega ráði þar um aukaverkanir af hormóni
sem sé í stafnum.
Getnaðarvarnastafurinn á einnig til að færast úr
stað og dæmi þess að vandkvæðum sé bundið að ná
honum út þótt hann hafi sannanlega verið rétt settur
inn. „Það er vandamál þegar þarf að fara að leggja í
aðgerð eins og svæfingu til þess að finna þennan
staf,“ segir Ólafur, en þess eru dæmi hér á landi, að
hans sögn.
Fjölmargir mæltu með stafnum
Fjölmargir læknar mæltu með notkun stafsins á
sínum tíma og var Ólafur einn af þeim. „Það sem lá
til grundvallar voru hinar og þessar rannsóknir og
þær niðurstöður voru virkilega lofandi,“ segir hann.
Hann segist hafa rætt þetta við aðra kvensjúk-
dómalækna sem séu sama sinnis. „Það eru virkilega
farnar að renna á okkur tvær grímur gagnvart því
að mæla með þessu sem getnaðarvörn vegna auka-
verkana.“ Hann segist samviskunnar vegna ekki
geta mælt með notkun stafsins sem læknir.
„Ég verð að viðurkenna að ég er sennilega sá sem
hefur hvað mesta reynslu af þessu, því ég hef sett
inn alveg óhemjumikið af þessum stöfum og tel mig
vera búinn að fá þá reynslu sem þarf.“
Hann bendir á að eftir sem áður verði konur sem
noti stafinn ekki þungaðar sé hann rétt settur í og á
réttum tíma. Þá sé lítið magn af hormónum í honum.
Getnaðar-
varnastafur
veldur of oft
blæðingum
ANNA Svavarsdóttir, tæplega
þrítugur húsasmíðanemi, er nú
á leiðinni til Tíbets en þar
hyggst hún m.a. ganga á fjallið
Cho Oyo sem er 8.201 metri á
hæð. Takist henni að komast á
tindinn setur hún glæsilegt
hæðarmet íslenskra kvenna en
Anna Lára Friðriksdóttir setti
gildandi met þegar hún gekk á
Huscaran í Perú (6.768 m) árið
1987.
Það er þó ekki áhugi á hæð-
armetinu sem slíku sem rekur
Önnu Svavarsdóttur áfram.
Hún hefur áður glímt við fjalla-
risa, m.a. tyllt sér á tinda Isl-
and Peak (6.476 m) og Lobuche
East (6.119 m) og árið 2001
gerði hún tilraun til að klífa
hátindinn Pumori (7.161 m).
Leiðangurinn sem hún var í
sneri við í rúmlega 6.500 metra
hæð þar sem þeim leist ekki á
aðstæður á fjallinu. Það reynd-
ist hárrétt ákvörðun því dag-
inn eftir hremmdi snjófljóð
fimm Spánverja sem höfðu
haldið ótrauðir áfram upp
fjallið og fórust þeir allir.
Þegar Morgunblaðið náði
tali af Önnu í gær var hún á
Heathrow-flugvelli í London
og stutt í brottför áleiðis til
Katmandu í Nepal. „Við verð-
um þar í nokkra daga, græjum
okkur og náum okkur í vega-
bréfsáritun til Kína því við klíf-
um fjöllin frá Tíbet. Þaðan för-
um við til Lhasa og síðan
verður stefnan tekin á grunn-
búðir Cho Oyo. En það vill svo
skemmtilega til að við hliðina á
Cho Oyo er stórglæsilegt fjall
sem heitir Labchi Kang og er
7.367 metrar og við ætlum að
byrja á því að labba þangað
upp til að æfa okkur,“ sagði
hún.
Einnig stendur til að klífa
Shismapangma (8.013 m),
þannig að það nægir henni að
klífa einn af tindunum til að
setja nýtt met. Gert er ráð fyr-
ir að Cho Oyo verði klifinn eft-
ir 1–1½ mánuð en Anna býst
við að snúa aftur til Íslands um
miðjan júní.
Hún hefur undirbúið ferða-
lagið frá áramótum og hafa æf-
ingarnar einna helst falist í því
að ganga upp Esjuna með 10–
15 kíló af grjóti í bakpoka.
Líkur á að hæðarmet íslenskra kvenna frá 1987 falli
Á leiðinni til Tíbets að
klífa 8.201 metra tind
Anna Svavarsdóttir í hlíðum Pumori 2001. Rétt ákvörðun leiðang-
ursmanna um að snúa við í 6.500 m hæð bjargaði lífi þeirra.
TENGLAR
........................................
www.dcxp.com
PENNINN hf. og Edda útgáfa hf. hafa staðfest
að félögin muni ganga til formlegra samninga
um kaup Pennans hf. á verslunarrekstri Máls
og menningar á Lauga-
vegi 18, Bankastræti 2, í
Síðumúla 7 og Álfa-
bakka 10–12 í Reykja-
vík, sem eru í eigu Eddu
útgáfu hf. Væntanlegur
kaupsamningur verður
borinn undir samkeppn-
isyfirvöld.
„Þetta mál er með
þeim stóra fyrirvara að
Samkeppnisstofnun leggi blessun sína yfir það,“
segir Páll Bragi Kristjónsson, framkvæmda-
stjóri Eddu útgáfu hf. „Þetta mál er því ekki að
bresta á núna, og getur tekið að minnsta kosti
tvo mánuði að skera úr um það.“
Hann segir eindreginn vilja beggja aðila vera
að ganga til þessara viðskipta. „Það eru ýmis
rök sem hníga að því að það sé ekki skyn-
samlegt að blanda útgáfu saman við verslunar-
rekstur,“ segir hann. „Markmiðið með þessum
samningum er að efla atvinnugreinina, bæði hjá
okkur í Eddu sem útgáfu og hjá Pennanum sem
alhliða bóka- og ritfangaverslun. Málið snýst
um að treysta hag fyrirtækjanna, starfsfólksins
og viðskiptavinanna.“
Varðandi hugsanlega markaðshlutdeild segir
hann að hvorugur aðilinn hafi gert úttekt á
henni og hún muni skýrast þegar formlegt er-
indi fari fyrir samkeppnisyfirvöld.
Penninn vill
kaupa versl-
anir Máls og
menningar
RÚMFATALAGERINN,
BYKO og Mata ehf. hafa feng-
ið fyrirheit hjá Reykjavíkur-
borg um úthlutun á atvinnulóð
við Vesturlandsveg á móts við
Úlfarsfell. Mun salan á bygg-
ingarréttinum skila borginni
um 400–500 milljónum króna.
Er miðað við að lóðin verði um
10 hektarar og að þar megi
reisa allt að 50 þúsund fer-
metra hús.
Er það háð framkvæmdum
Vegagerðarinnar við flutning
og breikkun Vesturlandsvegar
hvenær lóðin getur orðið
byggingarhæf en deiliskipulag
og breyting á aðalskipulagi um
landnýtingu á að liggja fyrir í
síðasta lagi eftir 12 mánuði.
Sátu hjá við afgreiðslu
málsins í borgarráði
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokks og Ólafur F. Magnús-
son, fulltrúi Frjálslyndra og
óháðra, sátu hjá við afgreiðslu
málsins í borgarráði í gær. Í
bókun sjálfstæðismanna sem
Ólafur tekur undir kemur
fram að ámælisvert sé á hvern
hátt staðið sé að fyrirheitinu.
Nýlega hafi verið samþykkt
svæðisskipulag og aðalskipu-
lag Reykjavíkur sem sýni allt
aðra landnotkun á svæðinu.
Töldu sjálfstæðismenn að
breytt aðalskipulag þyrfti
nauðsynlega að liggja fyrir áð-
ur en fyrirheit væri gefið.
Í bókun R-listans kemur
fram að fullkomlega eðlilega
hafi verið staðið að fyrirheitinu
og að á næstunni verði unnið
deiliskipulag sem fær eðlilega
umfjöllun og kynningu í fag-
nefndum borgarinnar og borg-
arráði.
Fyrirheit
veitt um
lóð fyrir
verslunar-
miðstöð
Stórkostleg/19
♦ ♦ ♦