Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 19
!
"
# $%
&
' ( )
*
( !+ + +, * " -
./*0
1 )
!
"
#
$ 23)42567)42
" "
! " #
ÞÓRÓLFUR Árnason, borgarstjóri,
segir að tímasetning fyrirtækjanna
Smáratorgs (Rúmfatalagersins),
Smáragarðs (Byko) og Mötu sé mjög
góð, en fyrirtækin hafa nú fengið fyr-
irheit frá Reykjavíkurborg um út-
hlutun leigulóðar við Vesturlandsveg
og byggingarrétt. Þórólfur segir
mikla uppbyggingu alls staðar í
kringum svæðið þar sem lóðin er, t.d.
í Blikastaða- og Hamrahlíðarlöndum,
í Grafarvogi, Grafarholti og Norð-
lingaholti. „Þetta er stórkostleg
tímasetning og það eru engin tök á
því að bíða. Þegar fyrirspurnir koma
frá atvinnufyrirtækjum í borginni er
reynt að leysa úr slíku hratt og
örugglega.“
Björn Bjarnason, oddviti sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn, segir
ákvörðunina svo stóra að eðlilegt sé
að fá umsagnir nefnda borgarinnar
áður en fyrirheit er gefið. Var tillaga
þess efnis felld á fundi borgarráðs í
gær. „Það er engum greiði gerður
með því að vanda ekki forsendur fyr-
ir ákvörðun um mikilvæg mál,“ segir
Björn. „Reynslan sýnir að upp geta
komið ýmis álitaefni sem erfitt er að
bregðast við ef byrjað er á öfugum
enda. Ef menn vilja laða fyrirtæki til
Reykjavíkur á að vanda sig við allt
ferlið.“ Hann segir skipulagsferlið
ekki þurfa að taka langan tíma. „Við
sitjum í borgarstjórn með flokkum
sem lagt hafa áherslu á samræðu-
stjórnmál og lýðræðislega starfs-
hætti. Lýðræðið er tímafrekt en það
á ekki að standa í vegi fyrir því að
menn beiti lýðræðislegum vinnu-
brögðum á stjórnmálavettvangi.“
Lóðin tekin frá fyrir
kirkjugarð á skipulagi
Þórólfur segir það segja sig sjálft
að borgin eigi ekki tilbúna svo stóra
lóð sem um ræðir sem bíði eftir fjár-
festum. „Það þarf því að búa til svona
lóð. Ég þekki það af því að sitja hin-
um megin við borðið hvað það getur
verið erfitt fyrir atvinnulífið að fá
seint svarað sínum fyrirspurnum og
ég ætla ekki að láta það líðast.“ Björn
segir að Kirkjugarðar Reykjavíkur
eigi fyrsta rétt að lóðinni samkvæmt
skipulagi sem er í gildi. „Fram hefur
komið, að þessi fyrirtæki hafi verið að
banka á dyr Reykjavíkurborgar síð-
an árið 1999. Síðan hefur nýtt aðal-
skipulag verið unnið og samþykkt.
Nú er allt í einu kúvent og þá má ekki
gefa sér tíma til að fjalla um málið á
faglegum og lýðræðislegum forsend-
um. Ég skil ekki þörfina á þessu óða-
goti og hef ekki fengið neina skýr-
ingu í umræðum í borgarráði eða
borgarstjórn.“
Þórólfur segir að verið sé að ræða
við Kirkjugarða Reykjavíkur og að
borgarverkfræðingur telji sig hafa
betri lausn að framtíðarlandi fyrir
kirkjugarð en á lóðinni. Þá er einnig
verið að leita lausna fyrir Golfklúbb
Reykjavíkur svo hægt sé að stækka
golfvöllinn. „Það er ekkert annað en
ákvarðanatökufælni að biðja um að
fresta þessu, því þá þyrfti að bíða í að
minnsta kosti 3–4 mánuði með að
svara fyrirtækjunum. Viðskiptalífið
er þannig að það bíður ekkert svona
lengi.“ Þórólfur segir að í fyrirheitinu
sé mjög skýrt kveðið á um hvernig
gróðurumhverfi og öðrum frágangi á
lóðinni skuli háttað og að í skipulags-
skilmálum verði ákvæði um útlit og
hönnun á mannvirkinu.
Hann segir að vinnu við deiliskipu-
lag og breytingar á aðalskipulagi eigi
að vera lokið í síðasta lagi eftir 12
mánuði. Hann segir sölu byggingar-
réttar á lóðinni koma til með að skila
borginni 400–500 milljónum króna.
Fyrirtæki fá fyrirheit um úthlutun atvinnulóðar við Vesturlandsveg
Stórkostleg tímasetning
að mati borgarstjóra
Vanda verður forsendur
segja D- og F-listi
Vesturlandsvegur
GOLFKLÚBBUR Reykjavíkur hef-
ur hug á að stækka Korpúlfsstaða-
völl um níu holur í átt að Vestur-
landsvegi þannig að úr verði 27
holu völlur. Til þess að svo megi
verða þarf klúbburinn að fá hluta
þess svæðis við Vesturlandsveg
sem áður var áformað að færi und-
ir kirkjugarð en fyrirætlanir nú
ganga út á að fari undir stórvöru-
verslunarmiðstöð þar sem BYKO,
Rúmfatalagerinn og Mata yrðu til
húsa.
Á fundi borgarráðs í gær var áð-
urnefndum fyrirtækjum veitt vil-
yrði fyrir 10 hektara lóð á svoköll-
uðu Stekkjarbrekkusvæði í
Úlfarsárdal. Í Morgunblaðinu í gær
kom fram að þau áform valdi
óvissu um hvar framtíðarsvæði nýs
kirkjugarðs í Reykjavík verði.
Sagði Sigurjón Jónasson, rekstr-
arstjóri Kirkjugarða Reykjavík-
urprófastsdæma, að Kirkjugarð-
arnir hefðu verið búnir að fá
vilyrði fyrir lóðinni í tengslum við
að svæði Gufuneskirkjugarðs var
minnkað. Nú er hins vegar til at-
hugunar að kirkjugarðurinn fari
undir hlíðar Úlfarsfells en óvissa er
um það svæði, m.a. vegna eign-
arhalds Mosfellsbæjar á hluta þess.
Fer ekki saman við kirkjugarð
Umrætt svæði í Stekkjarbrekk-
um varðar þó fleiri því Golfklúbbur
Reykjavíkur hefur leitað eftir því
að fá leyfi til að stækka Korpúlfs-
staðavöllinn í átt að Vesturlands-
veginum. Að sögn Gests Jónssonar,
formanns klúbbsins, gerir aðal-
skipulag borgarinnar einmitt ráð
fyrir því að svæðið verði nýtt til
íþrótta og útivistar.
„Samkvæmt drögum að skipu-
lagi, sem okkur var kynnt fyrir
nokkrum mánuðum, stendur til að
nota hluta af því svæði sem við höf-
um verið að ræða um undir at-
vinnustarfsemi og jafnframt var
okkur sagt að það gæti komið til
álita að við fengjum annan hluta af
svæðinu,“ segir hann. „Sá hluti
nægir hins vegar ekki fyrir stækk-
unina nema það séu gerðar ráð-
stafanir til viðbótar sem við höfum
verið að ræða um við borgina.“
Hann segist því vonast til að
ákvörðun um úthlutun svæðisins
undir verslunarmiðstöð geti farið
saman við stækkun vallarins. Hins
vegar hefðu hugmyndir um að
svæðið fari undir kirkjugarð ekki
farið saman við fyrirætlanir um
stækkun golfvallarins.
Gestur segir orðið nokkuð brýnt
að stækka golfvöllinn. „Við höfum
stundum sagt að biðlistinn hjá
Golfklúbbi Reykjavíkur sé að verða
einn af stærstu golfklúbbum lands-
ins – við erum með um 2000 félags-
menn og um síðustu áramót voru
um 380 manns á biðlista.“
Til að mæta vaxandi eftirspurn
hefur Golfklúbbur Reykjavíkur
gert samninga við félög á lands-
byggðinni. Þannig hafa félagar
Golfklúbbsins getað nýtt sér golf-
völlinn á Hellu í á fjórða ár og fyrir
nokkrum vikum var gerður annar
slíkur samningur við golfklúbbinn
Leyni á Akranesi.
Gestur segir að notkunin á vell-
inum á Hellu hafi vaxið mikið und-
anfarið en enn sé ekki komin
reynsla á Akranes þar sem golf-
tímabilið sé ekki hafið. „Það er
hins vegar óhætt að segja að menn
eru mjög sáttir við að hafa þessa
kosti enda eru þetta tveir afburða
vellir sem þarna bjóðast,“ segir
hann.
Vilja stækka Korpúlfsstaðavöll
Úlfarsárdalur
Morgunblaðið/Þorkell
MATA ehf. hyggst opna smá-
söluverslun í verslunarmiðstöð
undir Úlfarsfelli en borgarráð sam-
þykkti í gær að veita fyrirtækinu
ásamt tveimur öðrum fyrirheit um
úthlutun á atvinnulóð við Vest-
urlandsveg. Mata er fjölskyldufyr-
irtæki sem hingað til hefur ekki
verið með smásölu en hefur ára-
tuga reynslu af innflutningi á
ávöxtum og grænmeti auk annarra
nýlenduvara.
Segir úthlutunina bera vott um
mikla framsýni borgarinnar
Eggert Á. Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Mötu, segir smá-
söluverslun nýja vídd í rekstri fyr-
irtækisins. „Við höfum um
nokkurn tíma falast eftir lóð hjá
Reykjavíkurborg undir stór-
vörumarkað þar sem neytendum
gefst tækifæri á að kaupa á einum
stað mikið úrval af vörum í stórum
einingum á hagkvæmu verði,“ seg-
ir Eggert.
„Þannig munum við með beinum
hætti nýta áratuga reynslu og
þekkingu á innflutningi neytendum
til hagsbóta. Við teljum þetta vera
mikið framfaraspor fyrir íslenska
verslun og komi til með að stuðla
að lækkun á matvöruverði í land-
inu.“
Eggert segist fagna ákvörðun
Borgarráðs að veita vilyrði til út-
hlutunarinnar. „Úthlutunin ber
vott um mikla framsýni hjá Reykja-
víkurborg við að gefa atvinnufyr-
irtækjum tækifæri á að þróa nýja
tegund verslunarmiðstöðvar með
áherslu á stórvöruverslanir.“
Mata hyggst
opna smásölu-
verslun undir
Úlfarsfelli
Perlunni. Opið alla daga kl. 10 -18
FASTEIGNIR mbl.is