Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 29 Í KOSNINGABARÁTTUNNI hefur mikið verið talað um skattamál og kjarabætur. Stundum mætti ætla að við stjórnmálamenn getum ákveðið kjara- bæturnar með einföldum hætti og sá sem lofar mestu í skattalækkunum sé líklegastur til að bæta kjör þjóðarinnar mest. Þannig er því ekki farið og því mikilvægt að átta sig á samhengi hlut- anna og hvort framundan séu aðstæður til að bæta kjör annaðhvort með lækkun skatta eða hækkun launa. Vonandi ger- ist hvorutveggja og kaupmáttur haldi áfram að vaxa á næstu árum með sama hætti og hann hefur aukist í landinu um 33% á aðeins átta árum. Á sama tíma hefur kaupmáttur lægstu launatekna hækkað um 50% og lægstu bóta um yfir 40%. Brotist út úr kyrrstöðu Þegar Framsóknarflokkurinn kom í ríkisstjórn árið 1995 var atvinnuleysi mikið eða um 5% af vinnuaflinu. Hag- vöxtur hafði verið lítill sem enginn um nokkurra ára skeið og það ríkti kyrs- staða í efnahagsmálum. Við lögðum megináherslu á að rjúfa þá kyrrstöðu og töldum eðlilegt að setja það markmið að fjölga störfum um 12 þúsund á kjör- tímabilinu sem framundan var. Það tókst að rjúfa vítahring stöðnunar og hagvöxtur hefur verið að meðaltali 3,4% á árunum 1995 til 2002. Með þessu hef- ur tekist að styrkja undirstöður efna- hags- og atvinnulífs, stórminnka at- vinnuleysi og sinna velferðamálum að fullum krafti. Góður grunnur lagður Við undirbúning fjárlaga 1996 fyrst eftir að við komum í ríkisstjórn hringdu margar aðvörunarbjöllur, stofanir eins og OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn vöruðu við þróun í íslensku efna- hagslífi og bentu á mörg hættumerki. Í aðdraganda kosninga nú hafa erlendar stofnanir lofað íslenskt efnahagslíf og telja að útlit sé mjög gott. Eins og jafn- an áður verður að líta til næstu ára af raunsæi og ábyrgð og gæta þess að gefa ekki of miklar vonir. Við höfum lagt góðan grunn með margvíslegum breyt- ingum og nýjungum og það má segja að hagvöxtur blasi við á næstu fjórum ár- um Þetta hefur meðal annars gerst vegna umbyltingar á fjármálamarkaði og lækkunar tekjuskatts fyrirtæka sem hefur aukið framleiðslu og verðmæta- sköpun. Miklar framkvæmdir á sviði virkjana og stóriðjumála skipta sköp- um. Framundan er að byggja upp áliðn- að á Austurlandi og auka álframleiðsl- una í Hvalfirði. Með þessu hefur verið lagður grunnur að kjarabótum almenn- ings, en við skulum vera minnug þess að allt er hægt að eyðileggja með verð- bólgu og óráðsíu og háir vextir geta tek- ið hugsanlegar kjarabætur til baka í einu vetfangi. Skattar eru því ekki það eina sem ræður kjörum fóks. Mest er um vert að viðhalda stöðugleika og auka verðmætasköpunina þannig að grund- völlur skapist fyrir því sem gera þarf. Lækkun skatta Framsóknarflokkurinn telur að gott svigrúm sé á næsta kjörtímabili til veru- legra skattalækkana. Við viljum lækka skattaprósentuna í 35,2 og stórhækka ótekjutengdar barnabætur þannig að þær verði 36.500 fyrir öll börn en helm- ingi hærri fyrir börn að 7 ára aldri. Með þessu er kaupmáttur fjölskyldufólks aukinn mest og þá sérstaklega þeirra sem eru með yngstu börnin. Að okkar mati er afar mikilvægt að auka ráðstöf- unartekjur þeirra sem minnst hafa. Líklegasta leiðin til að gera það sé að lækka skattprósentuna yfir línuna, draga úr jaðaráhrifum í skattkerfinu og leggja mesta áherslu á hækkun lægstu launa í komandi kjarasamningum líkt og gert var á árinu 1997. Friður á vinnumarkaði Við teljum að með þessum hætti megi skapa aðstæður fyrir samstöðu á vinnu- markaði og hægt sé að gera kjarasamn- inga þar sem kaupmáttaraukning verði studd með skattalækkunum. Í því sam- bandi skipta kjarabætur til milli- tekjufólks mjög miklu máli. Unga fókið er með svokallaðar millitekjur. Það er að stofna heimili, greiða af náms- og húsnæðislánum og borga fyrir börnin sín í leikskóla. Það þarf að vinna langan vinnudag og leggja mikið á sig. Með því að lækka skattprósentuna minnka jað- aráhrif vegna skerðingar vaxta- og barnabóta. Lægri skattprósenta hvetur jafnframt til meiri atvinnuþátttöku og dregur úr skattsvikum. Skattsvik eru eitt alvarlegasta mein samfélagsins og því er nauðsynlegt að líta til þeirra þeg- ar ákvarðanir eru teknar. Stöðugleikinn skiptir mestu Við viljum nota svigrúm til að bæta kjör fólks án þess að setja stöðugleik- ann í hættu. Við viljum í reynd viðhalda stöðugleikanum með þessum hætti. Við vitum það af gamalli reynslu að óraun- hæfar launahækkanir leiða til verð- bólgu og vaxtahækkana. Við höfum metið skattalækkanir á rúma 16 millj- arða króna en samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins kostar hvert pró- sentustig í tekjuskatti 4,2 milljarða og hækkun persónuafsláttar um 1.000 krónur um 2,2 milljarða. Það sýnir best hvað millitekjurnar skipta miklu máli í skattkerfinu að hvert prósent í há- tekjuskatti gefur aðeins 300 milljónir króna í ríkissjóð. Út frá því geta menn séð hvað mikið þarf að hækka skatta á hæstu tekjum til að ná verulegri lækk- un á þá lægstu. Ef áform Sjálfstæð- isflokksins um skattalækkanir væru reiknuð með sambærilegum hætti kem- ur í ljós að þær munu kosta ríkissjóð ekki langt frá 30 milljörðum og skatta- lækkanir Samfylkingarinnar milli 17 og 18 milljarða. Framsóknarmenn settu sína útreikninga fyrst fram og við höf- um ekki breytt um skoðun þrátt fyrir hærri boð hinna flokkanna. Við vitum að óvarkárni í ríkisfjármálum stefnir stöð- ugleikanum í hættu og þar viljum við ekki taka neina áhættu. Velferðarkerfið þarf sitt Það er einnig ljóst að velferðarkerfið þarf á sínu að halda og því þarf að vera svigrúm til að sinna fleirum því að með- alaldur þjóðarinnar fer vaxandi og fyrir vikið fjölgar þeim sem þurfa bætur og margvíslega aðhlynningu. Fleiri og fleiri stunda nám – ekki aðeins þeir sem ungir eru, heldur hefur símenntun og fjarnám aukist til muna. Allt kallar þetta á aukin umsvif. Það er jafnframt ljóst að til þess að varðveita stöðugleik- ann þarf að gæta mikils aðhalds í rík- isfjármálum eins og meðal annars kem- ur fram í nýrri skýrslu OECD. Þegar Framsóknarflokkurinn kom fram með stefnu sína í skattamálum vorum við sakaðir um yfirboð. Framsóknarflokk- urinn hefur verið leiðandi í þeim málum sem mestu hafa skipt um nýja tíma í efnahags- og atvinnumálum. Við viljum halda áfram á sömu braut. Við viljum skapa tækifæri til verðmætasköpunar. Við viljum að sérhver hönd geti tekið þátt í atvinnulífinu, við viljum skapa ungu vel menntuðu fólki framtíð- armöguleika. Það gerist ekki í kyrr- stöðu eins og fyrir 1995. Það gerist að- eins með verðmætaaukningu og stöðugleika. Vinna, vöxtur, velferð segir það sem segja þarf. Kjarabætur byggjast á stöð- ugleika og verðmætasköpun Eftir Halldór Ásgrímsson „Við vitum að óvarkárni í ríkisfjármálum stefnir stöð- ugleikanum í hættu og þar viljum við ekki taka neina áhættu.“ Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. AÐ undanförnu hefur verið nokkur um- ræða um aukinn flutningskostnað á landsbyggðinni. Þingmenn Samfylking- arinnar hafa haldið því fram að aukn- inguna megi rekja til breytinga sem gerðar hafa verið á skattkerfinu. Þessi fullyrðing Samfylkingarþingmanna er einfaldlega röng. Rökstuðning fyrir því má sjá í „skýrslu nefndar um flutnings- kostnað“ sem finna má á vef samgöngu- ráðuneytisins og einnig í ágætri grein eftir Einar K. Guðfinnsson, þingmann Sjálfstæðisflokksinns, á vefsíðunni ek- g.is. Þá hefur því verið haldið fram að flutningskostnaður skýri mismunandi vöruverð, en í skýrslu samgöngu- ráðherra er greint frá því að flutnings- kostnaður er innan við 1% af heildarsölu stóru matvörufyrirtækjanna á Eyja- fjarðarsvæðinu, sem sýnir að þetta stenst að minnsta kosti ekki í tilviki stóru keðjanna. Þrátt fyrir þetta telja sjálfstæðismenn að mikilvægt sé að ná niður flutnings- kostnaði til að efla byggðirnar í landinu. Skilvirkasta leiðin til minnkunar flutn- ingskostnaðar er að bæta samgöngur og ríkisstjórnin stendur nú fyrir gríðarlegu átaki í vegagerð víðsvegar um landið, sem miðar að því að bæta vegakerfið og stytta flutningsleiðir þar sem því verður við komið. Með styttri flutningsleiðum minnkar flutningskostnaður og með fjölgun ferða flutningabíla minnkar kostnaður við birgðahald á landsbyggð- inni því verslanir þurfa ekki að liggja með jafnmiklar birgðir þegar ferðum fjölgar. Jarðgöngin milli Ólafsfjarðar og Siglu- fjarðar eru þungt lóð á þá vogarskál að beinn innflutningur hefjist aftur til Ak- ureyrar. Þetta er geysilega mikilvægt at- riði. Ekki einasta mun þetta hafa var- anleg áhrif til minnkunar flutningskostnaðar á neysluvörum til al- mennings á Norðurlandi, heldur mun út- flutningskostnaður norðlenskra fyr- irtækja einnig minnka stórlega. Þá munu jarðgöngin hafa ýmsa aðra kosti í för með sér sem ekki verða reiknaðir til fjár, en með greiðari samgöngum milli Ólafs- fjarðar og Siglufjarðar munu samvinna og samskipti á ýmsum sviðum vaxa, sem verður til þess að efla þessar byggðir. Minnkun flutningskostnaðar er mikið hagsmunamál landsbyggðarinnar. Sjálf- stæðismenn hafa haft um það forystu að leita leiða sem mega verða til þess að ár- angur náist í þessu þýðingarmikla máli og munu áfram vinna ötullega að fram- förum á þessu sviði. Minni flutningskostnaður Eftir Sigríði Ingvarsdóttur „Skilvirkasta leiðin til minnkunar flutningskostnaðar er að bæta samgöngur …“ Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. ku fjölskyldu. Samfylkingin bent á það, að ekki gangi að borgi langhæsta verð fyrir vrópu. Samfylkingin heldur ínu striki – hvort sem stutt er osningar. mfylkingin trú langvarandi i fyrir bættum hag barnafjöl- á landi. Áform Samfylking- 45 þúsund króna greiðslu fyr- til 18 ára aldurs, óháð dra, er í góðum samhljómi við ning. Til viðbótar verða vegna tekjutengdra barna- ð umtalsvert. Vegna þessara eknir frá fjármunir að upp- rðar króna. Nú koma þeir rtektarvert að báðir rík- kkarnir hafa nú loksins tekið n málflutning jafnaðarmanna og lofa m.a. að lækka matarverðið og hækka bætur til barna. Hins vegar hafa þeir ítrekað og aftur sýnt tillögum og málfutningi okkar jafnaðarmanna full- komið fálæti, þegar þingmenn Samfylk- ingarinnar hafa viljað ræða þessi mál á Alþingi Íslendinga. Sagt þau mál vera í prýðulegu standi. Það er því vissulega fagnaðarefni, að augu þeirra opnist nú fyrir þeirri staðreynd að íslenskar fjöl- skyldur hafa ekki verið í forgangi á liðn- um kjörtímabilum, eins og Samfylkingin hefur bent á og stóraukin skuldasöfnun heimilanna ber órækt vitni um. En kú- vending er það hjá stjórnarflokkunum. Nú koma þeir loksins. Ég hvet kjósendur til að kynna sér ná- kvæmlega kosningastefnuskrá flokkanna fyrir þessar kosningar. Og ekki síður rifja það upp hverju lofað var fyrir fjórum ár- um og hvað var efnt hjá þeim flokkum sem hafa farið með stjórn landsmála síð- an. Samfylkingin er flokkur sem vill að orð standi. Loforð eru loforð. Jafnaðarmenn hrökklast ekki úr einu víginu í annað, heldur halda sínu striki, þar sem raun- verulegt frelsi fólks er virt, traust og ábyrgð eru í öndvegi og sóknarhugur og jákvæð framtíðarsýn ráða för. nu striki Höfundur er alþingismaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. mstundastarfi og auka þar eirra við það samfélag sem sem veldur vandræðum við nnslu og aðlögun erlendra að málefni innflytjenda eða ný- á einni hendi heldur koma yti að málinu, þ.e. ráðuneyti fé- a og heilbrigðismála. Því er refni að Framsóknarflokk- áherslu á að stefnumótun og ýn í málum nýbúa verði færð í áðuneytið. r hingað til lands af ýmsum að má þó gróflega skipta þrjá flokka. Um er að ræða fólk sem kemur hingað í leit að tlendinga sem koma hingað sfólk eða makar Íslendinga. úr starfi er sú að þeim sem og tengjast hér fjöl- um vegnar langbest. Þeir ná m við samfélagið og tökum á fólk sem hingað kemur í at- verst sett. Það tengist oft á tíð- hátt innlendum fjölskyldum, litla menntun, ná litlum tökum nu og þar með verður virk þátt- aginu lítil. Flóttamenn fá sér- stakan stuðning, þeir upplifa sig vel- komna til landsins og fleiri en færri eru tilbúnir að aðstoða þá fyrstu árin. Komum í veg fyrir að fordómar festi rætur Ef við tökum á móti nýjum íbúum verð- um við að veita þeim þá aðstoð sem til þarf því ef við gerum það ekki sitjum við uppi með vandamál sem erfitt getur orðið að leysa. Framsóknarflokkurinn telur nauð- synlegt að stjórnvöld standi fyrir upp- lýstri umræðu um málefni nýrra íbúa á Ís- landi og reyni þannig að koma í veg fyrir að fordómar festi hér rætur. Framsókn- arflokkurinn leggur á það áherslu að stjórnvöld standi að fræðslu fyrir nýbúa um réttindi þeirra og skyldur. Einnig leggur Framsóknarflokkur áherslu á að það sé skylda stjórnvalda að fræða nýja íbúa um íslenskt þjóðfélag og sérstaka kennslu í íslensku fyrir útlendinga. Reynslan sýnir okkur að hluti af þeim sem hingað koma festir hér rætur og ósk- ar þess að fá hér búsetuleyfi eða rík- isborgararétt. Þorri þeirra útlendinga sem hingað koma er duglegt fólk sem vill búa sér og sínum betri og tryggari fram- tíð. Að setjast að í nýju landi, læra nýtt tungumál, siði og venjur er erfitt og ögr- andi. Það sýnir styrk hvers þjóðfélags að taka vel á móti nýjum íbúum. Framsókn- arflokkurinn vill með heildstæðri og markvissri stefnu í málefnum nýbúa auð- velda bæði börnum og fullorðnum aðlög- un að íslensku samfélagi. m íbúum æra ur er styrk l á Höfundur skipar 5. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. ir njóti nálægðar sinnar við ið og grunnslóðaveiðar fái þess að vaxa. Hver þekkir frá Ísafirði og Sandgerði? ur burt og byggðunum er brýnt að tryggja rétt yggðanna til að nýta miðin ðun fiskveiðikerfisins. Ekk- það að einn maður með geti kippt tilverugrunni byggðarlagi einsog margoft hefur gerst. Eyðibyggðastefnu kvótakerf- isins verður að linna og byggðirnar að fá aftur réttinn til að nýta miðin. Jafnræði við nýtingu Fyrningarleiðin tryggir ekki aðeins að allir standi jafnfætis gagnvart réttinum til að nýta miðin, heldur líka að þeir sem fá að nýta auðlindina greiða fyrir það sanngjarnt gjald. Frá því að frjálst fram- sal veiðiheimilda var leyft undir lok ní- unda áratugarins hefur mjög há inn- byrðis gjaldtaka átt sér stað innan greinarinnar. Fokdýrt hefur verið að kaupa sig inn í greinina eða leigja heim- ildir af „eigendum þeirra“. Mikið eðli- legra er að hóflegt leigugjald sé greitt til réttra eigenda auðlindarinnar heldur en það sem nú tíðkast. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.