Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var létt yfir bílstjórunum á BSO sem í gær fögnuðu ásamt gestum sínum 50 ára afmæli stöðvarinnar, þeir buðu upp á kaffi og fínasta bakkelsi og brostu breitt í tilefni dagsins. „Ég byrjaði 7. júlí ’55, það var á föstudegi fyrir hádegi,“ segir Sveinbjörn Egilsson, en ekki fylgdi sögunni hvernig viðraði þennan fyrsta dags Sveinbjörns í leigubílstjórahlutverkinu en hann á að baki einna lengstan starfs- feril á BSO. „Ég byrjaði í maí ’55,“ segir Gústaf Oddsson eftir að hafa sporðrennt rjómatertunni og náði þar með örlitlu forskoti á Sveinbjörn, en Ellert Kárason kveðst hafa keyrt leigubíl á Ak- ureyri samfleytt í 48 ár, „síðan í maí og þetta er alltaf jafn- skemmtilegt,“ segir hann. „Þetta hefur verið mjög gaman, ég hef greinilega ekki getað slitið félagsskapinn við þessa kalla,“ segir Sveinbjörn og bætir við létt- ur í bragði að hann eigi 21 ár eft- ir. Við nánari rannsókn kemur í ljós að hann má keyra í 18 mánuði í viðbót, og ætlar sér að gera það. Fyrir röskri hálfri öld voru reknar þrjár stöðvar á Akureyri og gerðu þær út samtals 62 bíla. Þetta voru Litli bíll, BSA og BSO, sem sameinuðust svo í eina fyrir 50 árum. Sveinbjörn keyrði á BSA „og var líklega síðasti bílstjórinn sem Kristján bílakóngur réð til starfa á fólksbíl“. Bílunum hefur fækkað jafnt og þétt en nú eru 22 atvinnuleyfi á BSO. „Það er nú frekar rólegt yfir því,“ segir Smári Ólafsson einn af yngri mönnunum á stöðinni. Hann segir að vegna snjóleysis hafi lítið verið um framhaldsskólanema í skíðaferðum í vetur, en þeir hafi jafnan notað tækifærið og litið á næturlífið í leiðinni. „Þessir krakkar hafa ekki sést í vetur,“ segir hann. Þá tekur hann upp gemsann sinn og segir: „Þetta er versti óvinurinn.“ Næturhrafn- arnir taki upp símann eftir djammið og snapi sér far hjá þeim sem eru á ferðinni. Gömlu jaxlarnir rifja upp þær miklu breytingar sem orðið hafa á 50 árum, það eru ekki bara veg- irnir og bílarnir sem hafa batnað, „heldur var enga vinnu að hafa hérna um helgar,“ segir Elli Kára. Þá byggðist allt upp á að keyra fólk á sveitaböll, því ekkert var um að vera í bænum. Það var ekið í félagsheimilin í Eyjafirð og jafn- vel í Húnaver og Skúlagarð. Þá fór allt kvöldið og nóttin í einn túr. „Svo var vinsælt að skella sér í Brúarlund í Vaglaskógi yfir sum- arið, það var alltaf hörkustuð þar,“ segir Sveinbjörn. Þá var gott að gera á síldarárunum og ekki óalgengt að sjómenn lyftu sér upp fyrir vertíðir og skelltu sér suður til Reykjavíkur á leigubíl og voru jafnvel í viku. „Þetta gat bara ver- ið skemmtilegt,“ segir Elli. Morgunblaðið/Kristján Leigubílstjórarnir á BSO voru í hátíðarskapi í gær og buðu gestum og gangandi til kaffisamsætis í tilefni afmælisins. Bílstjórar á BSO fagna 50 ára afmæli Alltaf jafnskemmtilegt MENNINGARMÁLANEFND hefur ákveðið að beita nýrri að- ferð við val á bæjarlistamanni Akureyrar sem hlýtur starfs- laun menningarsjóðs. Í stað þess að nefndin velji listamann- inn eftir ábendingum verður auglýst eftir umsóknum. Raun- ar mun þessi aðferð hafa verið viðhöfð þegar starfslaunum var úthlutað í fyrsta sinn en ekki síðan þá. Tímabilið sem um ræðir að þessu sinni er 1. júní 2003 til 31. maí 2004 og verður starfslaun- um úthlutað til tveggja lista- manna til 9 mánaða annars veg- ar og 3 mánaða hins vegar. Þetta kemur fram á heimasíðu Akureyrarbæjar. Ætlast er til þess að viðkomandi listamaður helgi sig list sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á starfslaunatímanum. Umsækj- endur þurfa að skila, ásamt um- sókn, ítarlegum upplýsingum um listferil sinn og greinargóð- um upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skuli notaður. Umsóknarfrestur er til 16. apríl nk. Bæjarlistamaður Akureyrar Auglýst eftir um- sóknum ÍBÚAR við Goðabyggð og Ásabyggð á Akureyri hafa kvartað yfir því til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra að íbúi við Goðabyggð skuli bera æti fyrir fugla í garði sínum. Íbúar í nágrenninu hafa orðið fyrir miklu ónæði og þá ekki síst á nótt- unni, þar sem bæði hrafnar og mávar hafa sótt í ætið með tilheyrandi gauragangi og óþrifnaði. Einnig hafa smáfuglar sótt í ætið. Valdimar Brynjólfsson heilbrigð- isfulltrúi sagði að þrátt fyrir að rætt hefði verið við íbúann og hann lofað úrbótum hefði verið minna um efnd- ir. Hann sagði að heilbrigðiseftirlitið hefði því með bréfi farið fram á að umrædd lóð yrði hreinsuð. „Þetta ferli tekur einhvern tíma en ef ekk- ert verður að gert verðum við trú- lega að fara í einhverjar aðgerðir.“ Valdimar sagði í sjálfu sér ekkert að því að gefa fuglum þegar hart væri í ári en að ekki væri þörf á því um þessar mundir og allra síst varg- fugli. Hann sagði að ætið í garðinum væri greinilega ætlað stórum fuglum og að ástandið þarna yrði enn verra þegar hettumávurinn kæmi, ef hann væri ekki þegar kominn. Morgunblaðið/Kristján Vargfugl sækir mjög í æti á lóðinni við Goðabyggð og ekki síst á nóttunni. Vargfuglar valda ónæði í íbúðarbyggð Akureyrarbær auglýsir skipulagstillögur: Nágrenni Glerárkirkju. Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag Brekkuskóli og nágrenni. Deiliskipulag Akureyrarbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga neðangreinda tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 1998-2018, og skv. 25. gr. sömu laga neðangreindar tillögur að deili- skipulagi. 1A Svæði norðan og austan Glerárkirkju, breyting á aðalskipulagi Helstu atriði tillögunnar eru að svæði milli Glerárkirkju og Bjargs breytist úr stofnanasvæði í íbúðarsvæði fyrir einnar og tveggja hæða rað- og fjölbýlishús, við Arnarsíðu austan kirkjulóðarinnar komi íbúðarsvæði fyrir einnar hæðar raðhús í stað opins svæðis og lögun íbúðarsvæðis við Lindasíðu breytist. 1B Svæði norðan og austan Glerárkirkju, deiliskipulag. Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi íbúðarsvæða og opinna svæða, sbr. 1A hér að ofan. Í tillögunni er gert ráð fyrir 9 íbúðum í einnar hæðar raðhúsum við Arnarsíðu, 34 íbúðum í 1-2 hæða fjölbýlis- og raðhúsum við nýja götu út úr Bugðusíðu sunnan Bjargs og 16 íbúðum í 1-2 hæða raðhúsum við enda Lindasíðu. 2 Brekkuskóli og nágrenni, deiliskipulag Tillagan tekur til svæðis, sem afmarkast af Skólastíg, Hrafnagils- stræti, Þórunnarstræti, Þingvallastræti, Kaupvangsstræti og Eyrar- landsvegi. Í henni er gert ráð fyrir viðbyggingu vestan við hús Gagnfræðaskóla, en ekki öðrum byggingum umfram þær sem fyrir eru á svæðinu. Gerð er grein fyrir fjölda og fyrirkomulagi bíla- stæða, gönguleiðum, opnum svæðum og lóðarmörkum innan skipulagssvæðisins. Tillöguuppdrættir og önnur gögn munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til miðvikudagsins 21. maí 2003, svo að þeir, sem þess óska, geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/ undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16:00 mið- vikudaginn 21. maí 2003 og skal athugasemdum skilað til Umhverfis- deildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests, telst vera henni samþykkur. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Samvera eldri borgara verður í kirkjunni nk. fimmtudag 10. apríl kl. 15.00 Gestur fundarins er Sunna Borg leikkona og Örn Viðar Birgisson syngur nokkur lög. Að venju verður helgistund og léttar veitingar. Allir velkomnir. GLERÁRKIRKJA Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Björg Þórhallsdóttir, sópran, Annamaria Chiuri, mezzósópran Kristján Jóhannsson, tenór, Kristinn Sigmundsson, bassi Kór Akureyrarkirkju, Kór Langholtskirkju, Kammerkór Norðurlands Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson Forsala aðgöngumiða er hafin í Pennanum, Bókval, Akureyri og Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, Reykjavík. Miðaverð kr. 3.000,- Aðgangur ókeypis fyrir 20 ára og yngri í Íþróttahöllinni á Akureyri sunnudaginn 11. maí 2003 kl. 16:00 G. VERDI: REQUIEM Hátíðartónleikar Á S P R E N T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.