Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 37
Stímir hf.
Stímir hf. óskar eftir vélvirkja til starfa.
Aðeins fólk með full réttindi kemur til greina.
Upplýsingar í síma 555 1170.
Lögfræðingur
Skattrannsóknarstjóri ríkisins óskar eftir
að ráða lögfræðing til starfa við krefjandi
og mikilvæg verkefni.
Starfslýsing:
Framsetning og frágangur mála til op-
inberrar meðferðar.
Samskipti við dómstóla, ákæruvald og
lögreglu.
Undirbúningur kröfugerða í sektar-
málum fyrir yfirskattanefnd.
Skýrslutökur af rannsóknarþolum.
Ýmis önnur lögfræðileg verkefni.
Hæfniskröfur:
Háskólapróf í lögfræði.
Góð íslenskukunnátta.
Hæfni til ritunar greinargerða og
skýrslna.
Nákvæmni og vandvirkni í vinnu-
brögðum.
Þekking á skatta- og/eða refsirétti æski-
leg.
Í boði er:
Góð starfsskilyrði og áhugaverð verk-
efni. Laun eru samkvæmt kjarasamningi
fjármálaráðherra og BHM og aðlögunar-
samningi SLÍR við embættið. Laun eru
ennfremur árangurstengd og taka mið af
einstaklingsbundnum hæfileikum og
frammistöðu í starfi. Samstilltur hópur
starfsmanna á 24 manna reyklausum
vinnustað.
Upplýsingar um embættið má finna á
vefsíðu þess, www.skattrannsoknar-
stjori.is .
Nánari upplýsingar gefur staðgengill
skattrannsóknarstjóra, Garðar G. Gísla-
son, í síma 550 8830 eða 896 2668 mánu-
daga, miðvikudaga og fimmtudaga milli
kl. 09:00 og 12:00. Öllum umsóknum
verður svarað þegar ákvörðun hefur
verið tekin um ráðningu.
Umsóknir er hafi að geyma ítarlegar
upplýsingar m.a. um menntun, fyrri
störf, meðmælendur og annað er máli
skiptir, þurfa að hafa borist embætti
skattrannsóknarstjóra, Borgartúni 7,
150 Reykjavík ekki síðar en 23. apríl
2003.
SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI RÍKISINS
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
TILKYNNINGAR
Auglýsing
um afgreiðslu bæjarráðs og bæjar-
stjórnar Kópavogs á auglýstum tillögum
að deiliskipulagi
Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyt-
ingum, er hér með auglýst afgreiðsla bæjar-
ráðs og bæjarstjórnar Kópavogs á eftirfarandi
deiliskipulagstillögum:
Roðasalir 1. Sambýli. Breytt deiliskipulag.
Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr.
73/1997, með síðari breytingum, hefur bæjar-
ráð Kópavogs þann 20. febrúar 2003 samþykkt
tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar
nr. 1 við Roðasali. Í breytingunni felst að bygg-
ingarreitur stækkar til suðurs. Skipulagsstofn-
un hefur yfirfarið málsgögnin og gerði ekki
athugasemd við að birt yrði auglýsing um
samþykkt deiliskipulagsins sbr. ofangreind
lög. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins
birtist í B-deild Stjórnartíðinda 10. apríl 2003.
Vatnsendi. Heimsendi. Deiliskipulag.
Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr.
73/1997, með síðari breytingum, hefur bæjar-
stjórn Kópavogs þann 25. mars 2003 samþykkt
tillögu að deiliskipulagi hesthúsahverfisins
í Heimsenda. Í tillögunni felst m.a stækkun
hesthúsahverfisins til suðurs og vesturs,
breyttri aðkomu að svæðinu, félagsheimili,
tamningagerði og hringgerðum ásamt land-
mótun á svæðinu. Þá er í skipulaginu ennfrem-
ur gerð grein fyrir taðþróm, mengunarvörnum
og göngu- og reiðleiðum að og frá svæðinu.
Tillagan var auglýst frá 18. október til 18. nóv-
ember 2002 með athugasemdafresti til 2. des-
ember 2002. Athugasemdir og ábendingar bár-
ust. Tillagan var samþykkt óbreytt að öðru leiti
en því að fyrirhugað landmótunarsvæði vestan
og sunnar hesthúsasvæðisins var allt tekið
með í afmörkun deiliskipulagssvæðisins.
Skipulagsstofnun hefur yfirfarið málsgögnin
og gerði ekki athugasemd við að birt yrði aug-
lýsing um samþykkt deiliskipulagsins sbr.
ofangreind lög. Auglýsing um gildistöku deili-
skipulagsins birtist í B-deild Stjórnartíðinda
10. apríl 2003.
Nánari upplýsingar eða gögn um ofangreindar
deiliskipulagsáætlanir og afgreiðslu þeirra er
hægt að nálgast á Bæjarskipulagi Kópavogs,
Fannborg 6, 200 Kópavogi, milli kl. 8:30 og
16:00 alla virka daga.
Skipulagsstjóri Kópavogs.
Auglýsing
Deiliskipulagstillaga fyrir stofnanalóð
við Sæunnargötu 2A í Borgarnesi
Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. Skipulags-
og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst
eftir athugasemdum við ofangreint deiliskipu-
lag.
Tillagan mun liggja frammi á bæjarskrifstofu
Borgarbyggðar frá 9. apríl 2003 til 7. maí 2003.
Athugasemdum skal skila inn fyrir 21. maí og
skulu þær vera skriflegar.
Borgarnesi, 26. mars 2003,
Sigurður Páll Harðarson,
bæjarverkfræðingur.
Auglýsing um deiliskipulag
frístundabyggða og ferðaþjónustu,
auk breytingar á deiliskipulagi í
Bláskógabyggð.
Samkvæmt 25. gr. laga nr. 73/1997, er hér með
lýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deili-
skipulög. Frístundabyggð að Leyni I og II og
Setberg, Laugardal. Einnig deiliskipulag af
golfvelli, Haukadal III og Biskupstungum. Þá
er samkvæmt 26. gr. laga nr. 73/1997 lýst eftir
athugasemdum við breytingu á samþykktu
deiliskipulagi á Sigmarshúsi, Laugarási og
lóðir við Kistuholt og Miðholt, Reykholti sem
fara úr því að vera einbýli í parhús. Skipulag-
stillögurnar liggja frammi á skrifstofu Bláskóg-
abyggðar frá 9. apríl til 7. maí 2003 á opnunar-
tíma. Frestur til að skila inn athugasemdum
er til 21. maí 2003. Skriflegum athugasemdum
við skipulagstillögurnar skal skila á skrifstofu
sveitarfélagsins. Þeir sem ekki gera athuga-
semdir innan tilskilins frests teljast samþykkir
tillögunum.
Sveitarstjóri Bláskógabyggðar.
UPPBOÐ
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Ártún, Ölfusi, fastanr. 221-1205 og 221-1206, þingl. eig. Friðrik Rúnar
Friðriksson, gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins, miðvikudag-
inn 16. apríl 2003 kl. 13:15.
Bjarg, Selfossi, fastanr. 218-7740, þingl. eig. Guðbjörg Edda Árnadótt-
ir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf. og Sparisjóður
Kópavogs, mið- vikudaginn 16. apríl 2003 kl. 9:30.
Engjavegur 2, Selfossi, 50%, fastanr. 218-5778, þingl. eig. Soffía
Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Landssími Íslands hf., innheimta,
miðvikudaginn 16. apríl 2003 kl. 9:55.
Grundartjörn 5A, Selfossi, fastanr. 221-6573, þingl. eig. Ólafur G
Jóhannsson, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf., aðalstöðvar,
og sýslumaðurinn á Selfossi, miðvikudaginn 16. apríl 2003 kl. 10:20.
Hásteinsvegur 23, Stokkseyri, fastanr. 219-9903, þingl. eig. Steinunn
Dagmar Snjólfsdóttir, gerðarbeiðendur Greiðslumiðlun hf., Ríkisút-
varpið, Sparisjóður Hafnarfjarðar og Tal hf., miðvikudaginn 16.
apríl 2003 kl. 11:50.
Heiðmörk 2, Selfossi, fastanr. 218-6351, þingl. eig. Georgína Björg
Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Árvirkinn ehf., Meindýravarnir Suður-
lands ehf. og Tal hf., miðvikudaginn 16. apríl 2003 kl. 10:45.
Heiðmörk 22V, Hveragerði, 50% eignarhl., fastanr. 221-0361, þingl.
eig. Guðrún Olga Clausen, gerðarbeiðandi Lína.Net hf., miðvikudag-
inn 16. apríl 2003 kl. 15:15.
Ingólfshvoll, lóðir fyrir sumarhús, þingl. eig. Örn Karlsson, gerðar-
beiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 16. apríl 2003
kl. 13:50.
Kambahraun 4, Hveragerði, eignarhl. gþ., fastanr. 221-0554, þingl.
eig. Sigríður Helga Sveinsdóttir, gerðarbeiðandi Ferðamálasjóður,
miðvikudaginn 16. apríl 2003 kl. 15:45.
Kvíarhóll, Ölfusi, landnr. 171758, þingl. eig. Jarðeignir ríkisins, gerð-
arbeiðandi Byggðastofnun, miðvikudaginn 16. apríl 2003 kl. 14:40.
Laufhagi 9, Selfossi, fastanr. 218-6673, þingl. eig. Dagný María Sig-
urðardóttir og Jón Stefán Þórðarson, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður
verslunarmanna og Lífeyrissjóðurinn Lífiðn, miðvikudaginn 16.
apríl 2003 kl. 11:10.
Laufskógar 41, Hveragerði, fastanr. 221-0709, þingl. eig. Jón Ó.
Ragnarsson, gerðarbeiðendur Hiti ehf. og Húsasmiðjan hf., þriðju-
daginn 15. apríl 2003 kl. 14:00.
Laugagerði, Biskupstungnahreppi, landnr. 167146, þingl. eig. Jakob
Narfi Hjaltason, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda,
þriðjudaginn 15. apríl 2003 kl. 11:00.
Lindarskógar 6-8, Bláskógabyggð, fastanr. 221-9162, þingl. eig.
Sigurður Sigurðsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands
hf., þriðju- daginn 15. apríl 2003 kl. 12:30.
Lóð úr landi Laugaráss, Biskupstungnahreppi, þingl. eig. 1997 ehf.,
gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 15. apríl
2003 kl. 11:25.
Mörk, Villingaholtshreppi, landnr. 166368, þingl. eig. Jónína Guðrún
Færseth, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Íslands hf., Akureyri, mánu-
daginn 14. apríl 2003 kl. 13:20.
Norðurbyggð 18A, Þorlákshöfn, fastanr. 221-2551, eignarhl. gerðarþ.,
þingl. eig. Árni Pálmason, gerðarbeiðandi Ríkisútvarpið, mánudaginn
14. apríl 2003 kl. 10:30.
Starengi 9, Selfossi, fastanr. 218-7258, þingl. eig. Þóra Valdís Val-
geirsdóttir, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf., aðalstöðvar,
og Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 14. apríl 2003 kl. 14:30.
Strandgata 5, Stokkseyri, fastanr. 219-9862, þingl. eig. Jóhannes
Helgi Einarsson, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda,
mánudaginn 14. apríl 2003 kl. 11:30.
Varmahlíð 2, Hveragerði, fastanr. 221-0845 og 221-0848, þingl. eig.
Kristinn Grétar Andrésson og Ástríður Björg Bjarnad. Kaaber, gerð-
arbeiðendur Byko hf., Íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóðurinn Lífiðn
og sýslumaðurinn á Selfossi, mánudaginn 14. apríl 2003 kl. 9:30.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
8. apríl 2003.
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I