Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 11 Glæsilegir möguleikar Glæsibær Bjóðum til sölu nú eftir breytingarnar tvö verslunarrými, 130 og 275 fm. sem hugsanlega mætti skipta. Allar upplýsingar veita: Verslunarmiðstöðin í Glæsibæ hefur tekið miklum stakkaskiptum. Hún er eftir umfangsmiklar endurbætur orðin að stórglæsilegri og eftirsóttri verslunar- miðstöð. Þá þykir Glæsibær afar vel staðsettur með tilliti til umferðar. Eignamiðlunin Sverrir Kristinsson og Óskar Rúnar Harðarson Sími 588 9090 Jón Guðmundsson Sími 570 4500 H A U K U R LOKAFRESTUR til að skila skatta- framtali á Netinu rann út á miðnætti í gær. Til að koma í veg fyrir álag- stoppa sem hefðu getað orðið til þess að netkerfi Ríkisskattstjóra réði ekki við umferðina, var misjafnt hve langan frest fólk fékk og fór það eftir handahófskenndri ákvörðun tölvu. Öllum bar þó að vera búnir að skila í gærkvöldi. Bragi Leifur Hauksson, deildar- stjóri hugbúnaðarsviðs Ríkisskatt- stjóra, segir að rafræna leiðin til að skila skattaframtali verði þó áfram opin ef einhverjir hafa ekki átt þess kost að skila í gær. Hann átti ekki von á að umferð um Netið yrði það mikil að kerfið myndi ekki þola álag- ið. „Við munum ekki loka rafrænu leiðinni strax, sú leið er öllum til hagsbóta,“ sagði Bragi. „Það er bæði þægilegra fyrir þá sem telja fram og svo einnig til mikilla þæginda í vinnslunni.“ Bragi segir að nú geti allir sem skila rafrænt sótt ókeypis staðfest rafrænt afrit af framtali sínu tveim- ur dögum eftir skil á vefnum. „Þetta sparar fólki sporin, því ekki þarf að þramma til skattstjóra og ná í afrit með tilheyrandi tímaeyðslu og kostnaði. Þá er í fyrsta skipti núna hægt að senda rafrænt inn leiðrétt- ingar eftir skil. Öll þessi þjónusta er aðgengileg með veflykli viðkomandi og því er betra að gæta hans vel.“ Bragi sagði að um 7.500 manns hafi fengið frest til dagsins í gær að skila framtali á Netinu. Um 74% framteljenda skiluðu raf- rænt í fyrra og standa vonir til að ríf- lega 80% skili rafrænt í ár. Frestur til að skila framtali liðinn Rafræna leiðin verður opin áfram FATAVERSLUN bresku versl- unarkeðjunnar NEXT verður opn- uð í Kringlunni á morgun. Versl- unin er 800 m² að stærð og er til húsa á 2. hæð, þar sem Nanoq var áður. Í fréttatilkynningu segir að undirbúningur hafi staðið í um 15 mánuði. Um 400 manns sóttu um störf í búðinni þegar auglýst var eftir starfsfólki fyrir skömmu. Eig- endur NEXT á Íslandi búast við að allt að 15.000 manns heimsæki búð- ina um næstu helgi. Verslunin í Kringlunni er sú 380. sem opnuð er undir merkjum NEXT í heiminum, en sú fyrsta sem opnuð er í Norður- Evrópu utan Bretlandseyja, eins og segir í tilkynningunni. NEXT hyggst selja vandaðan tískufatnað fyrir konur, karla og börn á hag- stæðu verði. Undirbúningur að opn- uninni var í fullum gangi í gær og lét starfsfólk hendur standa fram úr ermum við að koma vörum fyrir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Next opnar fata- verslun í Kringlunni STARFSMENN hjá Miðstöð heima- hjúkrunar áttu fund með heilbrigð- isráðherra í fyrradag, þar sem rædd var uppsögn Heilsugæslunnar á aksturssamningi við starfsmennina. Starfsmenn hafa túlkað uppsögn- ina þannig að verið sé að segja þeim upp störfum enda sé um að ræða um- talsverða kjaraskerðingu á ráðning- arsamningi þeirra. Þeir hyggjast ekki mæta til vinnu eftir næstu mán- aðamót að öllu óbreyttu. Kristjana Guðjónsdóttir, einn talsmanna Heimahjúkrunar, segir að þau hafi viljað kynna ráðherra sína hlið máls- ins og ítreka mikilvægi þess að lausn fyndist. „Við höfum alveg frá upphafi þessa máls verið tilbúnar að setjast við samningaborðið en þar sem yf- irstjórn Heilsugæslunnar hefur ekki viljað semja við okkur leituðum við til ráðherra og leggjum málið nú í hans hendur. Hann ætlar að líta á þetta mál og mun hafa samband við okkur fljótlega og þá sjáum við hvert framhaldið verður.“ Hún bætir við að bæði starfsmenn og skjólstæðingar Heimahjúkrunar séu farnir að ókyrrast enda orðið stutt til mánaðamóta, óvissan sé vond fyrir alla, ekki síst þá sem þurfi á þjónustunni að halda. Starfsmenn Heimahjúkrunar áttu fund með ráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.