Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 45
BIRGIR Leifur Hafþórsson, at-
vinnukylfingur frá Akranesi, hefur
tekið þá ákvörðun að leika fyrir hönd
Golfklúbbs Kópavogs og Garða-
bæjar. Birgir Leifur hefur ávallt
verið í Golfklúbbnum Leyni á Akra-
nesi en segir í fréttatilkynningu að
hann hafi langað að breyta um um-
hverfi auk þess sem aðrir þættir hjá
GKG hafi spilað inn í ákvörðun hans.
EINVARÐUR Jóhannsson er
hættur störfum sem þjálfari kvenna-
liðs FH í handknattleik. Einvarður,
sem þjálfað hefur FH-liðið undanfar-
in tvö ár, hyggur á nám erlendis
næsta haust.
EINAR Þór Daníelsson lék sinn
300. leik fyrir KR-inga í fyrrakvöld í
leiknum við FH í Canela-bikarnum á
Spáni. Einar Þór er annar leikja-
hæsti leikmaður félagsins frá upp-
hafi og aðeins Þormóður Egilsson
hefur leikið fleiri leiki – 421.
SNORRI Eyþórsson, hálfíslenskur
piltur, varð í öðru sæti í skíðagöngu í
flokki 16 ára á norska meistara-
mótinu í skíðagöngu sem fram fór í
Meråker um síðustu helgi. Alls voru
30 keppendur í flokki Snorra og var
keppni hörð allt þar til komið var í
mark.
SNORRI var lengi vel í fjórða sæti
en á síðasta kílómetranum sótti hann
í sig veðrið og tókst að hreppa silf-
urverðlaunin. „Þetta er hreint frá-
bært, um þetta hefur mig dreymt allt
undirbúningstímabilið,“ sagði
Snorri í samtali við Finnmark dag-
blad sem gerði talsvert úr afreki
Snorra enda er hann talinn með efni-
legri skíðagöngumönnum síns félags
sem er í Finnmörku.
GERÐUR Rún Guðlaugsdóttir úr
ÍR náði sínum besta árangri í 10 km
götuhlaupi þegar hún varð í þriðja
sæti á danska meistaramótinu í
Svendborg um sl. helgi. Gerður, sem
keppti fyrir Amager AC, kom í mark
á 36.46 mín og var 30 sek. á eftir sig-
urvegaranum.
GUÐJÓN Þórðarson fyrrum
knattspyrnustjóri Stoke hefði gert
betri hluti með lið Stoke á tímabilinu
en raun ber vitni ef marka má svör
við skoðanakönnun sem er í gangi á
heimasíðu stuðningsmanna liðsins,
Oatcake. 72,7% þeirra sem svarað
hafa spurningunni segja að Guðjón
hefði gert betri hluti með liðið, 22,7%
svara neitandi og 4,5% hafa ekki
skoðun á því.
RÚNAR Sigtryggsson og félagar
hans í spænska liðinu Ciudad Real
leika fyrri úrslitaleikinn gegn
sænska liðinu Redbergslid í Evrópu-
keppni bikarhafa á heimavelli 26. eða
27. apríl og síðari leikinn í Gauta-
borg viku síðar. Ciudad Real á titil
að verja en liðið sigraði Flensburg í
þessari sömu keppni í úrslitum í
fyrra.
FÓLKEINN stærsti íþróttaviðburð-ur Bandaríkjanna fór fram að-
faranótt mánudags í New Or-
leans er háskólaliðin Syracuse
og Kansas áttust við í úrslita-
leik karlaliða um NCAA-
meistaratitilinn í körfuknatt-
leik. Syracuse undir stjórn Jim
Boeheim náði loks að landa
titlinum en Boeheim hafði tap-
að þremur úrslitaleikjum til
þessa á löngum ferli sínum
sem þjálfari. Leiknum lauk
81:78 og fóru þeir Carmelo
Anthony og Gerry McNamara
fyrir liði Syracuse. Anthony
skoraði 20 stig og tók 10 frá-
köst en McNamara lét duga að
skora öll 18 stig sín í fyrri
hálfleik.
Jóhannes Bjarnason, þjálfariKA, var ánægður með sigurinn
en ekki leikinn. Hann var í raun
undrandi yfir því að
landa svo auðveld-
um sigri miðað við
öll mistökin sem
lærisveinar hans
gerðu.
Það verður þó að segjast að lið
KA var mjög sannfærandi í fyrri
hálfleik. Vörnin var afar sterk og
sóknarnýtingin góð. Sjö fyrstu
sóknir liðsins enduðu með marki og
10 af fyrstu 12, sem verður að telj-
ast frábær byrjun. Arnór Atlason
og Baldvin Þorsteinsson skiptu 6
fyrstu mörkum liðsins bróðurlega á
milli sín en síðan komu fleiri inn í
leikinn. Bæði liðin léku 5-1 vörn en
hún gekk ekki eins vel hjá gest-
unum og staðan í leikhléi var 16:11.
KA skoraði tvö fyrstu mörkin í
seinni hálfleik en gestirnir fóru síð-
an að bíta frá sér og í stöðunni
20:17 mátti eiga von á meiri spennu.
Þá klúðraði HK 6 sóknum í röð og
KA gerði út um leikinn með 5
mörkum á þessum kafla. Eftirleik-
urinn var formsatriði en í heild var
seinni hálfleikur afspyrnu lélegur
og sóknarnýting fyrir neðan allar
hellur.
Andrius Stelmokas var besti
maður KA eins og svo oft áður en
Arnór, Baldvin og Ingólfur Axels-
son áttu góðar rispur. Baldvin lék
þó lítið vegna meiðsla. Vörnin var
sterk og báðir markverðirnir vörðu
vel á köflum. Hjá HK var Jaliesky
Garcia afgerandi í sóknarleiknum
og Alexander Arnarson stóð fyrir
sínu á línunni. Aðrir fundu sig varla
í sókninni en Atli Þór Samúelsson
og Ólafur Víðir Ólafsson læddu þó
inn nokkrum mörkum. Björgvin
Gústavsson varði bærilega í seinni
hálfleik.
Árni Stefánsson, þjálfari HK, var
sár og svekktur eftir leikinn. Hann
sagði að HSÍ hefði skikkað liðið til
að keyra norður þar sem tvísýnt
hefði verið með flug og menn hefðu
þurft að breyta plönum sínum með
skömmum fyrirvara og rjúka af
stað. Liðið hefði aldrei náð að stilla
sig almennilega saman í öllum flýt-
inum.
„Ég veit að þetta er ódýr skýring
og vissulega lékum við illa. Við
munum hins vegar sýna þeim hvað í
okkur er spunnið í leiknum fyrir
sunnan, sagði Árni.
Morgunblaðið/Kristján
Ingólfur Axelsson lék vel fyrir KA í gærkvöld og skoraði fjögur mörk en hér er hann tekinn föstum
tökum af þeim Alexander Arnarsyni og Samúel Árnasyni í vörn HK.
KA ekki í vand-
ræðum með HK
LEIKMENN HK virtust ekki átta
sig á því að úrslitakeppni Ís-
landsmótsins var hafin er þeir
mættu í KA-heimilið í gær. KA-
menn komust í 7:2 eftir aðeins
sjö mínútna leik og héldu þægi-
legri forystu allan leikinn. Engin
ógnarspenna eins og búist hafði
verið við og leikurinn mun lakari
en deildarleikur liðanna fyrir
skömmu. Lokatölur 29:23 og Ís-
landsmeistararnir komnir með
tak á bikarmeisturunum.
Stefán Þór
Sæmundsson
skrifar
SÖREN Byskov, 26 ára gamall
danskur markvörður, kom í gær til
úrvalsdeildarliðs KA í knattspyrnu
og verður til reynslu hjá Akur-
eyrarliðinu þessa vikuna. Byskov
hefur leikið með danska liðinu
Lyngby undanfarin ár en liðið var
úrskurðað gjaldþrota eftir tímabil-
ið í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð
þar sem Byskov lék 14 leiki á milli
stanganna hjá liðinu.
Að sögn Gunnars Gunnarssonar,
framkvæmdastjóra knattspyrnu-
deildar KA, er Byskov hávaxinn
eða um 1,90 metrar á hæð og með
góð meðmæli en KA-menn ætla að
skoða Danann næstu daga og taka
svo í framhaldinu ákvörðun um
hvort honum verður boðinn samn-
ingur. Verði það niðurstaðan muni
fjórir Danir leika í úrvalsdeildinni í
sumar, Sören Hermansen með
Þrótti og þeir Tommy Nielsen og
Allan Borgvardt með FH-ingum.
Þórður Þórðarson var aðal-
markvörður KA-liðsins á síðustu
leiktíð en hann er kominn til sinna
gömlu félaga í ÍA.
KA hefur þegar fengið til liðs við
sig norskan sóknarmann, Steinar
Tenden frá Stryn, og þá eru komn-
ir til félagsins þeir Þorvaldur
Sveinn Guðbjörnsson, Örvar
Eiríksson, Þorleifur Árnason og
Hjörvar Maronsson frá Leiftri/
Dalvík, Pálmi Rafn Pálmason úr
Völsungi og Örlygur Þór Helgason
úr Þór.
KA-menn skoða
danskan markvörð
#
.
112 1
#3
"3
*/
4
9
/
:
5
6
8
+0
6
8
+
6
/
*/
4
3:
32
(
9,
29
04
98
80
5+
&,2
,2
33
39
(+
9,
22
03
88
69
80
;
Syracuse
landaði lang-
þráðum titli
EGIDIJUS Petkevicius, KA, 13 (Þar af 5 þar sem boltinn hrökk aftur
til mótherja); 6 (2) langskot, 2 (1) úr hraðaupphlaupi, 3 (1) úr horni, 2
(1) af línu.
Hans Hreinsson, KA, 6/2 (3/2 til mótherja); 1 langskot, 1 (1) eftir
gegnumbrot, 2 úr hraðaupphlaupi, 2 (2) víti.
Björgvin Gústavsson, HK, 8/1 (1 til mótherja); 3 langskot, 1 úr
hraðaupphlaupi, 2 (1) eftir gegnumbrot, 1 úr horni, 1 víti.
Arnar Freyr Reynisson, HK, 7 (4 til mótherja); 2 (2) langskot, 2 úr
horni, 1 eftir gegnumbrot, 1 (1) úr hraðaupphlaupi, 1 (1) af línu.
Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum, 19/1 (þar af 1 sem fór aftur til
mótherja); 9 (1) langskot, 4 úr horni, 3 af línu, 1 eftir gegnumbrot, 1
úr hraðaupphlaupi, 1 úr vítakasti.
Bjarni Frostason, Haukum, 5 (þar af 1 sem fór aftur til mótherja); 3
(1) úr langskotum, 1 af línu, 1 eftir gegnumbrot.
Sebastian Alexandersson, Fram, 12 (þar af 1 sem fór aftur til mót-
herja); 4 af línu, 3 (1) langskot, 3 úr horni, 1 úr hraðaupphlaupi, 1 eftir
gegnumbrot.
Þannig vörðu þeir