Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 15
Laugavegi 87 Sími 511 2004 www.dunogfidur.is CHANEL dagar í fimmtudag, föstudag og laugardag Gréta Boða • kynnir Chance, nýja ilminn frá Chanel • veitir faglega ráðgjöf í kremum og litum • óvæntur glaðningur fylgir kaupum. BANDARÍSKUR herforingi í Bagdad sagði í gær að mikið mann- fall hefði orðið í liði Íraka eftir að þeir hófu mikla gagnsókn, sendu vopnaðar sveitir yfir Tígris-fljót til að ráðast á bandaríska hermenn sem hafa náð mikilvægum gatna- mótum á sitt vald. Þrír fréttamenn biðu bana og fjórir aðrir særðust í gær þegar þeir urðu fyrir árásum bandarískra hermanna í Bagdad. Fréttamennirnir voru frá frétta- stofunni Reuters, arabíska gervi- hnattasjónvarpinu Al-Jazeera og spænsku sjónvarpsstöðinni Tele- cinco. Hörð átök geisuðu milli banda- rískra hermanna og vopnaðra sveita Íraka í höfuðborginni. Bandarísku hersveitirnar reyndu að ná á sitt vald herflugvelli, Rashid, sem er á hernaðarlega mikilvægu svæði milli Tígris og Diala-árinnar í suðaust- urhluta borgarinnar. Íraskir skrið- drekar og brynvagnar voru eyði- lagðir við flugvöllinn. Nái innrásarliðið honum á sitt vald verður auðveldara fyrir það að her- taka fleiri svæði í Bagdad og hindra að leiðtogar Íraka komist undan. Bandarískir herforingjar sögðu að um 500 Írakar hefðu tekið þátt í gagnsókn í gærmorgun að gatna- mótum nálægt brú yfir Tígris. Írak- arnir beittu rifflum, sprengjum og flugskeytum á bandarísku skrið- drekana. Flugvélar bandamanna gerðu árásir á Írakana og um klukkustund eftir að átökin hófust náðu bandarísku hersveitirnar gatnamótunum á sitt vald aftur. Til átaka kom einnig norðan við Bagdad og bandarískar hersveitir réðust á átta hæða byggingu í vest- urhluta borgarinnar þar sem Lýð- veldisvörðurinn, úrvalssveitir Írakshers, var með höfuðstöðvar. Bandarísk flugvél skaut einnig á höll Saddams, Lýðveldishöllina, í miðborginni. Apache-árásarþyrlum var beitt í fyrsta sinn yfir Bagdad og þær réðust á skotmörk í sunn- anverðri borginni. Alþjóðaráð Rauða krossins sagði að vatnshreinsunarstöð í norðan- verðri borginni hefði orðið fyrir flugskeyti og hætta væri á vatns- skorti í fátækrahverfinu Saddam City en þar búa einkum shía-músl- ímar. Árásir á fréttamenn fordæmdar Myndatökumaður Reuters, Taras Protsyuk, 35 ára Úkraínumaður, beið bana þegar bandarískur skrið- dreki skaut sprengikúlu inn í her- bergi hans á 15. hæð Palestínuhót- elsins í miðborg Bagdad. Flestir erlendu fréttamannanna í borginni dvelja í hótelinu. Myndatökumaður Telecinco, Jose Couso, 37 ára Spánverji, dó eftir að hann var skorinn upp vegna sára sem hann fékk í árásinni á hótelið. Bandarískir herforingjar sögðu að árásin hefði beinst að leyniskytt- um sem hefðu skotið sprengjum frá Palestínuhótelinu. Fréttamenn á staðnum sögðust ekki hafa orðið varir við neinar árásir frá hótelinu. Fyrr um daginn beið jórdanskur fréttamaður Al-Jazeera, Tareq Ayyoub, bana þegar bygging arab- ískra fjölmiðla varð fyrir loftárás. Annar myndatökumaður særðist í árásinni. Að minnsta kosti tíu erlendir fréttamenn hafa látið lífið í árásum innrásarliðsins eða Íraka frá því að stríðið hófst 20. mars. Aidan White, framkvæmdastjóri Alþjóðasamtaka blaðamanna, IFJ, fordæmdi árás- irnar og sagði að Írakar og her- menn bandamanna kynnu að hafa gerst sekir um stríðsglæpi með því að skjóta á fréttamenn í Bagdad. Einn fréttamanna Al-Jazeera sagði að Bandaríkjamenn hefðu „augljóslega“ ráðist á bygginguna af ásettu ráði þar sem hún hefði orðið fyrir tveimur flugskeytum, ekki einu, og um svipað leyti hefði verið gerð árás á skrifstofu sjón- varpsmanna frá Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum, á vegum Abu Dhabi TV. Markmiðið með árásun- um hefði verið að þagga niður í fjöl- miðlamönnum sem væru vitni að stríðsglæpum gegn írösku þjóðinni. Nabil Khouri, talsmaður banda- ríska varnarmálaráðuneytisins í Katar, neitaði þessu og sagði að árásin á skrifstofu Al-Jazeera hefði verið gerð fyrir mistök. Bandaríska herstjórnin sagði síðar að Írakar hefðu notað bygginguna til árása á innrásarliðið. Skrifstofa Al-Jazeera er á vest- urbakka Tígris-fljóts, á sömu götu og upplýsingaráðuneytið og forseta- höll Saddams. Palestínuhótelið er hins vegar á austurbakkanum, gegnt upplýsingaráðuneytinu og fleiri opinberum byggingum. Samia Nakhoul, svæðisstjóri Reuters, og tveir aðrir starfsmenn fréttastof- unnar særðust, breskur tæknimað- ur og íraskur ljósmyndari. „Þessi atburður vekur spurning- ar um dómgreind bandarísku her- mannanna sem hafa alltaf vitað að hótelið er aðalbækistöð nær allra erlendu fréttamannanna í Bagdad,“ sagði Geert Linnebank, aðalritstjóri Reuters. Bandaríski ofurstinn David Perk- ins sagði að eftir árásina í gær hefðu hermennirnir í Bagdad fengið fyrirmæli að skjóta ekki á Palest- ínuhótelið „jafnvel þótt skotið væri á þá frá byggingunni“. „Með því að gera þessi svæði að vígvöllum stofnar Saddam lífi þessa fólks í hættu,“ sagði bandaríski undirhershöfðinginn Vincent Bro- oks í stjórnstöð Bandaríkjahers í Katar.                                              !!  "   #$%#%        &' "   "                (' )   )        +' ,          -' . *  /  0' #   /                  !   "  #$ &'' (  #  )  *  $ +( - & 0 1/           '   #     +     , - ./    Mikið mannfall í gagn- sókn Íraka í Bagdad Þrír fréttamenn falla í árás bandamanna á hótel og skrifstofu Al-Jazeera Bagdad. AP, AFP. Reuters Skipulagsráðuneytið íraska í Bagdad var meðal skotmarka Bandaríkjahers í loftárásum í gærmorgun. BANDARÍSKAR hersveitir hafa ekki enn fundið bönnuð eiturefni í Írak svo óumdeilt sé. Þetta sagði háttsettur fulltrúi Bandaríkjahers í Washington í gær. Í fyrradag sögðu Bandaríkjamenn að ýmislegt benti til að efni, sem fundust nálægt írösku borginni Karbala, væru blanda bannaðra efna, svo sem banvænt taugagas og eitur- efni sem notuð hafa verið í efnavopn. Stanley McChrystal, undirhershöfð- ingi, sagði hins vegar í gær að rann- sóknir hefðu ekki skorið úr um hvaða efni væri um að ræða. Engar „harðar sannanir“ væru fyrir því að um eitur- efni hefði verið að ræða. Hins vegar ættu eftir að fara fram nákvæmari rannsóknir á efnunum. McChrystal sagðist heldur ekki hafa upplýsingar handbærar sem staðfestu fregnir um að fundist hefðu 20 flugskeyti með sprengihleðslum sem talin voru innihalda sarín og sinnepsgas. „Ég hef ekkert séð sem getur staðfest þetta,“ sagði hann. Engin eiturefni fundin Washington. AFP. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 15 STRÍÐ Í ÍRAK „Vekur spurningar um dómgreind bandarísku hermannanna“ GEERT LINNEBANK, AÐALRITSTJÓRI REUTERS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.