Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN
26 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ er gaman að lifa. Veðrið er
með besta móti og breytingar í
vændum. Kosningar framundan og
femínisti á leið í stjórnarráðið. Ég
viðurkenni að femínistahjarta mitt
tekur aukaslög við þá tilhugsun.
Með allri virðingu fyrir Davíð
Oddssyni sem ég hef alltaf verið
fremur veik fyrir (enda heillast
konur af valdamiklum körlum,
ekki síst þegar þeir eru jafn
vörpulegir og hann) þrái ég breyt-
ingar. Það eru að verða 30 ár síðan
þúsundir kvenna sungu saman á
Lækjartorgi: „Stundin er runnin
upp“.
Er ekki tímabært að reka loka-
hnykkinn á baráttuna með því að
taka landslög alvarlega og hrinda
hugsjóninni um jafnrétti kynja í
framkvæmd?
Sjálfstæðiskonur halda því fram
að stjórnvöld hafi á síðustu árum
lagt kapp á að útrýma kynjamis-
rétti á Íslandi. „Í því skyni hafa
fjölmargar nefndir verið settar á
fót sem hafa haft það markmið að
kanna afmarkaða þætti sem hamla
þátttöku kvenna í stjórnmálum og
frama þeirra í atvinnulífi,“ segir til
dæmis Stefanía Óskarsdóttir í
grein sem hún skrifaði mitt í próf-
kjörsslag sínum 15. nóvember
2002.
Hún bendir á nefnd um konur
og fjölmiðla, nefnd um konur og
vísindi, nefnd um efnahagsleg völd
kvenna, nefnd um konur og op-
inbera stefnumótun, nefnd um
aukinn hlut kvenna í stjórnmálum
og ráðstefnu um konur og lýðræði.
Æðislegur dugnaður hjá ríkis-
stjórninni að koma þessu öllu í
nefnd. Orð eru jú til alls fyrst.
Borgin minnkaði
launamuninn
Í nýlegri grein þylur Helga
Árnadóttir háskólanemi upp sömu
nefndir og tíundar einnig sérstakt
átak á vegum fjármálaráðuneyt-
isins til að tryggja aukið jafnrétti í
starfsmannahaldi ríkisins. „Fleira
má nefna,“ segir hún, „en allt
stefnir það að sama marki; að
tryggja jöfn tækifæri karla og
kvenna.“ Meðan ríkisstjórnin hef-
ur talið að jöfn tækifæri karla og
kvenna væru best tryggð með því
að setja málið í nefnd fór Reykja-
víkurborg undir forystu Ingibjarg-
ar Sólrúnar Gísladóttur aðra leið.
Þar voru verkin látin tala. Málin
dagaði ekki upp í nefnd heldur
skiluðu reykvískar nefndir áliti og
málum var hrint í framkvæmd (hjá
borginni eru 45% nefndarmanna
konur en hjá ríkinu 30% – það er
ókannað hvaða áhrif kynjasam-
setning nefnda hefur á efndir
þeirra). Reykjavíkurborg, sem er
annar stærsti atvinnurekandi
landsins á eftir ríkinu, státar af
því að hafa markvisst dregið úr
kynbundnum launamun. Ríkið hef-
ur ekki einu sinni haft fyrir því að
kanna kynbundinn launamun hjá
sér ef frá er talin könnun á vegum
norræna jafnlaunaverkefnisins
sem Jafnréttisráð gaf út árið 1995.
Þessi könnun var gerð fyrir nor-
rænt fé en náði því miður aðeins
til fjögurra ríkisstofnana. Ríkið
veit eflaust upp á sig skömmina.
Líklega er allt við það sama því
ekki var farið í neinar markvissar
aðgerðir til að draga úr kyn-
bundna launamuninum sem var
hjá þessum ríkisstofnunum. Þorir
fjármálaráðherra ekki að kanna
málin af ótta við að ástandið hafi
kannski versnað og kynbundinn
launamunur aukist? Reykjavíkur-
borg hefur tekist annað sem öðr-
um virðist ekki ætla að takast en
það er að jafna fullkomlega hlut
kynjanna í æðstu stjórnunarstöð-
um. Hjá ríkinu eru 18,7% forstöðu-
manna kvenkyns eftir 12 ára ötult
starf ríkisstjórnarinnar að því að
jafna hlut kynjanna. Hvílíkur ár-
angur!
Ég er ósammála áðurnefndri
Helgu sem telur að aðgerðir nú-
verandi ríkisstjórnar á sviði jafn-
réttismála hafi bæði verið „víðtæk-
ar og áhrifamiklar“ og að
ríkisstjórnin hafi unnið ötullega að
því að tryggja jafnrétti kynjanna
gagnvart lögum og á eigin vinnu-
stöðum. Ég vil athafnir og árangur
í jafnréttismálum. Það er ekki nóg
að hafa fallega stefnu og fangið
fullt af loforðum. Stefnunni þarf að
hrinda í framkvæmd, loforðin þarf
að efna. Þess vegna vil ég fá fem-
ínistann Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur í forsætisráðuneytið. Þá
munu verkin tala – en málin ekki
daga uppi í nefnd.
Að setja í nefnd – eða
láta verkin tala
Eftir Ragnhildi
Vigfúsdóttur
„Það er ekki
nóg að hafa
fallega
stefnu og
fangið fullt
af loforðum. Stefnunni
þarf að hrinda í fram-
kvæmd, loforðin þarf að
efna.“
Höfundur er
starfsþróunarstjóri.
Á MIÐOPNU Mbl. 1. apríl birt-
ist pistill Jóhanns Ársælssonar al-
þingismanns þar sem hann kynnir
landbúnaðarstefnu Samfylkingar-
innar. Er þar um að ræða efnis-
atriði sem komu fram hjá honum á
fundi í Borgarnesi, sem félög sauð-
fjár- og kúabænda héldu með
fulltrúum allra framboðslistanna.
Þar kom auk þess fram sú skoðun
Jóhanns að öll afskipti hins op-
inbera af einstökum búgreinum
væru til ills eins, bændur yrðu að
standa sig í samkeppni hver við
annan og landbúnaður í samkeppni
við aðrar atvinnugreinar og öll
stjórnun framleiðslu ætti að heyra
sögunni til.
Mér virðast þessar hugmyndir
lítið yfirvegaðar og vil nota þetta
tilefni til að fara yfir þessi mál frá
sjónarmiði kúabóndans.
Jóhann segir: „Það getur ekki
gengið inn í framtíðina að stuðn-
ingur frá ríkinu taki til eilífðar mið
af búskap í fortíðinni og mismuni
þannig nýliðum og þeim sem vilja
stækka sín bú og taki ekki til ann-
arrar starfsemi sem íbúar í strjál-
býli vilja stunda sér og sínum til
framfæris.“
Hér er hann að vísa til kvóta-
stýringar framleiðslunnar og bein-
greiðslna í mjólk, en virðist ókunn-
ugt um hvernig þær eru til
komnar.
Áður en sérstakir búvörusamn-
ingar milli ríkisins og bænda komu
til var varið allmiklum fjármunum
úr ríkissjóði til að greiða niður
verð á landbúnaðarvörum. Þeir
voru greiddir til vinnslu- og heild-
söluaðila á ákveðnar vörutegundir.
Það sem umfram var innanlands-
neyslu naut svo útflutningsbóta úr
ríkissjóði.
Í búvörusamningunum 1991 og
1992 voru síðan allar útflutnings-
bætur úr ríkissjóði lagðar af og
niðurgreiðslum á vöruverði breytt
í beinar greiðslur til bænda út á
kvóta sem samsvarar innanlands-
markaðnum. Fyrir umframmjólk
fáum við svo það verð, sem út-
flutningur hennar skilar. Bein-
greiðslur í mjólk koma því til
lækkunar verði á mjólkurvörum til
íslenskra neytenda en ekki til að
hygla einni búgrein sérstaklega,
þó auðvitað létti þær okkur mark-
aðsfærsluna.
Þá er það kvótakerfið, sem er
Jóhanni og Samfylkingunni þyrnir
í auga, hvort sem er í landbúnaði
eða sjávarútvegi. Þessum kerfum
er gjarna kennt um byggðaröskun
og fleiri slæma hluti, einkum ef
kvótinn er framseljanlegur. Ég
held að þetta sé mikil einföldum.
Hin raunverulega ástæða er þróun
tækni og þekkingar sem hefur
margfaldað afköst og kallaði á að-
gerðir til að hindra ofveiði í sjáv-
arútvegi og offramleiðslu í land-
búnaði. Afleiðingar þessarar
tæknibyltingar hefðu orðið mun
illvígari ef ekki hefði verið brugð-
ist við.
Hinn framseljanlegi kvóti í
mjólkinni hefur gert mögulegt að
þróa greinina áfram til aukinnar
hagkvæmni í lífvænlegum eining-
um. Þetta hefur þýtt mikla fækkun
framleiðenda og fjárútlát þeirra
sem stækkað hafa bú sín, en þeir
sem hætta geta yfirleitt farið með
upprétt höfuð efnalega út úr
greininni og ef starfsumhverfinu
verður ekki raskað því meir hygg
ég að kvótakaupin reynist réttlæt-
anleg fjárfesting.
Þá er það samkeppnin. Jóhann
virðist álíta að best sé að hver og
einn bóndi semji við afurðastöðina
um verð á mjólkinni og bjóði þá
lægra verð en nágranninn t.d.
gegn því að fá að afsetja meiri
mjólk. Ástandið á kjötmarkaðnum
þessa stundina gæti verið upplýs-
andi ef menn vilja átta sig á afleið-
ingunum. En þannig eiga mark-
aðslögmálin víst að virka og
vissulega þurfa að vera fyrir hendi
Um landbúnaðarstefnu
Samfylkingarinnar
Eftir Guðmund
Þorsteinsson
„Búvöru-
samning-
arnir eru
okkar kjara-
samningar
við þjóðina, sem hefur
falið ríkisstjórninni
umboð sitt.“
ÓGN Ingibjargar Sólrúnar við fer-
il Davíðs Oddssonar, pólitísks hús-
bónda Hannesar Hólmsteins, hefur
valdið uppnámi. Geðþekkur prófess-
orinn missir sig oft í óstýrilátan varð-
hund sem geltir fram dylgjur, jafnvel
ósannindi og afvegaleiðir málefni
þegar Ingibjörg Sólrún er annars
vegar. Aðferðin er að segja bullið
nógu oft, einhverjir trúi að lokum.
Þannig tapar Hannes pólitískt glór-
unni við að níða niður verk, málflutn-
ing og persónu Ingibjargar Sólrún-
ar. Málefnaleg umræða er
aukaatriði, tilgangurinn er látinn
helga meðalið. Minnir á ofstæki sér-
trúarmanns er trúin byrgir sýn, tal-
andi illum tungum. Davíð Oddsson
hefur auðvitað margt jákvætt gert,
annað miður eða sleppt, á fulllöngum
ferli. Lofgjörð og stagl um manninn
sem hið vammlausa, dýrðum prýdda
goð er óþörf. En Hannes lofar goðið
margoft í sömu andránni segir „gull
af manni“ og mátar á hann flest not-
hæf lýsingarorð tungunnar.
Ingibjörg Sólrún kom fram á
kosningavöll landsmála í Borgarnesi
með yfirgripsmikla ræðu sem spann-
ar hátt í fjögur þúsund orð. Með
drambi og yfirlæti birtist Davíð
Oddsson í fjölmiðlum, klippti út þrjá-
tíu orð á ómálefnalegan máta og
sagði það kjarnann í málflutningi
„þessarar konu“ eins og forsætisráð-
herra kallar á hrokafullan hátt höf-
uðandstæðing sinn, Ingibjörgu Sól-
rúnu. Hannes og fleiri bergmáluðu
uppspunann. Borgarnesræðan birt-
ist í öllum blöðum, aðgengileg al-
menningi sem gat lesið staðreyndir í
stað uppspuna, sannleikurinn var
sagna bestur!
Hannes Hólmsteinn á það til að
setja hökuna upp mót öðrum kallandi
eftir málefnalegrar umræðu, með til-
vist Ingibjargar Sólrúnar gleymist
honum slíkt. Við þær aðstæður veður
hann ofan í bláa sandkassann og eys í
allar áttir eins og óþekkur krakki,
kallandi yfir leikvöllinn hvað pólitíski
pabbinn hans sé stór, sterkur og
mikilfenglegt gull af manni. Síðustu
dæmin eru greinar hans þar sem
hann rekur „afrekalista Davíðs“ í
borgar- og landsmálum. Með löngum
lista yfir verkefni, byggingar og hvað
eina, segir hann goðsagnir af hve
Davíð hafi tekið rösklega til hendinni
og persónugerir ótal framkvæmdir í
upptalningunni.
Hannes Hólmsteinn hittir naglann
á höfuðið með áróðursgreinum sín-
um. Þetta er dæmigerð ráðstjórnar-
upptalning þeirra sem sjá vart aðra
samferðamenn en skugga sjálfra sín.
Stjórnunarstíll „gullmanns“ Hann-
esar er því miður oft sá að ríkja,
drottna og eigna sér. Í lofrullulista
þessara greina er hvergi minnst á að
neinn annar hafi rétt mikilmenninu
hjálparhönd við afrekin. Nei, þeir
sem eru „gull af manni“ gera hlutina
bara einir eins og Mbl.guðspjöll
Hannesar bera með sér. Hlutverk
annarra er lítillæti og ætlað að sætta
sig við söguskýringar Hannesar þar
sem sagan er einn , og einn er sagan,
sá eini er Davíð. Því skrifar hand-
bendi hans: Davíð gerði, Davíð gerði,
Davíð gerði.
Í síðustu grein segir Hannes að
orðið bláa höndin sé vel valið orð fyr-
ir Davíð Oddsson og stjórnarhætti
hans! Frjálshyggjuboðberinn geng-
ur á svig við greinar Mbl. þar sem
færðar voru staðhæfingar fyrir póli-
tískum afskiptum „flokksins“ er
varða mörg fyrirtæki og félög „úti í
bæ“. Sennilega fór frjálshyggjan í
orlof á þeim tíma, eða svaf yfir sig.
Ingibjörg Sólrún kemur síðan aft-
ur og aftur í sögum Hannesar eins og
villupúki í gleðibankanum sem er að
eyðileggja kosningasigurinn. Nú er
páskaglaðningurinn í fyrri viku skít-
kast og uppnefni á Ingibjörgu Sól-
rúnu og ímynd hennar líkt við „gráan
vettling“ Ja hérna, á meðan dramb-
sami formaðurinn lítur niður og kall-
ar sinn helsta pólitíska keppinaut
„þessa konu“ og þar áður öflugan
formann flokksins, Össur Skarphéð-
insson „vindhana“ og annað viðlíka,
þá kallar Hannes ímynd Ingibjargar
Sólrúnar og hennar verka gráan
vettling. Það væri þá líklega ullar-
vettlingur, því án rollu og ullar hefði
Ísland seinna orðið byggilegt og því
mörg höndin blánað, kalið og visnað.
Er nú ekki kominn tími til að
drauja sér upp úr sandkassanum og
blása frekar kjarki í gullmanninn.
Hvetja Davíð Oddsson til að stíga
niður af stalli sínum til okkar almúg-
ans og mæta Ingibjörgu Sólrúnu í
kappræðum. Það væri ráð að lesa hin
mörg þúsund orðin úr Borgarnes-
ræðunni til að vita um hvað málið
snýst í maí. Skoða ögn hverjar skoð-
anir baráttukonunnar og hennar
samherja eru sem vilja auka jafn-
fræði, lífsksjör, menntun og gera
þjóðfélagið mun mannvænlegra til
lengri tíma fyrir alla. Jafnvel þótt
það fækki jakkafötunum í stjórnar-
ráðinu. Hannes Hólmsteinn ætti að
stoppa haugsuguna og senda skíta-
dreifara flokksins í sveit í vorverkin í
stað þess að úða skít hér. Nær væri
að handbendi formannsins herti
hann upp í opinbera umræðu og
kappræður við Ingibjörgu Sólrúnu.
Eða er það e.t.v. ekki samboðið lang-
setnum forsætisráðherra Hannesar
Hólmsteins og þjóðarinnar, að mæta
einn til kappræðna við „þessa konu“,
baráttukonu sem er óhrædd við að
setja hnefann í borðið á móti gam-
aldags karlaveldi og hagsmunagæslu
sjálfstæðismanna?
„Þessi kona“ sem drambsamur
forsætisráðherra nefnir svo og talar
ítrekað með hroka niður til, heitir
reyndar Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir.
Bláa hand-
bendið og
„þessi kona“
Eftir Pálma
Pálmason
Höfundur er jafnaðarmaður í
Reykjavík og starfar sem
markaðsstjóri.
„Hvetja Dav-
íð Oddsson
til að stíga
niður af
stalli sínum
til okkar almúgans og
mæta Ingibjörgu Sól-
rúnu í kappræðum.“
ÁLFABLÓM
ÁLFHEIMUM 6
553 3978
7 rósir á 500 kr.
Blóm og skreytingar
Heimsendingarþjónusta