Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni 1. deildar karla, Esso-deild- ar, fyrstu leikir í 8-liða úrslitum, þriðjudag- ur 8. apríl 2003. Valur - FH 28:22 Hlíðarendi: Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 5:2, 7:3, 9:5, 11:6, 11:8, 13:10, 15:11, 17:11, 21:13, 23:17, 25:18, 27:19, 28:22. Mörk Vals: Snorri Steinn Guðjónsson 8, Markús Máni Michaelsson 6/3, Hjalti Gylfason 5, Freyr Brynjarsson 4, Ragnar Ægisson 2, Sigurður Eggertsson 2, Hjalti Pálmason 1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH: Logi Geirsson 6, Arnar Péturs- son 5, Guðmundur Pedersen 3, Magnús Sigurðsson 3, Björgvin Rúnarsson 2, Hjört- ur Hinriksson 2, Andri Berg Haraldsson 1. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifs- son, ágætir. Áhorfendur: 250. Haukar - Fram 26:28 Ásvellir: Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 4:4, 6:6, 9:6, 9:9, 10:10, 11:12, 13:13, 13:14, 15:17, 16:18, 19:19, 20:23, 21:24, 23:26, 24:27, 26:28. Mörk Hauka: Þórir Ólafsson 5, Halldór Ingólfsson 5/2, Þorkell Magnússon 4, Ás- geir Örn Hallgrímsson 4, Aliaksandr Sham- kuts 2, Aron Kristjánsson 2, Robertas Pauzuolis 2, Vignir Svavarsson 1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fram: Hjálmar Vilhjálmsson 6, Valdimar Þórsson 5, Björgvin Þór Björg- vinsson 5/3, Guðjón F. Drengsson 4, Stefán B. Stefánsson 3, Héðinn Gilsson 2, Guð- laugur Arnarsson 1, Haraldur Þorvarðar- son 1, Jón B. Pétursson 1. Utan vallar: 14 mínútur. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Stefán Arnaldsson, mjög góðir. Áhorfendur: Um 450. ÍR - Þór A. 36:31 Austurberg: Gangur leiksins: 10, 2:2, 4:2, 4:4, 8:4, 11:6, 14:11, 15:12, 17:14, 20:14, 21:17, 23:17, 24:20, 26:22, 30:22, 33:28, 36:31. Mörk ÍR: Sturla Ásgeirsson 14/4, Ragnar Helgason 8, Ingimundur Ingimundarson 4, Bjarni Fritzson 4, Einar Hólmgeirsson 3, Ólafur Sigurjónsson 2, Kristinn Björgólfs- son 1. Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Þórs: Goran Gusic 14/8, Árni Þór Sig- tryggsson 5, Arnar Gunnarsson 2, Páll Gíslason 2, Þorvaldur Sigurðsson 2, Aigars Lazdins 2, Halldór Oddsson 2, Geir Aðal- steinsson 1, Bergþór Morthens 1. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guð- jónsson. Áhorfendur: Um 315. KA - HK 29:23 KA-heimilið: Gangur leiksins: 3:1, 7:2, 12:8, 15:9, 16:11, 18:11, 18:14, 20:17, 25:17, 29:20, 29:23. Mörk KA: Andrius Stelmokas 7, Arnór Atlason 6/2, Hilmar Stefánsson 5/2, Ingólf- ur Axelsson 4, Baldvin Þorsteinsson 3, Þor- valdur Þorvaldsson 2, Jónatan Magnússon 1, Einar Logi Friðjónsson 1. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk HK: Jaliesky Garcia 9/2, Alexander Arnarson 3, Ólafur Víðir Ólafsson 3, Atli Þór Samúelsson 3, Jón Bersi Ellingsen 1, Samúel Árnason 1, Elías Már Halldórsson 1, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1, Már Þór- arinsson 1. Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Valgeir Ómarsson og Bjarni Viggósson. Áhorfendur: Varla fleiri en 350. KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu 8-liða úrslit, fyrri leikir: Ajax - AC Milan ........................................ 0:0 50.967. Real Madrid - Manchester United ......... 3:1 Raúl Gonzalez 28., 49., Luis Figo 12. - Ruud van Nistelrooy 52. - 75.000. England 1. deild: Burnley - Preston ..................................... 2:0 Crystal Palace - Watford ......................... 0:1 Grimsby - Wolves ..................................... 0:1 Leicester - Nottingham Forest............... 1:0 2. deild: Cheltenham - Luton ................................. 2:2 Wycombe - Cardiff ................................... 0:4 Svíþjóð Öster - Djurgården................................... 0:4 HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni kvenna, Essodeild, fyrstu leikir í undanúrslitum: Vestmannaeyjar: ÍBV – Valur .............19.15 Ásvellir: Haukar – Stjarnan.................19.15 KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni kvenna: Reykjaneshöll: Stjarnan – Breiðablik......20 Í KVÖLD M eð Zinedine Zidane í farar- broddi léku leikmenn Real Madrid við hvern sinn fingur í fyrri hálfleiknum og spiluðu enska liðið sundur og saman hvað eftir annað. Luis Figo og Raúl skoruðu á fyrsta hálftímanum og stórar tölur virtust í uppsiglingu þegar Raúl gerði þriðja markið í byrjun síðari hálf- leiks. En leikmenn Manchester United svöruðu strax með marki frá Ruud van Nistelrooy og með mikilli baráttu voru þeir ekki langt frá því að minnka muninn enn frekar í síð- ari hálfleiknum. Van Nistelrooy setti met í meist- aradeildinni með markinu, sem var hans 11. í keppninni í vetur. „Þetta voru sanngjörn úrslit en við erum ekki búnir að segja okkar síðasta orð. Við fengum á okkur slæm mörk og hefðum sjálfir getað nýtt okkar færi betur. En ef við náum forystunni í seinni leiknum á Old Trafford verður mikið fjör,“ sagði Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United. „Við átt- um okkar kafla í leiknum og skor- uðum mark á útivelli, sem var það jákvæðasta við okkar leik. Real er með stórkostlega leikmenn sem dá- leiddu okkur með snilldartöktum sínum,“ sagði Ferguson. Steve McManaman, Englending- urinn hjá Real Madrid sem sat á varamannabekknum allan tímann, sagði að það hefði verið lítill fögn- uður í búningsklefa Real eftir leik- inn. Þar hefðu ríkt mikil vonbrigði yfir því að fá á sig markið. „Við urð- um fullkærulausir þegar við kom- umst í 3:0. Hefði leikurinn endað þannig, væri einvígið búið, en í stöðunni 3:1 getur allt gerst. En við teljum okkur alltaf líklega til að skora mörk,“ sagði McManaman. AC Milan stendur ágætlega að vígi eftir jafnteflið í Amsterdam. Þar var Ajax með undirtökin í fyrri hálfleiknum en AC Milan í þeim síð- ari, en marktækifærin í leiknum voru ekki mörg og úrslitin nokkuð sanngjörn. „Þetta eru góð úrslit, varnarleik- ur okkar var öflugur og þeir fengu varla nokkur færi. Ég vonaðist eftir beittari sóknarleik af okkar hálfu en í heildina var þetta gott,“ sagði Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan. „Við eigum enn ágæta möguleika því við höfum sýnt að við erum lík- legir til að skora hvar sem er,“ sagði Ronald Koeman, þjálfari Ajax. „Þeir dáleiddu okkur“ REAL Madrid er án efa besta félagslið heims um þessar mundir. Stjörnum prýtt stórliðið sýndi allar sínar bestu hliðar þegar það lagði Manchester United, 3:1, í fyrri viðureign liðanna í meist- aradeild Evrópu í gærkvöld, á Santiago Bernabeu leikvanginum í Madríd. Á meðan gerðu Ajax og AC Milan markalaust jafntefli í Amsterdam. Í kvöld eru tveir síðari leikirnir þegar Inter tekur á móti Valencia í Mílanó og Juventus fær Barcelona í heimsókn til Tórínó. Valsmenn komu geysilegagrimmir til leiks, staðráðnir í að binda enda á margra ára sig- urgöngu FH-inga á Hlíðarenda þar sem Hafnfirðingar hafa haft gott tak á leikmönnum Vals á síðustu árum. Framliggj- andi vörn Vals gekk ákveðið fram gegn sóknarmönnum FH-inga. Þeir „klipptu“ Arnar Pétursson, leikstjórnanda út úr spilinu og leyfðu skyttum FH-liðsins, Magn- úsi Sigurðssyni og Loga Geirssyni ekki komast að komast í takt við leikinn. Sóknarleikur FH var allur í handaskolum í fyrri hálfleik auk þess sem Roland Eradze var traustur í marki Hlíðarenda-liðsins og varði sem berserkur á meðan félagar hans í FH-markinu áttu erfitt uppdráttar. Fyrir vikið fengu Valsmenn hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru. Af fimmtán mörkum Vals í fyrri hálfleik komu sjö þeirra eftir hraðaupphlaup. Slíkt gengur ekki ætli menn sér að leggja Val. Hafi FH-ingar gert sér vonir um að geta komist inn í leikinn í upp- hafi síðari hálfleiks þá rann sú von fljótlega út í sandinn því þeir færðu heimamönnum tvö hraða- upphlaup á silfurfati á fyrstu 90 sekúndunum, þar með var mun- urinn sex mörk, 17:11. Eftir það áttu FH-ingar enga möguleika á að snúa leiknum sér í hag. Valsmenn gáfu ekki þumlung eftir og héldu Hafnfirðingum í hæfilegri fjarlægð allt til enda. Staðan var meira að segja orðin svo vænleg á lokakafl- anum að Geir Sveinsson, þjálfari Vals, gat leyft sér þann munað að skipta út nær öllu byrjunarliðinu og gefa óreyndari mönnum tæki- færi til að spreyta sig. „Eftir misjafnt gengi í síðustu leikjum deildarkeppninnar vorum við staðráðnir í að sýna okkar bestu hliðar í þessum leik,“ sagði Freyr Brynjarsson, hinn baráttu- glaði hornamaður Vals. „Við vorum mjög einbeittir frá fyrstu mínútu. Þegar við erum í þessum ham þá getur ekkert lið ráðið við okkur. Liðsheildin er okkar aðal, það sást að þessu sinni,“ sagði Freyr enn- fremur en varar við bjartsýni fyrir næstu viðureign á fimmtudags- kvöldið í Kaplakrika. „Einvíginu er hvergi nærri lokið, FH-liðið er gott þótt því hafi ekki tekist að sýna sínar bestu hliðar í þessum leik. Við erum staðráðnir í að komast í undanúrslitin en til þess verðum við að halda áfram að leika af þeim krafti sem við gerðum að þessu sinni,“ sagði Freyr Brynjarsson, sem var besti maður Valsliðsins í leiknum ásamt Snorra Steini Guð- jónssyni og Roland markverði. „Við hentum þessu frá okkur núna,“ sagði Þorbergur þjálfari FH og viðurkenndi að einvígið við Val hafi ekki byrjað á þann hátt sem hann hafði vonað. „Þrátt fyrir þetta tap þá er einvígið ennþá gal- opið að mínu mati, nú er bara að læra af mistökunum og gera miklu betur á heimavelli,“ sagði Þorberg- ur. Flestir leikmanna FH geta leikið betur en þeir gerðu að þessu sinni, einkum þó í sókninni eins margoft hefur verið komið inn á. Sóknin fékk aldrei að fljóta nægilega vel auk þess sem skyttunum voru afar mislagðar hendur þegar þeim loks- ins lánaðist að koma skotum á Valsmarkið. Valsmenn tóku völdin MEÐ sterkum varnarleik, traustri markvörslu og hraðaupphlaupum tóku Valsmenn frumkvæðið í einvígi sínu við FH í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í handknattleik karla er liðin mættust að Hlíð- arenda, lokatölur 28:22 eftir að traustur grunnur var lagður að sigr- inum í fyrri hálfleik en staðan var 15:11 þegar leikmenn liðanna gengu til búningsklefa í hálfleik. „Við vorum sjálfum okkur verstir, sóknarleikurinn var í molum og því fór sem fór. Við eigum mikið verk fyrir höndum fram að leiknum á fimmtudaginn við að bæta það sem miður fór að þessu sinni,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari FH, þegar hann gekk af leikvelli.   #    .  112 1   #3 "3   */  4 < 8 +/ 0 / 6 +0 6 8 8 + 0   */  4 & 3, 32 (3 98 95 0& 96 87 55 &,2 ,2  33 33 (( 92 95 0! 87 8+ 88 "                 Ívar Benediktsson skrifar LÚÐVÍK Andreas Lúðvíksson, 18 ára markvörður hjá sænska 1. deildarfélaginu IFK Malmö, hefur verið valinn í unglingalandsliðshópinn í knattspyrnu fyrir tvo vináttu- leiki gegn Skotum ytra eftir páskana. Lúðvík, sem er mjög hávax- inn, hefur verið búsettur í Svíþjóð alla sína tíð en á ís- lenskan föður, og hann hefur þegar komið hingað til lands og æft með unglingalandslið- inu. Hann hefur verið í úr- takshópum fyrir yngri lands- lið Svía en hann getur valið um fyrir hvora þjóðina hann leikur. Aðrir í hópnum eru: Gunn- ar Líndal (Þór), Gunnar Örn Jónsson (Breiðabliki), Kári Ársælsson (Breiðabliki), Steinþór Þorsteinsson (Breiðabliki), Ívar Björnsson (Fjölni), Gunnar Þór Gunn- arsson (Fram), Jón Orri Ólafs- son (Fram), Kristján Hauks- son (Fram), Eyjólfur Héðinsson (Fylki), Ágúst Ör- laugur Magnússon (ÍA), Andri Ólafsson (ÍBV), Kjartan Finn- bogason (KR), Ólafur Páll Jónsson (KR), Sölvi Sturluson (KR), Jón Guðbrandsson (Sel- fossi), Baldur Sigurðsson (Völsungi) og Hjálmar Þór- arinsson (Þrótti R.) Kallað á markvörð frá Svíþjóð SEPP Blatter, forseti Alþjóða- knattspyrnusambandsins, FIFA, tilkynnti í dag að rekstur FIFA hefði gengið framar vonum á undanförnum mánuðum en heild- arvelta FIFA á sl. rekstrarári nam um 6,5 milljörðum ísl. kr. FIFA tapaði miklum fjármunum vegna gjaldþrota ýmissa fyr- irtækja á sl. tveimur árum og í maí fyrir ári hafði FIFA tapað um 7,2 milljörðum vegna við- skipta við þessi fyrirtæki. Heild- arhagnaður FIFA á árunum 1999–2002 nam um 14 millj- örðum ísl. kr. Blatter segir að áætlanir FIFA geri ráð fyrir um 9,6 milljarða ísl. kr. hagnaði á næstu fjórum árum. FIFA skilar hagnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.