Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 24
LISTIR
24 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
S
ENNILEGA er alveg rétt að veg-
ir ástarinnar séu órannsakanlegir
þótt vísindin segi okkur að hér sé
um efnahvörf að ræða, summan
einfaldlega fýsn. Á sama hátt má
einnig halda því fram að vegir list-
arinnar séu órannsakanlegir þótt
á síðustu áratugum þykist vísir hafa fundið hér
botn, summan þarmeð einfaldlega útlistanir og
þjóðfélagsfræði. Ljótt að svipta ástina róm-
antíkinni og óútskýranlegum háleitum hvötum
sem menn verða jafnt varir við í dýraríkinu
sem mannheimi, einnig afleitt að svipta listina
óútskýranlegu innsæi og ljóma kraftbirtings-
ins. Guðdómurinn í allífinu afskrifaður þótt
menn geti ekki án hans verið því síður nátt-
úruskapanna sjálfra. Hin mestu listaverk í
mannheimi styðjast við smíðisverk þeirra jafnt
í hinu smáa sem stóra, hinum flóknustu stór-
byggingum og skýjakljúfum sem smæstu
tölvukubbum. Mikil speki er falin í orðum Rilk-
es; hið smáa er jafn lítið smátt og hið stóra er
stórt. Hér var skáldið meira en öld á undan vís-
indunum að finna kalda atómið, niðurlagið var
þarnæst: það gengur
mikil og eilíf fegurð
um veröld alla og
henni er réttlátlega
dreift yfir stóra og
smáa hluti. Þeim hug-
lægu atriðum horfa
vísindin gjarnan framhjá í leit sinni að borð-
leggjandi staðreyndum.
Leiðin til raunhæfs listmats þegar þekking-
unni sleppir og skynsviðið tekur við er ei held-
ur áþreifanleg, verður hvorki skömmtuð né
samræmd við ákveðna staðla, er í senn huglæg
og sértæk. Eðlishvötinni erfiðara að stýra en
almennu atferli, þar sem um samþættingu og
árekstra margra erfðagena er að ræða, um leið
langan þróunarferil. Ærin ástæða til að leiða
reglulega hugann að þessum sannindum þegar
listir eiga í hlut, ekki síst þegar að baki er heil
öld þar sem menn voru stöðugt að hamra á hin-
um eina og stóra sannleika, hann þó jafn-
aðarlega jafn fallvaltur og spádómar um heims-
endi. Samt endurtekur sagan sig, alltaf
einhverjir sem telja sig útvalda og forvitri á
þessi flóknu mál og þeim beri að miðla visku
sinni til annarra sem algildum vísindum. En vel
að merkja er rökræða og rýni á listir allt annar
handleggur en vissan um hið algilda, öll skoð-
anaskipti og heilbrigð orðræða af hinu góða.
Þessar hugsanir sækja einfaldlega æmeira á eftir því sem maður eldist,ekki síst þegar stöðugt er verið aðenduruppgötva og dusta rykið af
listamönnum sem spekingar voru búnir að
ógilda og ryðja út af borðinu. Tæpur ald-
arfjórðungur síðan danski málarinn Vilhelm
Hammershøi (Kaupmannahöfn 1864/
Kaupmannahöfn 1916) var enduruppgötvaður
eftir að hafa verið nær gleymdur í hálfa öld og
uppgangur þýska málarans Max Beckmanns
(Leipzig 1884/New York 1950) á síðustu ára-
tugum með ólíkindum. Málverk Hammershøi
hafa ratað á sýningar um víða um Evrópu síð-
ustu tvo áratugi, sérsýning sem mikla athygli
vakti haldin í París fyrir nokkrum árum, var
jafnvel sagður einn af 5-6 mikilvægustu mál-
urum 20 aldar. Til 22. júní geta menn nálgast
úrval verka hans í Listhöllinni í Hamborg. Hér
er hann skilgreindur sem málari hins yfirgefna
rýmis, svona líkt og menn mála landslag án
mannvera og gegnir hér íbúð hans að Strand-
götu 30 í Kaupmannahöfn veigamiklu hlut-
verki. Hammershøi var málari rökfræðinnar og
ljósins í anda mjúkrar franskrar og nið-
urlenzkrar hefðar en Beckmann hinnar beinu
og hörðu germönsku tjáningar, leikrænna goð-
sögukenndra viðfagsefna sem hann yfirfærði á
samtímann. Þannig átti ég skiljanlega mun
auðveldar með að melta Danann í Kaupmanna-
höfn eftir miðbik síðustu aldar en Þjóðverjann í
München nær áratug seinna, en báðir voru
þokkalega kynntir á söfnum í sínum heima-
löndum, þótt ekki væri þeim að öðru leyti hald-
ið sérstaklega fram eða list þeirra skilgreind og
lífsferill krufinn í bókaformi. Hér var strang-
flatarlistin þröskuldurin hvað Beckmann snert-
ir, byrgði mér sýn til margra átta og varð til
ævalangs lærdóms og viðvörunar um fallvalt-
leika einsýns og öfgakennds skoðanamynsturs.
Ef einstrengingsleg viðhorf strangflata-
listarinnar hefðu orðið ofan á til frambúðar
væri myndheimur Beckmanns líkast til úti í
kuldanum, vart átt viðreisnar von.
Á sýningunni í Hamborg eru 60 málverk
Hammershøi auk samanburðarverka samtíð-
armanna eins og Edgars Degas, Edvards
Munch, Ferdnands Khnopff, Felix Vallottons
og Ferdinands Hodler. Hann var þó ekki undir
áhrifum frá þessum mönnum nema skyldleika
gætir hvað táknsæi varðar, öllu frekar Hol-
lendingnum Vermeer og Þjóðverjanum Adolph
Menzel, en annars þykir erfitt að setja hinn
mikla einfara í stílsögulegt samhengi. Sextíu
verk eftir Hammershøi er mikið samsafn þar
sem hann var seinvirkur málari og varð ein-
ungis rúmlega fimmtugur, hér á einum stað
lykilverk frá Kaupmannahöfn, Stokkhólmi
(Thielska-safninu) og víðar. Má vera ljóst að
hér er um stórviðburð að ræða sem vel er búið
að. Gefin hefur verið út vegleg sýningarskrá,
kostar 23 evrur, eða um 2.000 krónur, auk þess
að á staðnum má fá rit Pouls Vad: Vilhelm
Hammershøi and Danish Art at the Turn of the
Century. New Haven/London 1992. Af öllu má
ráða að ævintýrið sem byrjaði á herrasetrinu
Ordrupgaard 1981, og þáverandi safnstjóri
Hanne Finsen var í forsvari fyrir hefur borið
ríkulegan ávöxt og vindur stöðugt upp á sig.
Sýningin vakti gríðarlega athygli og sýning-
arskráin seldist fljótlega upp, en var seinna
endurútgefin. Strax 1988 kom út vegleg bók
upp á 460 síður um list hans og líf, sem sami
Poul Vad var höfundur að, en hann er fram-
úrskarandi penni þegar lesa skal í innviði mál-
verka. Hin sparlega litameðferð, en Ham-
mershøi málaði aðallega í möttum grátónum
blönduðum sepía og jarðlitum, hefur haft áhrif
á ýmis afbrigði samtímalistar og hér getum við
til að mynda litið til Georgs Guðna, þótt mynd-
hugsun hans sé sértækari og meira lagt upp úr
sjálfri áferðinni. Álykti einhverjir að málverk
Hammershøis séu dæmigerð fyrir akademísk
viðhorf á tímunum skjátlast þeim hrapallega.
Að vísu nam hann við listakademíuna í Kaup-
mannahöfn, en jafnhliða sótti hann kvöldskóla
P.S. Krøyers á Breiðgötu og þar voru kennslu-
aðferðirnar aðrar og lífrænni. Þá höfðu nem-
endur sem voru óánægðir með hina stöðnuðu
kennslu á Akademíunni stofnað frjálsan skóla
þar sem teknar voru upp ferskar og bylting-
arkenndar aðferðir frá París. Nú skyldi öllu
meira málað eftir lifandi fyrirsætum í stað
gipsstytta, og úti í guðs grænni náttúrunni
heldur en inni í kennslustofunum, plein air,
nefndist það á fínu máli og hér var Hamm-
ershøi með á nótunum. Mikilvægast að í stað
staðlaðrar einstefnu kom fjölbreytni en vita-
skuld skiptir minna hvort málað sé inni eða úti,
eftir gipsstyttum eða lifandi holdi, í dag hafa
samræmdir listaháskólar og samræmt nám í
almennum skólum á einn veg tekið við af því
sem áður var skilgreint staðlað akademískt
nám. Einungis vikið að þessu í framhjáhlaupi
til aukins skilnings en væntanlega tekið til
gleggri og afmarkaðri skilgreiningar í öðrum
pistli …
Ekki verður með nokkru móti sagt aðsamlandar Beckmanns hafi nokk-urn tíma gleymt honum líkt og Dan-ir Hammershøi, hins vegar hefur
frægðarsól málarans stigið jafnt og þétt, eink-
um síðasta áratug með stórum og minni sýn-
ingum í virtum söfnum vestan hafs og austan.
Og málarinn þykir svo nútímalegur að þegar
þeir í London heiðra hann gerist það ekki á
gamla Tate-safninu, Millbank, heldur Tate
modern, Bankside, er í heilum í 14 sölum og
listaverkin 75, væntanlega mörg í yfirstærðum
þar sem þrískiptir myndflekar voru sérgrein
hans. Þetta er farandsýning sem kemur frá
Pompidou-menningarmiðstöðinni í París þar
sem hún var uppi frá 9. september til 6. janúar,
var opnuð í London í febrúar og stendur til 15.
maí, heldur loks til New York, þar sem hún
verður líkast til opnuð á Metropolitan-safninu
og stendur fram eftir sumri. Mig grunar þó að
sýning þessa mikla og sérstæða einfara inn-
hverfs útsæis (expressjónisma) gisti þó í og
með Tate Modern, til að skjóta stoðum undir
rekstrargrundvöll safnsins sem nú er í járnum.
Sýningin Matisse/ Picasso var því mikill bú-
hnykkur og nú er að sjá hvað skeður með Beck-
mann, en hið frásagnarlega í myndlist og bein-
skeytt krufning mannlífsins höfðar mjög til
hins breiða fjölda nú um stundir. Til nánari út-
listunar skal þess getið að ókeypis er inn á op-
inber söfn í London, nema hvað sérsýningar
snertir, aftrar þó sannarlega ekki aðstreymi
fólks nema síður sé sbr. troðfulla sali Tate,
Millbank varðandi yfirlitssýningu á verkum
Lucien Freud, sömuleiðis Matise /Picasso á
Tate, Bankside, í fyrrasumar. Þá rann hin veg-
lega sýningarskrá varðandi Lucian Freud út
líkt og rjómabollur er ég var þar á ferð, seldist
upp og ófáanleg, orðinn fágætur safngripur,
minna veit ég um doðrantinn rosalega á hinni
sýningunni.
Mikið framboð frábærra sýninga í Kaup-
mannahöfn um þessar mundir, nefni hér ein-
ungis Louise Bourgeois, svo og ljósmyndarann
Wolfgang Tillman á Lousiana/ þýska express-
jónista á Gl Strand og, Impressjónistarnir og
Norðrið, á Ríkislistasafninu. Þá er einungis
fögurra klukkustunda þægileg lestarferð til
Hamborgar og sé morgunlestin tekin er maður
á staðnum um ellefuleytið og örstutt frá lest-
arstöðinni að listhöllinni og raunar fleiri söfn-
um svo sem Deichtorhalle, ef vill er komið til
baka um tíuleytið að kveldi, þá er stutt flug frá
Kaupmannahöfn til London. Loks er einungis
tveggja klukkutíma lestarferð frá Hamborg til
Berlínar, einnig Frankfurt og frá báðum stöð-
um einfalt að fljúga til London. Á einni viku eða
svo getur forvitinn þannig í sjón og raun orðið
margs vísari um hvað hefur gerst og er að ger-
ast í heimslistinni. Sjálfs er höndin hollust eins
og orðtakið hermir og á hér einnig við í útvíkk-
aðri merkingu.
Hin sjálfsprottna vitund
Max Beckmann: „Oddiseifur og Kalypsó“ fjarlægjast hvort annað, 1943, olía á dúk.
Vilhelm Hammershøi: Dans rykkornanna í sólarljósinu að Strandgade 30, 1900 olía á dúk.
SJÓNSPEGILL
Eftir Braga
Ásgeirsson
bragia@itn.is