Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 43 DAGBÓK Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.562 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 2. og 9. júní, Valentin Park, vikuferð. Verð kr. 57.950 M.v. 2 í stúdíóíbúð í viku, Valentin Park, 26. maí. Heimsferðir stórlækka verðið til Mallorca. Heimsferðir bjóða nú vikulegt flug til Mallorca alla mánudaga í sumar á frábærum kjörum og við stórlækkum verðið til þessarar vinsælu eyju í Miðjarðarhafinu, sem hefur verið einn vin- sælasti áfangastaður Íslendinga í 30 ár. Við höfum nú tryggt okkur við- bótargistingu á okkar vinsælasta gististað, Valentin Park á þar sem þú getur notið frá- bærrar aðstöðu í fríinu og notið þessarar feg- ustu eyju Miðjarðarhafsins. Viðbótargisting, 2., og 9. júní Munið Master- card ferða- ávísunina Bókaðu til Mallorca meðan enn er laust frá kr. 49.562 Lægsta verðið til Mallorca Glæsilegir nýir gististaðir Allt að verða uppselt 26. maí – 11 sæti 2. júní – 29 sæti 9. júní – 22 sæti 16. júní – uppselt 23. júní – 31 sæti 30. júní – uppselt 7. júlí – laust 14. júlí – 11 sæti 21. júlí – uppselt Sjá aðrar brottfarir Í tilefni væntanlegrar yfirlitssýningar á verkum Júlíönu Sveinsdóttur (1889-1966) í Listasafni Íslands næsta haust er hafin skráning á listaverkum hennar. Af þeirri ástæðu er eigendur verka eftir Júlíönu eindregið hvattir til að hafa samband við safnið. Vinsamlegast hafið samband við Hörpu Þórsdóttur deildarstjóra sýningardeildar í síma 515 9600 næstu daga kl. 11-12:30 eða með tölvupósti: harpa@natgall.is Stuttar og síðar kápur sumarúlpur, heilsársúlpur, regnúlpur, ullarjakkar, hattar og húfur Opið virka daga frá kl. 9-18 Laugardaga frá kl 10-15 Mörkinni 6 - Sími 588 5518 STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Afmælisbarn dagsins er sjálfstætt í hugsun, hispurs- laust og hugarstyrkur þess mikill. Það er framfarasinn- að og sannfæringarkraftur þess mikill. Siðgæði þess er ekki söluvara. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú kemst kannski að ein- hverjum safaríkum leynd- armálum um auðævi einhvers. Eða þú kemst að því hvernig einhverju hefur verið skipt milli þín og annarra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert tilbúin(n) að láta vin- áttubönd sem þjóna ekki til- gangi sínum sigla sinn sjó. (Fyrirgefðu alltaf óvinum þín- um – ekkert angrar þá meir). Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Upplagður dagur til að ganga í augun á öðrum. Á vinnu- staðnum verða menn einkar ánægðir með hugmyndaauðgi þína. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér finnst þú þurfa að koma þinni hlið mála rækilega á framfæri í dag og telur þig hafa alveg á réttu standa og vilt ekkert gefa eftir í þeim efnum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér líður eins og spæjara í dag, munt ryðja út úr þér lausnum og svörum við flókn- um spurningum. Mundu samt að þú ert ekki Sherlock Holmes! Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Alvarlegar samræður geta umturnað sambandi við aðra, ekki endilega í neikvæðri merkingu. Leggðu spilin á borðið og vænstu þess sama af öðrum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Upplagður dagur til breytinga eða umbóta á vinnustað. Líttu í kring og sjáðu hverju þú get- ur fengið áorkað. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert einkar tilfinninga- samur(söm) varðandi hvað- eina er viðkemur ástarsam- bandi, rómantík, eða skemmtan. Þú vilt fara í frí. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Notaðu kraftana til breytinga heima fyrir í dag, losaðu þig einkum við alls kyns óþarfa og draslið sem hrúgast hefur upp í bílskúrnum eða geymslunni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú verður hispurslaus við fólk sem verður á þínum vegi í dag og það mun hafa talsverðar af- leiðingar í för með sér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Fjármál verða þér hugfólgin í dag og þú liggur ekki á skoð- unum þínum í þeim efnum. Vilt að menn fari skynsamlega með fjármuni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn er einkar kraftmik- ill í dag, það kemur sér vel ef útgáfustarfsemi, ferðalög eða menntun er það sem hann fæst við. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA MINN FRIÐUR Minn friður er á flótta, mér finnst svo tómt og kalt; ég geng með innri ótta, og allt mitt ráð er valt. Ég veit ei, hvað mig huggi, og hvergi sé ég skjól; mér ógnar einhver skuggi, þótt ég sé beint við sól. Ég spyr mig: hvert skal halda? en hvergi flýja má; ég hrópa: hvað skal gjalda? því hvergi neitt ég á. Því stenzt minn styrkur eigi, sem stormi lostin björk mitt höfuð þreytt ég hneigi á hryggðar eyðimörk. Þó lýsir líknarvonin, ég lyfti trúar staf; ég er í ætt við soninn, sem eta girnist draf. Ég sé mitt frelsi, faðir, ég fylgi sveini þeim; ég þekki ráðið, það er: til þín að hverfa heim. Þú breiðir arma bjarta og barnið faðmar þitt, ég finn þitt heita hjarta, og hjartað fagnar mitt. Ég vil ei við þig skilja, ég vel þitt náðar-skjól; mitt veika líf er lilja, þín líkn er hennar sól. Matthías Jochumsson LJÓÐABROT 1. c4 c5 2. Rf3 Rf6 3. Rc3 e6 4. g3 b6 5. Bg2 Bb7 6. O-O Be7 7. He1 d5 8. cxd5 exd5 9. d4 O-O 10. Bf4 Rbd7 11. dxc5 Bxc5 12. Rd4 Re4 13. Rxe4 dxe4 14. Da4 Rf6 15. Hed1 De8 16. Dxe8 Hfxe8 17. Rb5 He7 18. a3 e3 19. f3 a5 20. Bd6 Bxd6 21. Hxd6 Ba6 22. Rc3 Hb8 23. f4 Bc4 24. Had1 h6 25. Bf3 b5 26. H1d4 Hc7 27. Kg2 b4 28. Re4 Rxe4 29. Hxe4 Be6 30. Hxe3 Hc2 31. axb4 axb4 32. b3 Hc3 33. Hxc3 bxc3 34. Hc6 Hc8 35. Hxc8+ Bxc8 36. Be4 Staðan kom upp á Amber- mótinu sem lauk fyrir skömmu í Monakó. Peter Leko (2736) hafði svart gegn Ljubomir Ljubojevic (2570). 36... Bb7! og hvítur gafst upp enda rennur c- peðið upp eftir 37. Bxb7 c2. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 9. apríl, er sextugur Örn Björnsson, útibússtjóri Ís- landsbanka á Húsavík, Ket- ilsbraut 23, Húsavík. Eig- inkona hans er Þórdís Vilhjálmsdóttir. Örn verður í vinnunni í dag. 40 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 9. apríl, verður fertugur Run- ólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bif- röst. Hann tekur á móti gestum á afmælis-, skemmti- og danskvöldi í hátíðarsal Viðskiptaháskól- ans föstudaginn 11. apríl frá kl. 20.30. FJÖRUTÍU sveitir af landinu öllu léku listir sínar á Hótel Borgarnesi um helgina, en þar fór fram undankeppni Íslandsmóts- ins í sveitakeppni. Þær tíu sveitir sem stóðu sig best munu keppa í úrslitunum um páskana. Eftir spila- mennsku helgarinnar liggja 168 í valnum, flest eru best geymd á þeim stað um aldir alda, en nokkur þola upprisu og lengi líf- daga. Meðal þeirra er þessi slemma úr annarri umferð: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ ÁK1065 ♥ K74 ♦ DG97 ♣7 Suður ♠ 842 ♥ ÁG9862 ♦ – ♣KDG8 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta 3 tíglar 3 spaðar Pass 4 tíglar * Pass 6 hjörtu Allir pass Fjögurra tígla sögn suð- urs er svolítið frek, enda er slemman vafasöm. En það er önnur saga. Nú er að spila sex hjörtu með tígulás út. Ef trompið kemur 2-2 gæti dugað að spila laufi úr borði og láta austur drepa með ás (vonandi). Síðan mætti henda þremur spöð- um niður í KDG í laufi og trompa þriðja spaðann. Með þessa megináætlun að leiðarljósi er hjarta spilað á kónginn og þá kemur drottningin frá vestri. Sem er bæði gott og vont. Gott er að sjá framan í drottn- inguna, en nú er ljóst að trompið er 3-1 og það er heldur verra. Næst er laufi spilað úr borði og austur lætur bláhund án nokkurs hiks. Einhverjar tillögur? Er austur að dúkka með ásinn? Varla. Þess vegna kemur vel til greina að djúpsvína áttunni! Norður ♠ ÁK1065 ♥ K74 ♦ DG97 ♣7 Vestur Austur ♠ 9 ♠ DG73 ♥ D ♥ 1053 ♦ Á1086432 ♦ K5 ♣Á642 ♣10953 Suður ♠ 842 ♥ ÁG9862 ♦ – ♣KDG8 Sem heppnast, en skiptir þó engu máli eins og legan er, því tígulkóngurinn kem- ur óvænt úr austrinu og leysir allan vanda sagnhafa. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.