Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
TVEIR listfræðingar, sem báru
vitni í stóra málverkafölsunarmál-
inu í gær, komust að þeirri niður-
stöðu að meint falsmálverk, sem
eignuð eru helstu meisturum ís-
lenskrar myndlistar, standist ekki
samanburð við óvefengd verk meist-
aranna. Sérfræðingarnir hafa lagt
fram skýrslur eftir rannsókn á hin-
um kærðu myndum.
Í gær var farið yfir verk sem eign-
uð eru Ásgrími Jónssyni, Jóni Stef-
ánssyni, Þórarni B. Þorlákssyni,
Svavari Guðnasyni, Nínu Tryggva-
dóttur, Kristínu Jónsdóttur og Júl-
íönu Sveinsdóttur. Í skýrslum sín-
um greindu sérfræðingarnir
rannsóknatilvikin og leiddi sú grein-
ing til samanburðar á óvefengdum
verkum meistaranna.
Fjallað var um þrjár kærðar
myndir sem bera höfundarnafn Ás-
gríms Jónssonar og bar annar sér-
fræðingurinn að þau væru m.a.
muskulega unnin og í andstöðu við
vinnubrögð Ásgríms, sem hefði ver-
ið afar nákvæmur málari. Hvað Jón
Stefánsson áhrærir þóttu rann-
sóknatilvikin, sem eru fjögur, ýmist
bera vott um m.a. ómarkvissa mynd-
uppbyggingu, eða eintóna litafleti
þar sem litasamspil vantaði, þvert á
vinnubrögð Jóns. Sérfræðingurinn
viðurkenndi að rannsóknatilvikin
ættu ýmislegt sameiginlegt með
verkum Jóns, en hins vegar væri of
margt sem styngi í stúf til að telja
mætti verkin eftir Jón.
Við athugun á myndum eignuðum
Þórarni B. Þorlákssyni, komst sér-
fræðingurinn að því að þau gætu
ekki verið eftir Þórarin, þar sem
ýmist vantaði þéttleika í þær, eða þá
að áferðin væri of gróf, litanotkun
einhæf eða að þær þættu of flat-
neskjulegar.
Fjöldinn allur af myndum eign-
uðum Svavari Guðnasyni var til
rannsóknar og fengu þær þá ein-
kunn sérfræðingsins að þær bæru
ekki öguðum vinnubrögðum Svav-
ars vitni. Ekki sæist að reynt hefði
verið á þanþol litanna, eða leikið
væri með hreyfiafl þeirra og þaðan
af síður væri hægt að finna kröftug
pensilför eða flókna myndbupp-
byggingu Svavars. Litirnir væru
þvert á móti gruggugir og mynd-
bygging losaraleg og mjög í and-
stöðu við vinnubrögð Svavars. Bar
sérfræðingurinn að það hefði verið
yfirþyrmandi að rannsaka hvert
verkið á fætur öðru sem ekki hefði
borið höfundareinkenni Svavars.
Rannsökuð voru olíumálverk, vatns-
lita- og krítarmyndir merktar Svav-
ari.
Talsverðar umræður hófust um
huglæg og hlutlæg vísindi í lok vitn-
isburðarins, sem enduðu á því að
dómari spurði sérfræðinginn beint
út hvort hann gæti sagt til um það
með „100% vissu“ hvort verkin væru
fölsuð. Svaraði vitnið á þá leið að það
teldi ekki að kærðu myndirnar bæru
höfundareinkenni Svavars.
Annar listfræðingur fjallaði um
rannsóknatilvik með höfundarmerk-
ingum Nínu Tryggvadóttur, Júlíönu
Sveinsdóttur og Kristínar Jónsdótt-
ur. Sagði hann að umrædd verk
eignuð Júlíönu væru ekki í anda
hennar, ýmist væru þau ósjálfstæð,
ópersónuleg eða þá að þau væru
ekki merkt með ártali, nokkuð sem
Júlíana hefði oftast gert. Verjendur
sakborninganna spurðu ítrekað
hvort sérfræðingurinn teldi sig fær-
an um að meta ýmis tæknileg atriði
við rannsóknina og svaraði hann svo
vera, þótt sér væri kunnugt um sér
fremri sérfræðinga, á því sviði. Á
hinn bóginn stóð vitnið fast við full-
yrðingar sínar.
Hvað áhrærir fimm verk sem
eignuð eru Nínu Tryggvadóttur
sagði sérfræðingurinn að í þau vant-
aði ýmist birtu, hreina liti eða réttar
stemmningar, sem Nína hefði sett í
verkin ef hún hefði málað þau.
Við rannsókn á verkum eignuðum
Kristínu Jónsdóttur fannst sérfræð-
ingnum áritanir á verkunum m.a.
grunsamlegar, líkt og nafn hennar
hefði verið sett yfir fyrri áritun sem
máð hefði verið út. Einnig var talið
undarlegt að nafn Kristínar skyldi
vera skrifað með blýanti á olíumál-
verk eignuð henni. Sagði sérfræð-
ingurinn að slíkt hefði hann ekki séð
áður.
Tveir sérfræðingar báru vitni í gær í málverkafölsunarmálinu fyrir héraðsdómi Reykjavíkur
Segja myndir ekki
standast samanburð
við verk meistaranna
SIV Friðleifsdóttir, umhverf-
isráðherra og oddviti Framsókn-
arflokksins í Suðvesturkjördæmi,
var á ferð í verslanamiðstöðinni
Smáralind í gær. Dreifði hún bækl-
ingum sem innihéldu helstu bar-
áttumál flokksins og gaf sig á tal
við kjósendur, sem almennt tóku
henni vel og spurðu margs, enda
ýmislegt sem fólki liggur á hjarta.
Morgunblaðið/Golli
Siv á tali við kjósendur
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd vegna um-
fjöllunar um tillögur stjórnmála-
flokkanna í skattamálum fyrir kosn-
ingar sem birtist í blaðinu í gær:
„Leiðréttingar við umfjöllun
Morgunblaðsins um tillögur stjórn-
málaflokkanna í skattamálum fyrir
kosningar.
Í samantekt á tillögum stjórn-
málaflokkanna í skattamálum sem
birt er á bls. 10 í Morgunblaðinu í
dag, 8. apríl, koma fram afleitar vill-
ur sem nauðsynlegt er að leiðrétta
þegar í stað. Í fyrsta lagi er óskilj-
anlegt að höfundur samantektar
Morgunblaðsins skuli í dálknum um
tekjuskatta eingöngu nefna tillögu
Vinstri grænna um skattlagningu á
fjármagnstekjur, en ekki minnast á
eftirfarandi forgangsverkefni VG
sem standa skýrum stöfum í bækl-
ingnum Kosningaáherslur VG 2003:
að létta sköttum af lægstu launum
og lífeyri í áföngum með hækkun
skattleysismarka og tekjutengd-
um endurgreiðslum
að draga úr skattlagningu meðal-
tekna og lægri tekna með stig-
lækkandi skattbyrði um leið og
jaðaráhrif verði takmörkuð.
Í öðru lagi er það ótrúleg rang-
færsla þegar fullyrt er tvívegis í
samantektinni að Vinstri grænir hafi
engar tillögur um að hækka barna-
bætur. Sú staðreynd virðist því mið-
ur hafa farið framhjá höfundi sam-
antektarinnar að í bæklingnum
Kosningaáherslur VG 2003 er
áherslur á skattkerfisbreytingar að
finna víðar en í sérstökum kafla um
skatta og ríkisfjármál. Í dálki um
barnabætur í samantekt Morgun-
blaðsins er t.d. eftirfarandi sagt um
stefnu Vinstri grænna: „Engar til-
lögur en komið verði til móts við
barnafólk með ókeypis leikskóla-
gjöldum m.a.“ Hið rétta er að í kafla
um málefni barna má vissulega sjá
áherslur VG um niðurfellingu leik-
skólagjalda, en þar má einnig lesa
eftirfarandi: „Barnabætur eru fram-
lag samfélagsins til barnanna sjálfra
og því á að draga úr tekjutengingu
þeirra.“ Og undir liðnum Forgangs-
verkefni er lögð áhersla á hækkun á
grunnupphæð ótekjutengdra barna-
bóta til allra aldurshópa. Í þriðja lagi
skal bent á nokkur af forgangsverk-
efnum VG sem tíunduð eru í hinum
ýmsu köflum í bæklingnum Kosn-
ingaáherslur VG 2003 og ættu heima
í dálknum Ýmsar tillögur í saman-
tekt Morgunblaðsins til viðbótar við
þau 2 verkefni sem þar eru nefnd,
þ.e.:
samræmt húsnæðisframlag innan
skattkerfisins í stað vaxtabóta og
húsaleigubóta
að létta sköttum af menningar-
starfsemi
umhverfisgjöld til að hvetja til
vistvænna framleiðsluaðferða
ð dregið verði úr skattlagningu á
almenningssamgöngur
að lítil og meðalstór fyrirtæki
njóti skattalegs hagræðis á fyrstu
rekstrarárum.“
Athugasemd frá VG
vegna umfjöllunar
um skattatillögur
ÞJÓNUSTUGJÖLD banka, bruna-
bótaiðgjald, lyf og sérfræðiþjón-
usta hafa hækkað verulega á und-
anförnum árum. Lyf eru
langdýrust á Íslandi miðað við hin
Norðurlöndin. Þetta kemur fram í
frétt Félags eldri borgara í Reyka-
vík þar sem vakin er athygli á
miklum hækkunum á ýmsum þjón-
ustugjöldum. Segir að samanburð-
ur á hækkunum á þjónustugjöldum
og hækkun hæstu bóta einstaklings
sé öldruðum mjög óhagstæður.
Í fréttinni segir að opinberar
niðurgreiðslur lyfja utan sjúkra-
húss á Norðurlöndum séu um 55–
64% en á Íslandi séu þær 46–48%.
Þá segir að hámarksgreiðsla fyrir
sérfræðihjálp hafi hækkað á ár-
unum 1999–2003 um allt að 260%
og hámarksgreiðsla á röntgen-
rannsóknum um 300% á sama
tímabili. Bent er á að almenn lækn-
isþjónusta og blóðrannsóknir hafi
ekki hækkað síðastliðin ár en að
sérfræðilæknisþjónusta hafi hækk-
að að meðaltali um 40–50% frá
árinu 1999, eða um 35% umfram
verðlagshækkanir.
Félag eldri borgara í Reykjavík
bendir ennfremur á að verð á lyfj-
um til sjúklinga, samkvæmt
neysluvísitölu, hafi hækkað um
26,7% frá árinu 2001 og sérfræði-
þjónusta hafi hækkað um 44,2% á
sama tímabili.
Í frétt félagsins segir að þjón-
ustugjöld bankanna hafi hækkað á
síðustu tíu árum um 277%. Þá seg-
ir að brunabótaiðgjald íbúðarhús-
næðis hafi hækkað um 89% frá því
2001. Einnig er bent á aðrar hækk-
anir t.a.m. að fastagjald á síma hafi
hækkað svo og fargjöld Strætó bs,
bifreiðagjöld, bensín og heitt vatn.
Félag eldri borgara bendir á hækkanir þjónustugjalda
Bætur aldraðra ekki
hækkað að sama skapi
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA,
samgönguráðherra og utanríkisráð-
herra undirrituðu í gær samkomulag
um átaksverkefni til kynningar og
markaðssetningar á íslenska hestin-
um. Verkefnið hefur hlotið heitið
„Umboðsmaður íslenska hestsins“
og er markmið þess meðal annars að
efla jákvæða ímynd hrossaræktar og
hestamennsku á Íslandi, auka sölu á
íslenska hestinum og hestatengdri
vöru og þjónustu innanlands sem ut-
an og efla almennan áhuga á hesta-
mennsku.
Lögð verður áhersla á forystu-
hlutverk Íslands í kynbótum, rækt-
un og fagmennsku á sviði hesta-
mennsku. Ráðuneytin sem að
verkefninu koma munu leggja sam-
tals 9 milljónir í verkefnið. Auk þess
munu Búnaðarbanki Íslands og
Flugleiðir styrkja verkefnið um eina
milljón króna hvert.
Sex manna stjórn verkefnisins
mun á næstunni ráða forstöðumann
en Guðni Ágústsson, landbúnaðar-
ráðherra, sagði í gær að það gæti
orðið vandasamt verk þar sem um-
boðsmaður íslenska hestsins þyrfti
að vera hvort tveggja í senn, „brjál-
aður og brillíant“. „Ég trúi því sjálf-
ur að það muni verða mjög farsælt
fyrir íslenska þjóð að stofna til þessa
embættis og ná þar með að tryggja
sér leiðtoga sem verður að störfum í
kringum íslenska hestinn á verald-
arvísu því hann er elskaður og stund-
aður sem tómstund í mörgum þjóð-
löndum,“ sagði Guðni.
Umboðsmaður íslenska hestsins
mun starfa frá árinu 2003 til ársins
2007.
Morgunblaðið/RAX
Hákon Sigurgrímsson, hjá Landbúnaðarráðuneyti, Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, Guðni Ágústsson land-
búnaðarráðherra, Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneyti, Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra, Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans, og Benedikt Höskuldsson, hjá viðskiptaþjónustu
utanríkisráðuneytis, við undirritun samkomulagsins í gær.
Embætti umboðsmanns
íslenska hestsins stofnað